Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 31
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31 20 þjófar hýddir Rán og þjófnaður fram úr máta. 20 þjófar hýddir og mark- aðir i Arnessýslu. Hengdir tveir á | Alþingi. 15 menn bráðkvaddir i ýmsum stöðum. Margir dóu með undarlegum veikleika. A Suður- nesjum voru tvö hjón lögst ti! hvilu: kvartaði maðurinn um sár- an fótakulda. Konan fór ofan til fóta og vildi verma hann. önduð- ust bæði strax eftir. Eyjólfur Eiléifsson, guðhrædd- ur, aldraður maður, þá i Reyk- holti, svaf 4 dægur: hafði margt | fyrir hann borið, varð strax þungur kararmaður hálfvisinn um 8 ár. Lafranz nokkur austur i ölfusi | var réttaður á Bakkarholtsþingi fyrir morð konu sinnar. Bróðir hennar, svo sem blóðhefnari, gaf sig til að taka hann af. Fitjaannáll 1701. Margur „ölver” úti um iand er nú hreint á nálum. A þingi er stöðugt þref um bland, I þeir eru nú að hleypa i strand okkar mjaðarmálum. Það eru margir þyrstir hér Imeð þurrk og ræmu i kverkum, I þegar ölið undan ber ler úrræðið að halla sér lað staupa-legi sterkum. Þá umræðurnar enda fá og orðablöndun hinsta, ölið góða ætla má að orðið verði siað þá og þynnra en vatnið þynnsta. Menn sem strita þurfa þrátt við þorstanum að stugga. — I Viö skulum ekki hafa hátt — - ég held við lærum, smátt og smátt, |eiginn bjór að brugga. Or Speglinum i april 1954 — og hefur þetta orðiö að áhrinsorðum Útvarpið í dag I þessum stutta pistli um út- varp og sjónvarp langar mig aö gera aö umtalsefni fréttir og fræðsluþætti. Við Islendingar höfum lengi státað okkur af þvi að fylgjast vel með, eins og þaö er oft orðað. En hvað bjóða is- lenskir fjölmiðlar upp á i þeim efnum? Eitt morgunblaöanna helgar sina fremstu siðu er- lendum viðburðum, viðburðum sem það telur fréttnæma og sem það túlkar skv. reglunni „kjósið okkuren ekki kommana, annars koma Rússarnir”. Hin morgun- blöðin tvö hafa þurft að draga saman seglin sökum fjárskorts að þvi er mér skilst og hafa beinar fréttir frá útlöndum horfiö af siöum þeirra. Þess i stað hafa þau birt eins konar fréttaskýringar. þar sem einn ákveðinn atburður er tekinn til umræðuogskoðaður i samhengi Bragðlaukurinn Elsa Þorkelsdóttir skrifar um útvarp og sjónvarp 11.00 Veðurfregnir 12.00 Hádegisútvarp | 16.00 Veðurfregnir 19.30 Hljómplötur. Létt lög 19.40 Auglýsingar I 19.45 Fréttir I 20.10 Veðurfregnir 20.20 Hljómplötur: Vinarvalsar I 20.30 Iþróttaþáttur I 20.40 Útvarpskvartettinn syngur I 21.00 Garðyrkjuþáttur | 21.20 Hljómplötur a) Rússneskir söngvar b) Harmonikulög I 22.00 Fréttaágrip I Dagskrárlok (Þjóðviljinn, föstudaginn 9. júni 1939) við önnur lönd, fortið og nútið. Þessirfréttapistlareru oft mjög fræðandi og blööum sinum til mikils sóma. t svipuöum dúr er viðsjá útvarpsins sem hóf göngu sina ekki alls fyrir löngu og jók mikið gæði fréttaþátta þeirrar stofnunar. Sjónvarpið er tvimælalaust áhrifamestur þeirra fjölmiðla sem boðið er upp á i dag. Þaö hefur þó oft hvarlað að mér hvort stjórnendur þess og starfsfólk geri sér almennt grein fyrir hvaða áhrifamátt þetta litla tæki hefur. Ég reyni, sem mér er frekast unnt, að horfa á fréttir sjónvarpsins og aðra þætti um innlend og erlend málefni þegar þeir eru á dag- skrá. En hversu miklum tima er varið til að fræða fólk um heimsmálin, málefni sem snerta alla ibúa þessarar jarðarkringlu? Auk frétta er nú boðið upp á 30 til 60 min. þátt á þriðjudagskvöldum. Ekki er það nú mikill timi ef t.d. miðað er við þann tíma sem hinar furöulegustu amerísku kúreka- myndir fá hjá þessari ágætu stofnun. Það er ekki nóg að erlendar fréttir séu aö minu mati stór- lega vanræktar heldur finnst mér oft ekki nægilega vel að þeim staðið. Þaö skyldi þó ekki vera að inntökupróf fyrir frétta- menn sé stjórnun eins sliks þáttar? Stiröar umræður og lélegar spurningar fréttamanns eru þvi miður oft einkenni þeirra. Þau eru ófá skiptin sem mig hefur langað að hringja niður á Laugaveg 176, einni spurningu hefur skotiö upp I kollinn vegna svars einhvers ágæts og fróðs manns sem fyrir svörum situr. Viðbrögð spyrjandans við þess- um svörum eru því miður of oft þau að lesin er upp spurning nr. 3 á tossamiðanum. Skyldi hann ekki hafa heyrt svarið bölv. þykkildið hugsa ég agnar ögn æst. Ég hringi aldrei, trúlega ekki leyfilegt. Fræðslumyndir ýmiskonar fá aöeins meira rými hjá dag- skrárdeild sjónvarpsins en áður nefndir þættir. Góðar myndir um trúarbrögð, pólitiskt ástand eða einhvern þjóðarleiðtogann geta oft gert mikið gagn til að auka skilning okkar á heims- málunum. Er það þvi vel að slikar myndir séu sýndar. „Þjóðskörungar 20 aldar” hét myndaflokkur sem sýndur var ekki allsfyrir löngu. Þeir þættir sem ég sá virtust bara sæmi- legir. Einn sli'kur myndaf lokkur hóf göngu sina föstudaginn fyrir rúmri viku og heitir þvi hrika- lega nafni „Rauði keisarinn”. Æfiferill Stalins verður rakinn á fimm föstudagskvöldum. Líf Stalins er samtvinnað rúss- nesku byltingunni og þvi tima- bili er Rússland þróast úr frum- stæðu bændasamfélagi i tækni- vætt rfki. Rússland þessara ára hafði gifurleg áhrif um allan heim og hefur enn. Full af áhuga settist ég þvi niður við kassann en vonbrigðin létu ekki biða lengi eftir sér. Sögumaöur rakti þetta timabil með augum manns árif 1980 en . tvndi ekkert að set 'a sig inn i það um- rót sem átti sér stað á þessu timabili. Hverju skiphr það af hvaða fólki Stalin er kominn ef þar er látið við sitja. Umhverfi hans.hverskonar Rússlandihann ólst upp i hlýtur að skipta meira máli. Það nægir ekki að segja frá þvi borgarastriði sem rikti á árunum eftir byltinguna. Auð- vitað geröi aöallinn allt sem hann gat til að halda i völdin. En hverjir stóðu að baki Hvitliðun- ■ um rússnesku — hvaða hags- muni voru erlend stórveldi" þess tima að verja? Það er nægilega mikið af grunnfæru fréttamati og grunn- færri fréttatúlkun i kringum okkur. Ég geri þá kröfu aö sjón- varpið fylki sér ekki i þann flokkinn. Úr skúfunni hennar ömmu Góöur forréttur — fyrir fjóra 4 harösoðin egg, 200 gr. beikon ca. l tsk. sinjör, l insk. mayonnaise, salt og örlitinn pipar, l stk. tómatur, l salatbiöö, 1 ristaðar brauösneiöar meö smjöri. Takið utan af eggjunum heitum, og skerið i tvennt að endilöngu. Takið gulurnar innan úr og setjiö i skál ásamt harösteiktu bei'ton- inu, smjörinu,mayonnaise-ir.u og kryddinu. Allt hrært saman og eggjahelmingarnir fylltir aftur meö blöndunni og kælt. Berið fram á litlum diskum ásamt brauðinu og salatblöðun- um; skreytið hvern disk með 1/4 tómat. Kvæði Spakmæli Ofsafengin afbrýðisemi sprett- ur af vantrausti á þeirri persónu sem maður elskar, hin hljóðláta afbrýðisemi kemur a: þvi, að maður treystir ekki sjalfum sér. Madeimoisellc l'Espiasse Karlmanni, sem reynir að vinna ástir konu, er þaö élits- hnekkir, að orrustan standi lengi. Hins vegar er það konunni til heiðurs. Stendahl Vináttan opnar augu okkar fyrir þeim göllum i fari vina, sem orðið geta þeim til ógæfu. Hins vegar sjáum við þá galla eina i fari þeirra, sem við elskum, er bitnað geta á sjálfum okkur. La Bruyére. Komi maöur að presti, þar sem hann er að þrýsta konu i faðmi sinum, ber manni að álykta að hann sé að veita henni blessun Til þess aö ekkcrt hallist á milli afa og ömmu fór ég núna ofan i skúff- [ una hcnnar ömmu og dró upp þetta rómantlska kort sem afi sendi henni | þegar þau voru i tiihugalífinu. Kortiö er sent frá Grimsby áriö 1931, cn i þá var afi pokamaöur á frægum aflatogara. Mikiö hefur afi veriö skotin i ömmu eftir myndinni aö dæma og ástarjátningunni á bakhiiöinni. Maöur veröur bara fciminn. Jón Helgason prólessor i Kaup- mannahöfn er þekktur fyrir flim, háð og bruna i kveðskap þó að þessi kvæði hafi sjaldnast komið uppá yfirborðið. Þó gengur þessi kveðskapur um i margs konar neðanjarðaríjölriti og eftirfar- andi visu fengum við úr einu sliku. Fjallar hún um vin próf- essors Jóns frá Kaupmanna- hafnarárum á lyrri áratugum aldarinnar, nefnilega dr. Björn Karel Þórólfsson. Fylgir henni sú umsögn að Björn Karel hafi verið allra manna íróðastur i teóriu kvennafarsins og óspar að segja fróðleikstúsum til. Til leiðbeiningar. Nú vilja menn komast i kvenna snatt, en kunna ekki nógu vel siðina: Björn Karel er maður, sem leiðbeinir fúslega um teoretisku hliöina En óski þeir praktiskra æfinga þá er það hverju orði sanrsara að liklegra verður hikkudrýgra að leita frekar til annarra. Og svo til gamans látum við fljóta með eina gamla þjóðvisu frá Færeyjum, eða öllu heldur vögguvisu: Rura, rura barni, krýtin stendur i jarni, mamman situr og terskir korn, pápin blæsur i lúðurhorn, systirin seymar klæðir upp á barnið; vil ikki barnið tiga, tak um legg. slá i vegg, — so skal barniö tiga. sina. Kanoniski rétturinn DILLINN Sagt er að þeir sem skrifa upp sagnarbréfin á Fluglciöum veröi bráöum atvinnulausir i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.