Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. október 1980
Upphaf
og saga
íslenskra
lúdrasveita
Samband islenskra híðrasveita
hefur nú i undirbúningi útgáfu
bökar um upphaf og sögu íslensku
lúðrasveitanna, en saga þeirra
nær aftur til ársins 1876, þegar
Helgi Helgason stofnaði hér
hornaflokk sinn, sem ekki er
betur vitað en hafi verið um leiö
fyrsta hljómsveit á tslandi.
t þessari bók er ætlunin að
segja frá þróun þessa tónlistar-
starfs á þeirri öld, sem siðan er
liðinog starfsemi lUðrasveita hér
og þar um landiö, þótt sums-
staðar séu lúörasveitir aflagöar,
þar sem þær á árum áður stóðu
meö blóma. Samband islenskra
lúðrasveita hefur sent bréf viöa út
um land, þar sem lúðrasveitir
starfa, eða hafa starfað, og
hvetur stjórn þess menn tU að
veita þessu máli liðveislu eftir
föngum, hver á sinum staö. tJt-
gáfu bókarinnar kosta lúðrasveit-
irnar sjálfar og hafa lagt fram
verulega upphæö til hennar.
— mhg
llornaflokkur Reykjavikur um aldamótin. 1 efstu röð fyrir miðju
stendur ættfaðir islensku lúðrasveitanna Helgi llelgason. Hann heyröi
fyrst til lúðrasveitar, þegar hljómsveit af dönsku varöskipi, sem kom
með konungsskipinu 1874, lék á Þingvöllum. Þaö varð til þess að hann
fór utan og lærði sjálfur að leika á horn, hjá Dahl hljómsveitarstjóra i
Tivoli i Kaupmannahöfn.
A námskeiði hjá Stjórnunarfélaginu.
Stjórnunarfélag Islands:
Vetrarstarfid
er að hefjast
Sex af níu !
skipum
SÍ S brenna
svartolíu
Þott ekki sé langt um
liðið siðan harðar deilur
stóðu um það hvort hag-
kvæmt væri að taka upp
svartoliubrennslu í skipum
eða ekki þá hefur þó farið
svo. að æ fleiri hafa horfið
að þvi ráði.
Svo er þaö t.d. um Skipadeild
SIS Að þvi helur verið skipulega
unniö að undanförnu aö breyta
Sambandsskipum i það horf, að
þau brenndu svartoliu. Skipa-
deildin rekur 9 skip og af þeim
ganga nú 6 fyrir svartoliu eða öll
nema Jökulfell, Disarfell og
Litlafell. Þeir hjá Skipadeildinni
virðast á einu máli um að
reynslan af þessum breytingum
sémjöggóð. — mhg
Sölufyrirtæki SIS
i Bretlandi
tekur til starfa
um áramót
Eins og frá hefur verið
skýrt hér i blaðinu þá hef ur
að undanförnu verið unnið
að stofnun nýs sölufyrir-
tækis Sambandsins og
Sambandsf rystihúsanna í
Bretlandi. Eignaraðild að
þessu fyrirtæki er með
sama hætti og að lceland
Seafood Corporation/ sölu-
fyrirtæki áminnstra aðila
i Bandarikjunum.
Hinu nýja fyrirtæki i Bretlandi
hefur nú veriö gefið nafn og ráð-
inn að þvi framkvæmdastjóri.
Nefnist það Iceland Seafood
Limited og framkvæmdastjórinn
er Gisli Theodórsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri Lun-
dúnaskrifstofu SÍS frá 1977.
Að þvi er stefnt að hiö nýja
íyrirtæki hafi að fullu tekiö til
starfa um næstu áramót. —mhg
Um þessar mundir er aö hefjast
starfsemi Stjórnunarfélags Is-
lands á þessum vetri. Nýlega kom
út timaritiö Stjórnunarfræðslan,
2. tbl. 1986, en i þvi eru kynnt öll
námskeið félagsins, sem haldin
verða á þcssum vctri, og auk þcss
ráðstefnur og námstefnur sem
haldnar verða fram til áramóta.
Innlend námskeið félagsins
verða meö mjög svipuðu sniði og
veriðhefur á undanförnum árum.
Að þessu sinni veröa 33 námskeið,
en af þeim eru sjö námskeið
haldin i fyrsta sinn nú i vetur. A
nýju námskeiðunum veröur
fjallað um framlegðarútreikn-
inga i frystihúsum, gerö árs-
reikninga, hraðlestur, kynnt að-
ferð um kerfisbundna kostnaðar-
lækkun.haldið námskeiö fyrir rit-
ara, fjallað um tölvur og notkun
þeirraog námskeiö um vinnuvist-
fræði.
Einnig býöur félagið þá nýjung
aö skipuleggja námskeið um
stjórnun fyrir einstök fyrirtæki,
félög eða stofnanir, og eru þau
námskeiö sérhönnuð f hverju til-
felli.
Dagana 9. og 10. október nk.
mun félagið efna til ráðstefnu þar
sem til umfjöllunar verður tekið
efnið „ísland árið 2000”og verður
ráðstefnan haldin að Hótel Val-
höllá Þingvöllum. A ráðstefnunni
verða flutt 17 erindi um flest sviö
þjóölifsins, og reynt með þeim
hætti aö draga upp heildarmynd
af þvi hvernig hér verður um-
horfs að 20 árum liðnum.
Tvær námstefnur verða
haldnar fram til áramóta. A hinni
fyrri verður fjallaö um sölu á er-
lcndum mörkuðumog verður hún
haldin i Súlnasal Hótel Sögu
fimmtudaginn 30. okt. nk. Siöari
námstefna félagsins verður um
hagræöingu i heilbrigðisstofnun-
um.
Fram til áramóta veröa haldin
þrjú námskeiö með erlendum
fyrirlesurum. A hinu fyrsta
veröur fjallað um skipulag skjal-
vistunarkerfa, annað verður
einkaritaranámskeið og hið
þriðja verður um endurskoðun
tölvukerfa.
Innan Stjórnunarfélagsins eru
starfandi klúbbar um ýmis mál-
efni, t.d. starfsmannastjóra-
kiúbbur og bókaklúbbur.
Stjórnunarfélag Islands er
áhugamannafélagsskapur opinn
öllum sem hafa áhuga á að stuðla
aö bættri hagsýslu i rekstri
félaga, fyrirtækja og stofnana.
Aðild að félaginu eiga einstakl-
ingar, fyrirtæki, stofnanir og
félagasamtök og.eru i dag um 250
einstaklingar félagar og um 300
fyrirtæki og stofnanir. Þeir sem
aðild eiga að Stjórnunarfélaginu
fá send blöð og fréttabréf félags-
ins auk þess sem þeir fá 20% af-
slátt af námskeiðum.
Félaginu er keppikefli aö allir
sem áhuga hafa á bættri stjórnun
hér á landi gerist aöilar að Stjórn-
unarfélaginu og leggi þannig sitt
af mörkum tii eflingar á starf-
semi þess. — gb
7. skreiöarfarmurinn á förum
Skreiðarflutningar til Nigeríu hafa gengið vel aö undanförnu
og losanir skipanna þar syðra hnökralitlar, miðað við aðstæður
og reynslu fyrri ára. Horfir þá rétt ef fram horfir.
Arnarfell hefur nú verið i Port Harcourt i Nigeriu að losa
skreið. Siðan siglir það með farm til Norður-Evrópu. Um þessar
mundir er sjöunda skipið að leggja af stað með skreið til Nigeriu.
Erþað Háifoss Eimskipafélagsins. — mhg
Erindi um umhverfismál
Hafinn er flutningur erindaflokks um umhverfismál i verk-
fræði- og raunvisindadeild Háskóla tslands. Til hans er stofnaö
fyrir nemendur i deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins
þeim, sem ekki eru nemendur i Háskólanum. Gert er ráð fyrir
nokkrum umræðum á eftir hverju erindi. Umsjón hefur Einar B.
Pálsson, prófessor, og veitir hann upplýsingar.
Erindin eru flutt á mánudögum, kl. 17.15, i stofu 158 i húsi
verkfræði- og raunvisindadeildar, Hjaröarhaga 6. Eysteinn
Jónsson fv. ráðherra hefur þegar flutt það fyrsta, Maður og um-
hverfi, en hin eru ráðgerð sem hér segir:
Næsta mánudag, 6. október, flytur Agnar Ingólfsson
prófessor i vistfræði erindið „Ýmis undirstöðuatriði i vistfræði”.
13. október talar Þorleifur Einarsson prófessor i jarðfræði um
Jarörask við mannvirkjagerð. 20. okt. Ingvi Þorsteinsson MS,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Eyðing gróöurs og endúr-
heimt landgæða. 27. október Arnþór Garðarsson, prófessor i lif-
fræði: Rannsóknir á röskun lifrikis. 3. nóv. Unnsteinn Stefáns-
son, prófessor i haffræði: Sjórinn sem umhverfi. 10. nóv. Jakob
Björnsson, verkfræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og um-
hverfi. 17. nóv. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Hafrannsókn-
arstofnun: Auðlindir sjávar og nýting þeirra. 24. nóv. Arni
Reynisson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs: Náttúru-
vernd i framkvæmd. 8. des. Vilhjálmur Lúðviksson, verkfræö-
ingur, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins: Verkfræði-
legar áætlanir og valkostir.
Norskur styrkur til háskólanáms
Úr Minningarsjóöi Olavs Brunborg verður veittur styrkur að
upphæð fimm þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur
sjóösins er að styrkja islenska stúdenta og kandídata til háskóla-
náms i Noregi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er styrkurinn
aðeins veittur karlmönnum).
Umsóknir um styrkinn ásamt upplýsingum um nám og fjár-
hagsástæður, sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 15. nóvem-
ber 1980.
Syngja íSkjólbrekku og á Húsavik
Söngvararnir Elisabet Erlingsdóttir og Hólmfriður S. Bene-
diktsdóttir halda tónleika i Skjólbrekku, Mývatnssveit, á laugar-
daginn nk. kl. 15 og i Húsavikurkirkju á sunnudag 5. okt. kl. 6.
Við hljóðfærið verður Guðrún A. Kristinsdóttir pianóleikari.
A efnisskránni eru einsöngs- og tvisöngslög eftir innlenda og
erlenda höfunda.
Lára G. Oddsdóttir forseti SÍN
Lára G. Oddsdóttir, isafiröi, var kjörin nýr formaður Sam-
bands islenskra náltúruvcrndarfélaga (SIN) á aðalfundi þeirra
á Akureyri nýlega, cn Lára er jafnframt formaður Vestfirsku
náltúruverndarsamtakanna.
Fráfarandi forseti SÍN er Helgi Hallgrimsson safnvörður á
Akureyri, sem hefur stýrt sambandinu frá stofnun þess 1975.
Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir Einar Þórarinsson jarðfræð-
ingur, Neskaupsstað, Geir Vilhjálmsson sálfræðingur, Reykja-
vik, Stefán Bergmann kennari Reykjavik og Alexander Stefáns-
son alþingismaður, Ólafsvik.
Baðstofa opnuð i Breiðholti
L.
Eigendur Baðstofunnar Breiðholti, þeir Erlingur Karlsson og
Sigurður Einarsson, ásamt syni þess fyrrnefnda. í baksýn heitur
pottur meðinnbyggðu vatnsnuddi. (Ljósm.:eik).
Um siðustu helgi var nýtt þjónustufyrirtæki opnað að Þang-
bakka 8 I Breiöholti. Nefnist það Baöstofan Breiðholti og eru eig-
cndur Erlingur Karlsson og Sigurður Einarsson.
t Baðstofunni er saunabað,heitur pottur með vatnsnuddi, sól-
lampi, nuddsturtur, hvildarherbergi með kojum og herbergi
með æfingatækjum. Er ekki að efa aö Breiðhyltingar og aðrir
höfuðborgarbúar kunna vel að meta slika þjónustu. Fyrst i stað
verður Baöstofan opin daglega kl. 1-9.
Gamla Gúttóstemmingin í algleymi
Nú er að koma haust,skemmtanalifiö aö byrja og fólk farið að
spá i hvert á að fara. SGT ætlar eins og undanfarna vetur að
halda skemmtanir i Templarahöllinni á föstudaögum en þar er
gamla Guttó-stemmnmgin i algieymi, og geta jafnt ungir sem
gamlir skemmt sér saman og það án áfengis, segir i frétt frá
SGT.
Þarna er bæði spilað og dansað og hljómsveit sér um stans-
laust fjör.