Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. október 1980
Föstudagur 3. október 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9
Jón Oddur og Jón Bjarni njóta mikilla vinsælda meðal ungs fólks, og á þessari mynd erhöfundurinn
Guðrún Helgadóttir aðlesa um þá félaga f Austurbæjarskólanum
Fréttir af Jóni Oddi
og Jóni Bjarna
Það hafa borist nýjar fréttir a.
þeim bræðrum Jóni Oddi og Jóni
Bjarna, sem allir krakkar á ts-
landi kannast við. Guðrún Heiga-
dóttir er búin að skrifa þriðju
bókina um þá bræður og kemur
hún væntanlega út i þessum
mánuði.
Guðrún var að þvi spurð hvort
þeir strákarnir væru nú ekki
orðnir eldri og þroskaðri, en hún
sagði að þeir hefðu ekki elst ýkja
mikið, væru svona 7 ára gamlir,
en hugsuðu margt og gerðu sitt-
hvað. Sigrún Eldjárn mynd-
skreytir bókina.
Bækurnar um Jón Odd og Jón
Bjarna náöu miklum vinsældum
þegar þær komu út fyrir nokkrum
árum og þær hafa nú borist víða. f
Danmörku, Finnlandi og Sviþjóð
hafa þær verið gefnar út og á
næstunni eru þær væntanlegar á
hollensku, þýsku og norsku.
Guörún sagði að þarna ætti nor-
ræni þýðingarsjóðurinn hlut aö
máli og það væri þýðingarmikið
að einhverjar íslenskar bækur
kæmu út erlendis; það væri bók-
menntunum alltaf til góða.
Það er fleira sem kemur úr
penna Guðrúnar en sögur um
strákana tvo,- hún er nýbúin aö
skila handriti að smábarnabók
sem hún sagði vera ævintýri um
tröll og „ástarsögu fyrir börn”.
Sú saga kemur ekki út fyrr en á
næsta ári, en Brian Pilkington er
sestur við að myndskreyta hana.
Það er Iðunn sem gefur bækurnar
út.
— ká
Alþýðlegt fræði-
rit um geðheilsu
Ot erkomin bökin Ríki manns-
ins, drög að geðheilsufræði eftir
norska lækninn Vibeke
Engelstad. Skúli Magnússon
þýddi á islensku en IÐUNN gefur
út. Bók þessi kom út i Noregi 1973
og hlaut þá verðlaun í norrænni
samkeppni um alþýðleg fræðirit.
— Vibeke Engelstad er fædd 1919
og stundaði almenn læknisstörf i
Osló um árabil. Siöan 1972 hefur
hún einkum fengist við geðlæk-
ingar.
Páll Skúlason prófessor i
heimspeki skrifar formála að
þýðingunni og segir þar meðal
annars: „A sfðustu áratugum
hafa orðið til ýmsar sérfræði-
greinarsemhafa ekki einasta það
hlutverk aö auka þekkingu
manna og skilning á eigin veröld,
heldurerbeinlinis ætlaöaöleysa i
raun ýmis brýn lifsvandamál
fólks. Engin sérfræöi getur þó
komið i stað heilbrigðar sjálfs-
bjargarviðleitni... Viöur lifsskiln-
ingur fólks og sérfræðiþekking
þurfa aö styöja hvort annaö..
Höfundur bókarinnar kappkostar
aö skirskota til lifsskilnings les-
anda sins, þekkingar hans og
reynslu, um leið og hún fræðir
hann með þvi aö ræða um mörg
einstök atriði sem hún sækir til
ýmissa greina mannlifsfræða.”
Riki mannsins skiptist i fjórtán
kafla. Aftast eru athugunarefni
og spurningar um hvern kafla
fyrir sig, m.a. ætlaö til umræöna
þar sem bókin er lesin i náms-
hópum. — Bokin er 149 bls..Oddi
prentaöi.
Alyktun aöalfundar SIN:
Hvalveiðum verði
hætt innan 10 ára
t ályktun um verndun hvala
sem Samband islenskra náttúru-
verndarsamtaka samþykkti á
aðalfundi sinum á Akureyri ný-
lega, er lagt til, aö dregið sé úr
öllum hvalveiöum hér við land
stig af stigi og þeim alveg hætt
innan 5—10 ára.
Er lagt til, aö rikisstjórnin lýsi
slikri stefnu yfir i Alþjóðahval-
veiðinefndinni (IWC). og leggi
jafnframt fyrir alþingi og Hval-
veiðinefndina áætlun sem miði aö
þessu og hafi samráö við hlutað-
í
eigandi náttúruverndarsamtök
um gerö hennar.
Þá lagði aðalfundur SIN, til, að
rikisstjórnin geröi alþingi árlega
grein fyrir störfum islensku
sendinefndarinnar á ársfundi
IWC og þeim málum sem þar
hafa veriö til umræðu og ákvörö-
unar. SIN telur sjálfsagt að at-
kvæðagreiösla sendinefndar Is-
lands I Hvalveiðinefndinni bygg-
ist á stefnumörkun alþingis, eins
og tiðkast m.a. hjá fulltrúum Is-
lands hjá Sameinuðu þjóöunum
og Norðurlandaráöi.
Mesta poppsýning veraldar var i sumar:
Pink Floyd færöu
upp
yegginn’
Laugardaginn 9. águst s.l. lauk
mestu popp-sýningu (pop-show)
sem nokkurn timann hefur verið
sett uppp. Þetta gerðist i London
þar sem hljómsveitin fræga Pink
Floyd reif endanlega niður Vegg-
inn (The Wall) þó að miljónir að-
dáenda brynnu i skinninu aö sjá
hann. Kostnaðurinn við sýningu
þessa ku hafa verið liðlega tveir
miljarðar króna en samt stóð hún
bara eina viku I Bandarikjunum 1
og 6 daga i London. Vestur-Þjóð-
verjar reyndu ákaflega að fá Pink
Floyd til að koma með sýninguna
tilsin en án árangurs. Popp-aðdá-
endur sem sáu þessa uppákomu
vorusammála um aö aldrei hefði
neitt likt sést og hljómleikar meö
Rolling Stones væru t.d. likastir
hjálpræðisherssamkomu á götu-
horni miðað við þessi ósköp.
Veggurinn minnir á rokkóperu
og byggist á nýjustu plötu Pink
Floyd með sama nafni. Sú plata
— eða plötur, þvi þær erp tvær,—
hefur eins og kunnugt er slegið al-
gjörlega i gegn eins og það er
kallað. A sýningunni voru öll lög-
iná plötunum leikin isömu röð og
þar er. Venjulega eru aöeins fjór-
ir i hljómsveitinni en hljóðfæra-
leikurunum var fjölgaö til þess
m.a. aðRogerWaters fengi betra
tækifæri til að njóta sin i söng og
leik en hann er höfundur verks-
ins.
Veggurinn (The Wall) er mjög
svartsýnt verk. Það fjallar um
múrinn sem umlykur fólk og
smælingjana sem trampað er á af
þeim sem ofar eru settir,m.a. for-
eldrum, kennurum og „sterku
mönnunum” i þjóðfélaginu.
Enskt dagblað kallaði sýninguna
„mesta örvæntingaróp sög-
unnar”.
Roger Waters hlýtur að hafa átt
mjög ömurlega æsku. I sýning-
unni deyr faðirinn og móðirin er
sýnd sem afskræmd vera.
Teiknarinn Gerald Scarfe gaf
hryllingssögunni nýja dýpt með
þvi m.a. aö sýna teiknikvikmynd-
ir á afarstórum tjöldum á popp-
sýningunni og búa til risadúkkur
af nokkrum sögupersónum.
Kennarinn er einn af risa-
dúkkunum, 7 metrar á hæð með
lýsandi og stingandi augu og prik
sem nemendurnir eru hýddir
meö. A kvikmynd má sjá þeim
þrýst ofan i kjötkvörn i liki skóla
og koma Ut sem eins konar jarð-
vegur.
Miöpunktur sýningarinnar var
þó sjálfur múrinn. Hann er 60—70
metra langur og 12—15 metrar á
hæð og var reistur, múrstein fyrir
múrstein, á fyrri hluta tónleik-
anna— „another brick in the
wall”.
A hljómplötunum voru mörg ó-
kennileg hljóð sem skýring fékkst
á meðan á sýningunni stóð. Hljóð-
ið I lok byrjunaratriðisins (In the
flesh) var sýnt með þvi aö módel
af Spitfire-flugvél kom fljúgandi i
gegnum salinn og brotnaði á’ vegg
num á bak viö hljómsveitina.
Hljóð- og ljósasýningin var
stórkostleg og varð til þess að
aldrei var leiðinlegt að horfa á ó-
brotinn múrinn fyrir framan
hljómsveitina. Aö siðustu sást
hljómsveitin einungis i gegnum
holu i múrnum, en áður en fyrri
hluta hljómleikanna lauk var
einnig múrað fyrir hana. Undir
tónum „Goodbye Cruel World”
var hljómsveitin lokuð frá áhorf-
Roger Waters, höfundur Veggsins, hefur tekið út geypilega hefnd á ógnvöldum úr æsku með þessu verki
endum og þá loks gafst þeim
tækifæri til að virða almennilega
fyrir sér hina risastóru Earls
Court-höll i London, þar sem
hljómleikarnir fóru fram.
Ekki var seihni hluti hljóm-
leikanna siður áhrifamikill.
Griðarstór múrinn var þá notaður
sem kvikmyndatjald og á honum
komu til áhorfenda martraöar-
kenndar persónur. Aftur var
horfið til bernsku Rogers Waters
með Veru Lynn og fleiri Spitfire-
flugélum. Striðið, móöirin og
kennarinn hljóta- að vera sálar-
nistandi endurminningar fyrir
Waters. Og enginn var eins
djöfullegur og móðirin.
,,Er nokkur þarna úti?” var
hrópað áöur en hluti múrsins féll
út i salinn og i ljós kom sjónvarps-
krókur þar sem Roger Waters sat
i hægindastól undir standlampa.
A öðrum stað I múrnum kom
gitaristinn David Gilmour i ljós
með skærtóna „akustik”-gitar.
Tók hann siðan sóló uppi á múrn-
um en allan timann var eitthvaö
um að vera i hljómleikahöllinni til
að minna áhorfendur á söguna.
Uppblásinn gris á stærö við
strætisvagn kom svifandi beint
niður i áhorfendaskarann meö
skæld sjálflýsandi augu. Hann
vakti meiri kátinu heldur en
rauðsvartir hamrar. sem mars-
eruðu á veggnum áður en
dómari úr einhverri furöuveröld
tók völdin i sinar hendur. Siðast
uröu ragnarök og múrinn féll
saman með braki , brestum og
ljósagangi. Upp úr rústunum
komu svo einu tónarnir sem á
þessum hljómleikum voru i ætt
við bjartsýni.
Tötrum klæddir tónlistarmenn
sungu við undirleik dragspils,
flautu og gitars þann boðskap að
þrátt fyrir allt borgaði sig að and-
æfa.
Svo stórkostlegur var hljómur-
inn á þessum tónleikum að æst-
ustu „stereofrikar” féllu i trans.
Hátölurum var komið fyrir um
allabygginguna þannig að hljóöin
komu úr öllum áttum, að ofan og
neðan og þar i miðju.
Fjölmargir þekktir tónlistar-
menn fylgdust meö i London til að
læra af Pink Floyd. Þar á með-
Æska Roger Waters er rauði þráðurinn I hinni mögnuðu sýningu.
Marsérandi hamrar þrömmuðu yfir smælingjana á múrnum
al var Abba þó að þeirra tónlist sé
aö sjálfsögðu i allt öðrum dúr.
Allt sem kemur frá Pink Floyd er
á jaðrinum við að fara yfirum.
Sjálfsagt yppa pönkararnir öxl-
um meðfyrirlitningu og þeir sem
dá hlýja og mannelga tónlist eru
heldur ekki meö á nótunum. Pink
Floyd eru „perfektionistar” sem
vekja aðdáun og hræða i senn.
Svo fullkominn virkar Veggurinn
að sumir álita aö hann sé enda-
punkturinn á ferli hljðmsveitar-
innar.
(Þýtt og endursagt úr
norska Dagblaöinu)
á dagshrá
Loftur
Guttormsson:
Um stalinista er vitad fyrirfram ad þeir
hugsa eftir pottþéttu skýringarkerfi
sem sveigir hvaða staðreynd
sem er undir hina Sögulegu nauðsyn
— sem er að viðhalda Alræði Flokksins
Umræður í sjónvarpi:
að gefnu tOefni
Leitt er til þess að vita hve
möguleikar sjónvarpsins til að
gera menn betur læsa á mál og
myndir eru einatt illa nýttir. A
þetta minnti óþyrmilega
sjónvarpsþáttur s.l. föstudags-
kvöld þar sem efnt var til umræðu
þremenninga i lok sýninga á
myndaflokki um Stalin og þróun
Sovétrikjanna undir stjórn hans.
Maður þurfti ekki að hafa séð alla
þættina fjóra til þess að komast
að raun um að til „umræðunnar”
sem fylgdi i kjölfarið var af hálfu
sjónvarpsins stofnað með þeim
hætti að alvarleg rökræða á
grundvelli myndarinnar var úti-
lokuö fyrirfram. Fyrst svo var
i pottinn búið hlýtur maður að
spyrja hver tilgangurinn hafi
veriö.
Margt er tilefnið
Augljóslega gefast margvisleg
tilefni til opinberrar umræðu um
merkileg efni i sögu og samtið,
stalinisma eða annað. Kveikjan
getur t.d. verið atburðir liðandi
stundar eins og nú nýverið
uppsteytur pólsks verkalýðs gegn
stjórnkerfi stalinismans. Um það
efni var raunar rætt i sjónvarps-
sal fyrir ekki margt löngu á til-
tölulega málefnalegum grund-
velli: nokkrir einstaklingar af
óliku pólitisku sauðarhúsi voru
leiddir saman til.þess að vega og
meta eðli og hugsanlegar
afleiðingar atburðanna. Annars
konar tilefni var gefið s.l. föstu-
dagskvöld; mönnum hafði veriö
boðið uppá að fylgjast i nokkur
skipti með heimildarmynd um
Stalin — og skiptir minnstu máli i
þessu samhengi hvort menn kjósa
að kenna hana við fræðslu eða
áróöur. Verður að ætla að
áhorfendur hafi að sýningum
loknum verið með hugann bund-
inn við myndefnið sem hefur
trúlega náð þeim tilgangi að
skilja eftir einhvers konar
heildaráhrif i hugskoti þeirra og
þá styrkt eða hróflað við fyrri
hugmyndum þeirra um efnið.
Umræða til hvers?
Hver sýnast nú vera eðlileg
viðbrögð sjónvarpsstjórnenda við
slikum aöstæðum? Standa þeir
hér ekki frammi fyrir viðlika
úrlausnarefni og kennari sem
hefur valið mynd til sýningar i
skólabekk i þeirri von að hún veki
áhuga á viðfangsefninu og veiki
umræður sem gætu, ef vel tækist
til, stuðlað að þvi að efla dóm-
greind áhorfenda og gagnrýnan
skilning á efninu. Nú veit hver
kennari harla vel að fræðslumynd
um viðburði liðins tima sem hann
hefur komist höndum yfir verður
að meðhöndla sem hverja aðra
sögulega heimild. T.d. geymir
söguleg heimildarmynd einhverj-
ar „leifar” af fortiðarlifi og jafn-
framt myndræna frásögn sögu-
manns, i þessu tilviki kvik-
myndahöfundar, af sögulegri
atburðarás sem er visvitandi eða
óafvitandi lituð af skoöunum hans
á viðfangsefninu. Alla jafna
ræður huglægni höfundar miklu
um hvaða leifar hann velur til
þess að sýna fram á samhengi
fyrirbæranna. Eigi vitræn
umræða að byggjast á slikri
heimild hlýtur hún að snúast m .a.
um samspiliö milli þessara
tveggja grunnþátta heimildar-
innar og kennari reynir þvi
eðlilega að beina umræðunum i
þann farveg. Hann reynir m.ö.o.
að hvetja þátttakendur til að
meta heimildagildi myndarinnar,
að hvaða marki megi byggja á
henni vel rökstudda dóma um
viðfangsefnið. Spurningum sinum
hagar hann þá eftir þvi; þær eru
helsta stjórntækiö sem hann
beitir til aö halda mönnum „viö
efnið”.
Talsmenn rétttrúnaðar
I áðurnefndum sjónvarpsþætti
var umræöunni haslaður völlur
með allt öðrum hætti. Stjórn-
andinn hafði komið sér niður á
spurningar sem visuðu ekki til
neinna áþreifanlegra efnisatriða i
myndaflokknum eða samteng-
inga milli þeirra; yfirleitt voru
þær svo rúmar að þær gáfu
þremenningunum frjálsar hendur
um að upphefja hið sérkennilega
eintal sem mönnum virðist svo
tamt að eiga við sjálfa sig i
„umræðuþáttum” okkar (það má
stjórnandinn þó eiga að hann
reyndi að hafa stjórn á þvi
hvenær hver fengi að koma sinum
eftirlætiseinþáttung á framfæri).
Valið á þátttakendum bendir lika
eindregið til að hann hafi ekki
haft i hyggju að fá málefnalega
umfjöllun um tilefniö, mynda-
flokkinn um Stalin. Að öðrum
kosti hefði hann varla talið þjóna
tilgangi að leiða saman handhafa
tvenns konar rétttrúnaðar i liki
Jóns Múla og Hannesar Hólm-
steins. Utkoman varð a.m.k.
trúarjátningar i einræðustil sem
jöðruðu ekki við fleti myndarinn-
ar. 1 þessum hóp var Jón Baldvin
hálf-utangátta þegar hann vék
tali að ýmsum mikilvægum stað-
reyndum, hann gat hæglega
slappað af og íarið að klappa
málsvara Stalins á öxl. Hann
þurfti ekki einu sinni að leika
hlutverk miðjumanns: tvimenn-
ingarnir voru svo kirfilega reyrð-
ir á sinn kenningarbás að þeir
slettu varla úr klaufunum (nema
þegar sagnfræðingurinn vildi
eigna einum stjórnmálaflokki i
landinu málstað útvarpsþular og
Aðalritarans!).
Við hverju var að
búast?
Vandséö er hver tilgangurinn
getur verið með sliku sjónarspili;
hvaða hlutverk sjónvarpsmenn
telja sig vera að rækja með þvi að
setja þaö á svið. Vist er að með
þvi hafa þeir ekki komið til móts
viö þá sjónvarpsneytendur sem
vildu gjarnan vinna eitthvað úr
þeirri reynslu, sem mynda-
flokkurinn hafði gefið. Látum það
gott heita. Kannski sjónvarps-
stjórnendur hafi ætlað sér að
stuðla að skoðanaskiptum um
málefni sem skirskotar jöfnum
höndum til pólitiskrar vitundar
samtimans og sagnfræðilegs
áhuga. En hafi sú verið ætlunin
hvernig var þá hægt að vænta
árangurs með þátttöku manna
sem láta sig staðreyndir
stalinismans engu skipta? Um
stalinista er vitað fyrirfram að
þeir hugsa eftir pottþéttu
skýringarkerfi sem sveigir hvaða
staðreyndir sem er
(„bortforklarer” mundi danskur-
inn segja) undir hina Sögulegu
nauðsyn — sem er að viðhalda
Alræði Flokksins. Eins veit
alþjóð, og þá trúlega stjórnendur
sjónvarpsins, að frjálshyggju-
postular 4 la Hannes Hólmsteinn
aðhyllast nauðhyggju sem er söm
i afleiðingum sinum: sögulegum
staðreyndum er hagrætt þannig
að ljóst megi verða að Frelsi
Auðmagnsins er frumskiiyrði
þess að heimurinn verði ekki
Alræðinu að bráð, Þegar þessum
tvihöfða stórasannleik er gefið
mál má nærri geta að útkoman
verður sú sem menn urðu vitni að
i margnefndum „umræðuþætti”.
Maður hélt að á vettvangi
fjölmiðlunar væru fleiri til að
skemmta skrattanum en svo, að
rikisfjölmiðillinn sjónvarp sæi
ástæðu til að bætast i hópinn.
Grundvallarrit um málfræöi
Iðunn hefur gefið út bókina
Almenn málfræöi. Frumatriði.
Höfundur er franski málvisinda-
maðurinn André Martinet, en dr.
Magnús Pétursson þýddi og stað-
færði að nokkru I samráöi við
höfund
André Martinet (f. 1908) hefur
um áratugaskeiö verið prófessor i
Paris, og um nokkurt árabil i New
York, og áhrifamikill fræði-
maöur. Lagði hann sérstaka
stund á germanska og almenna
málfræði. Þessi bók kom fyrst út
árið 1960 og hefur síðan verið
þýdd á fjölmörg tungumál og
komið i mörgum útgáfum.
Höfundur samdi sérstakan for-
mála aö islensku útgáfunni og
hefur endurskoðað suma kafla
vegna hennar. Þýðandi ritar inn-
gang um höfund bókarinnar og
ritstörf hans, en bókin sjálf
greinist 1 sex aðalkafla er svo
heita: Málfræði og tungumálj
Lýsing tungumáls;Hljóökerfisleg
greining; Merkingareindir; Fjöl
breytni tungumála og málnotk-
unar: Þróun tungumála.
Almenn málfræöi, frumatriöi
er fimmta bókin i flokknum Rit-
röð Kennaraháskóla tslands ogliö
'unnar. Bókin er 176 blaðsiður að
stærð. Prenttækni prentaði.