Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 19
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÖDVILJINN — SÍÐA 19 Stúdentarnir leggja af staö frá Lækjartorgi. t baksýn eitt af húsum Thomsens (seinna Hótel Hekla) Þórhailur Bjarnason, þá prestaskólakennari, sföar biskup, fylgdi stúdentunum allan timann. Hér sést hann nieöHvitá i baksýn ÍSLANDI ARIfi 1900 tslensku bæirnir hafa vafalaust vakiö athygli stúdentanna. Þessi inynd var tekin i Biskupstungunum. A leiö yfir Brúará. Brúin sjálf sést vel voru allir komnir i gott skap aftur. Og aft- ur var byrjaö aö syngja. A leiöinni til tslands var komiö viö i Skotlandi og i Færeyjum. En hiö eiginlega markmiö feröarinnar var Island, og þar lagöist Botnia aö bryggju mánudags- kvöldiö 6. ágúst, áriö 1900. t Þjóöólfi segir aö þaö heföi veriö búist viö aö Botnla myndi koma á sunnudags- kvöldiö og haföi 40—50 manna hópur úr Stúdentafélagi Reykjavikur fengiö lánaö strandferöaskipiö Hóla og siglt út á Faxa- flóa þá um kvöldiö meö hornaflokki Helga Helgasonar til þess aö taka á móti Dön- unum. Þessi sendinefnd varö þó aö sigla til lands áöur en aö dönsku stúdentarnir komu, en móttökuathöfnin morguninn eftir viröist hafa tekist hiö besta eftir þvi sem Knud segir i grein sinni, sem hann dagsetur 5., 6. og 7. ágúst. Hann segir aö flestir Ibúar Reykjavikur hafi staöiö á bryggjunni, þeir (dönsku stúdentarnir) hafi marseraö á land i gegn um hlið þar sem letrað stóö: Velkomnir, danskir frændur. 1 Þjóöólfi stendur: „Var mjög mikill hátiöabragur yfir öllu lifinu bæöi i bænum og á höfninni þar sem Botnia, Hól- ar, Ceres og Heimdallur lágu öll flöggum skreytt þann dag hér inni.” Um kl. 7 voru stúdentarnir boönir vel- komnir i stóra salnum á Hótel Island meö champagne og ávarpi sem skáldið Stein- grimur Thorsteinsson flutti, en skáldiö Mylius-Erichsen þakkaöi fyrir hönd Dan- anna. í Þjóöólfi likur greininni meö þess- um oröum: „Eins manns má Island sakna, er þaö tekur á móti þessum bróö- urlega stúdentahópi sem hvarvetna hefur unnið sér hylli og vináttu þeirra, sem viö hann kynntust, ritsnillingsins fræga Georges Brandes, sem hefur hvatt til far- arinnar meö sinum mörgu velvildar- greinum um Island, og tekiö ástfóstri viö nýislenskar bókmenntir á hinum siöari árum, siðan hann fékk kynni af þeim, en sakir sjúkleika var honum ráöiö frá aö leggja út I svo langa ferö. En þökk sé hon- um fyrir sóma þann, sem hann vildi sina landi voru, og fyrir hinn hlýja hug er hann ber til bókmennta þess, bæöi aö fornu og nýju.” Ort til okkar Knud Rasmussen segir i grein sinni er hann hefur lýst móttökunum i Reykjavik: Einkum ber að nefna kvæði, sem skáldiö Einar Benediktsson orti til okkar og af þýöingunni aö dæma var ort af óvenjulegu listfengi. Við getum væntanlega tekiö undir þau orö, en þessi erindi eru úr kvæö- inu, sem birtist i 37. tbl. Þjóöólfs undir heitinu: Til hinna dönsku stúdenta. Meö vinarandans góöu gyðju i stafni þiö gerðuö ykkar ferö. Heill bróöir. Skál. Viö heilsum ykkur hér i tslands nafni, og holl og trygg eru’okkar kveöjumál. Vor forna tunga á auö af góöum oröum og uppruninn, hann tengir þjóö viö þjóö. Vor forna saga er ættfróö enn sem forö- um; í æöum okkar rennur frændablóö. Um allan heim i hverju lifsins verki til heilla er menntadísin alla stund og undir hennar gamla gilda merki vib göngum nú til móts meö káta lund. Um hús og andlit er sem spánýr bragur og allt i sömu skoröum þó sem fyr Sjá, stúdentanna stóri heiðursdagur hann stendur hátt viö opin port og dyr. Ein bróöurskál hún bætir fleira og jafnar en bréfin öll. — Velkominn gestur kær Til Geysis Lýsing Knud Rasmussen á feröalaginu og á Islandi sker sig etv. ekki mikiö úr samskonar feröalýsingum á þessum tima. Þaö er meira aö segja ekki frá þvi, aö frásögnin sé dálitið barnaleg stundum, en viö verðum aö muna aö Knud var aö- eins 21 árs þegar hann skrifaöi ferðalýs- ingu sina i Kristeligt Dagblad. Til gamans skal hér endursögð feröasagan frá Þing- völlum til Geysis: „Morgunveröurinn haföi veriö fluttur á undan okkur til bóndabæjar i Laugardaln- um. Það var fyrsti áfangastaöur okkar þá um daginn. Skammt fyrir neðan voru laugarnar, þar sem heiöingjar fengu skirn sina viö kristnitökuna. Hjá húsfreyjunni fengum viö að bragða á islenskum þjóöarrétti, hann nefnist skyr, og er eins konar sýrö mjólk sem geymd er i stórum opnum ilátum frá þvi um sumariö og fram á vetur. Þaö verður mjög súrt ef það er geymt lengi og er þá varla mjög hollur réttur. Þaö var sólskin alla leiðina, en hitinn hafði lokkaö skara af mýi á loft úr blautum mýrunum og stungur þess geröi okkur lifiö svo sannar- lega leitt. A leiöinni ribum viö um kjarri vaxnar hliöar, en það sem var skemmtilegast þennan dag var að fara yfir Brúará. Yfir ána er fariö viö all háan foss sem nefnist Brúarfoss, þar rennur áin i djúpu gljúfri. Yfir dýpsta álinn er örmjó brú, og hvit- fyssandi áin gerir þetta svo glæfralegt aö maöur andar léttar þegar yfir er komið. Til Géysis komum viö kl. 11 um kvöldið, eftir all erfiöa dagleiö, en enginn haföi haft tima til aö þreytast þvi margt haföi verið aö sjá og landslagiö var undurfag- urt.” ísland kvatt öllum heimildum ber saman um aö ferö stúdentanna hafi heppnast sérlega vel. Ferðalangarnir bjuggu á islenskum heimilum en á kvöldin viröist oft hafa verið einhver sérstök dagskrá, og svo var siðasta kvöldiö. Frásögn Knud Rasmus- sen er aö visu frekar óglögg: „klukku- stundirnar uröu aö sekúndum”segir hann, en i Þjóðólfi segir, aö bæjarbúar hafi riðiö á móti stúdentunum upp fyrir Hólm, meö Thomsen konsúl i broddi fylkingar og hafi þeim þar verið boöiö upp á hressingu. Þeir sem voru þreyttir og rasssárir gleymdu brátt þjáningum sinum og um kvöldiö var sest aö snæöingi i Iðnaöar- mannahúsinu. Þar héldu ræður meðal annarra kammerjunker Bauditz, „fjör- maöur og gleöimaöur mikill” og Jón Jakobsson. Var sérstakur islenskur söng- flokkur viö hendina, sem söng isl. þjóöiög fyrir gestina, sem voru ekki þreyttari en svo að þeir dönsuðu fram á nótt við unga kvenfólkið. Viö brottförina daginn eftir var enn veitt champagne og veitingamað- ur Július Jörgensen lét skjóta flugeldum upp frá bæjarbryggjunni og dáöust gest- irnir aö þeirri siðustu kveöju frá Reykja- vik sem nú lá aö baki þeim i kvöldkyrrð- inni. Grein Knud Rasmussen likur meö þeim orbum, að nú verði Danmörk aö senda Is- landi ástarjátningu, ekki aöeins i oröum, heldur einnig á þann hátt sem gagni efna- legri velferö landsins. Til Grænlands Þegar Knud Rasmussen kom til Dan- merkur úr Islandsferð sinni, var hann ákveöinn i aö veröa óperusöngvari. En hann þurfti þó aö vinna fyrir sér og fór sem fréttaritari til Stokkhólms en þar voru leikar og sýningar sem þeir kölluöu „Nordiska Spelen”. Aður en aö Knud lagbi af staö, sneri hann sér til forstjóra dýragarösins i Kaupmannahöfn og óskaöi eftir þvi aö fá nokkra sleðahunda lánaöa hjá honum, þvi hann ætlaöi að sýna akstur á hundasleöum þarna á sýningunni. For- stjórinn mun hafa sett upp nokkurn undr- unarsvip, en benti honum kurteislega á, að hundar dýragarösins hefðu lifaö viö hóglifi hin siðari ár og væru litt til sliks erfiöis fallnir. Var beiöninni þvi hafnaö. t Stokkhólmi hitti hann meöal annarra listamanninn Albert Engström, og þaö var hann sem kom honum endanlega á sporiö. „Þaö, hvernig hann talaöi um landa sina þarna noröurfrá”sagði Eng- ström Jaar vott um elsku, sem ekki var af þessum heimi. Hann haföi enn ekki fundiö sjálfan sig, en ég króaöi hann af ásamt einum vini minum. Hann hlaut aö vibur- kenna aö framtiö hans var einmitt Græn- iand.” Sumariö 1902 fór hann i Fyrsta Græn- landsleiöangur sinn ásamt Mylius-Erich- sen þeim, sem aö framan er nefndur og þar meö var lif hans ráöiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.