Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. ágúst 1980 Gjörbylting á sviði alfræöiútgítfn, -súíyrstaí200ár! Encyclopædia Biitannica 15.útgáfa Lykill þitin aðframtíðinni! ^ Kynnist þessari gjör- Þrefalt alfræöisafn i þrjátiu bindum breyttu útgáfu þekktasta alfræðisafns í heimi, ásamt öðrum bókum frá Encyclopædia Britannica, á sýningunni Heimilið ’80 Orðabókaútgáfan í Laugardalshöllinni 22. Auðbrekku 15, ágúst - 7. september. 200 Kópuvogi, sími 40887 § ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR Hellusundi 7 . Reykjavik Innntun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn verður i dag, fimmtudag 28, og á morgun, föstudag 29. ágúst kl. 16-19 I Hellusundi 7. Einnig mánudag 1. og þriðjudag 2. september á sama tima. Nemendur sem sóttu um framhaldsskóla- vist á siðast liðnu vori eru sérstaklega áminntir um að staðfesta umsóknir sinar með greiðslu námsgjalda, þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar. Upplýsingar um stundaskrárgerð o.fl. verða veittar við innritunina. Skólastjóri Útboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ósk- ar eftir tilboðum i smiði 85 m^ stálgeymis. Útboðsgögn verða afhent gegn 20 þús. kr. skilatryggingu á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4 Reykjavik, Beru- götu 12 Akranesi og Verkfræði- og teikni- stofunni.Heiðarbraut 40 Akranesi. Tilboð- in verða opnuð á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen,föstudaginn 5. sept. kl. 11. VERKFRÆOISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMUU4 REYKJAVlK SlMI 84499 ÚTBOÐ Tilboð óskast i lögn dreifikerfis hitaveitu i Hafnarfjörö, 6. áfanga Hvamma, fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. ttboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ReykjavikurborganFrikirkjuvegi 3,Reykjavik gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. septem- ber 1980 kl. 11 f.h. IRNKAUPASTOFNUN REYKMVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólinn verður settur mánudaginn 1. september kl. 9,30. Að lokinni skóla- setningu verða stundatöflur nemenda af- hentar gegn greiðslu skólagjalda. Kennsla hefst i öldungadeild skv. stundaskrá 1. september en i dagskóla 2. september. Rektor Kjartan Ottósson: „Að loka fyrir vitleysuna” Fáein orð í tilefni af misskilningi klippara 1 þættinum „Klippt og skorið” i Þjóðviljanum 22. ágúst sl. var fjallað um grein mina: „Sósialismi” Alþýðubandalags- ins sem birtist i 1. tbl. timaritsins Málþing. Enda þótt grein klipp- ara sé bráðskemmtileg á köflum og reyndar hin kostulegasta lesn- ing, gefur hún mjög svo villandi mynd af efni Málþingsgreinar minnar. Ekki þekki ég klippara, —þm, að öðru en ráðvendni, og býst þvi ekki við að hér sé um vis- vitandiútúrsnúningeða rangtúlk- un að ræða. Hygg ég öllu fremur að hjá honum gæti fljótfærnislegs misskilnings á grein minni, að klippari hafi sem sé ekki lesið grein mina svo vel sem skyldi. A þessum misskilningi byggir svo klippari hugleiðingar nokkrar, sem skiljanlega eiga sér ekki stoð i raunveruleikanum. Vegna þeirra sem ekki hafa lesið Mál- þingsgreinina tel ég mér rétt og skylt að reyna að leiðrétta mis- skilning klippara. — Klippari heldur þvi fram, að égætli mér i grein minni „að sýna fram á pólitík flokks eingöngu með tilvisun til hugmyndafræð- innar”. Þetta er mikill misskiln- ingur. Þvert á móti bendi ég á, hve Alþýöubandalagið hefur litið hampaösinum sósialisma, heldur hefur málflutningur flokksins einkennst af þvi að hann hefur „reynt að afla sér fylgis meö þvi að vera i andstöðu I sem allra flestum málum.” (bls. 4). Og i lok greinarinnar er spurt, hvort kommúnismi sá, sem birtist i stefnuskrá Alþýðubandalagsins, geri flokkinn þar meö aö kommúniskum flokki, og hnykkt er á þeim mun, sem er á hug- myndafræði flokksins og mál- flutningi hans fyrir alþjóð. Þá heldur klippari þvi fram, að „fyrsta textarannsókn á stefnu- skránni” sýni að Alþýðubanda- lagiðsébara krataflokkur, en sið- an sé með nánari athugun og samanburði við Kommúnista- ávarpið sýnt fram á að hér sé á . ferðinni „stórhættulegur kommúnistaflokkur”. M.ö.o. dragi ég siðar til baka niöurstöðu fyrstu rannsóknar. Frá ástæðum þessara sinnaskipta minna, sem hann telur vera, skýrir klippari undir millifyrirsögninni „Rit- stjóri fær bakþanka”, og mætti e.t.v. velta fyrir sér, hvort þessi klausa varpi einhverju ljósi á hugsanavenjur Alþýðubanda- lagsmannsins: „Eftir að hafa komist að þess ari niðurstöðu virðist höfundur greinarinnar hafa fengið ein- hvern bakþanka. Hvað ætlí þing- flokkur Alþýöuflokksins segði ef hann endaði nú mál sitt með þvi að sýna fram á að Alþýðubanda- lagið væri bara krataflokkur? Varla treystir hann sér til að móðga þá herra um of, það er nóg i bili að segja i forystugrein að þeir hafi misst sjónar á grund- vallarhugsjón jafnaðarstefnunn- ar. Sighvatur myndi varla kyngja meiru i bili.” Þessar hugleiðingar klippara byggjast aðnokkru á misskilningi hans á forystugrein Málþings. Þar eigum við ungu mennirnir að reyna „að sýnast borginmann- legir og fullfærir að segja flokks- forystunni til syndanna. Segja rit- stjórarnir — heldur klippari áfram — að þingflokkur krata „hafi um of mísst sjónar á grund- vallarhugsjónum jafnaðarstefn- unnar”.” Hið rétta er, að I forystugreininni erum við rit- stjórarnir ekki „borginmann- legri” en svo, að við tökum ekki afstöðu til téðrar skoðunar á þingflokki Alþýðuflokksins, held- ur nefnum hana aöeins: „Sumir jafnaðarmenn hafa álitiö, að þinglið hins Islenska jafnaöar- mannaflokks, Alþýðuflokksins, hafi um of misst sjónar á grund- vallarhugsjónum jafnaðarstefn- unnar oghugsimeira en góðu hófi gegni um áhrif hvers og eins spors sins á stundarfylgi flokksins. Hvað sem um það er... ” o.s.frv. Það er lika hrapallegur mis- skilningur klippara, að þvi sé nokkurs staðar haldið fram I grein minni, að Alþýðubandalag- ið sé horfið frá kommúnisma. Virðistklippari helst hafa hlaupið yfir nokkrar línur i greininni, en aðeins lesið orð og orð á stangli úr öðrum. Klippari tinir til nokkur atriði, sem ég tel stefnu Alþýðu- bandalagsins eiga sameiginlega með Evrópukommúnismanum svonefnda, og segir siðan: „Að mati ritstjórans sýna þessi atriði jákvæða mynd af Alþýðu- bandalaginu, þ.e. að flokkurinn hafi horfið frá kommúnisma”. Hið rétta er, að ég varpa i grein minni fram þeirri spurningu, hvort með þeirri stefnubreytingu, sem i Evrópukommúnismanum felst, hafi i raun verið horfið frá kommúnisma. „Með öðrum orð- um — er Evrópukommúnisminn ennþá kommúnismi i eiginlegum skilningi þess orðs? Svarið hlýtur að verða jákvætt hvað Alþýðu- bandalagið varðar — megi marka stefnuskrá þess”. (bls 7) E.t.v. hef ég komist þarna fullóljóst að oröi fyrir hraðlestrarhesta eins og klippara, en merkingin skýrist af samhenginu f greininni. Rétt er að taka fram, að ýmis málblóm igrein klippara eru ekki frá mér komin, heldur verða aö teljast frjálsleg túlkun á orðum minum. T.d. kalla ég Alþýðu- bandalagiö hvergi i grein minni „stórhættulegan kommúnista- flokk”, þá einkunn hefur Alþýðu bandalagsmaðurinn sjálfur valið flokki sinum. Hins vegar bendi ég á, að Alþýðubandalagið boði bylt- ingu I stefnuskrá sinni. Um hana segir m.a.a i stefnuskránni: „Hvort sem hún fer friðsamlega fram eða ekki, verður hún ekki bútuð niöur i smærri landvinn- inga.” (Stefnuskrá Alþbl, bls, 28). Alþýðubandalagið telur sem séekkert úrslitaatriöi, að bylting- in fari friðsamlega fram. Lokaorð klippara eru einkar forvitnileg. Hann segir, að sé grein mín lýsing á þvi sem koma skal, sé varla við þvi að búast að 2. tbl. Málþings komi nokkurn tima út: „Það verður einhver skynsamur krati búinn að loka fyrir þessa vitleysu áður.” Skyldu þetta vera þau vinnubrögð, sem klippari hefur vanist úr innsta hring Alþýðubandalagsins? Vissulega væri fróðlegt að fá svar viðþeirri spurningu — e.t.v. segir það, þegar allt kemur til alls, meira um Alþýðubandalagið en úttekt á stefnuskrá þess. 25.ágúst 1980 KjartanOttóssnn Vefstólar af öllum gerðum og stærðum fást I Handið. Þessi er finnskur og hentar jafnt fyrir heimili og skóla. Kennslustofa er í búðinni Verslunin Handið, sem er sér- verslun með vörur til tómstunda- iðju, er þessa dagana að flytja I nýtt og rúmgott húsnæði á Lauga- vegi 26, þar sem m.a. verður komið fyrir kennslustofu og hald- in föndurnámskeið. Handið hefur nú starfað i tæp tvö ár að Laugavegi 168. Með vaxandi áhuga almennings á tómstundaiðju ýmiskonar hefur vöruflokkum smám saman fjölg- aö þar til svo var komið, að hús- næðið var orðið alltof litið. A boðstólum i Handið er mjög fjölbreýtt úrval föndur- og tóm- stundavara, til allskyns handa- vinnu, litunar, smiöa og garð- yrkju, svo eitthvað sé nefnt, og föndurbækur og leiðbeiningar. Vörulisti er sendur ókeypis þeim er þess óska. Inngangur i verslunina á nýja staönum er bæði frá Laugavegi og Grettisgötu og bilastæði Grett- isgötumegin. Eigandi handiðar er Bragi Ragnarsson og verslunar- stjóri Olafur J. Kolbeins. . 4. SOS bókin 4. bókin I SOS-flokknum frá Prenthúsinu er komin út og nefn- ist „Sigur I Sahara”, spennandi njósna- og bardagasaga einsog fyrri bækurnar i flokknum. Sögu- sviðiö er Vestur-Sahara og frels- isbarátta Polisario.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.