Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
EUsabet Ingvarsdóttir
Ljósm. Eik.
Rifflar fyrir refaveiöi
Rætt vid Elísabet Ingvarsdóttur
í sýningardeild Hummels umboðsins
Blm hittu að máli
Elisabetu Ingvars-
dóttur. Hún var gestum
til leiðsagnar í sýn-
ingardeild heildversl-
unar Ólafs H. Jóns-
sonar. Hann starfrækir
Hummelbúðina i Ár-
múla 38. Hummel er
nafn á velþekktum
þýskum sportvörum og
er nýlega hafinn inn-
flutningur á þeim til ís-
lands.
1 sýningardeildinni voru vörur
af ýmsum gerðum, s.s. skiðavör-
ur, frá Kneissl, Remington byss-
ur og skotfæri, Guylem leðurvör-
ur fyrir veiðimenn, að sjálfsögðu
Hummel sportvörur o.fl. Allar
vörurnar voru verðmerktar og
sýningardeildin til fyrirmyndar
hvað útlit snerti.
Elisabet sem nemur innanhúss-
arkitektúr i London sagði
Hummeldeildina frekar
kynningarsýningu en sölu og þær
væru tvær sem skiptust á að veita
sýningargestum upplýsingar.
Mikið væri um spurningar og
margir hefðu auðsjáanlega mik-
inn áhuga á innflutningsvörum
Ólafs H. Jónssonar. Vörumerkin
væru svo sem ekki óþekkt með
öllu og benti Elisabet á Reming-
tonrifflana sem er eitt þekktasta
vörumerki skotvopna i heimi.
Elisabet greip tvihleypu, handlék
af leikni, sýndi blm. hvernig átti
að hlaða og kvað refaveiðar sina
eftirlætisiþrótt. Blm kvöddu kurt-
eislega. —gb.
socavec m
Gunnar og Ragnheiöur ásamt börnum
Ljósm. Eik
TívoUið setur
svip á bæinn
Blm. komu við á skrifstofú
Bjarna Ólafssonar og hittu hann
að máli. Bjarni var hlaöinn verk-
efnum, siminn hringdi og fólk
æddi út og inn. Bjarni tók öllu
þessu umstangi með stökustu ró
en sagðist þó varla hafa tima til
að skoða sýninguna sjálfur vegna
anna. Það ætti eftir að ganga
endanlega frá uppgjöri vegna
undirbúningsvinnu og alltaf bætt-
ust ný verkefni við.
Bjarni sagði að aðsókn hefði
verið betri en á fyrri sýningum,
og hefðu rúmleea 20000 manns
séð sýninguna. Aðsóknin væri
mest siðdegis en minnkaði eftir
þvi sem liði á kvöldið.
Bjarni sagði að það væri stór
þáttur i tilgangi sýningarinnar að
bæta bæjarbraginn, veita borgar-
búum tilbreytingu. Tivoliið setti
nú heldur en ekki svip á bæinn og
nyti vinsælda.
Blm. benti B jarna á aö mörgum
þætti heimsókn á sýninguna dýr.
bæði aðgangseyrir og Tivolíið.
Bjarni svaraði þvi að sýningin
væri sniðin eftir erlendum fyrir-
myndum, aðallega skandinavisk-
um. A neytendasýningum
erlendis tiðkaðist það að fólk
borgaði sig inn og mætti ekki bera
þær saman við lokaðar sýningar
fyrir framleiðendur, innflytj-
endur, smásala o.s.frv. Þeir
borguðu fyrir sig á annan hátt.
Þvi mætti einnig ekki gleyma að
fólk fær ýmislegt fyrir sinn snúð.
Ókeypis happadrættismiða,
hljómleika, tiskusýningar, glens
og gaman.
Þar að auki er heimsókn á sýn-
inguna til ýmissa hagsbóta fyrir
neytandann, hélt Bjarni áfram,
sérstaklega þá sem eru i inn-
kaupahugleiðingum. Hér fyndu
þeir allt á einum stað, gætu skoð-
að vörur, gert samanburð og
fengiö nýjar hugmyndir.
—gb.
Dýr var
heimsóknín
1 kjallara sýningar-
innar hittu blm. hjónin
Ragnheiði Eiriksdóttur
og Gunnar Haraldsson
og börn þeirra. Þau
sögðust hafa farið á
fyrri Heimilissýningar
og haft af mikið gaman
og gagn.
Að þessu sinni hefði
sýningin ekki freistað
þeirra og þau ekki ætlað
að fara en Tivolfið setti
strik i reikninginn og
breytt ákvörðun þeirra.
Þetta væri einstakt
tækifæri fyrir börnin og
i raun alla fjölskylduna.
Þeirra krakkar hefðu
ekki verið i rónni þannig
að öll fjölskyldan ákvað
að gera sér dagamun.
Hitt væri svo annað mál að
þessi heimsókn kæmi við pyngju
þeirra ef gera ætti öllum til hæfis.
Aðgangseyrir kostaði fyrir þau
9000kr. og salibunur og annað þvi
likt i Tivoliinu kostaði frá 700 upp
i 2000 kr. Heimsókn á sýninguna
væri þvi dýr fyrir barnafjölskyld-
ur, sérstaklega ef reiknað væri
með snarli. Litill pizzugeiri kost-
aði 1000 kr.
Þau hjón voru sem sagt ekki i
innkaupaleiðangri en höfðu samt
litið á vöruverð, einkum hús-
gagnaverð og þótti innlendar vör-
ur dýrari en erlendar. Gæðin
væru eflaust meiri en þeim fannst
pottur brotinn i þessum efnum.
—gb.
Litið inn á heimilissýninguna