Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Sögulegu þingi Verkamannaflokksins er lokið.
Við upphaf þess skoraði Jim Callaghan, for-
maður flokksins, á hinar striðandi fylkingar
vinstri og hægri manna að slíðra sverð sin um
stundarsakir og sameinast gegn ólánsstjórn
íhaldsflokksins.
Þegar upp var staðið varð raunamæddur
Callaghan að játa, að ekki einasta höfðu þingliðar
látið áskorun hans sem vind um eyru þjóta,
heldur höfðu vinstri öflin unnið óvænta sigra i
ýmsum málum, sem munu setja verulegt mark á
Verkamannaflokkinn um komandi tiðir.
Hin hörðu átök á þinginu eiga
sér nokkurn aðdraganda. Um
langt skeið hefur það verið
viðurkennd staðreynd, að enda
þótt mikill meirihluti virkra
félagsmanna úti kjördæmunum
sé þokkalega róttækur, þá er
þingflokkur Verkamanna-
flokksins tiltölulega hægfara.
Þvi hafa oft skapast skarpar
andstæður milli vilja flokks-
feykilegar vinsældir i röðum
óbreyttra flokksmanna.
Enn má svo nefna að enda
þótt kosningastefna flokksins
eigi að nafninu til að vera rædd
úti kjördæmunum og samþykkt
þar endanlega, þá hefur for-
maðurinn vald til að beita neit-
unarvaldi gegn þvi sem honum
býður viðaðhorfa, og jafnvel að
skjóta inn breytingum á siðustu
Hin gömlu kynni gleymast ei... Denis Heaiey, ástmögur hægrisinna, tekur mynd af höfuöfjandanum
sjálfum, Tony Benn.
Þing Verkamannaflokksins
breska og
vinstri
andstaðan
manna útum Bretland, og hins
vegar gerða flokksbrodda á
þingi.
Þingliðið hefur til að mynda
oftlega komið róti á raðir hinna
óbreyttu með hægri sinnaðri af-
stöðu til varnar- og afvopnunar-
mála. Það sem varð þó til að
staðfesta endanlega djúp tor-
tryggninnar milli almennra
flokksmanna og forystunnar
var „kaupsáttmálinn” sem
Callaghan og fjármálaráðherra
hans Denis Hcaley gerðu við
verkalýðsfélögin siðasta vetur
Verkamannastjórnarinnar sál-
ugu, 1979. Þeir andæfðu þá hat-
rammlega öllum kauphækk-
unum framyfir fimm prósent,
og þeirri baráttu lykfaði óhjá-
kvæmilega með fallandi gengi
Verkamannaflokksins og fræg-
um sigri frú Thatcher.
Flokksmönnum hafa hins
vegar verið flestar bjargir
bannaðar, hvað áhrærir mögu-
leika á að hafa áhrif á forystuna.
Flokksdeildirnar úti kjördæm-
unum hafa t.d. ekki getað skipt
um þingframbjóðanda þegar
þeim finnst sá gamli orðinn full
hægri sinnaður, einsog gerist
furðu oft með þingmenn alþýð-
unnar. Þess eru jafnvel dæmi,
að þegar flokksdeildir hafa
samt sem áður hafnað þing-
manni og stillt upp nýjum fram-
bjóðanda, þá hefur flokksfor-
ystan tekið i taumana og hafnað
róttækum frambjóðanda, jafn-
vel að viðlögðum brottrekstri
heilla deilda.
Óbreyttur pöpull flokksins
getur heldur ekki haft áhrif á
hver er kosinn leiðtogi flokks-
ins, sem er þó afar valdamikil
staða i núverandi skipulagi
flokksins. Formaðurinn er
nefnilega einvörðungu kosinn af
þingmönnum. Fjölmennar
flokksdeildir, sem ekki hafa
kjörinn þingmann, hafa þvi eng-
an fulltrúa við kjörið. Einsog
fyrr segir eru þingmenn flokks-
ins frekar hægri sinnuð hjörð,
sem náttúrlega kýs sér for-
ingja af sama sauðarhúsi.
Þannig aö menn einsog tam.
Tony Benn, helsti talsmaður
vinstri aflanna,eiga engan kost
á leiðtogastöðunni, þrátt fyrir
stundu. Þetta hefur Jim garpur-
inn notfært sér til að klippa burt
of róttækar samþykktir fólksins
i flokknum.
Baráttumál vinstri
andstöðunnar
Meðal virkra flokksmanna
hefur þvi um alllanga hrið safn-
ast upp megn óánægja með hin
miklu völd fáeinna flokks-
brodda. Upp hefur sprottið
skipulögð vinstri andstaða — er
svo nefnir sig sjálf — sem hefur
að heita má barist á tveim vig-
stöðvum.
Annars vegar hafa vinstri öfl-
in sett fram nokkuð heillega
stefnuskrá sem valkost and-
spænis stefnu forystunnar. Þar
er m.a. lagt til að Bretland segi
sig úr Efnahagsbandalaginu, að
Nató fái reisupassann, að 25
stærstu fyrirtækin i Bretlandi
verði umsvifalaust þjóðnýtt,
innflutningshömlur settar á
eftir þörfum bresks iðnaðar
meðan hann reisir sig úr rúst-
um, bankar og önnur peninga-
musteri verði sett i félagslega
eign, og „verkalýðseftirlit” með
fyrirtækjum verði að veruleika.
Eða með orðum Tony Benn
helsta talsmanns vinstrisins:
„Markmið okkar er að viöhalda
velferðarþjóðfélaginu með
sósialiskri skipulagningu i
verslun, iðnaði,fjármögnun og
ekki sist félagslegri þjónustu”.
(Tony Benn neitar á hinn bóginn
að hann sé marxisti). Þessari
stefnu hafa vinstri öflin ýtt úr
vör i kjördæmunum, en ekki
látið reyna á stuðning við hana
að öllu leyti enn.
A hinn bóginn hefur vinstri
andstaðan beitt sér af alefli
fyrir breytingum á stjórn
flokksins. 1 þvi skyni setti hún
fram þrjár tillögur — einsog
rækilega hefur verið greint frá
hér i blaðinu.
Samkvæmt þeim átti að af-
nema einokun þingmanna á
kjöri formanns Verkamanna-
flokksins, öllum þingmönnum
skyldi ennfremur skylt að hljóta
samþykki flokksdeildarinnar i
kjördæmi sinu áður en þeim
leyfðist aö bjóða sig fram aftur,
Callaghan: Eitt höfuðdeilu-
málið var hvernig ætti að kjósa
formann og hverju hann ætti að
ráða.
Tony Benn: Fjölmennar flokks-
deildir komu hvergi nærri for-
mannskjöri vegna þess að þær
höfðu ekki mann á þingi.
Shirley Williams. Hótaði að
segja sig úr fIokknum,en stóð
ekki við það.
og jafnframt vildi vinstri and-
staðan afnema neitunarvald
formanns gagnvart innihaldi
kosningastefnunnar.
Þingum Verkamannaflokks-
ins er þannig háttað, að verka-
lýðssamtökin fara með næstum
tvo þriðju hluta allra atkvæð-
anna. Afgangurinn er i höndum
sendinefnda frá flokksdeildum
kjördæmanna, sem eru flest á
bandi vinstri aflanna. Hægra
liðið i flokknum batt þvi vonir
sinar við stuðning verkalýðs-
félaganna gegn tillögum and-
ófsmanna.
öllum á óvart ákváðu hins
vegar sendinefndir ýmissa
stærri verkalýðsfélaganna að
snúast gegn ráðleggingum leiö-
toga sinna og styðja ýmsar til-
lögur vinstri manna.
Tónninn var gefinn strax á
fyrsta degi, þegar kosið var til
framkvæmdastjórnarinnar.
Vinstri öflin höfðu fyrir meiri-
hluta i henni, 17 fulltrúa gegn 12.
Hægri menn höfðu i fjölmiðlum
viðrað þá skoðun að þeir myndu
vinna meirihlutann undir sig.
Atvinnulaus verkamaður i
sendinefnd stærsta verkalýðs-
félagsins gekk hinsvegar óvænt
til liðs við vinstri hluta sendi-
nefndarinnar, þegar ákveðið
var hvernig atkvæði hennar
skyldi kastaö við kjör til fram-
kvæmdastjórnarinnar. Það
dugði. Atkvæði féllu 18-17 vinstri
mönnum í vil innan sendi-
nefndarinnar, þannig að stuðn-
ingur félagsins féll á frambjóð-
endur vinstri aflanna. Meiri-
hluti þeirra i íramkvæmda-
stjórn flokksins óx þvi litillega,
gagnstætt vonum hægri manna.
Borgarapressan rak upp
ramakvein og ásakaði hægri
sinnaða leiðtoga verkalýðs-
félaganna um að hafa ekki
stjórn á sinu fólki. „Hinn rauði
her Tony Benns sækir fram”
var fyrirsögn i einu blaðinu.
En verra fylgdi i kjölfarið
fyrir hægra liðið. Með naumum
meirihluta var samþykkt að
þingmenn yrðu i framtiðinni að
hljóta stuðning flokksdeildar
sinnar áður en þeir gætu boðið
fram. „Sókn rauða hersins
verður að stöðva’j sungu fjöl-
miðlarnir hásir af reiði.
Vinstri andstaðan tapaði
naumlega tillögunni um aö af-
nema neitunarvald formanns á
stefnuskránni og fjölmiðlar
urpu önd sinni léttar. „Rauðu
moldvörpurnar stöðvaðar”,
voru fyrirsagnirnar.
Katlasmiðir svikja
En þegar greidd voru atkvæði
um að afnema völd þingmanna
til að velja formann, „sviku”
nokkrir fulltrúar i örlitlu félagi
katlasmiða leiðtoga sina og
vinstri andstaðan hafði unnið
einn sigur enn. Hins vegar varð
ekki samkomulag um hvernig
formaður skyldi valinn, og enn
raunar ekki búið að leysa þann
hnút.
Eftir þetta má segja að þingið
hafi snúist uppi hálfgerða sigur-
össur Skarphéðinsson skrifar frá Bretlandi
för Tony Benn og vinstra and-
ófsins.
Tillaga þeirra um brotthvarf
úr Efnahagsbandalaginu var
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta.
Þingið samþykkti lika að
kæmist Verkamannaflokkurinn
til valda, þá skyldu kjarnorku-
vopn Breta ekki endurnýjuð.
Ennfremur skyldi stefnt að tak-
mörkun vigbúnaðar, — ef ekki
með þátttöku austurblokkar-
innar, þá einhliða af hálfu
Breta.
óljós framtið
Enn er ófyrirséð, hverjar
verffa afleiðingar þingsins.
Skipulagsbreytingunum verður
ekki við snúiö i náinni framtið,
þvi undir lok þingsins samein-
uðust verkalýðsfélögin um að
samþykkja að breytingar á
skipulagi flokksins mætti ein-
ungis ræða á þriggja ára fresti,
þrátt fyrir að bæði hægri og
vinstri öfl mæltu harðlega i mót.
Framámenn hægra liðsins,
Shirley Williams, David Owen,
fyrrum utanrikisráðherra,
ásamt talsmanni flokksins i
varnarmálum, William Rod-
gers (svokölluð „Gang of
Three), hafa farið hörðum
orðum um þróun flokksins og
Shirley hótaði að segja sig úr
honum yrði úrsögn úr EBE
samþykkt. Vinstri mönnum til
mikillar hrellingar stóð hún
ekki við það.
Hins vegar hefur þri-
menningaklikan sagt fullum
fetum, að verði vinstri þróun
flokksins ekki við snúið, þá hafi
þau og annað „hófsamt” fólk
ekkert þar að gera.
Fréttaskýrendur velta þvi
þessvegna nokkuð fyrir sér,
hvort uppúrsuðan á þinginu
valdi nú endanlegum klofningi
Verkamannaflokksins.
Hver verður næsti formaður
Verkamannaflokksins er lika
spurning sem brennur á vörum
áhugamanna um pólitik þessa
dagana. Búist var við að Callag-
han drægi sig i hlé skömmu eftir
þingið, og þótti Denis Healey
liklegastur eftirmaður hans. En
sem fyrr greinir samþykkti
þingið að kollvarpa einokun
þingmanna á kjöri formanns.
Hins vegar náðist ekki sam-
komulag um hvaða aðferðum
skyldi beitt við kjörið, og var að
lokum fallist á að kalla saman
aukaþing i janúar til að ljúka
þvi máli.
En skv. reglum þingflokksins
á hann að kjósa formanninn i
nóvember. Hvað gerist veit eng-
inn — hitt eru menn sammála
um, að likur á kjöri Denis Hea-
ley minnka með hverjum degi
sem Callaghan situr sem for-
maður, en möguleikar Tony
Benn aukast að sama skapi..
— ÖS