Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 20. ágúst 1980 Ég þakka af alhug alla vinsemd mér sýnda með heillaóskaskeytum, heimsókn- um og gjöfum i tilefni af sjötiu ára afmæli minu 17. júli, s.l. Sérstakar þakkir færi ég börnum og tengdabörnum minum fyrir að gera mér þessi timamót svo ógleymanleg. Guð blessi ykkur öll. Guðriður Sigurðardóttir fyrrv. simstöðvarstjóri ■ *1 Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar Í | ^ DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 StMI 27277 Dagvistun barna óskar að ráða starfs- mann, helst fóstru eða þroskaþjálfa til þess að annast blind börn á dagvistar- heimili. Upplýsingar veitir umsjónarfóstra i sima 21584 eða 27277. PÓST- OG SlMAMÁLÁSTOFNUNIN óskar að ráða TALSíMAVERÐI um sex mánaða skeið til starfa hjá TALSAM- BANDI VIÐ ÚTLÖND Gerðar eru kröfur til all nokkurrar tungu- málakunnáttu. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. Lyfsöluleyfi er forseti Islands veitir Lyfsöluleyfi Holts apóteks, Reykjavik, er auglýst laust til umsóknar. Umsóknir sendist landlækni, Arnarhvoli, fyrir 1. október 1980. Lyfsöluleyfið veitist frá 1. janúar 1981. Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er verðandi lyfsala gert að kaupa húsnæði, áhöld og innréttingar, þar með talinn tölvubúnað, sem er i uppsetningu, og vörubirgðir apóteksins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. ágúst 1980. Heilsugæslustöð á Ólafsfirði Tilboð óskast í innanhússfrágang á Heilsugæslustöð o.fl. á Ólafsfirði. Húsið er 2 hæðir og kjallari að hluta, alls um 2100 ferm. gólfflatar og er nú tilbúið undir tré- verk. Verkinu skal að fullu lokið 1. júni 1982, en 1. áfanga 1. júli 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarstjóra á ólafsfirði gegn 100.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 9. sept. 1980, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Guftrún Gisladóttir og Viftar Eggertsson Sakleysi og grimmd ALÞÝÐULEIKHUSIÐ SÝNIR ÞRIHJÓLIÐ EFTIR Fernando Arrabal. Leik- stjúri: Pétur Einarsson Leik- mynd: Grétar Reynisson Þýfting: Ólafur Haukur Simonarson Leikhúsvertiftin hófst aft þessu sinni með sýningu Alþýðuleik- hússins á þessu verki Arrabals, sem samið var 1961, á blóma- skeiði fáránleikastefnunnar og má reyndar finna i þvi merki skyldleika við Ionesco, einkum i fáránlegum rökræðum persón- anna. Arrabal, sem er spánskur en búsettur i Frakklandi, hefur nokkrum sinnum áður birst i is- lenskum leikhúsum, LR sýndi Skemmtiferð á vigvöllinn, Herra- nótt sýndi Bilakirkjugarðinn, Leiksmiðjan setti upp Fandó og Lis, og svo var LR meft Steldu bara miljarði. Um skeiö var Þjóðleikhúsið með áform um að sýna Og þeir handjárnuftu blóm- in, en þvi miður datt sú fyrirætlan upp fyrir. Reyndar sýnist manni i fljótu bragði að Og þeir handjárnuðu blómin hefði verið upplagðara verkefni fyrir Alþýðuleikhúsift en þetta, miklu magnaðra verk og mun pólitiskara, en um leift viða- meira og erfiðara. Þrihjólið fjall- ar eins og mörg fleiri verk Arra- bals um utangarðsfólk og lýsir þvi sem einkennilegri blöndu barnslegs sakleysis og skilnings- vana grimmdar. Umrenningarnir i Þrihjólinu standa gersamlega utanvið skipulegt borgaralegt samfélag. Þeir skilja hvorki siða- lögmál þess né röksemdir. Þegar fulltrúi samfélagsins birtist að lokum til að taka þá fasta fyrir morð talar hann annarlegt tungu- mál sem enginn þeirra skilur. Vönduð uppfærsla Péturs Einarssonar kemur hinni barns- legu hlið verksins til skila af mik- illi natni, og sömuleiðis fáránlegri kimni þess. Hins vegar skorti nokkuð á þá spennu og ógnun sem þarf aft koma þar á móti. Þetta var kannski greinilegast i leik Gunnars Rafns Gunnarssonar sem var mjög einlægur og barns- legur, en vantaði blæbrigði og varð of einhæfur, aldrei verulega ógnandi. Mun meiri spenna var i ágætum leik Guörúnar Gisladótt- ur og Eggert Þorleifsson skilaði sinum hlut mjög snoturlega. Við- ar Eggertsson lék gamla flautu- leikarann og lagði hart aö sér að sýna okkur elli hans og hrumleik, en leikur hans varð nokkuð þving- aöur. Sverrir Hólmarsson. Utangarftsmenn með þrthjól: Viftar Eggertsson, Gunnar Rafn Gunnarsson, Eggert Þorleifsson og Guð- rún Gisladóttir. HaHi hjá Dráttarvélum Aftalfundur Dráttarvéla hf. var haldinn i slftasta mánuöi. Halli varft á rekstri fyrirtækisins á ár- inu. Réfti þar mestu um að ekki varft umtalsverð aukning á lager- sölu þess, en veruleg hækkun á fjármagnskostnafti. A árinu 1979 varft heildarsalan 972.1 milj. kr á móti 805.6 milj. árið áður. Söluaukning varð að- allega i umboðssöiu en óveruleg i lagersölu. Veruieg v.erðhækkun varð á flestum þeim vörum, sem fyrirtækið selur og torveldaði það samkeppnisaðstöðu þess gagn- vart ýmsum keppinautum. Astæðan var einkum óhagstæð þróun Vestur-Evrópu-gjaldmiðla ásamt gengissigi krónunnar okk- ar. Af framangreindum orsökum varð m.a. veruiegur samdráttur i sölu á Massey-Ferguson dráttar- vélum. Hafði það mikil áhrif á heildarsölu fyrirtækisins svo rik- ur þáttur sem þessar dráttarvél- ar hafa verið I sölu þess undan- farin ár. Sala vinnuvéla dróst einnig saman á árinu. Stjórn Dráttarvéla hf. var endurkjörin. Hana skipa þeir Hjalti Pálsson, formaður, Hjörtur Hjartar og Agnar Tryggvason. Endurskoðendur voru einnig endurkjörnir: Óskar Jónatansson og Geir Gerisson. Framkvæmda- stjóri Dráttarvéla hf. er Arnór Valgeirsson. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.