Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.10.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. óktóber 1980 þjóÐVILJINN — StÐA 15' Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, Síðumúla 6. lesendum Amen á eftir messu / Arna Bergmanns Ekki veit ég hvaö hefur knúiö Árna Bergmann til þess aö skrifa sunnudagspistil um sam- likingar á Kina og Sovétrikjun- um og blanda þar inn i furöu- legri frásögn af opnum um- ræöufundi KommUnistasamtak- anna sl. sumar. Hitt veit ég aö Arna skortir i þessu tilviki sann- girni og þaö sem meira er — hann talar ekki viöþá sem hann kallar „maóista” heldur bara um þá. Mikið er maöur oröinn leiöur á frasamennskunni. Sjálfur hefur maöur ánetjast henni og siöan reynt aö bæta Ur. Og var þaö ekki t.d. Arni Bergmann sjálfursem gagnrýndi „matíist- ana” fyrir að stimpla menn Ut og suöur í staöinn fyrir aö ræöa málin'! Þaö er ekkert undarlegt þótt ég gruni Arna og fleiri um aö slá um sig meö þessu maó- istaoröskrúöi til þess aö komast hjá þviað deila málefnalega um islenska, kommúniska stefnu — sem KommUnistasamtökin hafa i mörgum efnum. Þaö er rangt hjá Arna aö fundarmenn hafi ekki viljaö hlusta á samlikingar Arna og rök hans. Þvert á móti. Flestir ræðumanna voru bara ósam- mála manninum og töldu um- búöir og skipulag ýmissa fyrir- bæra i kinversku þjtíðfélagi geta svipað til sovéskra fyrirbæra án þess að inntakiö væri þaö sama. Yfirleitt væri spumingin sú í hvers þágu eitt eöa annað er skipulagt og rekiö. Hafi einhver hneigt sig og þakkaðá fundinum var þaö ekki kurteisleg (og væntanlega kin- versk) frávisun á afstööu Arna, heldur þökk fyrir komu hans og málefnalegar umræður. Þeim á Arni aö halda áfram i Þjóövilj- anum. Biö ég hann lengstra oröa aö láta prenta svör viö grein hans i blaðinu og sjá til þess aö þau hverfi ekki óbirt einsog stutt innlegg mitt um vamarmál i sumar. Tvö afrit og tvö simtöl dugöu ekki, sem rennir stoöum undir þá skoöun mina aö margir Alþýöubanda- lagsmenn foröist samræöur viö okkur kommúnista. Ari T. Guömundsson Hjálpaðu Palla! Palli var sendur út i svinastiu til að fóðra grisinn. En hann ratar ekki þangað. Getur þú hjálpað honum að finna réttu leiðina? Skrýtlur — Veistu hver fann upp púsluspilið? — Nei. — Það var maður sem missti peningaseðil ofan í hakkavél. Dómarinn: Af hverju stalstu hænunni? Ákærði: Það stóð í matreiðslubókinni minni: „þú tekur hænu..." — Hvað heitir þú? — Kristján með engu x-i. — En Kristján er ekki skrifað með x-i! — Það var einmitt það sem ég átti við. —hvað kostar hundur- inn? — 5000 króknur. — Það er of dýrt. — Hvað segirðu um helminginn þá? — Hvað á ég að gera við hálfan hund? Lbarnahornri ð J Jafnrétti í léttum dúr „Svona margar” (Stand Up and Be Counted) nefnist bandarisk biómynd frá 1972, sem viö fáum á skjáinn i kvöld. — Aöalpersónan er ung blaöakona, sem fer til fæö- ingarbæjar sins að safna efni i grein um jafnréttismálin, — sagöi Dóra Hafsteinsdóttir, þýöandi myndarinnar. — Þetta gerist i Denver i Colorado, og þegar blaða- konan kemur þangað er mikiö um aö vera hjá konum, þær eru aö fara af staö i mótmæla- göngu. Blaðakonan er sjálf mótfallin jafnréttisbröltinu, • Sjónvarp kl. 22.10 en hún kemst aö þvi að mamma hennar, systir og vin- konur eru komnar á kaf i bar- áttuna. Þaö gerist eitt og annaö i myndinni, bæöi spaugilegt og sorglegt, og þetta er alls ekki nein þurr predikun um jafn- rétti, heldur mjög fjörug og létt mynd, sagði Dóra. — ih Schmidt og Strauss 1 kvöld verður sýnd sænsk fréttamynd um kosningabar- áttuna i Vestur-Þýskalandi. Þar eigast þeir aöallega viö Helmut Schmidt og Franz Josef Strauss. Baldur Hermannsson hjá Sjónvarpinu sagði okkur að þessi kosningabarátta þeirra Þjóöverja heföi fariö fyrir ofan garð og neðan hjá is- lenskum fjölmiölum hingað til, og þvi heföi þótt ástæða til aö sýna þessa mynd nú, þegar kosningarnar eru á næsta leiti — þær veröa nefnilega haldnar um helgina. éJt, Sjónvarp O kl. 21.15 — 1 myndinni koma fram Helmut Schmidt og aðrir frammámenn sósialdemó- krata og kynna sin stefnumál. Franz Josef Strauss er lika á ferðinni, og varar kjósendur stift við kommúnistum, sem hann setur á bás með hermdarverkamönnum, og er ómyrkur i máli. — ih A DÖFINNI 1 kvöld hefur göngu sina i sjónvarpinu stuttur kynn- ingarþáttur, sem veröa mun framvegis á hverju föstudags- kvöldi og nefnist A döfinni. Umsjónarmaöur er Karl Sigtryggsson, sem vinnur viö fréttaútsendingar hjá sjón- varpinu. I þættinum veröur stuttlega gerð grein fyrir þvi helsta sem á döfinni er i lista- og útgáfustarfsemi. Hingaö til hafa þessar stuttu fréttir verið felldar inn i fréttatimann á Sjónvarp kl. 20.40 föstudögum, en nú veröur geröur úr þeim sérstakur þáttur, þar sem menn eru mataöir á menningarfram- boöinu. Búast má viö miklu fjöri i þessum þætti þegar fer aö liða aö jólum og allar bæk- urnar koma á markaðinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.