Þjóðviljinn - 16.10.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. október 1980 W6DVILJÍNN — SIÐA 3 — Þetta er a6 ver6a eins og i gamla daga, sagði Tómas Hjartarson, verkstjóri hjá Auð- björgu, stærstu sildarsöltunar- stöðinni á Eskifirði. Mjóifjörður og Norðf jörður eru fullir af sild og góð veiði hjá bátunum, sagði Tómas. Hann sagði að hjá Auð- björgu væri búið að salta á 7. þús- und tunnur það sem af er vertið- inni, en til saman burðar mætti geta þess að i fyrra var ekki saltað i nema 3.800 tunnur hjá Auðbjörgu. — Þetta er mjög stór og falleg sild og fitumagnið þetta 16,5% til 18,5%, og við höfum séð 19%, sagði Tómas. Hann sagði að sumir héldu þvi fram, að hér væri ekki um Suðurlandssíld, að ræða, heldur hina einu sönnu Norður- landssild, og bentu menn á i þvi sambandi, að sild með 18% fitu- magni hefði veiðst inni i Eyjafirði i júli. Hvað fær fólk nú greitt fyrir tunnuna við söltun? — Það er frá 1420 kr. og upp i 3284 kr., sagði Tómas. Mest er greitt fyrir sild sem er hausuð, slógdregin og raðað i tunnur, en minnst fyrir sild sem er sett heil I tunnur og ekki raðað, en flokkuð eftir stærð. Siðan er um margs- konar verkun að ræða, saltsild, kryddsild, sykursaltaða síld o.fl. Til sjómanna er greitt eftir stærðarmati, og sagðist Tómas búast við að meðalverðið til sjómanna væri 155 kr. fyrir tunnuna. Ætluðum ekkert að salta, en ... Nokkuð hefur verið saltað i Neskaupstað.þótt það sé mun minna en á Eskifirði. — Það hefur verið svo mikil vinna hér hjá okkur, að við ætluðum ekkert að salta, sagði Már Lárusson hjá Sildarvinnsl- unni. En við komumst ekki hjá þvi, og i byrjun voru 4 til 5 konur við þetta. Nú hefur þetta vaxið okkur yfir höfuð, og um 20 konur vinna nú við söltun hérna hjá okkur, þannig að segja má að við séum komnir með myndarlega söltunarstöð I gömlum lýsistanki, sem notaður hefur verið sem geymsla undanfarin ár. Már sagði, að i Neskaupstað væri búið að salta um 1100 tunnur. Mjög mikil sild hefur borist á land I Neskaupstað en megninu hefur verið ekið til Eskifjarðar þar til Tunnurnar staflast nú upp kringum frystihús Sildarvinnslunnar I Nes- kaupstað, rétt eins og á slldarárunum forðum. Jóhann Sveinbjörnsson verkstjóri horfir hér yfir svæðið. nú, að fariö er að salta fyrir alvöru. Búið að salta i 62.000 tunnur Kristján Jóhannsson hjá SQdarútvegsnefnd sagði, að i fyrrakvöld hefði verið búið að salta i um 62.000 tunnur. Talan væri ekki nákvæm, en m jög nærri lagi. Ekki lágu fyrir tölur um heildar sildveiðina á þessari vertið, en Jón B. Jónasson sagði, að um næstu helgi yrði tekið saman hver heildaraflinn væri orðinn. Litið sem ekkert hefur verið fryst af sild það sem af er, og er aðalástæðan sú, að sildin hefur haldið sig á mjög takmörkuðu svæöi. Eins kemur það til, að erf- itt er að selja frysta sild sem stendur, að sögn ólafs Jónssonar hjá Sjávarafurðadeild StS. Örugglega Suðurlandssild Þjóðviljinn innti Jakob Jakobs- Stella Steinþórsdóttir frystihúskona komin úr snyrtingunni I sildina. Steingrfmur Koibeinsson er einn triilukarianna sem nú hirða sfldina uppi flandsteinum INorðfirði. Hér landar hann úr „Kristinu” sinni. son fiskifræðing álits á þeirri skoðun sumra manna, að sildin fyrir austan væri Norðurlands- sild, og kvað hann það fjarri lagi. — Við höfum fengið 35 sýni, og þau hafa öll sýnt, að um Suður- landssild er að ræða. Munurinn sést á þvi, að Norðurlandssildin hrygnir i mars en Suðurlands- sildini júli/ágúst,ogþvi þarf ekki annað en opna sildina til að sjá um hvora tegundina er að ræða, sagði Jakob. Astæðuna fyrir þvi að hún heldur sig nú inni á fjöröum taldi hann vera þá, aö sildin hefði farið inn á firðina i ætisleit. Eftir þvi sem stofn Suðurlandssildarinnar stækkaði, leitaði sildin norður eftir i ætis- leit, en kæmi svo til baka aftur. Sildin væri seinna á ferðinni i nú en vanalega, og ástæðan senni- lega sú, að skilyrði I sjónum væru mjög góð eftir hið hlýja sumar. — Nú, og svo getur maður aldrei fortekið að hún velji sér nýjan vetursetustað, sagði Jakob Jakobsson. S.dór. Síldin heldur sig inná jjöröum og menn horfa úr landi á bátana veiða Sjöfn Magnúsdóttlr fyllir tunnuna Myndir ur Neskaupstað: Erna Egilsdóttir Hér hausar Anna Sveinsdóttir Mikil vinna er nú I sildarsöltun austur á fjörðum, og ævinlega myndast einhver spenningur I kringum silfur hafsins, svo ekki sé nú talað um þegar sildin gengur inn á firði, eins og nú er, og fólk i landi getur horft á skipin veiða uppi viö land. Handagangur i öskjunum rétt eins og I gamla daga. er að verða eins og í gamla daga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.