Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 17
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. ágúst 1980 Hitaveituherstöð heimtar meira olíugeymarými Herinn gæti minnkad vid sig geymarýmið ti ekh Séö inn aö Helguvik- inni upp aö byggöinni og á Vallar- svæöiö. Vikin fyrir miöju á þessari loftmynd er Helguvik og upp af henni á oliustööin aö risa samkvæmt áform- um POL-nefndarinnar. Eins og sýnt er á skipuiagskortinu á opnunni hér á undan átti byggöin aö teygja sig út með heiöarbrúninni og siðan niöur aö Helguvlkinni, þar sem einkum átti aö rlsa iönaöarhúsnæöi. A þessari mynd sjást oliutankarnir sem eru utan Vallargiröingar á svæöinu milli Njarövlkur og Kefla- vlkur. Eins og fram kemur i greininni telja ýmsir aö hernum ætti aö vera I ldfa lagiö aö gefa eftir þetta svæöi undir byggingarlóöir. Byggöin I Keflavik cr farin aö teygja sig allnærri fyrirhuguöu oliutankasvæöi i Helguvlk eins og þessi mynd sýnir greinilega en hún er tekin rétt ofan viö sjálfa vikina. A myndinni má greina ibúöarhúsin i Keflavik og flugvallarbyggingar. „Ósköp auðvelt fyrir herinn að leggja niður þá geyma sem eru utan Vallargirðingar og hindra byggðaþróun í Njarðvík” „Þetta kemur manni ákaflega kostulega fyrir sjónir, þessi full- yröing að Bandarlkjaher þurfi að þrefalda oliugeymarými sitt. Þetta er sagt um leiö og verið er aö leggja hitaveitu inn á Vallar- svæðið. Sömuleiðis er hann dáltið kúnstugur áhugi Keflvlkinga á þvi aö skipta við herinn á tung- unni niöur að Njarðvíkunum, þar sem oliugeymar eru nú, og Helguvikursvæöinu, sem er skipulagt byggingarsvæði. Málið mætti leysa með þvi að herinn kippti upp þeim tönkum sem standa byggöaþróun fyrir þrifum og leysti sin olíubirgöamái inni á Vallarsvæðinu sjálfu með full- nægjandi hætti bæöi hvað varöar birgöarúm og mengunarvarnir.” Þetta eru I stuttu má'.i viðhorf eins af forvtgismönnum oliu- verslunar I landinu til svokallaðs Helguvikurmáls. Hér á eftir veröur það rakið nokkuö og m.a. getið slikra vangaveltna um að menn hafi farið yfir lækinn til þess að sækja vatniö er leitað hefur veriö lausna I sambandi við áratuga oliuforöa bandarísku NATÓ stöövarinnar I Miðnes- heiði. Stöðug mengunarhœtta Oliutankar herstöðvarinnar voru á striðsárunum reistir i brún Miðnesheiöar og hafa verið þar siðan, sumir niðurgrafnir en aðrir standa upp úr. Nú eru 19 tankar við byggðina utan Vallargirð- ingar og 24 inni á Vallarsvæöinu flestir komnir til ára sinna, en aðrir þó nýlegri. Miklar umræður hafa orðið um mengunarhættu af þessum tönkum, svo og leiðslu- kerfinu. Þá hefur meöferð hersins á oliu I flugskýlum og á flugbraut- um ekki siður sætt gagnrýni. Ibúar á Suöurnesjum, og þá sérstaklega i Njarðvlk og Kefla- vik, hafa óttast grunnvatns- mengun og eyðileggingu vatns- bóla sinna, enda eru vatnsból þeirra nærri tankasvæðinu. Það hefur og verið áhyggjuefni bæjarstjórnarmanna og ibúa Njarövlkur og Keflavlkur að tankasvæöið i tungunni niöur að Njarðvikum og leiðslukerfið niður að höfn slltur sundur byggð- ina og stendur I vegi fyrir eöli- legri byggöaþróun, eins og vikið er að annarsstaðar i blaðinu. POL-nefndin Haustið 1979 skipar Benedikt Gröndal þáverandi utanrikisráð- herra sameiginlega nefnd Banda- rlkjahers og islenskra aðila til þess aö fara ofan I saumana á þessu máli og að hans sögn fylgdi nefndarskipaninni forskrift frá honum um að önnur lausn kæmi ekki til greina en að flytja tank- ana af svæöinu. 1 Morgunblaðinu fimmtudaginn 31. júll s.l. koma viðhorf Benedikts Gröndals I ljós, er hann ritar: „Núverandi leiðslur frá Kefla- vikurhöfn til tankanna eru óvið- unandi og standa i vegi fyrir byggð og samgöngum. Núverandi tankar þrengja að byggð Njarövikur og Keflavikur svo að ekki verður viö unað á miðsvæði, þar sem kaupstaðirnir mætast, enda búa báöir við land- þrengsli. Ný staösetning ollustöðvar flugvallarins verður að vera svo fjarri byggö, aö mengunarhætta verðiengin. Stöðin veröur að upp- fylla ströngustu kröfur um nú- tima öryggi. Löndunaraðstaða veröur aö vera fjarri höfnum byggöanna.” Imai s.l. skilaöi svokölluð POL- nefnd álití til utanrikisráöuneyt- isins og komst samhljóða að þeirri niðurstöðu að stækkun og flutningur eldsneytisgeymakerfis hersins væri æskileg en kostn- aöarsöm. Nefndin var sammála um aö Helguvik væri æskilegasti staöurinn út frá öllum helstu sjónarmiðum, það er aö segja með tilliti til öryggis, mengunar- varna, og tæknilegra þátta. I nefndinni áttu sæti af Islands hálfu, Helgi Agústsson, forstöðu- maöur Varnarmáladeildar, Hjál- mar Bárðarson, forstjóri Sigl- ingamálastofnunar, Hilmar Þór- arinsson, forseti bæjarstjórnar Njarðvikur og Ólafur Björnsson bæjarfulltrúi i Keflavik. Af hálfu setuliðsins voru i nefndinni Captain Thomas J. Keene, commanding officer, Lieutenant Colonel Donald A. Simpson, vara- birgðastjóri hersins og Comman- der Thomas A. Dames bygg- ingastjóri herstöðvarinnar. Með- al ráðgjafa nefndarinnar voru Aðalsteinn Júllussor. og Gisli Viggósson frá Vita og hafnar- málastofnuninni, Jón Jónsson jarðfræöingur og Magnús Jóhannesson frá Siglingamála- stofnun, auk ýmissa bandarískra sérfræðinga I framkvæmdum á vegum sjóhersins. Sprengt i klettana Aö þvi er Þjóöviljinn kemst næst kemur fram i skýrslunni að ekki sé fyrir hendi aðstaða á Islandi til þess að taka viö nauð- synlegu birgðahaldi hersins og ekkert íslensku oliufélagana mun hafa á þvi áhuga að koma upp birgðastöövum i félagi eða i nánd við herinn. Herinn telur sig þurfa á aö halda samtals 200 þúsund rúm- metra geymslurými I nýrri oliu- stöð. Þar er um að ræöa fyrir utan geymslutanka, móttökuaðstöðu annaö hvort með oliuhöfn eða oliumóttökudufli og leiðslur og dreifingartanka I nánd við flug- brautir. 1 Helguvlkinni er ráögert að koma fyrir 11 fimmtán þúsund rúmmetratönkum og fylgihlutum og einum fjögur þúsund rúm- metra á eins ferkilómetra svæði. Tankarnir verða sprengdir inn i klettana, samkvæmt áætluninni ■og allt kerfið á að byggja i sjö áföngum á sjö árum fyrir um 45 milljarða Islenskra króna á nú- virði. Veruleg eða ekki veruleg Þegar þessi áform voru gerð opinber fór Þjóöviljinn á stúfana og spuröist fyrir um hvort hér væri um aö ræöa aukningu á birgðarými hersins. Svörin voru misvisandi þvl að forstöðumaður varnarmáladeildar kvað ekki vera um „verulega aukningu” aö ræða en utanrikisráðherra sagöi hana vera „verulega”. Hvorugur var þá reiöubúinn til þess að nefna neinar tölur I þessu sam- bandi. Fram hefur komið hjá utanrikisráöherra aö hann telur nauðsynlegt aö færa tankasvæðið vegna mengunarhættu, en hefur ekki fallist á framkvæmdina sjálfa, hvorki hvenær hafist skuli handa né heldur stærðargráðuna. Hefur hann I samtali viö Þjóðvilj- ann sagt aö hann þyrfti aö sjá fyrir þvi rök áður en hann heimil- aði þreföldum birgðarýmis fyrir oliu á vegum hersins. Deilur um verksvið Rétt er að geta þess hér að ef lagt yrði i Helguvikurfram- kvæmdir myndu Bandarikin og Atlantshafsbandalagið bera af þeim allan kostnað, Bandarikja- stjórn 40% og sérstakur fram- kvæmdasjóöur NATÓ 60%. Fram hefurkomiö aö hafist verði handa I fyrsta lagi 1982, bæöi vegna þess aðfjármagnfáisttæplega fyrr, og vegna þess að hönnun þessara mannvirkja mun taka alllangan tima. Deilur eru uppi um það hvort ákvörðun um framkvæmdir á vegum hersins séu alfarið á verk- efnasviði utanrikisráöuneytisins eða mál rlkisstjórnarinnarallrar. Ólafur Jóhannesson heldur fast við fyrra sjónarmiðið likt og for- veri hans I embætti Benedikt Gröndal, en Gunnar Thoroddsen og Alþýðubandalagsmenn leggja áherslu á aö tugmiljarða fram- kvæmdir snerti efnahagsstjórn á Islandi í rikum mæli og hljóti þvl að vera rikisstjórnarmál, eins og önnur meiriháttar mál sem upp koma. Þreföldun tilfjórföldun Þrátt fyrir leyndina yfir þvi hversu mikil aukningin á birgða- rýminu væri upplýsti Þjóðviljinn hvernig málum var háttað föstu- daginn 22. ágúst. Birtar voru hér i blaðinu upplýsingar úr skrá bandariska sjóhersins yfir fasta- fjármuni I Keflavikurstöðinni. Þar kemur fram að geymslurými hersins fyrir eldsneyti á Suöur- nesjum á að þrefaldast eða fjór- faldast. Vægtsagt veröuraö telja það „verulega aukningu” eins og utanrikisráðherra hafði áður viðurkennt, eða úr 60 þúsund i um 200 þúsund rúmmetra. Hitaveita um áramót Nú má velta þvl fyrir sér hvers- vegna herinn telur sig þurfa að auka birgðarými sitt. Það kemur dálitiö spánskt fyrir sjónir um leið og verið er að leggja hita- veitu inn á Völlinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Suöur- nesja verður um helmingur af byggingum á Vellinum tengdur hitaveitunni fyrir næstu áramót og einnig hið svokallaða Rock- ville-svæöi. Siðari áfanga á að ljúka á næsta ári og verða þá all- ar byggingar á Vellinum hitaðar með heitu vatni i stað gasoliu. Völlurinn mun nota um 45 mega- wött af þeim 90 megawöttum sem Hitaveita Suðurnesja framleiðir, og samsvarar það 20 til 30 þúsund tonna ársnotkun af gasoliu. Her- inn ætti þvi aö geta sparað sér birgðarými sem þessu nemur. 50þúsund tonn afJ-24 Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér frá aðilum innan oliuverslunar er megnið af því eldsneyti sem herinn þarfnast i framtiöinni fyrir utan bensin og gasoliu á vélarogfaratæki þotueldsneyti af gerðinni J-24. Herinn hefur þegar geymslurými á Vellinum sjálfum fyrir um 35 þúsund lestir af þotu- eldsneyti, en ársnotkun mun vera um 50 þúsund lestír á ári. Einn af þeim sem hvað kunnug- astur er oliumálum hersins af islenskum aðilum heldur þvi fram að það séu slæm skipti fyrir Keflvikinga að skipta á Helgu- vikursvæðinu, sem er skipulagt byggingarsvæði fyrir ibúöir og iðnaðarhúsnæði og tungunni nið- ur að Njarövlk, þar sem tankar standa nú utan Vallarins. Það ætti að vera ósköp auðvelt að mæta minnkandi birgðarýmis- þörf hersins með þvi að leggja niður tankana utan Vallarins, og notast viö bestu tankana inni á Vallarsvæðinu, sem ættu að geta fullnægt núverandi þörfum varnarstöðvarinnar. Hægt ætti að vera aö ganga þannig frá málum með endurnyjun og betri um- búnaöi að mengunarhætta væri úr sögunni. Skammgóður vermir Um þau rök að meö flutningi I Helguvík væru leyst vandamál eins og „nálægð” við byggð, „mengunarhætta” „öryggi” og annaö af þvi tagi sagöi umræddur heimildarmaður aö sér sýndust þau harla léttvæg. Þaö mætti merkilegt heita að ábyrgðarmenn bæjarfélagsins og Karl Steinar Guðnason vildu ólmir losna við oliugeymana úr byggð, en heimt- uðu I staðinn griðarstóra oliustöö þétt ”ið framtiðarbyggð. Fyrirhuguð oliustöð væri svo þétt viö Keflavik að hún myndi innan fárra ára hamla byggöaþróun og leiðslukerfið frá henni myndi þegar verða hættulega nærri þeirri íbúðabyggð sem nú er farin að teygja sig út eftir allri heiðarbrúninni — falleg einbýlis- hús og raðhús — til móts við það svæði þar sem Helguvíkin er niðuraf. Þetta hlyti aö teljast nokkuð skammgóöur vermir, miöað viö þá staöreynd að i raun gæti herinn minnkað við sig birgöarými og gefiö Njarðvik- ingum ettir tunguna þar sem tankasvæöið er nú utan Vallar- girðingar. Einnig má benda á að enda þótt geymslurými yröi fyrir mestan hluta hinna 200 þúsund rúmmetra af eldsneyti sem herinn telur sig hafa þörf fyrir þá er gert ráð fyrir aðtankará Vellinum veröi áfram notáöir þangað til byggöir hafa verið átta fjögur þúsund lesta dreifingartankar inni á Vellinum, þannig aö Suöurnesjabúar munu ekki losna við hættu af mengun grunnvatns frá oliutönkum hers- ins þótt risastór oliustöö veröi gerð i Helguvik. —Einar Karl —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.