Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 7
Helgin 30.-31. ágúst'198o' ÞJóbVlLj’lNN —'SíÐA 7
Alrekur konungur og Dúnfríður prinsessa
Gestir í
gamla trénu
Gestir í gamla trénu
heitir ný bók sem kemur út
á næstunni hjá Bókaútgáf-
unni Bjöllunni. Er hér um
að ræða framhald bókar-
innar Berin á lynginu sem
vakti mikla athygli sem
óvenjulega falleg og vel
þýdd bók. I báðum
bókunum er safn ævintýra
og Ijóða frá ýmsum
þjóðum og tímum.
Þorsteinn frá Hamri hefur
þýtt bækurnar en sums
staðar skotið inn íslensku
efni þar sem það hefur átt
við. Sunnudagsblað Þjóð-
viljans hefur nú fengið
góðfúslegt leyfi frá útgáfu
og þýðanda til að birta eitt
ævintýri og eitt Ijóð úr
Gestum í gamla trénu.
Alrekur er konungur nefndurj
hann réö fyrir riki sem er svo
langt héðan aö það er ekki einu
sinni nefnt i landafræöinni, svo
þaö má imynda sér aö þangaö sé
drjúgur spölur. En i riki Alreks
var gott aö vera; konungurinn
ungi geröi allt sem i hans valdi
stóö til aö gera þaö ennþá betra,
þvi hann var sannur konungur;
og barst frægö hans um viða
veröld.
Skammt frá landi Alreks var
annað riki nokkru minna, en þar
voru akrar og engi, og þar gátu
allir brauöfætt sig og sina.
Konungurinn þar hafði lika
önglaö saman dávænni fúlgu af
peningum, þvi hann var hygginn
maður og kunni aö spara. Hann
átti eina dóttur barna, sem átti aö
erfa ríkiö og peningana; hún hét
Dúnfriöur. Hún vissi fullvel aö
faðir hennar var rikur maður, og
setti þvi ekki ljós sitt undir mæli-
ker, heldur sló þvi föstu að hún
væri dálitiö sérstök.
„Allt sem ég vil get ég bara
keypt, þvi að pabbi á peninga,”
sagöi hún.Oghann gat keypt tals-
vert; þaö voru engar ýkjur.
Frægð Alreks konungs barst
viöa um lönd, og hirömeyjar
prinsessunnar höföu svo margt aö
segja af gæöum hans, friðleik og
vinsældum, aö prinsessuna
dreymdi hann á hverri nóttu.
Loks sagöi hún við fööur sinn:
„Pabbi, ég vil verða drottning
Alreks konungs. Þú veröur að
bjóöa honum hingað.”
„Já, en hann á vist ekki neitt!”
sagöi konungur og studdi visi-
fingri á nef sér eins og fólk gerir
þegar þaö er aö hugsa.
„O, þaö lagast þegar hann
eignast sparsama konu,” svaraöi
prinsessan. „Þú veröur aö gefa
okkur svo mikið sem stöðu okkar
hæfir, og svo erfum við meira
þegar þú deyrö; þaö er varla
mjög langt þangaö til.”
Þetta siöasta var ekki vin-
gjarnlega mælt, en þannig
hugsaöi prinsessan.
„Já, já,” sagði konungurinn og
nartaöi i hnúöinn á veldis-
sprotanum sinum, „en ...”
„Þetta er þaö sem ég vil!”
sagöi prinsessan. „Þetta veröur
aö minnsta kosti gott gjaforö.”
Dúnfriður var vönust þvi aö fá
vilja sinum framgengt, og svo
varð einnig nú.
Konungurinn sendi göfugasta
sendimann sinn meö heimboð til
Alreks konungs, og boðsbréfiö
varprentaö á mjúkan pappir meö
gylltum röndum, þvi konungurinn
haföi vel efni á þvi.
Konungurinnungi veitti bréfinu
viðtöku, og sföan hélt sendiboðinn
heimleiöis og geröi kunnugt, aö
Alrekur konungur tæki boöinu.
Alrekur konungur ákvaö að
senda prinsessunni gjöf sem
þakklætisvott. Fyrir valinu varö
rósarunnur, hinn fegursti er
menn höföu augum litiö, meö
yndisfögruum hnöppum og
angandi rósum, útsprungnum til
hálfs, og þetta cfetrindi sendi hann
Dúnfriði prinsessu.
En heima hjá föður hennar var
allt á ferö og flugi. Þau höföu
ráöiö til sin fimm eldakönur, og
öll hiröin varö aö aöstoöa i eld-
húsinu svo að allt yröi til reiöu i
tæka tiö. Hvert fatið af ööru var
fyllt meö hinum gómsætustu
kræsingum sem voru beinlinis
löörandi i smjöri. Maturinn var
svo góöur aö krákurnar sleiktu á
sér nefiö i hálfrar milu fjarlægö
frá reykháf hallarinnar.
„Tratt trattaratt!” kvað viö ut-
an úr hallargaröinum. Þetta var
lúöraþytur, þaö skildu allir, og nú
komst allt i uppnám, þvi aö menn
Páll og pabbi
Páll á voldugt veski
og húsið fullt af fleski
og kynbætt kúabú.
Pabbi eignast enga kú
og ekki heldur veski.
Páll á prúða hesta
og býr sig hinu besta
er leyfir rausnin rík.
Pabbi klæðist kaldri flík
og hann á enga hesta.
Páll á líka Pétur —
og þessum þremur betur
sem þarna spóka sig.
Pabbi á víst aðeins mig,
og ekki' er ég hann Pétur . .
Louis Levy
Heimilið
ÞRAUTINNI
í Alpa básnum í Laugardalshöll,
hangir uppi stafli af Alpa smjörlíki.
Sýningargestir geta reiknaö út hve
mörg stykki og hve mörg kíló af
Alpa eru í honum.
Svörum er síöan skilaö á staðnum.
Aö lokinni sýningu verður dregiö úr
réttum lausnum og þrenn aðalverð-
laun veitt auk 10 aukaverðlauna.
Alpa — ómissandi á brauöiö,
í baksturinn, á pönnuna.
• smjörlíki hf.
TAKIÐ ÞÁTT í
héldu að Alrekur konungur væri
kominn. En þetta var þá einn
hirðmanna hans, kominn til að af-
henda rósarunninn.
„Hvaö er þetta,pabbi?” spuröi
prinsessan.
„Já, hvað getur þetta veriö?”
sagöi konungurinn. 011 hiröin stóö
og staröi á rósarunninn án þess
að botna neitt i neinu.
Nú var sent eftir elstu elda-
buskunni. Hún var gömul og
greind kona og haföi veriö viö
hiröina um langan aldur. Þegar
hún haföi horft á runninn um hriö,
mælti hún:
„Þetta er ný tegund af græn-
káli.”
„Já, það er öruggt; þetta
grunaöi mig,” sagöi konungurinn
meö spekingssvip.
„Já, grænkál er þaö,” sagöi
prinsessan. „En hvaö þaö var
fallegt af honum aö senda mér
einmitt þaö sem mér geðjast helst
að.”
Nú var hafist handa um að
plokka alla hnappa og rósir af
runninum. Siöan var þetta
hakkað i smátt og þvi næst soöiö.
Einngóðan veöurdag var blásið
i fimm lúöra i hallargaröinum, og
i þetta sinn var Alrekur konungur
á ferð meö föruneyti sinu. Hann
varhárvexti og friöur sýnum og
hneigöi sig svo hæversklega og
talaöi svo fallega aö það var
hreinasta unun að sjá og heyra.
Nú varö konungurinn að hafa
ofan af fyrir honum meöan boriö
var á borö, og leiddi hann kon-
unginn unga i fjósiö og andagarö-
inn og til hinna konunglegu svina,
sem voru sver og feit og liföu i
vellystingum.
„Þarna er eftirlætisgrisinn
hennar dóttur minnar,” sagöi
konungurinn og benti á bleikan
litinn gris meö blátt silkiband um
hálsinn.
En þegar upp i hallarsalina
kom litaðist Alrekur konungur
um eftir rósarunninum fagra og
sá hann hvergi.
Loks var maturinn tilbúinn, og
settust menn aö boröum. Einn
rétturinn eftir annan var borinn
inn, en konugurinn ungi var siður
en svo glaöur i bragöi.
„Þaö skánar þegar grænkáliö
kemur,” hugsaöi Dúnfriður. Og
svo kom grænkáliö.
Þá reis gamli konungurinn úr
sæti sinu, lyfti glasi og hélt langa
ræðu; siöast þakkaöi hann fyrir
gjöfina góðu, hiö ágæta nýja
grænkál.
En þegar Alreki konungi varö
ljóst aö gert haföi verið grænkál
úr fallega rósarunninum hans,
þoldi hann ekki viö lengur. Hann
reis úr sæti, þakkaöi fyrir sig og
baöst afsökunar, hann yröi aö
fara núna. Og siöan þeysti hann
ásamt hirðmönnum sinum burt
frá konunginum gamla og dóttur
hans, henni Dúnfriöi.
„Hvað gekk aö honum? Hvers-
vegna fórhann?” sagöi Dúnfriöur
og horföi út um hallarhliöið.
„Já, hversvegna fór hann?”
sagöi konungurinn. „Ekki var
mikið út á matinn aö setja!”
„Almáttugur!” sagöi elda-
buskan gamla. „Hann fór af þvi
að viö gleymdum aö skreyta
grænkáliö meö eggjum!”
„Þaö er skýringin!” sagöi
gamlikonungurinn. Þaö rann upp
fyrirhonum ljós. En einu gilti hve
lengi hann og Dúnfriöur prinsessa
horföu út um hliöiö; Alrekur kon-
ungur kom aldrei framar.
Albrekt Segerstedt
—*aö Laugavegi 26.
Inngangur er bæöi
frá Laugavegi og
Grettisgötu.
Eins og á gamla staönum bjóöum viö
upp á fjölbreytt úrval af tómstunda-
og föndurvörum.
Velkomin í Handíö.
Bílastæöi viö Grettisgötu.
HANDIÐ
Laugavegi 26 og Grettisgötu simi 29595