Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. ágúst 1980 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans Framkvemdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. • Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaóur Sunnudagsbiaös: Þtírunn Sigurðardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson BlaOamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Árnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun : Blaöaþrent hf. Verkefnaröðun og orkunýting • Mjög er nú eftir því rekið að hugað verði að stóriðju- kostum á íslandi og sem fyrr er nokkur hópur manna þeirrar skoðunar að bestséað þar séu yfirráð, f jármagn og áhætta öll í höndum erlendra aðila. Þetta grunn- hyggna sjónarmið er þó á undanhaldi, enda eru Islend- ingar betur í stakk búnir til þess en áður að takast á við stórverkefni í virkjunar- og iðnaðarmálum af eigin rammleik. Á það bæði við um f járhagsgetu, þekkingu og skipuleg vinnubrögð. • I stjórnarsáttmála er sagt „að ríkið skuli stuðla að uppbyggingu meiriháttar nýiðnaðar er m.a. byggi á inn- lendri orku og hráefnum, enda verði slikur nýiðnaður og frekari stóriðja á vegum landsmanna sjálfra." I stað þess að hugsa eingöngu til viðræðna við útlendinga um mál af þessu tagi og gera ráð fyrir að þeir komi færandi hendi með f jármagn og alla þekkingu á frumstigi er nú kappkostað í iðnaðarráðuneytinu að leggja sjálfstætt matá einstaka kosti og heildarþróun á sviði nýiðnaðar og orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að íslensk stjórn- völd geti staðið á eigin fótum í þessum efnum. • Vert er að vekja athygli á því að slík stórverkefni eru nú i gangi hér innanlands að erfitt er að sjá hvernig koma eigi stóriðjuáformum inn í framkvæmdaramma isienska ríkisins á næstu árum. Sömu aðilar og býsnast mjög yf ir vaxandi f járfestingu hins opinbera, sem fyrst og fremst má rekja til orkuframkvæmda, eiga það hins vegar til að kref jast tafarlausrar uppbyggingar stór- iðjuvera. • Meginverkef nið í ráðstöfun orku og f jármagns á allra næstu árum hlýtur áf ram að verða það, að koma í notkun innlendum orkugjöfum i stað innf luttrar oliu i húsahitun og atvinnurekstri. Að þessu átaki er nú unnið með hita- veituframkvæmdum, nýlagningu og styrkingu stofnlína og dreifikerfis fyrir raforku, en þar er Vesturlína stærsta verkefnið í ár. Finnst víst mörgum að ekki gangi nógu hratt en sá rammi sem efnahagslífinu er settur reisir við því skorður. Þó er það mat iðnaðarráðherra i viðtali við Þjóðviljann að á næstu 3-4 árum takist að ná því marki að útrýma að mestu olíu við húsahitun, þannig að aðeins 3-5% landsmanna búi þá enn við oliuupphitun hýbýla sinna.Þá má ekki gleyma að í athugun eru nokkr- ir minni nýíðnaðarkostir, svo sem framleiðsla á steinull, saltvinnsla, stálbræðsla o.fI. Þessir meðalstóru og orku- freku nýiðnaðarkostir falla innan framkvæmdaramma næstu þriggja ára, ef hagkvæmir teljast. • Það er mat iðnaðarráðherra að þegar því marki sé náð að olíuupphitun húsa sé að mestu útrýmt og dreifikerfi raforkunnar komið í viðunandi horf muni svigrúm auk- ast til meiriháttar f járfestinga í iðnaði, enda gæti það fallið saman við aukið orkuframboð frá nýjum virkj- unum síðar á níunda áratugnum. • í þessu sambandi er rétt að ítreka að Alþýðubanda- lagið hef ur eitt f lokka á landinu lagt í það veruíega vinnu að meta orkubúskap íslendinga og móta sér stefnu í orkumálum. Stefnumótun Alþýðubandalagsins í orku- málum birtist í bókinni (slensk orkustefna sem út kom haustið 1976. Þar er tekið skýrt fram að ýmis konar orkufrekur iðnaður eigi fyllsta rétt á sér og geti fallið með eðlilegum hætti inn í atvinnulíf landsmanna. • Alþýöubandalagíð leggur þó megináherslu á að um sé að ræða íslensk fyrirtæki með ótvíræðu meirihlutaeign- arhaldi íslenska rikisins. Það er einnig talið brýnt að stóriðjuver rísi í tengslum við áætlanir um þróun ann- arra atvinnuvega og að fullt tillit sé tekið til byggða- sjónarmiða og umhverfisverndar. Samstarf við útlend- inga er á engan hátt útilokað i stefnu Alþýðubandalags- ins en til þess ætlast að ef komi til slíks séu islendingar ráðandi en ekki undirlægjur. Eins og iðnaðarráðherra tekur fram í Þjóðviljaviðtalinu hefur þessari stefnu Al- þýðubandalagsins verið að aukast fylgi og nú eru þeir fáir sem vefengja að það geti verið á færi okkar (slend- inga einna að byggja upp myndarleg fyrirtæki á þessu sviði. —ekh klippf Þreföld verðbólga 1 öllu veröbólgutalinu og þeim endalausu „efnahagsmálaum- ræöum”, sem hér eru iökaöar ár og sfö, þá verður þaö heldur sjaldan aö menn beri ástandiö á Islandi saman viö þaö sem uppi er f öörum löndum. Flestir þekkja aö um mjög langt árabil þá hefur veröbólga hér á landi verið svona þrisvar sinnum meiri en samsvarar meöaltalinu i helstu iönrikjum heims. Þannig var þaö til dæmis á árabilinu 1963 til 1972 að þá hækkaöi neysluvöruverö á Is- landi um 12% á ári aö jafnaöi, Geir Hallgrimsson en á sama timabili var árleg veröbólga í Evrópulöndum OECD 4 og 1/2% og f Bandarikj- unum 3 og 1/4%. A árunum 1974 og 1975 var árleg hækkun neysluvöruverðs 43% fyrra áriö og 49% sföara áriö hér á Islandi. A þeim árum hækkaöi neyslu- vöruverö í Evrópulöndum OECD um 13 og 1/2% hvort ár og f Bandarikjunum um 10% á ári. Sem sagt þama var verö- bólgan á Islandi allt frá 1963 þrisvar til fjórum sinnum meiri heldur en svaraöi meöaltali i helstu iönrfkjunum i kringum okkur. (Heimild: Alit verö- bólgunefndar þáverandi rfkis- stjórnar frá febrúar 1978). Varð sjöföld verðbólga Þaö var svo á rlkisstjórnarár- um Geirs Hallgrimssonar . aö veröbólgan á Islandi tók nýtt stökk boriö saman viö veröbólguþróun i nágranna- rikjum okkar. A siöustu 12 valdamánuöum Geirs Hall- grimssonar hækkaöi fram- færslukostnaöur á lslandi um 51,7% frá ágúst 1977 til ágúst 1978. (Heimild: Úr þjóöarbú- skapnum skýrsla Þjóöhags- stofnunar frá 8. júli 1980). A þessum tima, árunum 1977 og 1978 hækkaöi neysluvöruverö f Evrópulöndum OECD hins vegar ekki nema um 7—8% 1977 og um 7% 1978.1 stað þess aö veröbólguhraöinn á Islandi haföi um langt árabil veriö um þrefaidur á viö veröbólguhraöa i nágrannalöndunum, þá gjör- breyttist þetta f valdatíð Geirs Hallgrimssonar. Veröbólgan á Islandi var ekki lengur „bara” þrisv'ar sinnum meiri en i við- skiptalöndunum. HUn var oröin sjö sinnum meiri, þegar for- maöur Sjálfstæöisflokksins hrökklaöist úr forsætisráöu- neytinu. Þaö er ekki vandalaust að komast út úr þeim vitahring ööaveröbólgu sem viö vorum tjóöruöf á óstjórnarárum þeirra Geirs Hallgrimssonar og Matt- hiasar A. Mathiesen. Þaö var samt spaugilegast þegar þessir sömu pólitisku loddarar þóttust allt i einu i fyrra hafa ráð undir rifi hverju til aö „beinskera” niður veröbólguna með leiftur- sókn. Af hverju notuðu þeir ekki þessiráömeöan þeir fóru sjálfir meö völd? Þá sigruöu þeir ekki verö- bólguna. Þeir mögnuöu hana frá þvi að vera liölega þreföld miöaö viö veröbólgu nágranna- landanna upp i þaö aö veröa sjö- föld!! — Geri aörir betur. Ekki einir i heiminum Hérf Þjóðviljanum hefuráöur veriö á þaö bent, að auövitaö er margfalt erfiöara fyrir okkur íslendinga aö brjótast út úr hring óöaverðbólgunnar meðan veröbólga magnast allt i kring- um okkur, heldur en þegar úr veröbólgu dregur i umheimin- um. Alveg sérstaklega á þetta viö um okkur meö tilliti til þess hve háöir viö erum utanríkis- viöskiptum. Þannig hefur erlent verð á innfluttum vörum nú lækkaö um 15 og 20% á ári ’79 og ’80, en um 4—5% ’77 og ’78. Nú eru tvö ár liðin siöan ríkis- stjórn Geirs Hallgrimssonar hrökklaöist frá völdum viö herfilega útreiö alþingiskosn- ingum. Og aftur „bara” þre- föld verðbólga Og hvað hefur gerst i verö- bólgumálunum. 1 spá Þjóöhags- stofnunar er ráö fyrir þvi gert aö hérlendis hækki framfærslu- kostnaöur frá upphafi til loka þessa árs um 50—55%. — Sem sagt sama veröbólgustig og Geir Hallgrimsson skildi við, og þó. Erum viö enn meö sjöfalt veröbólgustig, eins og var þegar þá tilvonandi en nú fyrrverandi „leiftursóknarmenn” gegn veröbólgu yfirgáfu stjórnar- ráöiö? Þetta skulum viö skoða. Nýlega kom út ágústhefti af Hagtölum mánaöarins.riti sem Hagfræöideild Seölabankans sendir frá sér. Þar segir orö- rétt: „1 OECD löndunum hækkaöi neysluvöruverö aö meöaltali um tæp 14% frá aprfl 1979 til jafnlengdar 1980 og á sex mánaöa tímabili til aprílloka (1980) samsvaraði hækkun neysluvöruverös 15% á ári”. Meö öörum oröum: Hér á Is- landi er veröbólgustigiö þaö sama og fyrir tveimur árum 50—55%, en i OECD rikjunum hefur hraöi verðbólgunnar tvö- faldast á sama tima til jafnaðar. Þar er veröbólgan nú um 15% á ári aö meöaltali I staö þess aö á árunum 1977 og 1978 var hún 7 til 8%. Viö erum ekki lengur meö sjö- falda veröbólgu á viönágranna- löndin, eins og þegar Geir Hall- grimsson og Matthias A. Mathiesen gengu gunnreifir tii kosninga fyrir rúmum tveim ár- um, heldur er veröbólgan á Is- landi nú á nýjan leik „bara” liö- lega þrisvar sinnum meiri en svarar meöaltali i helstu iön- rikjum, llkt og oftast var á sjö- unda og áttunda áratugnum. -----------------------------j Sigandi lukka Auövitaö erum viö ekkert I einir i heiminum og það er barnaskapur ef ekki annaö ■ verra, þegar menn þykjast ætla aö koma veröbólgunni á Islandi j niöur undir núll á sama tíma og ■ verðlag æöir upp i nálægum * löndum. Við þurfum aö þoka j verðbólgunni niöur rétt er þaö, enf skynsamlegum áföngum, og án allra heljarstökka. Og J sannarlega væri þaö mjög mik- ill árangur ef á næstu einu til tveimur árum tækist aö koma veröbólgunni það langt niður ! hér, aö hún væri „aöeins” helm- ingi meiri en svarar meðaltali i OECD—rfkjum, sérstaklega ef 1 ekki hrykki svo allt til baka, en J haldiö áfram á sömu braut. Það værióliktástandeöa meöanhún | var sjöföld hjá Geir. Hitt skul- J Matthfas A. Mathiesen um við ekki ímynda okkur aö j viö náum núllinu meöan hraöi I veröhækkana tvöfaldast á J tveimur árum hjá nágrönnun- | um. 1 Hagtölum mánaöarins sem 1 hér var vitnaö til aö ofan er frá * greint aö veröbólgustigiö sé nú I komiö i 15,7% í Bandarikjunum (var 2,8% aö jafnaöi á sjöunda I áratugnum) og i 22,5% í Bret- ■ landi (var um 4% aö jafnaöi á I sjöunda áratugnum). Veröbólga hér er nU liölega I fjórfalt meiri en á viöreisnarár- ■ unum, en bæöi i Bandarikjunum | og I Bretlandi hefur hún meira en fimmfaldast siðan þá. Verst er atvinnuleysi | Viö erum sannarlega ekki | einirf heiminum. Verðbólgan er , slæm, atvinnuleysiö verra. Sem ■ betur fer höfum viö Islendingar j að mestu veriö lausir viö at- | vinnuleysi á siöari árum. 1 þeim ■ efnum er ástandiö ólikt i flest- I um nálægum löndum. 1 j þeirri timaritsgrein sem hér j var vitnað til áöan úr ágústhefti ■ af Hagtölum mánaöarins segir I að á 1. fjóröungi yfirstandandi | árs hafi fjöldi atvinnulausra | veriö5,2% af heildarvinnuaflinu • i OECD—rfkjunum, — 1 Banda- I rikjunum, Bretlandi og Frakk- | landi 6% og á Spáni 11% og I meöal fólks á aldrinum 15—24 • ára er atvinnuleysiö yfirleitt I 13—17% í þessum rikjum sam- | kvæmt sömu heimild. Viö skulum fara meö gát. Viö • skulum ekki ráöast blindandi á ? veröbólguna og kalla fram at- vinnuleysi. k. • 09 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.