Þjóðviljinn - 29.08.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.08.1980, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1980 Sviösmynd úr sýningu Saufikræklinga á Týndu teskeiöinni. Norræn leiklistarhátíð áhugamanna Leikfélag Saudárkróks o _ sýnir 1 Abo í Finnlandi Sýning Leikfélags Sauöárkróks á Týndu teskeiöinni eftir Kjartan Ragnarsson undir stjórn Ásdisar Skúladóttur veröur opnunarsýn- ing Sænska leikhússins i Abo I Finnlandi á norrænni leiklistar- hátiö áhugamanna sem þar hefst i dag og stendur yfir helgina. Hátiöin er haldin aö tilstuölan Nordisk Amat/r Teaterríd (NAR), en Finnar tóku aö sér framkvæmd hennar. Hátiöin, sem er hin fyrsta af þessu tagi, er aö hluta til kostuö af norræna menningarmálas jóönum og finnska menntamálaráöuneytinu, auk þess sem borgaryfirvöld i ABO hafa styrkt hana. Einum leikhópi frá hverju landi var gefinn kostur á þátttöku. Til aö velja Islenska hópinn var kosin dómnefnd tveggja manna, en þeir voru Pétur Einarsson, skólastjóri Leiklistarskóla íslands, og Stefán Baldursson leikstjóri, og völdu þeir sýningu Leikfélags Sauöár- króks. Hátiöin fer fram á tveim stöö- um i Ábo, Stildentaleikhúsinu og Sænska leikhúsinu. Auk sýninga þar hefur islenska hópnum veriö boöiö aö sýna I Esbo, sem er vina- bær Sauöárkróks, og i Helsinki. Núverandi formaöur NAR er Helga Hjörvar, framkvæmda- stjóri Bandalags Islenskra leik- félaga, en fulltrúi Islands i stjórn þess er Einar Njálsson. FIM: Lýst eftir myndum á Haustsýninguna Félag islenskra myndlistar- manna hefur hafiö undirbúning aö Haustsýningu félagsins aö Kjarvalsstööum, sem oröin er ár- viss þáttur I myndlistarlifi borgarinnar. Sú nýjung veröur nú höfö á aö bjóöa fimm myndlistar- mönnum aö mynda nokkurskonar kjarna sýningarinnar auk þess sem öörum er heimilt aö senda myndir til dómnefndar. Sýningin veröur opnuö laugar- daginn 27. september, en föstu- daginn 19. sept. kl. 17-20 verður tekiö á móti innsendum verkum þeirra sem hyggjast taka þátt i sýningunni. öllum sem fást viö myndlist er heimilt aö senda 5-10 myndlistarverk, jafnt félags- mönnum sem utanfélags- mönnum, gegn ákveönu þátttöku- gjaldi, kr. 10 þúsund fyrir félags- lenn og 15 þúsund fyrir utanfélags- menn. Markmiöiö er aö kynna ný verk félagsmanna auk þess aö gefa öörum kost á aö sýna verk sin og veröa auk sýningarskrár gefin út i tengslum viö sýninguna kort til sölu á sýningartima. Norðlendingar þinga Stóriðjan líka tíl umræðu þar Umræöa um stóriöju og orku- mál setur væntanlega sinn svip á Fjóröungsþing Norölendinga ekki siöur en þing Austfiröinga um siö- ustu helgi, en Norölendingar þinga á Akureyri á sunnudaginn kemur. Auk orkumála og iönþró- unar eru meginmál skipan fram- haldsmenntunar þar nyöra og verkaskipting rikis og sveitar- félaga. Ekki færri en þrir ráöherrar eru meöal framsögumanna, Hjörleifur Guttormsson iönaöar- Franskur kafbátur til sýnis Franskur úthafskafbátur ,,Le Morse” veröur I Reykjavikurhöfn dagana 29. ág.-l. sept. kl. 14-17, tilkynnir franska sendiráöið. Aö- gangur og leiösögn i smáhópum. ráöherra, sem ræöir iönþróun I viöara samhengi, Ingvar Gisla- son menntamálaráðherra ræöir framhaldsmenntun og Svavar Gestsson um verkaskiptinguna. Fjölmargir aðrir hafa fram- sögu um dagskrármál þingsins og tillögur sem fyrir þvi liggja og snerta ma. vegamál, land- búnaðarmál, sjávarútvegsmál, byggingafulltrúa, viöskipti og þjónustu, þjónustumiöstöövar og skipulag, starfsemi hljóövarps og sjónvarps á Noröurlandi, lista- samskipti, virkjanir, orkufrekan iönaö, umdæmaskipulag, tekju- stofnamál og fleira. Þingiö veröur haldiö aö Mööru- völlum, raungreinahúsi Mennta- skólans á Akureyri og sett kl. 2 eh. af formanni Fjóröungssam- bandsins, Valdimar Bragasyni bæjarstjóra á Dalvik. Fram- kvæmdastjóri sambandsins, Askell Einarsson flytur starfs- skýrslu og siöan veröa tillögur kynntar og ræddar. A mánudag veröur umræöufundur um sveitarstjórnarmál og siöan nefndarstörf, en þingslit veröa siödegis á þriöjudag 2. sept- ember. — vh Vflja færa eftír- litið í verkstæðin Aöalfundur Bilgreinasam- bandsins sl. laugardag Itrekaöi fyrri ályktanir sambandsins um aö stefna beri aö þvi aö viöur- kennd bifreiöaverkstæði fái heimild til aö annast lögboöna skoðun bifreiöa að einhverju eða öllu leyti og skoraði á dómsmála- ráöherra aö beita sér fyrir slikri breytingu, meö tilvisun til álits starfshóps á vegum ráöuneytisins I okt. 1979. , Taldi aöalfundurinn, aö nytt fyrirkomulag þar sem hluti öku- tækja yröi skoðaöur á viður- kenndu verkstæði, jafnframt þvi sem starfsaöstaða Bifreiðaeftir- lits rikisins yröi stórlega bætt, mundi stuðla að virkara og raun- verulegra eftirliti með ástandi ökutækja og auknu öryggi. Mestur yrði væntanlega hagn- aður bileigenda af sliku fyrir- komulagi með þvi aö eiga kost á vandaðri skoðun bifreiöa sinna um leið og þeir láta fara fram venjulegt viðhald og losna þannig viö hiö hvimleiöa, timafreka og kostnaöarsama umstang, sem búa hefur þurft viö til þessa,segir i ályktun fundarins. Minnt var á, aö I dag fer ljósaskoðun fram á verkstæðum og er það verulegur hluti skoðunarinnar. í minningu Björgvins Sæmundssonar, bæjarstjóra Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri i Kópavogi, lést 20. ágúst siðast liðinn aöeins fimmtugur að aldri og verður útför hans gerö frá Kópavogskirkju I dag. Enda þótt Björgvin hafi fyrir nokkrum árum verið timabundið frá vinnu vegna veikinda og kennt lasleika undanfarnar vikur, kom fráfall hans okkur samstarfs- mönnum hans mjög á óvart. Björgvin Sæmundsson fæddist á Akureyri þann 4. mars 1930. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri áriö 1950 og prófi I byggingaverk- frasði frá Tækniháskólanum I Kaupmannahöfn (DTH) veturinn 1957. Eftir að hafa starfað eitt ár á verkfræðistofu i Reykjavik gerðist hann bæjarverkfræöingur á Akranesi áriö 1958 og gegndi þvi starfi i tvö ár. Arin 1960 til 1962 rak hann eigin verkfræðistofu á Akranesi en tók þá viö embætti bæjarstjóra þar og gegndi þvi i tvö kjörtimabil, 1962 til 1970. I ágúst 1970 varð Björgvin siðan bæjarstjóri i Kópavogi og gegndi þvi starfi til dauðadags. Björgvin var á verkfræðingsár- um sinum afkastamikill og traustur verkfræðingur og gerði þá uppdrætti og áætlanir um fjölda mannvirkja i húsbygging- um, gatna- og holræsagerð, hafn- argerð ofl. Aöalstarfssvið Björgvins varö hins vegar málefni sveitar- stjórna. Hann var bæjarstjóri i samfellt 18 ár og átti á því tima- bili sæti i fjölda nefnda og stjórna fyrir sveitarfélag sitt og samtök sveitarfélaga. Sem bæjarstjóri lét Björgvin sér mjög annt um að hagur bæjarins sæti ávallt i fyrirrúmi og brást hart við ef honum þótti gerð tilraun til aö ganga á bæinn, hver sem i hlut átti. Björgvin var mikill starfsmaö- ur og hvert það mál, er hann tók aö sér vann hann vel og rækilega. Hann haföi nokkuö fastmótaöar skoöanir á málum yfirleitt og lagði mál fyrir á ljósan og ein- faldanhátt. Hannflutti mál sitt af fullri einurð og fylgdi málum vel eftir, oft með Ivafi af glettni, og var þvi erfiður andstæðingur I málflutningi en ákjósanlegur samherji. 1 félagsskap var Björgvin hrók- ur alls fagnaöar. Hann haföi næmt auga fyrir hinum spaugi- legu þáttum I tilverunni, kunni firn af skemmtilegum sögum, er allar báru einkenni græskulauss gamans, og var afbragðs sögu- maður sjálfur. Hann var ágætur félagi. Björgvin kvæntist 20. april 1957 Asbjörgu Guðgeirsdóttur og höföu þau búiö sér mjög fallegt heimili að Skjdlbraut 20. Börn þeirra eru HUdisif, tvitug og Kjartan 17 ára. Ég votta Asbjörgu og börnum þeirra einlæga samúð mina og þakka samfylgdina þann spöl, sem leiðir okkar Björgvins lágu saman. Björn ólafsson. Bókun bæjarráds Kópavogs yegna fráfalls Björgvins Sæmundssonar, bæjarstjóra Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri varð bráðkvaddur þann 20. þ. m. fimmtugur að aldri. Björgvin hóf störf sem bæjarstjóri i Kópavogi þann 10. ágúst 1970 og haföi þvi gegnt þvi starfl i rösk 10 ár. Viö fráfall Björgvins Sæmundssonar á Kópavogs- kaupstaður á bak að sjá ötul- um starfsmanni og málsvara og miklum málafylgjumanni. Starfsmenn bæjarins sakna vinsæls stjórnanda og kunn- ingjar og vinir ágæts félaga. Litlu samfélagi sem okkar er mikill skaði aö fráfalli sliks manns á miöjum starfsaldri. Harmar bæjarráð hið óvænta andlát Björgvins Sæmunds- sonar og færir ekkju hans og börnum einlægar samúöar- kveðjur. 1 viröingarskini óskar bæjarráð eftir þvi að útför Björgvins fari fram á kostnað bæjarsjóös.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.