Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. oktöber 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Styrjöldin við Persaflóa: írak misreiknaði dæmið FRÉTTA- SKÝRING Jafnvel þótt svo sýnist sem traksher sé loksins að ná á sitt vald írönsku oliuvinnsluborginni Ab- adan, ber fréttaskýr- endum yfirleitt saman um það, að stjórn íraks hafi EKKI tekist að ná áformum sinum. En þau voru i stuttu máli sagt þessi: að ná með skyndiárás nægum skika af helsta oliu- héraði trans til að geta neytt stjórnina i Teher- Eldar loga I Abadan: innrásin skapabi iangþráða þjóöareiningu f tran. an til að viðurkenna yfirráð íraks yfir hinni Kosiö í Astralíu um helgina: V erkamanna- flokknum er spáð stórsigri Nú um helgina verður kosið til þings í Ástralíu og likur benda til þess, að Verkamannaf lokkurinn vinni f rægan sigur á hinum hægrisinnaða Frjálslynda flokki Malcolms Frasers forsætisráðherra. Eins er líklegt, að þriðji flokkur- BiII Hayden: hann er andvlgur bandariskri flotastöb i Perth og vill aö Astraliumenn ráöi sjálfir yfir málmvinnsiunni.... inn, Ástralski lýðræðis- f lokkurinn, fái nægilegt fylgi til að hafa oddaað- stöðu iöldungadeildinni, en honum er spáð meira fylgi en nokkur þriðji flokkur hefur lengi ná í hinu ástralska kerfi, sem hleður undir tvo stóra flokka. Frjálsyndir unnu mikinn sigur á Verkamannaflokknum i siöustu kosningum og hafa 48 sæta meiri- hluta á þingi (þingsætin eru 125). Þaö er þvi ekkert smáræöi sem Verkamannaflokkurinn og hinn nýi foringi hans, Bill Hayden, þurfa aö vinna upp, en skoöana- kannanir benda til aö þaö takist með um 53% atkvæöa. Þriðji flokkurinn En sem fyrr segir getur veriö aö Astralski lýðræöisflokkurinn komist i oddaaöstööu i öldunga- deild þingsins, sem fiO menn sitja i, og gæti hann ef til vill stöðvaö löggjöf sem heföi farið i gegnum neöri deildina. Flokkur þessi er stofnaður af Don Chipp, sem áöur var ráöherra I stjórn Frjáls- lyndra. Hann sagöi sig úr flokki þeirra 1977 og reynir að höföa til þeirra, sem þreyttir eru orðnir á stóru flokkunum báöum. Helsta vigorð frambjóðenda Chipps er „pinum andskotana til að vera heiöarlegir”, og sem fyrr segir, getur verið að sigurvegari kosn- inganna veröi aö komast aö ein- hverskonar samkomulagi við þennan sérstæöa flokk. Bætum kjörin Stóru flokkarnir takast á um efnahagsmál,og ekki sist afstöðu til erlendra fjárfestinga. Helsta tromp Verkamannaflokksins er þaö, aö undir stjórn Frjálslyndra hafi lifskjör versnað svo mjög aö fjöldi Ástraliumanna hafi lent hinum megin viö eymdarmörkin. Verkamannaflokkurinn berst undir vigoröinu „Bætum kjörin” og fylgir þvi eftir meö sex áætlunum — um almanna- tryggingar, um hámarksverö á bensini og fleira. Frjálslyndir segja, aö þessi áform munu fyrst og fremst heröa á veröbólgunni. Námur og herstöðvar Fraser forsætisráöherra lofar meiri fjárfestingum i oliuvinnslu og námagreftri, sem tryggja muni velferö og fleiri atvinnu- tækifæri. Verkamannaflokkur inn gagnrýnir áform Frjáls- lyndra á þeim forsendum, aö veriö sé aö glutra auölindum Ástraliu niður i hendur erlendra auöhringa, Bill Hayden krefst þess, aö Astraliumenn eigi a.m.k. 51% i allri málmvinnslu og aö skattalöggjöfinni veröi beint til að halda ágóöanum og nýtingu hans sem mest innanlands. Þaö er lika deilt um hermál og utanrikismál. Fraser hefur ekki aöeins vigbúist af kappi-meðal annars keypt nýtt flugvélamóður- skip fyrir miljarö dollara; hann hefur og boöið Bandarikja- mönnum bækistöð fyrir Indlands- hafsflota þeirra i Perth á vestur- strönd landsins. Leiðtogi Verka- mannaflokksins er ekki sérlega hrifinn: slik herstöö mundi gera Perth aö fyrsta skotmarki i kjarnorkustyrjöld, segir hann. Eignarhald á málmvinnslu, hætta af herstöðvum: þrátt fyrir gifurlegar fjarlægðir og ólikar aðstæður er hægt aö finna ýmsar hliðstæður milli Islands og Astra- liu. —ób. mikilvægu siglingaleið um Shatt-el-Arab. Og gerast um leið ráðandi afl við Persaflóa. Það er siðarnefnda mark miðið sem kemur greinilega fram i steigurlátum ummælum Sadd- ams Husseins lraksforseta: Sá timi er liðinn, sagöi hann skömmu eftir að vopnaskipti hóf- ust, að íran sé einskonar varð- hundur við Persaflóa. (Arabaflóa á hans máli reyndar). Nú erum það VIÐsem erum sverð hinnar arabisku þjóðar. Hussein talar nú af meiri hóg- værð en þá. Striðið hefur dregist á langinn. Engu likara en að það sé að breytast i stöðustrið, og þá verður það æ dýrara og mann- frekara eftir þvi sem lengra liður að reyna að gera það átak, sem skapar afdráttarlausa yfirburði yfir andstæðinginn. Uppreisnin kom ekki 1 hverju voru mistök traka fólgin? (fyrir nú utan það, að þeir eru sagðir hafa byggt á þrjátiu ára gamalli hernaðaráætlun, sem breskir herforingjar gerðu fyrir þáverandi trakskóng, meðan þeir réðu lögum og lofum á þessum slóðum). trakir munu hafa búist við þvi, að eftir innrás þeirra mundu fjandmenn Khomeinis fljótlega gera uppreisn iTeheran. Af þeirri uppreisn hefur ekki orðið. Þvert á móti: innrásin hefur miklu heldur orðið til að sameina trani, i upplausnarástandi getur ekkert sameinað þjóð eins og utanað- komandi óvinur, einkum ef að fjandskapurinn við hann á sér langar rætur i sögunni. t öðru lagi bjuggust Irakir við, að bann Bandarikjamanna á sölu varahluta til trans hefði gert ir- anska flugherinn óvirkan. Þetta reyndist rangt, eins og loftárásir Irana á oliuborgina Basra og svo á Bagdad sýna. Iranski herinn stendur sig miklu betur en búist var við. Auk þess nýtur hann stuðnings kappsamra sjálfboða- liða, sem hafa við ýmisleg tæki- færi ekki hikað við að ráðast með heimatilbúnum handsprengjum og öðrum frumstæðum vopnum gegn skriðdrekum traka. Minni hlutarnir 1 þriðja lagi gerðu trakir ráð fyrir þvi að tvær miljónir Araba i oliuhéraðinu Kúzhestan mundu fagna innrás þeirra. Af þvi hefur heldur ekki orðið. Arabar eru af Sjiitagrein múhameðstrúar eins og Persar, en ekki Sunnitar eins og ráðamenn i lrak. Þetta hefur að sögn ráðið miklu um það, að Arabar i Kúzhestan hafa yfirleitt sýnt stjórninni i Teheran hollustu. Þessi mál geta virst ótrúlega flókin. Bæði rikin hafa átt f höggi við sjálfstjórnarhreyíingar hinna fjölmennu minnihluta Kúrda. 'Framhald á 13 siðu. Við fluttum um set, að Suðurlandsbraut 18 Pálmi Gíslason Guðrún Kristín Jóhannsdóttir Káradóttir Egilína Guðgeirsdóttir Katrín Torfadóttir Til gamalla og nýrra viöskiptavina! Vegna stóraukinna viðskipta, höfum við flutt í stærra húsnæði. Við bjóðum ykkur velkomin og væntum þess að geta boðið enn betri þjónustu. Starfsfólk Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18 Samvinnubankinn Suðurlandsbraut 18 AUGLÝSINGASTOFAN ELMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.