Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 1
Akureyri: Kvenna- fangelsi tekur til starfa Fyrsta kvennafangelsi landsins verftur opnað á Akureyri á næstunni. Fyrstu fangarnir koma þangaö e.t.v. i næstu viku. AUlengi hefurverið starfrækt afplán- unardeild viö lögreglustöð- ina á Akureyri fyrir karl- menn, sem hafa hlotiö langa dóma. Nú verða þeir sendir suður til Heykjavikur, en konur koma norður i staðinn. Verið er að ganga frá ráðningum i stöður kven- fangavarða. A þriðja tug umsókna bárust um þær tvær stöður sem auglýstar voru. Fyrirhugað er að reka afplánunardeildina á Akur- eyri sem kvennafangelsi i um það bil tvö ár til að byrja með, en þaö fer eftir þörfinni hvort áframhald veröur á rekstrinum eftir þann tima. Tvær konur biða þess nú aö sitja af sér langa dóma. Þær verða sendar norður og einn- ig fleiri konur, sem þurfa að afplána styttri dóma. Hingað til hefur ekkert fangelsi á landinu getað tek- ið við konum sem hafa verið dæmdar i langa fangelsis- vist. 1 kvennafangelsinu á Akureyri er pláss fyrir fióra fanga i þremur klefum—eös „íslensk kosningamál stórmál i Astralíu Deilumál i kosninga- baráttunni i Astraliu koma tslendingum kunnuglega fyrir sjórjir: Verkamanna- flokkurinn vill að Astraliu- menn eigi a.m.k. 51% i íyrir- tækjum sem nýta auðlindir landsins og hann er andvigur bandariskri flotastöð i borg- inni Perth. Sjá bls 5. Frumvarp um Flugleiöamálin Ráðherraskýrslan kemur á mánudag ,,Það er fullkomin sam- staða í ríkisstjórninni um Flugleiðamálin'', sagði samgönguráðherra Stein- grímur Hermannsson á Alþingi í gær, og í sama streng tók Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. f um- ræðum um þingsköp> sem spunnust vegna þess að forseti Sameinaðs þings hafnaði beiðni Sjálfstæðis- flokksins um utandag- skrárumræður um Flug- leiðamál, kom m.a. fram að skýrsla samgönguráð- herra verður lögð fram á mánudag og tekin til um- ræðu nk. þriðjudag. Þá upplýsti Ragnar Arnalds að frumvarp um f járhags- fyrirgreiðslu ríkisins til Flugleiðaværi til skoðunar hjá stjórnarliðum og yrði lagt fram á þinginu strax eftir helgi. Jón Helgason, forseti Sam- einaðs þings.hafnaði beiðni Sjálf- stæðisflokksins um utandag- skrárumræðu á þeim forsend- um að fyrir lægi þingmál um sama efni, þ.e. beiðni Alþýðu- flokksins um skýrslu frá sam- gönguráðherra, og eðlilegt væri að umræöur um Flugleiðamál færu fram nk. þriðjudag að feng- inni skýrslu ráðherrans. Sjálf- stæðismenn fóru einir fjórir I pontu og mótmæltu úrskurði for- seta, en Benedikt Gröndal kvað þingforseta hafa kveðið upp þann úrskurð einan sem væri við hæfi og talist gæti þinglegur. Ragnar Arnalds vakti meðal annars atT hygli á þvf,aö þetta væri I annað sinn i upphafi þings sem stjórnar- andstaðan færi I hár saman og virtust átök og samkeppni milli stjórnarandstæðinga ætla að setja svip sinn á þingstörf i vetur. —ekh Föstudagur 17. október 1980 — 234. tbl. 45. árg. Ekki er algengt að sjá hús I ljósum logum en slökkviliðsmenn standa í hóp og hafast ekki aö. En skýr- ingin er einföld,- yfir stendur námskeið fyrir brunaverði i Reykjavik,og I þessu tilfelli var um æfingu að ræða en ekki alvöru húsbruna. (Ljósm.: —eik—) UODVIUINN Sláandi tölur um landflóttann frá 1968 til 1979 Nær allur í tíð hægri stjórna Stöövunar- og samdráttarstefna hœgri stjórna hefur hrakiö fólk ár landi Mikið hefur veriö fjallað um landflótta i fjölmiðlum að undan- förnu. Við skoðun á skýrslum kemur i ljós að brottflutningurinn fylgir vissu munstri. A sam- dráttar- og kauplækkunartíma viðreisnarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á árunum 1968 til 1970, og á rikisstjórnar- árum Geirs Hallgrimssonar 1974 til 1978 er aðal brottflutningurinn, en þá flytjast 6300 manns úr landi umfram þá sem til landsins flytjast. A vinstristjórnaárunum frá 1971 til 1974 flytjast 305 fleiri til landsins en flytjast brott. Frá þvi að rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar fór frá i septem- ber '78 til þessa dags, liggja ekki fyrir endanlegar tölur, en aug- Ijóslega hefur dregið úr brott- flutningi, þrátt fyrir mikið óvissu ástand i stjórnmálunum. Tölum um landflótta má skipta i þrjú timabil eða fjögur frá 1968 til 1980, en frá 1968 til og með 1979 eru brottfluttir umfram aðflutta samtals 5475. Fyrsta timabilið er siðustu þrjú ár viðreisnar, en þá rikti samdráttur, kauplækkun og at- vinnuleysi. Þá var mismunur á brottfluttum og aðfluttum sem hér segir : 1968 1969 1970 -=- 399 -i- 1315 -r 1564 Samt. -T 3278 réttingar á kaupi áttu sér stað, og aðfluttir umfram brottflutta 305 árin fjögur. 1971 1972 1973 1974 -v- 172 + 431 4- 305 + 351 Framsóknarflokkur áttu aðild að. 1 kjölfar samdráttar, kauplækk- unar og atvinnuskorts fluttust úr landi umfram aðflutta áþessum fjórum árum rösklega þrjú þus- und manns. Samt. + 305 Þriðja timabilið nær yfir f jögur ár rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar, sem Sjálfstæðisflokkur og 1975 4- 326 1976 -r 1051 1977 -í- 1009 1978 700 Samt. H- 3086 Fyrsta september 1978 fer rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar frá,og landsmenn hafa búið við þrjár stjórnir siðan; vinstri stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks i eitt ár, eða þar til i sept. 1979, setustjórn Alþýðuflokksins þar til i febrúar 1980, og siðan rikisstjórn þá sem nú situr. 1979 fluttust 525 fleiri úr landi heldur en fluttust til landsins. Tölur fyrir 1980 liggja að sjálf- sögðu ekki fyrir, en ljóst er að siðan stjórn Geirs Hallgrims- Framhald á bls. 13 Annað timabilið nær yfir f jögur ár vinstri stjórnar Ólafs Jó- hannessonar, sem Aiþýðubanda- lagið, Framsóknarflokkurinn og Samtökin áttu aðild að. Þá voru hér miklar framkvæmdir og leið- Bor garstj órn nækkuna hafnaði 5 % nækkunarbeiðni RR Borgarstjórn hafnaði i gær- kvöldi beiðni Rafmagnsveitu Iteykjavikur um 5% hækkun gjaidskrár 1. nóvemb'er umfram það sem leiöir af hugsanlegri hækkun á heildsöluverði Lands- virkjunar. Hækkunarbeiðnin sem fulltrúar allra flokka i stjórn veitustofnana voru meðmæltir og fulltrúar Alþýðubandalags, Framsóknar og annar fulltrúi Sjálfstæöisfiokks i borgarráði greiddu atkvæði með, hlaut aðeins stuðning fimm borgar- fulltrúa þegar til kom. Tiu sátu hjá,og var siðan samþykkt tillaga Magnúsar L. Sveinssonar um að einungis yrði óskað eftir hækkun i samræmi við hækkað heildsölu- verð Landsvirkjunar. Albert Guðmundsson, sem greitt hafði atkvæði gegn hækk- unarbeiðninni i borgarráði,gagn- rýndi framkvæmdagleði og hækkunaróskir rafveitunnar. Sagði hann að tekjur íyrirtækis- ins væru nú þegar komnar fram úr áætlun á þessu ári og engin þörf væri á frekari hækkunum. Væri þvert á móti kominn timi til að lækka rafmagnsverð i borginni, enda ætti að reka opinber fyrir- tæki sem næst núlli, án gróða og án halla. 1 stað þess að safna i digra sjóði til að reisa þriggja miljarða króna húsbyggingu á tveimur og hálfu ári ætti að lækka verðið og fara sér hægar i fram- kvæmdum. Magnús L. Sveinsson tók undir orð Alberts og óskaði eftir þvi að málinu yrði frestað. Kominn væri timi til að borgarfulltrúar létu af þeim ávana að greiða sjálfkrafa atkvæði með öllum hækkunar- beiðnum. Sigurjón Pétursson minnti á að það var borgarstjórn Reykja- vikur sem fyrir rúmu ári sam- þykkti ráðagerðir um byggingu skrifstofuhúsnæðisins og að tim- inn til byggingarinnar væri valinn með hliðsjón af hléi sem nú væri i stórframkvæmdum við veitu- kerfið. Sagðist hann fylgjandi þeirri stefnu að borgarstofnanir væru i eigin húsnæði og 5% hækkunarbeiðni væri hógvær beiðni. Þá benti hann á að ef málinu yrði frestað,yrði of seint að óska eftir hækkun 1. nóvem- ber. Kristján Benediktsson tók undir með Sigurjóni og sagði að það kæmi sér á óvart að ágrein- ingur væri um svo hógværa beiðni. Málalyktir urðu þær, að fimm borgarfulltrúar-, Sigurjón, Krist- ján, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Agústsdóttir og Sigurður G. Tómasson greiddu atkvæði með 5% hækkuninni, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Björgvin Guðmundsson, Guðrún Helga- dóttir og Guðmundur Þ. Jónsson sátu hjá og féll hún þvi. Tillaga Magnúsar L. Sveinssonar um að aðeins yrði óskað æftir hækkun Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.