Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. október 1980 Dregiö úr réttum svörum. 6789 þekktu Hraundranga I tilefni væntanlegrar út- gáfu fyrsta bindis bókarinn- ar LANDIÐ ÞITT — ÍSLAND, sem kemur út i hausthjá Bókaútgáfunni örn & örlygur hf., efndi bókaút- gáfan til verölaunagetraun- ar á sýningunni Heimiliö 80. t getrauninni reyndi m.a. á hvort þátttakendur þekktu fjallstindinn Hraundranga i öxnadal, sem er i merki bókaútgáfunnar. Alls tóku 7763 þátt i get- rauninni og þar af skiluöu 6789 réttum svörum, sem dregið hefur veriö úr að viö- stöddum fulltrúa borgar- fógeta og komu upp þessi nöfn: 1. Verðlaun, Landiö þitt — ísland, öll f jögur bindin hlaut Inga Eós Eiriksdóttir, Sæviðarsundi 4, Reykjav. 2. verölaun, Feröabók Eggerts og Bjarna.hlaut Gústaf Guö- mundsson, Safamýri 50, Reykjavik. 3. verölaun, Feröabók Stanleys, hlaut Ásta Þ. Guöjónsdóttir, Hraunbæ 76, Reykjavik. 4.—10. verölaun, fyrsta bindi af Landið þitt — tsland.hlutu Kristin Ardal, Hjallalundi 171, Akureyri, Grétar Snær Hjartarson, Brekkutanga 30, Mosfellssveit, Anna Rist, Rituhólum 9, Reykjavik, Magnús Pálsson, Skildinga- nesi 35, Reykjavik, Margrét Sigurmonsdóttir, Njaröar- holti 8, Mosfellssveit, Þóröur M. Elefson, Alfhólsveg 97, Kópavogi, og Bjarni Þor- björnsson, Krossholti 7, Keflavik. Þorsteinn Þorsteinsson í Eden i dag opnar sýningu I Eden i Hverageröi Þorsteinn Þor- steinsson listmáiari og sýnir pastelmálverk, öll meö mót- ivum úr ölfusinu. Þorsteinn lauk námi frá Myndlista- og handiðaskól- anum 1949, en stundaði siöan nám viö Listaakademiuna i Osló og viö Academie de Chaumier i Paris. Hann hefur haldið margar einka- sýningar, siðast i Klaustur- hólum 1975. Sýningin veröur opin i hálfan mánuð. Danskur málari sýnir á ísafirði I bókasafninu á Isafiröi stendur nú yfir sýning á myndum eftir danska list- málarann. KJELD HELTOFT. Kjeld Heltoft er fæddur 1931 og stundaöi nám i Listaháskólanum f Kaup- mannahöfn á árunum 1957- 62. Kjeld Heltoft hefur einnig unnið viö myndskreytingu ritverka m.a. eftir Martin A. Hansen, Peter Seeberg og Tarjei Vesaas. A sýningunni i bókasafninu eru 19 myndir, unnar með þurrnál, og eru þær allar til sölu. Sýningin er opin á venju- legum afgreiöslutima bóka- safnsinsogmunstanda til 11. okt.n.k. . Uppsagnir hjá Aðalverktökum: Sextíu hætta fyrir áramót Sextíu starfsmenn Aðal- verktaka á Keflavíkur- flugvelli fengu uppsagnar- bréf í fyrradag, og er þeim gert að hætta störfum á tímabilinu frá 1. nóv. til áramóta. Ástæðan er sögð vera samdráttur hjá fyrir- tækinu. Af þessum 60 starfs- mönnum eru 15 verka- menn, 15 véladeildarmenn og hinir vinna ýmis störf, svosem iðnaðarstörf og í mötuneyti. 49 eru í starfs- greinum sem heyra undir Verkalýðs- og sjómanna- félag Suðurnesja, og flestir eru mennirnir bú- settir á Suðurnesjum. Aö sögn Emils Páls Jónssonar hjá Verkalýös- og sjómanna- félaginu skapa þessar uppsagnir mjög alvarlegt ástand, einkum þegar þess er gætt aö þær koma i kjölfariö á hópuppsögnum i Fri- höfninni og hjá Flugleiöum. — Það er kominn timi til aö eitt- hvað veröi gert i atvinnumálum Suöurnesja, — sagöi Emil, — ef þessi landshluti á ekki hreinlega aö koöna niöur. Enn er of snemmt aö segja til um hvaö félagið gerir i þessu máli, þar sem uppsagn- irnar voru að berast, en ég tel alveg vist aö við sitjum ekki aö- geröarlausir. Mér sýnist vera löglega staöiö aö þessum upp- sögnum, en þaö er greinilegt aö hér veröa ráöamenn að fara aö gera einhverjar ráöstafanir, og viö munum fylgja þvi eftir. _jh Ný af- sláttar- kort hjá KRON Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis býður nú félags- mönnum sínum 10% afsláttarkort. Þetta afsláttarf orm var fyrst reynt 1969 og þótti gefast vel, félagsmenn hafa mikið spurt eftir kortunum og um 60- 70% þeirra hafa not- fært sér þau hverju sinni, segir í frétt frá Kron. Aö þessu sinni eru kortin tvö og gilda i öllum deildum Domus, 5% afsláttur er veittur af stærri heimilis- tækjum. Ekki verða gefin út kort fyrir matvöru nú, þar sem Stórmarkaðnum er ætlaö að koma þar til móts viö félagsmenn. Hægt er aö fá framhaldskort milli deilda i Domus. Annað kortið veitir afslátt til 5. nóvember, en hitt til 4. desember. Félagsmenn KRON eru nú um 13.500, en nýjir félags- menn fá afhent afsláttar- kort. Hægt er aö ganga i félagiö i öllum verslunum KRON, en afsláttarkort eru afhent á skrifstofu félagsins, Laugavegi 91. Pálmi Hlöðversson verður viö hjálparstörf i Uganda fram að áramótum. Rauði krossinn Sendir mann til Uganda Pálmi Hlööversson, starfs- maður Rauða kross tslands hélt á sunnudaginn af stað áleiðis til Uganda á vegum RKl og Alþjóða- sambands Rauða kross félaga til hjálparstarfa. Verkefni Pálma verður tvi- þætt: I fyrsta lagi mun hann taka virkan þátt i hjálparstarfinu meö vinnu sinni, sem verður fólgin i þvi að skipuleggja og annast dreifingu á matvælum og i öðru lagi fylgjast með og tryggja, að það fé sem safnast hér á iandi komist óskert til skila. Aöur en Pálmi fer til Uganda verður hann i Genf á námskeiöi i aðalstöðvum Rauöa krossins þar til þess að kynna sér ástandið i Uganda. I frétt frá Rauða krossinum kemur fram, aö Pálmi mun þurfa aö vinna við hinar erfiöustu aö- stæöur. Landssvæöið er viöáttu- mikið og illt yfirferðar, á daginn er gifurlegur hiti, en á næturnar kalt. Þarna hefur ekki komiö deigur dropi úr lofti i marga mánuöi og ibúarnir þjást af hungri. Segist Rauöi krossinn hafa valið Pálma til þessa verk- efnis vegna þess að hann eigi far- sælan starfsferil að baki og marg- þætta reynslu; þvi sé borið til hans fyllsta traust og mikils vænst af störfum hans. Framkvæmdir hafnar á Þjórsársvæðinu Hvorki samráð né könnun á umh veifisáhrifum Landsvirkjun, hefur þegar hafið framkvæmdir viö aö veita Svartá, sem er ein af berg- vatnskvíslum Þjórsár, um Stóra- ver yfir í Köldukvisl á Tungnaáröræfum án þess aö nokkur könnun hafi fariö fram á umhverfisáhrifum þeirrar veitu né samráð veriö haft við náttúru- verndaraðila. Þetta var upplýst á aöalfundi Samtaka islenskra náttúru- verndarfélaga á Akureyri nýlega og jafnframt, aö Landsvirkjun á hafi í hyggju aö stifla fleiri berg- vatnskvi'slarsem falla i'Þjórsá og veita sömu leiö auk þess sem þegar hafi veriö geröar stiflur i Vonarskaröi til aö veita vatni frá Skjdlfandafljóti til Köldukvislar vegna miölunar i Þórisvatni. t ályktun fundarins eru þessar aögeröir fordæmdar og fundar- menn lýstu áhyggjum sinum yfir slikum lögbrotum, sem viöa eru tiðkuð og skoruöu á yfirvöld náttúruverndarmála aö reyna til þrautar hvaöa rétt þau heföu i sllkum málum. Fundurinn beindi til Náttúru- verndarráös aö hvika hvergi frá yfirlýstri stefnu um verndun Þaö sem af er árinu hefur um- talsverð aukning orðið á sölu á ostum. Samkvæmt upplýsingum Óskars H. Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Osta- og smjör- sölunnar, hefur aukningin I osta- sölunni hjá henni verið um 9% i magni fyrstu 9 mánuöi ársins. Þessi. aukning er fyrst og fremst i „föstum” ostum, svo sem gouda-osti, óöalsosti og brauöosti, einkum er aukningin áberandi i 26% feitum brauöosti eöa 26%. Þessi aukning er nokkuð yfir meðaltalssölu á landinu öllu. Sé heildin tekin er aukningin ná- Þjórsárvera, sem hlotið hafa viöurkenningu sem verndarsvæöi á alþjóölegan mælikvaröa. íægt 6,5—7%. Um mánaöamótin ágúst—sept. voru smjörbirgöir i landinu tæp llOótonnen 1315 á sama tima i fyrra. Birgöir af ostum voru þá 1597 tonn á móti 1246 tonnum i fyrra. Þess er þó aö gæta að á næstunni fara 550 tonn af ostum til ýmissa Vestur-Evrópulanda og Bandarikjanna. Mjólkurfram- leiöslan er mun minni yfir vetrar- mánuöina en aö sumrinu og er þvi þess aö vænta, að þessar birgöir minnki allverulega i haust og vetur. —mhg ,,Tilbod kaupfélag- anna” Heildaraf- sláttur 91,8 milj. kr. Það, sem af er árinu, hefur framkvæmdin á „Tilboði kaupfélaganna” gengiö eftir áætlun. Er nú lokið átta til- boðum. I tilboðunum hafa, til þessa, verið 17 vörutegundir frá Birgöastöö SIS, 9 frá Búsáhaldadeild og 8 frá Vefnaðarvörudeild. Heildar- afslátturinn, sem gefinn hefur veriö i þessum tilboö- um, nemur nú 91,8 milj. kr. en allt árið i fyrra nam hlið- stæður afsláttur 79,9 milj. kr. Það er nýjung i tilboöunum i ár að flutningskostnaði á vörunum er jafnaö út á öll kaupfélögin, sem taka þátt i þessu starfi. Þessvegna eru tilboðsvörurnar seldar á sama verði i kaupfélags- verslunum hvar sem er á landinu. —mhg Ostasala hefur aukist um 9%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.