Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJTINN Helgin 30.-3Í. ágúst 1980 Ég treysti því að þú hafir þann pólitíska þroska til að bera að þú spyrjir ekki frekar. Til dæmis hvort Adda Bára sé líka Zoéga? Raunar má ef í harðbakkan slær benda á, að Adda Bára er ættuð úr Svarfaðardalnum. Siguröur G Tómasson: Elítukenningin og heita vatnið í Reykjavík ba6 er gó6 kenning elftukenn- lensk stjórnmál. Ef þú spyr6 til ingin. Hún svarar öllum spurn- dæmis: Er það rétt að á meðan ingum sem spurja þarf um is- landinu stjórnar róttæk rikis- stjórn og róttæk borgarstjórn er i Reykjavik þá þurfi Hitaveita Reykjavikur að hækka hjá sér vatnið, þá svarar elitukenningin: 1 grundvallaratriðum þarf Hita- veita Reykjavikur ekkert að hækka vatnið. En svo er mál með vexti að forstjórinn er Zoega og hann er frændi Geirs Hallgrims- sonar. Geir Hallgrimssyni er illa við Gunnar Thor sem er eins og þú veist i stofufangelsi hjá kommunum. Kommarnir ætla að reyna að berja niöur veröbólguna með þvi að hætta að hækka allt og þessvegna biður Geir Jóa Zoega frænda sinn aö hækka nú heita vatnið. Ég treysti þvi að þú hafir þann pólitiska þroska til aö bera að þú spyrjir ekki frekar. Til dæmis hvort Adda Bára sé þá lika Zoega? Raunar má ef i harðbakk- ann slær benda á að Adda Bára er ættuð úr Svarfaðardalnum. Þaö- an eru margir, þeir oft mikiö skyldir og sumir afar skuggaleg- ir. Nú þorir þú áreiðanlega ekki aö spyrja meira þvi ekki má vitn- ast að þú sért eitthvað sérstak- lega að fiska mig um einhverja vafasama frændur öddu Báru. Nú getur verið aö þú vitir að fleiri kommar hafa komið nálægt þessu fyrirtæki Zo3ga-ættarinnar. Þar má til dæmis nefna þann sem þetta skrifar. An þess að út i ættir blekberans sé fariö aö nokkru ráði má geta þess aö i þeim úir og grúir af prestum og slikt kann ekki góöri lukku að stýra. Þá má nefna Sigurjón Pétursson sem er Skagfirðingur en að ööru leyti hafa ættatengsl verkalýðselitunn- ar ekki verið tekin til greiningar og er þvi allt hugsanlegt i þeim efnum. Ég veit að sem góður flokks- maöur muntu ekki rata i þá villu að spyrja þeirrar ómerkilegu spurningar hvort Hitaveita Reykjavikur hafi þurft á hækkun að halda, eða hvort framkvæmdir Hitaveitunnar séu arðminni en annaö sem við tökum okkur fyrir hendur. Þaö er nefnilega algjört aukaatriði, hvort reka þarf arð- bærasta fyrirtæki landsins á er- lendum lánum, meöan haldiö er áfram af þrótti að fjárfesta i veiðiskipum sem liggja bundin i höfnum stóran part af árinu. Það er lika algjört aukaatriði að hækkun á heitu vatni i Reykjavik um 58-60% er ekki tilfinnanleg fyrir neinn þvi veröið er svo lágt fyrir. Ég vona lika aö þú afhjúpir ekki pólitiskt ábyrgðarleysi þitt með þvi að spyrja hvað Þjóðvilj- anum og Alþýðubandalaginu gangi til að verja visitölukerfi þar sem hitunarkostnaður al- mennings er metinn eftir þeim stað þar sem hann er lægstur. Snúum okkur frekar aftur að ættfræðinni. Þú ert örugglega vel að þér i Aragötuættinni og Skútu- staðaættinni og þarf ekki að eltast við það frekar. Snúum okkur frekar að Alþýðubandalaginu. Ég veit að þú spyrö núna illyrmis- legrar spurningar. „Hvernig má það vera að eftirlætisgoð alþýð- unnar Kjartan ölafsson skyldi ekki ná kjöri á Vestfjörðum i sið- ustu kosningum, þrátt fyrir stór- an og góðan frændgarð?” Þvi er til að svara að það voru ekki frændur Kjartans fyrir vestan sem brugðust heldur voru ætta- tengsl kjósenda vorra i öörum kjördæmum ekki nógu sterk og þvi fékkst ekki nóg fylgi þar til þess að Kjartan yrði landskjör- inn. Þú spyrð kannske lika: „Hvernig eru þeir aftur skyldir Ölafur Ragnar og Hjalti?”. Svar- ið viö þessari spurningu færðu áreiðanlega á næsta flokksþingi okkar. Ég vona aö við hittumst þar i ættanefndinni sem væntan- lega fær það verkefni að velja okkur nýjan formann. P.S. Ég átti einu sinni bröndóttan kött, sem var sonur ömmu sinnar og bróðursonur sinn. Hann var af- bragö annarra katta en hann hat- aði vatn. Kjartan Ólafsson: Ritstjórnargrein Til eru þeir sem segja að litlu skipti þótt nokkrir hreppar i við- bót aleyðist, en við hin sem er- um á öðru máli þurfum að skipa okkur til sameiginlegrar varnar gegn ráðstöfunum sem leiða til byggðaeyðingar. Einstakar jarðir munu að visu halda áfram að fara i eyði. Sú þróun verður ekki að öllu leyti hindruð. Margar bújarðir eru nú setnar af gömlu fólki og ekki miklar likur á að yngra fólk taki þar við. En sú landbúnaðar- stefna sem haldið er uppi af stjórnvöldum á hverjum tima með eða án samvinnu við bændasamtökin má ekki virka sem hvati til byggðaeyðingar, heldur ber aídráttarlaust að miða stefnuna við landvarnir við að verja og styrkja þær byggðir sem höllustum fæti standa. Þeir eru margir i okkar landi, sem segja aö býlum þurfi hér að fækka stórlega og landbúnaðinn sé best að reka á fáum en þeim mun stærri búgörðum. Sist af öllu má þessi „hagspeki” móta þærráðstafanirsem gripið er til vegna framleiðsluvandans. Or röðum bænda heyrast nú raddir um nauðsyn þess, að setja lög er takmarki bústærð eins og dæmi eru um i nálægum löndum. Sannarlega er sú hugmynd ekki út i bláinn. Það eru stóru búin sem mestu valda um fram- leiðsluvandann. Þeirra fram- leiðslu þarf að takmarka en forðast byggðaeyöingu. Krafan um kjarajöfnun á við innan bændastéttarinnar ekkert siður en annars staðar i þjóöfélaginu. Kjör þeirra lakast settu má engan veginn skerða hvorki i sveitum landsins né annars staðar. Verði fóðurbætissskattur áfram notaður sem tæki til að draga úr framleiöslu, þá er lág- markskrafa að fram fari verð- jöfnun á aökeyptum fóður- vörum, þannig að kostnaður við fóöurbætiskaup sé hinn sami um allt land á hvern poka kom- inn heim i hlað. Einnig væri þá eðlilegt að sérhver bóndi gæti keypt ákveðið lágmark af fóður- vörum skattfrjálst, sem svaraði þvi er næmi eðlilegri notkun litils bús, en skattgreiðslan kæmi siðan á það sem umfram væri keypt. Veröi hins vegar haldið fast við kvótakerfi, þá ber að hafa ríkt i huga að hllfa smærri bú- unum, þannig að þeir sem að- eins hafa 300-400 ærgilda bú og þaðan af minni sleppi alveg eða nær alveg viö skerðingu. Að verja landið Nú um þessa helgi er haldinn aðalfundur Stéttarsambands bænda. Þótt viðast á landinu hafi rikt sérstök árgæska það sem af er þessu ári, þá fer vist ekki milli mála, að islensk bændastétt stendur nú frammi fyrirmiklum og stórum vanda i sinum framleiðslumálum. Sá vandi stafar ekki af þvi að framleiðsla búanna sé almennt of litil, heldur af hinu að bændur íá ekki fyrir sinar vörur innan- lands eða utan það verð sem þarf til að standa undir rekstrarkostnaði búanna og tryggja sveitafólki um leið full laun fyrir sina vinnu. Vandamál landbúnaðarins eru mál allrar þjóðarinnar, það ber öllum að muna. Þótt bændur og búalið séu ekki lengur meiri hluti ibúa landsins, þá er land- búnaðurinn svo stór þáttur i okkar þjóðarbúskap, að ætla má að fyrir hverja fjölskyldu sem fæst við landbúnað. þá hafi tvær eða þrjár fjölskyldur i þéttbýli lifsviðurværi sitt af þjónustu- störfum við sveitirnar eöa við úrvinnslu á landbúnaðaraf- urðum. Með tilliti til þessa og af fleiri ástæðum þá hefur mátt kalla sjálfsagt að rikiö greiddi sem útflutningsbætur allt aö 10% af heildarverðmætí landbúnaðar- framleiðslunnar til að tryggja bændum viðunandi verð fyrir sina framleiðslu til að meðal- bóndi nálgaðist þau laun sem honum ber að lögum til jafns við svokallaðar viðmiðunarstéttir. Þessi 10% regla hefur lika verið i gildi allmörg undanfarin ár. Á siðasta ári vantaði hins vegar nokkra miljarða króna umfram lögboönar útflutnings- bætur til að tryggja bændum eölilegt verö fyrir framleiðslu sina, og varð rikiö að hlaupa undir bagga með sérstökum ráöstöfunum. 1 þessum efnum eru horfur sist betri nú en á sið- asta ári. öllum er ljóst að ekki er hægt að gera ráð fyrir ótakmörk- uöum greiöslum úr rikissjóði i þessum efnum. Þótt sjálfsagt sé að rikið ábyrgist allt að 10% framleiðsluverömætis land- búnaöarvara á ári sem út- flutningsuppbætur og þótt vissulega komi til greina að inum, endi leiddi slikt til yfir- þyrmandi kjaraskerðingar hjá sveitafólki og uppflosnunar fjölda bænda. Hver einstakur bóndi á hér út af fyrir sig alls enga „sök” að gjalda, heldur má segja að ráðamcnn þjóð- félagsins hafi verið of seinir á sér að grlpa til viðeigandi stjórnunaraðgerða og þvl hafi það ástand skapast sem upp er komið. Samfélagið allt verður að taka á sig nokkurn skell nú og á allra næstu árum vegna þess vanda, sem upp er kominn i landbúnaðinum,en á móti þurfa að fást tryggingar fyrir þvi að framleiðsluvandinn haldi ekki áfram að vaxa ár frá ári, heldur verði smátt og smátt dregið úr honum með þeim hætti þó að lifskjör bænda skerðist sem allra minnst. Auðvitað fer þó ekki hjá þvi að afleiðingar „of- framleiðsluvandans” lendi með einum eða öðrum hætti þyngra á bændastéttinni en öðrum þegn- um. En þá er þaö spurningin hvernig jafna á byrðunum niöur, þeim sem bændurnir veröa að bera. I þeim efnum reynir á og ekki litið. Þjóðviljinn telur að við þá niðurjöfnun þurfi að hafa eitt sjónarmið i huga rikar en öll önnur. Þaö sjónarmið er að verja hagsmuni þeirra bænda sem lakast eru settir annað hvort vegna smárra búa, verri landkosta eða af öörum ástæð- um. 1 þessum efnum á grund- vallarsjónarmiöiö að vera hið sama, hvort sem beitt er fram- leiöslugjaldi, fóðurbætisskatti eða öörum aðferöum. Þeir bændur sem verst eru settir, sem búa við erfiðastar aðstæður haldast augljóslega ekki við bú ef þeir verða enn fyrir einhverri umtalsverðri skerðingu á sinum kjörum. A hinn bóginn eru lika til þeir bændur sem þó nokkra skerðingu þola án þess i óefni stefni. Hér hefur veriö og er háð erfið og tvisýn barátta fyrir þvi aö viöhalda byggö um land allt. þetta hlutfall verði eitthvað hærra meðan verið að brjótast út úr vandanum, — þá er hitt jafn ljóst að ekki er hægt að gera t.d. 30% útflutningsupp- bætur að reglu. Þess vegna verður að koma til ákveðin stjórnun framleiðsl- unnar á landbúnaðarvörum, stjórnun sem óhjákvæmilega miöar að þvi að takmarka félagið sem heild að taka á sig af þeim kostnaði sem af „of- framleiðslunni” leiðir og hvað mikið á bændastéttin að bera sjálf og ein? önnur spurningin er sú hvernig á að jafna niður á bændur þeim byrðum, sem óhjákvæmilega koma i hlut bændastéttarinnar sjálfrar. Um þessi efni hefur veriö framleiðsluna meö einum eða öðrum hætti meðan ekki gengur betur en raun ber vitni að selja „umframframleiðslu” fyrir það verð sem á þarf að halda. A siðasta ári voru Fram- leiðsluráði landbúnaðarins veittar ákveðnar lagaheimildir i þessum efnum og á þessu ári hefur verið gripið til kvótakerfis og siðan fóðurbætisskatts, en allt er reyndar enn i fullkominni óvissu um það, hverjar endan- legar niðurstööur verða i þess- um efnum nú i ár. Fyrsta spurningin hlýtur að vera sú, hvaö mikið á þjóð- fjallaö og verður vafalaust fjallað nú á aðalfundi Stéttar- sambands bænda og á miklu veltur, að bændur geti sjálfir orðið sæmilega sammála inn- byrðis um leiðir, þótt hags- munir fari ekki að öllu leyti saman innan stéttarinnar, og þá er hitt ekki siður mikilsvert að góð samvinna geti þróast milli bændasamtakanna og rikis- valdsins, sem óhjákvæmilega hlýtur aö koma hér við sögu. Þjóöviljínn telur af og frá að ætla bændum landsins einum að bera afleiöingar þess vanda, sem skapast hefur I landbúnað-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.