Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. ágdst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Bólivía: Kókaín, arðvænlegasta útflutningsvaran Hinir hægrisinnuðu herfor- ingjar, sem rændu völdum i Bóliviu 17. júli s.l. til þess aft hindra að vinstrimenn, sem ný- búnir voru að vinna kosningar þarlendis, tækju við stjórnar- taumum, hafa mætt áberandi mikium kulda_ á alþjóðavett- vangi. Sérstaklega vekur at- hygli hve mótsnúin Bandarikin eru herforingjadólgum þessum, sem vissulega eru glæpamenn, en þó varla verri en margir sllk- ir, sem iöngum hafa verið eftir- iætisbandamenn Bandarikj- anna i Rómönsku-Ameríku. Ein ástæðan til þessa er að Carter-stjórnin hefur, þótt i tak- mörkuðum mæli, sé, vikið frá þeirri reglu bandariskra vald- hafa að velja sér framar öðrum fyrir bandamenn þá, sem lengst eru til hægri, á þeim for- sendum að þeir séu allraólikleg- astir til þess að beita sér gegn hagsmunum Bandarikjanna og 'bandariskra auðhringa. Hjá Carter-stjórninni hefur að minnsta kosti einhver áhrif sú skoðun, að það komi of miklu óorði á Bandarikin að hlaða stöðugt undir slika aðila auk þess sem aðrir og ivið geðslegri valdhafar geti reynst Banda- rikjunum ekkert siður þjálir i meðförum, sé klókindalega að þeim farið. En önnur veigamikii ástæða er fyrir andúð Banda- rikjastjórnar á bólivisku valda- ránsklikunni. Hún er sú að Bóli- via er stórframleiðandi á kókaini, sem selt er ólöglega er- lendis, fyrst og fremst i Banda- rikjunum. Og hershöfðingjarn- ir,sem rændu völdunum 17. júli, eru stórir hluthafar i fram- leiðslunni og sölunni á þessu hættulega eiturlyfi. Kókainsalar fjármögn- uðu valdaránið Bandariskur öldungadeildar- þingmaður að nafni Deconcini, sem hefur verið framarlega i baráttu gegn sölu og neyslu á eiturlyfjum i vesturhluta Bandarikjanna, hefur það frá „mjög ábyggilegum” aðilum — að likindum bandariska utan- rikisráðuneytinu og lögreglu- stofnun þeirri, er hefur með eit- urlyfjamál að gera — að eitur- lyf jasalar I borginni Santa Cruz i austurhluta Bóliviu hafi átt þátt i að f jármagna valdaránið i júli. Ennfremur hefur þingmað- urinn eftir sömu heimildum, að eiturlyfjasalarnir hafi, slðan valdaránið var framið, veitt herforingjastjórninni mikilvæg- an fjárhagsstuöning. Ofan á það hafi alræmdur eiturlyfjasali, José Abraham Baptista, per- sónulega stungið miklum fjár- fúlgum að Garcia Meza hers- Garcia Meza . höfðingja, forsprakka valda- ræningjanna, og yfirmanni setuliðsins i Santa Cruz, sem er næststærsta borg landsins. t staðinn hafa m.a. tveir ættingj- ar Baptista þessa fengið háar stöður i tollgæsluliði Bóliviu. Þá kvað núverandi innanrikisráð- herra landsins, Luis Arce Gom- ez ofursti, sem hefur yfir lög- reglu og tollgæslu að segja, lengi hafa haft náin og góð sam- bönd við eiturlyfjasalana. Einn i stjórn herforingjanna, of- ursti að nafni Ariel Coca, var flæktur i kókainsmyglmál, sem uppvist varð i Panama 1979. Arðvænlegra en tinið Embættismaður nálægt Bandarikjastjórn komst lika svo að orði fyrir skömmu, að bandariskar lögreglustofnanir þekktu til manna i stjórn Garcia Meza sem mikilvirkra athafna- manna I eiturlyfjasmyglinu. „Það nýja i málinu er að nú eru þeir komnir til valda,” sagði embættismaðurinn. Undarlegt er það ekki, að i Bóliviu skuli vera svo náið sam- Carter og Edward Kennedy takast i hendur, en innileikinn handtakið er ekki sagður mikill. á bakvið Carter á mikid undir Kennedy Repúblikaninn John Anderson, sem býður sig fram til embættis forseta Bandarlkjanna sem óháð- ur. hefur valið sér sem varafor- setaefni Patrick Lucey, fyrrver- andi ríkisstjóra i Wisconsin. Cart- er forseti gerði Lucey þennan aö ambassador Bandarikjanna I Mexikó, en hann snerist engu aö siður á móti forsetanum i for- kosningunum og studdi Edward Kennedy. Anderson hefur frá upphafi kosningabaráttu sinnar lagt áherslu á að höföa til frjálslynd- ari manna i báðum flokkum, og útnefning varaforsetaefnisins Framhald á bls. 13 band milli eiturlyfjasmyglara og valdhafa. Það er nefnilega svo, að útflutningurinn á eitur- lyfjum, sem unnin eru úr kóka- laufi, færir meira af erlendum gjaldeyri inn I landið en nokkur önnur útflutningsvara þess. Tinið, sem lengi var mikilvæg- asta útflutningsvaran, er hvað útflutningsverðmæti snertir komið niður fyrir eiturlyfin. Ein ástæðan til þessa upp- gangs i eiturlyfjaviðskiptunum er að siðustu tiu árin eða svo hefur framleiðsla á kókaindeigi úr kókalaufum stóraukist i Bóli- viu. Og helsta iðnaðarborgin á þessum vettvangi er Santa Cruz, sem einnig hefur jafnan verið talin háborg öfgafyllstu hægri aflanna i landinu. Sú borg varð miðstöð siðasta valdaráns- ins — eins og raunar nokkurra annarra fyrr i óróasamri sögu landsins. Einkum á Bandarikja- markað Frá Santa Cruz er kókaindeg- ið sent viða um lönd, einkum þó til Bandarikjanna, þar sem markaöurinn er stærstur og arðvænlegastur. Þangað kemur það oft gegnum milliliði i Kólombiu — það land hefur einnig komið við sögu fram- leiðslu og smygls á eiturlyfjum — og á eyjunum við Karibahaf. Einn starfsmanna bandarisku eiturlyfjavarnarstofnunarinnar álitur, að Bólivía framleiði um 27.000 smálestir kókalaufa á ári umfram það, sem landsmenn neyti löglega (kókalaufin hafa frá aldaöðli verið helsta nautna- lyf fátækra Indiána i Andes- löndum). Or þvi magni má vinna um 100 smálestir af hreinu kókaini, sem má fá fyrir um einn miljarð dollara á ólög- legum, erlendum markaði. Trúlegt er að ein af ástæðun- um til valdaránsins hafi verið að hershöfðingjar og aðrir stór- laxar i eiturlyfjabissnissnum hafi óttast, að vinstrimenn myndu, ef þeir kæmust til valda, þrengja eitthvað að þess- ari auðlind þeirra. Aðstoö hætt Bandarikjastjórn er að loka eiturlyfjavarnarskrifstofu sinni i Bóliviu, á þeim forsendum, að vonlaust sé að koma nokkru til leiðar til að hindra eiturlyfja- smyglið út úr landi undir núver- andi kringumstæðum. Eðlilegt er að alvarlegum augum sé litið á þetta mál. Bölið af völdum eit- urlyfja er nógu mikið, þótt rikis- stjórnir gerist ekki sjálfar eitur- lyfjasmyglarar. Séð i þessu samhengi er skilj- anlegt að viðbrögð Bandarikj- anna og annarra vesturlanda- rikja gagnvart bólivisku herfor- ingjastjórninni séu kuldaleg, þótt ekki kæmi annað til. Bandarikin hafa stórfækkað i sendiráði sinu I La Paz og hætt allri hernaðarlegri og efnahags- legri hjálp við Bóliviu. Bretland hefur hætt við að veita hinu rikisrekna bóliviska námufyrir- tæki Comibol 20 miljón sterl- ingspunda aðstoö, og var þar um að ræða umfangsmestu að- stoðaráætlun Breta i Rómönsku-Ameriku. Belgia hefur stöðvað lán til Bóliviu og Efnahagsbandalag Evrópu hef- ur slitiö viðræðum um samstarf i efnahagsmálum við Suður- Amerikuland þetta. dþ. Tjöld og Viðlegubúnaður Hvemig vœri að gera klárt fyrir nœsta sumar? Kaupið á hagstœðu verði það ykkur vantaði í síðustu útilegu! TÓmSTUnDfiHLISID HF Lougauegi 164-Roykiouib $=21901

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.