Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 6
. 6.SÍÐA — ÞJÓÐVILJ.IN.N Helgin 30.-31. ágúst 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag t»jóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson- Kjartan ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. L'msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri-.Valþór HlöÖversson Rlaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir. Einar örn Stefánsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorstemn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Ctiit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Gúövaröardóttir. Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Fetursdóttir. Bára Siguröardóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. llúsmóöir: Anna Kristin Sverrisdóttir. Fökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og áuglýsingar: Siöumilla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Milli vonar og ótta # Milli vonar og ótta er nú f ylgst með verkfallsátökun- um í Póllandi. Vonin er sömu ættar og sú er bundin var vorinu í Prag 1968, og óttinn er tengdur hótunum um ,,bróðurlegar" skriðdrekaheimsóknir úr austri. • Eins og oft áður þegar knúið hef ur verið á um breyt- ingar í lýðræðisátt i ríkjum Austur-Evrópu heyrist sá tónn frá Kreml að um sé að ræða and-sósíalísk öfl sem vilji sósíalískt þjóðskipulag feigt. í honum felst í senn hótun og ,,réttlæting" fyrir íhlutun í innri mál Póllands, samkvæmt Breshnev-kenningunni. Og eins og jaf nan áð- ur á Breshnev bandamenn á Vesturlöndum i and- sósíölskum f jölmiðlum sem keppast við að sannfæra les- ✓ endur sína um að Moskvumenn haf i rétt fyrir sér. • l raun er þó kjarni málsins sá að i Póllandi er sterk og vel skipulögð hreyfing að krefjast pólitískra breyt- inga í anda formúlunnar, enginn sósíalismi án lýðræðis og ekkert lýðræði án sósíalisma. Uppreisnin felst í andóf i gegn ríkisreknu einf lokkskerf i sem er rúið trausti landsmanna og stendur í vegi fyrir efnahagslegum um- bótum og á fátt skylt við sósíalískar hugsjónir. • Pólsku verkfallsátökin eru frábrugðin flestu öðru sem gerjast hefur í þeim rikjum sem verið hafa á áf rifasvæði Sovétmanna í Austur-Evrópu frá stríðslok- um. Um það er víðtæk samstaða meðal verkamanna og menntamanna, samstaða sem nær langt inn í raðir kommúnistaf lokks landsins, að efnahagskreppan í Pól landi verði ekki leyst nema að undangengnum víðtækum pólitískum breytingum. Vert er að minnast þess að í Tékkóslóvakíu 1968 var f yrst og f remst um að ræða upp- gjör innan valdaf lokksins. Á því er að vísu enginn vaf i að Dutcek og fylgismenn hans áttu stuðning þorra þjóðar- innar, en þó var hægt að breyta vori í haust með sovésku valdboði og forystuskiptum í flokknum. Flest bendir til þess að Sovétstjórninni myndi ekki duga að fá sér hand- gengna Pólverja að ganga í verkin fyrir sig og brjóta á bak aftur samstöðuna í Póllandi. Til þess dygði ekkert minna en stríð við þjóðina alla, án milligöngu. • Verkamenn í Póllandi reisa kröfur sínar m.a. á skýrslu sem unnin var af hópi menntamanna og birt snemma á þessu ári. Athyglisvert er að þessi hópur er tengdur valdakerfinu í Póllandi og KOR-nefndin svo- kallaða, sem útavið er í forystu andófshreyfingarinnar, hef ur náin tengsl inn í pólska stjórnkerf ið, auk þess sem hún hefur komið á virku samskipta- og upplýsinganeti, innanlands sem utan. # Rikisstjórn Póllands hefur gengið að flestum kröf- um verkfallsmanna og eru það í sjálfu sér stórtíðindi að hún skuli hafa viðurkennt samtök þeirra sem samnings- aðila. En þar stendur hnífurinn > kúnni að verkfallsmenn frábiðja sér forræði verkalýðssamtaka rikis- flokksins og halda fast við kröfuna um frjáls verka- lýðsfélög. Þeim nægja ekki óljós loforð um frjálsar og leynilegar kosningar enda loforð flokks og ríkis ekki mikils metin í Póllandi um þessar mundir. # Baráttan í Póllandi er í senn mannréttinda- og sjálf- stæðisbarátta. Um það er víðtæk samstaða að án sjálf- stæðari stöðu landsins gagnvart sovésku drottnunarvaldi og án aukinna lýðréttinda almennings muni allar til- raunir til að leysa ef nahagskreppuna reynast kák eitt og hugsanlega leiða til algjörs hruns. Pólverjar vilja fá frelsi til að fara eigin leiðir við lausn þeirra vandamála sem þeir eiga við að etja. Þetta er ekki einangruð af- staða andófsmanna heldur einnig útbreidd og almenn skoðun innan valdaflokksins. # Einmitt af þessum ástæðum er brýnt að allir þeir einstaklingar og samtök, sem eiga aðgang að pólskum stjórnvöldum og stofnunum, noti tengsl sín til að styðja málstað pólskrar alþýðu. Alþýðusamband (slands hefur skorað á Alþýðusamband Póllands að gegna skyldu sinni og styðja réttindabaráttu verkfallsmanna. Slíkar brýn- ingar þurfa nú að berast sem víðast að til Póllands. Mik- ið er i húf i og mikið þarf til ef vonirnar eiga ekki að troð- ast undir skriðdrekabeltum. —ekh úr aimanakínu Síðustu vikur og mánuði hafa átt sér stað harðar deilur i fjöl- miölum og viðar um það hvort hér á landi séu staðsett kjarn- orkuvopn á vegum Bandarikja- hers eða ekki. 1 þessarri orra- hrið hefur m.a. verið ákaft vitn- að af hálfu herstöðvasinna i „sérsamkomulag” sem eigi að hafa verið gert um þetta mál milli Bandarikjastjórnar og ts- lands og feli i sér að hér séu ekki staðsett kjarnorkuvopn. Hafa ó- fáir leiðarar verið ritaðir i Morgunblaðið til að vegsama þetta „sérsamkomulag”. Nýlega hefur hins vegar utan- rikisráðherra íslands, ólafur Jóhannesson viðurkennt i skrif- legu svari við fyrirspurn frá Ólafi Ragnari Grimssyni á fundi utanrikismálanefndar Alþingis, að þetta „sérsamkomulag” hafi aldrei verið til, þrátt fyrir yfir- lýsingar fjölmargra ráðamanna siðustu 20 árin um tilvist sam- komulagsins. Þannig hefur ut- anrikisráðherra nú gert ómerk ummæli ýmissa islenskra stjórnmáiaieiðtoga svo sem Emiis Jónssonar fyrrverandi ut- anrikisráðherra, en Emil vitn- Úr þvi að herstöðvasinnar staðhæfa nú ákaft að hér séu engin kjarnorkuvopn, gæti ein- hver látið sér detta i hug að þessir sömu menn væru andvig- ir öllum hugmyndum um stað- setningu slikra vopna hérlendis. 1 reynd er þessu þó á annan veg farið. Staðreyndin er nefnilega sú að þó forysta herstöðvasinna hamri á þvi að hér séu ekki kjarnorkuvopn þá telur hún full- komlega eðlilegt að staðsetja þau hér á „hættustundu”. Her- stöðvasinnar hika þvi ekki við að gera Island að vigvellí i hugs anlegu kjarnorkustriöi. Þessari staðreynd hampa þeirlitt núen þó telja þeir þetta svo sjálfsagt að þeim finnst ekkert óeðlilegt að lýsa þessu yfir svona i fram- hjáhlaupi eins og þeir Björn Bjarnason og Matthias A. Mathiesen fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins i öryggismálanefnd- inni gerðu i sérstakri yfirlýs- ingu um störf öryggismála- nefndarinnar þann 13. ágúst sl„ en þar segja þeir m.a.: „Viðbúnaður hers er miðað- ur við verstu hugsanlegu að- stæður og í honum kann að fel- ast að nauðsynlegt sé að taka á móti kjarnorkuvopnum á ts- landi á hættustundu eða i neyð- artilvikum. Þann möguleika hafa hvorki islensk stjórnvöld né erlend útilokað, en til þess var Guðmundur t. auðsýnilega ekki i vafa um hvað gera skyldi. Þessi afstaða herstöðvasinna tíl hugsanlegrar staðsetningar og beitingar kjarnorkuvopna á tslandi i þágu Baodarikjanna endurspeglast greinilega i þeirri staðreynd að þeir hafa aldrei getað fallist á að Alþingi geri um það samþykkt að banna staðsetningu og beitingu kjarn- orkuvopna á islensku yfirráða- svæði. Þeir hafa jafnvel ekki vilað fyrir sér að fella tillögur um slik efni og þannig opinber- að þjónkun sina við Bandarikin. Þannig felldu herstöðvasinnar á Alþingi 27. okt 1961 tillögu sem borin var fram af Lúðvik Jósepssyni og Hannibal Valdi- marssyni um að banna stað- setningu kjarnorkuvopna hér- lendis. Tillagan var flutt sem breytingartillaga við fram- komna tillögu um að mótmæla kjarnorkusprengjutilraunum Sovétrikjanna. Tillagan var svohljóðandi: „Alþingi lýsir ennfremur yíir þvi, að það muni aldrei leyfa staðsetningu neins konar kjarn- orkuvopna á tslandi né að slik- um vopnum verði nokkurn tima beitt frá stöðvum hér á landi” (Alþingistiðindi, A-1961, bls. 297-298). Þessi tillaga var felld að við- Afstaða herstöðvasinna til staðsetningar kjarnavopna aði i þetta imyndaða samkomu- lag á Alþingi 23. janúar 1968 með svofelldum orðum. „Ég hef raunar ekki annað um þetta að segja heldur en það, að það er fullt samkomulag á milli rikisstjórnar tslands og varnarliðsins, þeirra sem þvi stjórna, um það, að hér á tslandi séu ekki kjarnorkusprengjur af neinu tagi. Og ég veit ekki ann- að, og það hefur aldrei komið neitt fram, sem bendi i aðra átt en þá, að þetta samkomulag sé virt og haldið að öllu leyti af við semjendum okkar um þetta mál. Ég hef ekki heyrt um það og það hefur ekki að svo miklu leyti, sem ég veit, legið nokkur grunur á, að þétta samkomulag hafi verið rofið og að kjarn- orkuvopn hafi verið höfð hér um hönd” (Alþingistiðindi, B-1968, 5. hefti, bls. 2155 - undirstrikan- ir eru minar). Tilefni þessarar yfirlýsingar Emils Jónssonar var fyrirsprun frá Magnúsi Kjartanssyni um kjarnorkuvopn á tslandi vegna þess að bandarisk þota hafði farist á Grænlandi hlaðin 4 vetn- issprengjum. Staðreyndin er þvi sú að eina yfirlýsingin sem komið hefur frá Bandarikjastjórn um stað- setningu kjarnorkuvopna á ts- landi er bréf sendiherra Banda- rikjanna 11. ágúst sl. Bréf sendiherrans er hins vegar það loðið og óskýrt að það tekur á engan hátt af skarið um það hvort hér séu staðsett kjarn- orkuvopn eða ekki. Virðist orða- lag bréfsins miðast við það eitt að segja sem minnst og halda opnum öllum leiðum varðandi staðsetningu kjarnorkuvopna hérlendis. Spurningunni um það hvort hér séu kjarnorkuvopn hefur þvi enn ekki verið svarað, en ýmis gögn sem nýlega hafa verið dregin fram i dagsljósið benda þó til þess að hér séu nú þegar staðsett bandarisk kjarn- orkuvopn. þarf samþykki islensku rikis- stjórnarinnar” (Mbl. 13. ágúst 1980, bls. 3 — undirstrikanir eru minar). Eins og skýrt kemur fram i lok þessarar yfirlýsingar eru fulltrúar herstöðvasinna ekki að boða neinn nýjan sannleika. Þetta hefur i reynd verið af- staða þeirra alla tið þó svo þess- ari afstöðu hafi ekki mikið verið hampað. Við getum fundiö ýms- ar yfirlýsingar þessarra manna sl. 20-30 ár er ganga i sömu átt. Hér læt ég nægja að vitna til orða eins helsta postula Banda- rikjastjórnar á tslandi fyrr og siðar, Guðmundar 1. Guð- mundssonar fyrrv. utanrikis- ráðherra. Guðmundur I. sagði á Alþingi 22. janúar 1964 þegar rætt var um tillögu um heimild til handa rikisstjórn lslands að staðfesta alþjóðasamning um bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn: ,, Tilefni til þess að hafa hér kjarnorkuvopn hafa alls ekki verið fyrir hendi. En það er skoðun rikisstjórnarinnar að það sé ekki ástæða til að slá þvi föstu um alla framtið að hér skuli engin kjarnorkuvopn vera” (Alþingistiðindi, D-1963, fyrra hefti, bls. 14 — Undir- strikanir eru minar). Sem sagt 1964 var þannig ástandið i alþjóðamálum að það var ekki tilefni að mati Guðmundar 1. Guðmundssonar að staðsetja hér kjarnorkuvopn. En ef það tilefni skapaðist þá höfðu nafnakalli með 30 atkvæö- um Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksþingmanna gegn 26 at- kvæðum Alþýðubandálags- og Framsóknarmanna (sbr. Alþ.tfðindi, D-1961, bls. 54). Slik var þjónkunin við Banda- rikin að ekki var talið þorandi að Alþingi tslendinga gæfi þessa yfirlýsingu. Vitaskuld hefðum við ekki getað með slikri yfir- lýsingu útilokað aflbeitingu stórveldis i þeim tilgangi að staðsetja hér kjarnorkuvopn. Engu að siður getum við tslend- ingar tekið af skarið um það að við munum ekki samþykkja slika staðsetningu og þarmeð ekki fallast á að gera ísland að vigvelli kjarnorkustriðs. Slik yf- irlýsing er það eina sem sæm- andi er fyrir smáþjóð eins og Is- lendinga, sem á eins og aðrar þjóðir framtið sina undir þvi að koma megi i veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. 1 ljósi þess sem hér hefur ver- ið rakið er þvi greinilegt að það er takmarkað gagn i þvi fyrir okkur þó sannað yrði að núna séu ekki nein kjarnorkuvopn staðsett á tslandi úr þvi að það erásetningur herstöðvasinna og ráðandi afla að heimila flutning þessara vopna hingað þegar spenna myndast i samskiptum stórveldanna. Það virðist stað- fastur ásetningur herstöðva- sinna að gera tsland að virkum aðila i hugsanlegum kjarnorku- átökum stórveldanna. Þorsteinn Magnússon skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.