Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 9
Miðvikudagur 15. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Vilberg litli er ánægður á nýja dagheimilinu Iðuborg. Með honum á myndinni er forstöðukona heimilisins, Guðrún Samdelsdóttir. Guðrún Heigadóttir brá á leik með einu barnanna I Iðuborg. Fréttamenn og borgarfulltrúar skoða útisvæðið i Iðuborg. vegna þess að fólk sem ekki til- heyrir „forgangshópunum” svo- nefndu fær ekki að skrá sig á þá. Nú er unnið að tlu ára áætlun um uppbyggingu dagvistar- heimila, og er sU vinna á loka- stigi. Innra starf dagheimila hefur llka veriö til umfjöllunar. I fyrra var skipuö nefnd til aö gera tillögur um úrbætur á þvi sviöi, og hefur hún þegar skilað tveimur tillögum, sem nú eru til athug- unar hjá félagsmálaráði. —ih á dagskrá Það er líka augljóst að sjóðakerfið er einn helsti grundvöllur séreignastefnunnar hér, þar sem aðgangur að lánsfé hefur skipt marga meira máli en launakjörin. Húsnæðismálin í Búlgaríu Miðvikudaginn 1. okt. s.l. var fardagur hjá leigjendum. Þá fluttu margir, en við öðrum blasti 5ú staöreynd köld aö ekkert húsa- skjólvar aðhafa. Sumir voru með vafasama leigusamninga, eða meö öllu ólöglega og áttu þvl rétt á að sitja áfram. Það er furðu út- breiddur misskilningur að lögin um húsaleigusamninga valdi leigusölum sérstökum baga, svo þeir losni ekki við leigjendur þótt nauösyn beri til og eigendur þurfi sjálfir að nota hið leigöa. I reynd koma vandræðin yfirleitt af þvi aöfólker aö þráast við ogneita að fara eftir lögunum. Leigusali sem fer að lögum um samninga, stendur jafnan mun betur að vlgi en hinn sem gerir þaö ekki. Þennan dag, 1. okt., sat ég oft og lengi við slmann að tala við leigjendur sem hótað var útburði, að reyna aö ná samband við for- mann húsaleigunefndar, (sem tókst) að reyna að ná sambandi við formann barnaverndarráðs (sem tókst ekki), en börn komu þarna viö sögu, að ræða viö starfsmann Leigjendasamtak- anna um málin o.s.frv. Er þá ekki borið til min blað eitt með rauð- um titli: Sérrit Þjóöviljans um húsnæðis- og skipulagsmál. Ég tók við blaöinu og hugsaði sem svo, að mikið væri nú hugulsamt af þeim hjá Þjóðviljanum að muna eftir þessum degi og gefa út sérrit um þennan hrikalega vanda margra alþýðuheimila og einstaklinga að komast einhvers- staðar inn, þó það kosti hálft kaupið eða svo gott sem. Ég fór að fletta blaöinu, meðan ég beiö þess að hætti að vera á tali hjá formanni Húsaleigunefndar. Ég opnaði blaðiö á slöu 4. Alltaf með hugann viö húsiö hljóðaði fyrirsögnin og þar undir og ofan- við voru myndir af sælu fólki við hálfbyggt hús. Það sýnast ekki vandræðin þarna, hugsaði ég og renndi yfir lesmálið. Hann húsa- smiður, hún kennari: Já, við erum búin að hafa mikið gaman af að byggja þetta hús, segja þau. Sumarið lék við okkur. Fjöl- skyldan hefur aldrei verið eins mikið saman. Heildarkostnaður áætlaður milli 60 og 70 miljónir, en það hjálpaöi mikið til aö viö eigum skuldlausa Ibúö fyrir, segja þau en byggja samt, kannski vegna ánægjunnar. Aftar I blaðinu er viðtal við broshýran textllhönnuö, sem kvartar undan þvl að sérþekking þeirrar stéttar sé lltið notuð viö val á gluggatjöldum o.þ.h. Og þar fyrir framan er viötal við þann mæta mann Jón Arnarr Einarsson innanhússhönnuö m.m. Hann segir m.a. aöspurður: Það sem mér hefur fundist einna furðulegast við allar nýbyggingar er hvað menn eru ákafir I að hafa borðkrók, þó svo borðstofan sé jafnvel viö hliöina á honum. Lát- um ekki reglustikuna ráða, segir I viðtali við þrjá arkitekta og veitti vlst ekki af að taka þaö fram. Þeir segjast llka setja manneskj- ulegt umhverfi I öndvegi (hvað annaö?) og sýnast einnig telja þörf á aö taka þaö fram. Hér býr samhent fólk, segir formaöur Byggingasamvinnufélagsins Vinnunnar. Þá eru viötöl viö tvo trésmiðameistara. Góðir mögu- leikar I iöninni, segir annar meistarinn, ef við fáum skilning stjórnvalda. Margt er þarna fleira fróðlegt, en hvergi er minnst einu orði á leigjendur, ekki frekar en þeir væru alls ekki til. Ég fletti blaöinu aftur og sjá, ég hafði óvart flett yfir fremstu opnuna. Þarerviötal við formann Húsnæðismálastjórnar: Þriðja stórátakiö er að hef jast, segir þar og viti menn, þarinni I miðju við- tali um nýju húsnæöislögin er spurt: Hvað með byggingu leigu- Ibúða? Formaðurinn svarar m.a. „Það er alltaf viss vandi fyrir hendi, þó það sé afgerandi vilji að sem flestir eignist eigin Ibúðir, enda er svo komiö að hér á landi munu hlutfallslega fleiri búa I eigin ibúöum, en I nokkru öðru landi”. Formaðurinn er ekki I vafa um hinn afgerandi vilja. Hann hefur llka kannað þessi mál I öðrum löndum og fundið fáar hliðstæöur; þó var ein ekki fjarri hugsun for- mannsins. Og hver var hún? Ekki var þaö I sjálfu fööurlandi kapitalismans Bandarikjunum Norður Ameríku. í Vestur Evrópu finnst heldur ekki slíkur afgerandi vilji, ekki einu sinni i Bretlandi, þrátt fyrir hina nýju stefnu ihaldsmanna undir stjórn Margret Thatcher. Nei, næstir okkur eru Búlgarir, segir for- maöurinn. Þar er líka afgerandi vilji. Það var og, sagði kerlingin og sagöi svo ekki meira þann dag- inn. Þótt ritstjórn Þjóðviljans sé oft viljugri að fræöa okkur um aörar þjóðir en ástand mála hér hjá okkur, (stundum dettur manni I hug að blaöiö sé kannski gefiö út i öðrum heimi) þá hefur nú veriö fremur hljótt um þetta Balkanrfki, þvl miöur, og hvernig sem á þvl stendur, en vonandi rætist nú úr þvl fyrst það virðist hafa tekiö við hlutverki fyrir- myndarrikisins af öörum stærri og þekktari. Jæja, þaö var nú samt sem áður gott aö blaðið skyldi þó muna eftir þessari fáséðu tegund, leigjend- unum (um 20% af þjóðinni til- heyrir sortinni, samkvæmt opin- berum plöggum), þrátt fyrir hinn afgerandi vilja. Þó er engu likara en aö hrikalegur húsnæðisvand- inn komi þessu blaði andskotann ekki við. Hvernig stendur á þvi? Fylgist málgagn verkalýös og sósialisma ekkert með kjörum alþýðu? Er þaö kannski gefið út á gervihnetti? Fróðlegt heföi þó verið að heyra eitthvað um deilurnar á Bretlandi milli rlkisstjórnar íhaldsflokks- ins annarsvegar, sem vill selja leigulbúðirnar og gera helst hvern mann aö húseiganda og hafa aðeins neyöarúrræöi fyrir „aumingja” (kannast nokkur viö stefnuna?) og hins vegar Verka- mannaflokksins sem barist hefur hart gegn þessari stefnu. Hefur m.a. Denis Healey verið einn helsti talsmaður flokksins I þess- um málum og lagt sérstaka áherslu á hinn mannlega þátt málsins, eins og hann kallar það, auk hinna efnahagslegu raka. Hann segir að hin nýja stefna Ihaldsmanna brengli gildismat og verði til þess að fólk.dæmist eftir eignum fremur en mannkostum. (Hvernig skyldi það vera I Búlgarlu?) Hin efnahagslegu rök koma og vlða við og varða m.a. nýtingu húsnæðis og'þess fjár- magns sem til þess er varið. Ahrif- má m.a. sjá I þeim kjarasamn- ingum sem unniö er nú aö og I hinum nýgerðu kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ein- hverntíma heföi nú komið til verkfalls fyrr en þetta, sagöi karl einn um daginn og trúlega er það. Sumir halda að verkalýðsforyst- an sé bara svona hæggeng og Ihaldssöm. Ég hef þó fyrir satt að víða sé „forystan” haröasta aflið I hreyfingunni. Hver er ástæðan þá? Hún er einfaldlega sú aö fátt eru „launþegar” jafn drullu- hræddir við og slna eigin kjara- baráttu. Bara það verði ekki verkfall, er kveinað I hverri átt. Hversvegna? Vegna þess að einkaeignarstefnan er búin að flækja svo margt fólk I alls kyns fjárskuldbindingum, og allt i voða ef stoppað er einn dag, hvað þá meir. Til eru þeir sem myndu fremur kjósa aö vinna á dag- vinnukaupi allan sólarhringinn heldur en stoppa, til þess að reyna að halda I Ibúðarholuna, bllinn eða sófasettið, eða hvað það nú er. Auk hinna stóru banka, standa á bakvlð þetta einir 90 aör- ir meö jafnmörgum bankastjór- um og kallast llfeyrissjóðir. (Félag bankastjóra yrði með fjöl- mennari stéttarfélögum). Þqir eru sagðir til aö tryggja fólki elli- laun, enda borgi það i þá alla starfsævi sina. 1 sannleika hafa þeir þó fyrst og fremst verið lána- stofnanir, sem hafa skattlagt fólk tilaönáaftur þvl fésem lánþiggj- endur verðbólgusamfélagsíns greiddu ekki til baka. Vitaskuld væri miklu hagstæðara fyrir fólkið að fá bara hærri upphæð frá Tryggingastofnun, enda vandséð hver hagur fólki er aö tvöföldu ellillfeyriskerfi. Verkalýðsfélögin ráða heldur ekki þessum sjóðum; það gera at- vinnurekendur að hálfu eða meir. Það er llka augljóst aö sjóöakerf- ið er einn helsti grundvöllur sér- greinarstefnunnar hér, þar sem aðgangur að lánsfé hefur skipt marga meira máli en launakjör- in. Þegar svo kemur verðtrygg- ing ibúöalána ásamt háum vöxt- um og verðbólgu á hástigi, ásamt svipaðri stefnu I húsnæðismálum, verður til þetta alvarlega ástand sem nú rikir. Séreignarstefnan er svo helsti grundvöllur láglauna- stefnunnar hér. Sameiginlega gera þessar stefnur kjara- baráttuna allt að þvl óvirka. En hvernig skyldi þetta annars vera I Búlgaríu? Ætli þeir séu t.d. búnir að leysa borökrókavandmáliö? Það væri gaman að frétta eitt- hvaö af þvl. Og nú hringdi slminn hjá formanni Húsaleigunefndar. 4. okt. 1980 Jón frá Pálmholti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.