Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fö'studagur' 3. október 1980
KIÖRSKRÁ
fyrir prestkosningu er fram á að fara i Asprestakalli i
Reykjavik sunnudaginn 19. október n.k. liggur frammi að
NORÐURBRÚN 12
kl. 15.00—18.00 frá 3. til 10. október n.k. að báðum dögum
meðtöldum.
Kærufrestur er til kl. 24.00 þann 17. okt. n.k..Kærur skulu
sendar formanni safnaðarnefndar, Þórði Kristjánssyni,
Sporðagrunni 5.
Kosningarétt hafa þeir, sem búsettir eru i Asprestakalli,
hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og voru i þjóðkirkjunni 1.
des. 1979.
Þeir sem hafa flust i Asprestakall eftir 1. des. 1979eru ekki
á kjorskrá eins og hún er lögð fram til sýnis; þurfa þeir þvi
að kæra sig inn á kjörskrá.
Eyðublöð undir kærur fást á Manntalsskrifstofunni,
Skúlatúni 2. Manntalsskrifstofan staðfestir, með áritun á
kæruna, að flutningur lögheimilis i prestakallið hafi verið
tilkynntur.
Þeir sem flytja lögheimili sitt i Asprestakall eftir að kæru-
frestur rennur út verða ekki teknar á kjörskrá.
Kosningin fer fram i Langholtsskóla 19.10..
Asprestakali takmarkast af Kleppsvegi að norðan og
austan, Holtavegi að sunnan og Laugardal og Dalbraut að
vestan.
Reykjavik 2. október 1980.
Safnaðarnefnd Asprestakalis i Reykjavik.
Staða deildarstjóra
við rannsóknardeild ríkisskattstjóra er
laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið
prófi i lögfræði.
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi i hag-
fræði eða viðskiptafræði eða eru löggiltir
endurskoðendur.koma þó einnig til greina.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og
fyrri störf, sendist skattrannsóknarstjóra,
Skúlagötu 57, Reykjavik,fyrir 24. október
n.k..
Fjármálaráðuneytið, 1. október 1980.
ÚTBOÐ
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum í eftirtalda verk- og
efnisþætti i 60 raðhúsaibúðir i Hólahverfi.
1. Blikksmiði.
2. Hreinlætistæki og fylgihluti.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB
Mávahlið 4 frá fimmtudeginum 2. okt.
Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 15. okt.
á Hótel Esju 2. hæð kl. 14.00.
Biaðburðar-
fólk óskast
Skerjafjörður (strax!)
Frostaskjól —
Granaskjól
(strax!)
Miðbær (strax)
Ath! 10% vetrarálag ofan á
laun frá og með 1. október.
UOWIUINN
Siðumúla 6
simi 81333.
Refabú í Skagafirði
Rætt við Úlfar Sveinsson, bónda á
Ingveldarstöðum á Reykjaströnd
Nokkrir skagfirskir
bændur hafa nú hugsað
sér fii hreyfings með
refarækt. AAunu einir 9
hafa sótt um leyfi til þess
að koma á fót refabúum á
þessu ári og fengið það.
Óvissa ríkir þó ennþá um
það hjá flestum hversu
áfram miðar í ár, því að
staðið hefur á lánsloforð-
um. Landpóstur hafði
samband við Úlfar
Sveinsson, bónda á Ing-
veldarstöðum á Reykja-
strönd og spurði hann um
horfur í þessum málum.
— Jú, þaö er rétt, sagði Úifar,
— að það er ætlunin hjá okkur
nokkrum að reyna refaræktina
sem einskonar aukabúgrein,
eins og um er verið að tala. En
þetta er nú litið komið af stað
ennþá. Ég er að visu að byrja að
undirbúa byggingu.
— Hvað verður þetta stórt i
sniðum hjá þér?
— Ég sótti um leyfi fyrir 30
læðum, en ætli þær verði nema
20 til að byrja með.
— Eruð þið margir, sem sótt-
uð um iéyfi?
— Við munum hafa verið ein-
ir niu og ef við teljum þá upp þá
eru það, auk min, þeir Jón á
Fagranesi, óskar i Brekku,
Leifur i Keldudal, Steinþór i
Kýrholti, Vésteinn i Hofstaða-
seli, Trausti á Syðri-Hofdölum,
Pálmi i Hjarðarhaga og Lúðvik
Bjarnason i Hofsósi. Ég held að
þessir hafi allir fengið leyfi.
— Og menn hugsa sér að vera
með þetta svona hver út af fyrir
sig?
— Já, þessir menn eru nú
nokkuð dreifðir um héraðið en
þó held ég að til orða hafi komið
að þeir Steinþór, Vésteinr.,
Trausti og Pálmi rækju þetta i
félagi. Hvað ofaná verður um
það, veit ég ekki.
— Hvaðan fáið þið fóðrið?
— Fóðrið fáum við blandað
hjá minkabúinu á Sauðárkróki.
Þeir eru komnir þar með mjög
góða aðstöðu. Búnir að byggja
stórt fóðureldhús og skinna-
verkunarhús og voru nú að ljúka
við að koma upp frysti.
— Og hvaðan fáið þið svo dýr-
in?
— Ég fyrir mitt leyti geri ráö
fyrir að fá þau frá Grenivik.
Vera má, að einhverjir af
þeim, sem ég nefndi hér að
framan, heltist úr lestinni með
framkvæmdir á þessu ári. Þetta
er töluverð fjárfesting, jafnvel
þótt ekki sé farið stórt af stað og
ennþá hafa engin formleg láns-
loforð fengist þótt þeir visu
menn hafi góð orð um að þeir
ætli að láta pening i þetta. Og ég
ætla nú að reyna að ýta úr vör
fyrir áramót.
— Göngur og réttir hafa verið
ánægjulegar og gengið vel,
sagði Úlfar, — enda tiðarfarið
með eindæmum gott, aldrei
stormar, aldrei frost. Dilkar eru
i vænna lagi, vel feitir og þungir
eftir stærð, þeir segja að það
fari mikið i O-flokkinn, sagði
Ólafur og hló við. ús/mhg
Umsjón: Magnús H. Gislason
Samtíningur
Frá fréttaritara okkar i Vest-
mannaeyjum, Magnúsi Jó-
hannssyni frá Hafnarnesi:
Síldin
Sfldveiðar i reknet hófust I lok
ágúst. Nokkrir bátar héðan úr
Eyjum hófu þegar veiðar og
kom ófeigur 3 með fyrstu sfld-
ina til Eyja. Eftir að sfldveiðar
hófust aftur hér við suður-
ströndina hefur orðið gjörbylt-
ing i atvinnumálum hér á
haustin.
AAalbikun
Fimmtudaginn 10. sept.
hófust framkvæmdir við seinni
áfanga malbikunar á þessu ári.
Stunda-
skrá SÍS
1 haust gaf StS út stundaskrá
sem send var i alla grunnskóla
landsins með ósk um að skóla-
yfirvöld dreifi henni áfram til
nemenda. Er þetta nýmæli hjá
Satnbandinu.
A stundaskrá SIS eru m.a.
helstu stærðfræðitákn, flatar- og
rúmmálsformúlur og einnig eru
gefnar þar nokkrar saman-
þjappaðar upplýsingar um hlut-
verk og markmið samvinnu-
félaganna. Umsjón með útgáf-
unni hafði Guömundur Guð-
mundsson, fræðslufulltrúi.
— mhg
Meginhluti flugvélastæðis og
bilastæðis við flugstöðina verða
malbikuð eða um 6000 ferm. Þá
er einnig fyrirhugað að leggja
malbik á Hólagötu, Hilmisgötu
og Birkihlið, auk þess sem gert
verður við götur, sem brotnar
hafa verið upp vegna hitaveitu-
framkvæmda.
Grunnskólinn
Barnaskóli Vestmannaeyja
var settur 1. sept. sl. i Landa-
kirkju. 1 skólanum eru nú 660
börn i 31 bekkjardeild, þ.e. for-
skólitil og með 6. bekk. Kennar-
ar við barnaskólann eru 40.
Skólastjóri er Eirikur Guðna-
son, en yfirkennari er Hjálm-
friður Sveinsdóttir.
.Sjöundi, áttundi og niundi
bekkur eru nú allir i húsnæði
framhaldsskóla. Nemendur
þessara bekkja eru um 250.
Skólastjóri er Gisli H. Frið-
geirsson og yfirkennari er
Ragnar Óskarsson.
Bæjarfógeta-
embættiö flytur
Miklar athuganir hafa átt sér
stað á hugsanlegu framtiðar-
húsnæði fyrir opinberar skrif-
stofur hér i bæ, þar sem fógeta
hefur verið sagt upp leigu-
húsnæði i Sparisjóðnum. Engar
fullmótaðar framtiðar-
ákvarðanir hafa verið teknar
þegar þetta er skrifað en fógeta-
embættið hefur tekið húsnæði
knattspyrnufélagsins Týs að
Heimagötu 37 á leigu til nokk-
urra ára og er gert ráð fyrir að
embættið flytji þangað innan
skamms
— jóh
Úlfar Sveinsson.
Kœlt
dilka-
kjöt
til Kaupmanna-
hafnar
Hafinn er nú flutningur á
kældu kindakjöti til Kaup-
mannahafnar. Er það flutt flug-
leiðis. Er hér um að ræða þrjá
farma og eru tveir þegar farnir
og sá þriðji mun fara innan
skamms. Verðið er 14,50 kr.
danskar fyrir kg. af kjötinu
komnu út.
Það kjöt, sem hér um ræðir,
var sett beint i kæligáma i
sláturhúsunum i Borgarnesi og
á Selfossi, kælt i þeim og flutt
upphangandi til Reykjavikur,
þar sem þvi var pakkað til út-
flutnings. Með þessari aðferð er
kjötið aðeins þriggja til fjögurra
daga gamalt þegar það kemur i
búðir i Kaupmannahöfn.
— mhg
Hrossa-
kjöt
til Frakklands
Búvörudeild hefur nú selt 11
tonn af kældu hrossakjöti til
Frakklands. Var það sent út
flugleiðis um Rotterdam.
Að sögn Guðlaugs Björns-
sonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra Búvörudeildar SIS, fór
kjötið út í tveimur sendingum.
Fyrst var sent, til reynslu, eitt
og hálft tonn af kjötinu og svo i
framhaldi af þvi niu og hálft
tonn.
Kjötið var af nýslátruðum
hrossum og var sumarslátrun
leyfðá þeim vegna þessarar tii-
raunasendingar. Ekki skortir
eftirspurn eftir kjötinu ytra og
likaði það vel. Þó er nokkur
óvissa um framhald þessa út-
flutnings þvi erfiðleikar eru á
þvi að fá kjötið flutt.
— mhg