Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. október 1980.
skák
Umsjón: Helgi Ólafsson
MARGEIR AÐ
VELLI LAGÐUR
Eitt þaö atriói sem gera helgar-
mót timaritsins Skákar hvað
skemmtilegust er þaö, að úrslit
ráöast ekki fyrr en i siöustu um-
ferö og einmitt sú umferö býöur
upp á mikla spennu og oft á tiö-
um, óvænt úrsiit. Helgarmótið á
Akureyri var enginn undantekn-
ing. Fyrir siöustu umferð, var
staöa efstu manna þessi: 1—3.
Helgi Óiafsson, Jóhann Hjartar-
son og Jóhannes Gisli Jónsson 4,5
v. hver. 4.—8. Margeir Pétursson,
Magnus Sólmundarson, Ásgeir
Þór Arnason, Karl Þorsteins, og
Jón Árni Jónsson 4 v. hver.
1 siðustu umferö áttust við
eftirtaldir: Jóhannes og Helgi,
Jóhann og Margeir, Asgeir og
Karl og Magnús og Jón. Úrslitin
eru sjálfsagt öllum þeim sem
fylgdust með mótinu, kunn, en
þau fóru á þáleið að Helgi vann
Jóhannes, Magnús vann Jón,
Jóhann vann Margeir og Ásgeir
vann Karl. Ein af þessum úrslita-
skákum um 1. sætið verður tekin
til umfjöllunar hér, en það er við-
ureign Jóhanns og Margeirs.
Svona að öllu jöfnu fyndist manni
að Margeir ætti að eiga ailskostar
við Jóhann, en sú hefur nú raunin
alls ekki orðið á. I fjórum
kappskákum sem þeir hafa teflt
hefur Margeir einungis hlotið 1/2
vinning. Má það telja fremur rýra
eftirtekju. En hér kemur skákin.
Hún einkennist nokkuð af
kringumstæðum, þ.e. siðasta um-
ferðin hefur sitt til málanna að
ieggja:
launum og hann sá ekki fram
á neinn umtalsverðan hagnað af
framrás þessa peðs og ákvað að
biða eftir heppilegasta augna-
blikinu. Gallinn var auðvitað sá
að á meðan gat hvitur bætt stöðu
sina kóngsmegin.)
18. .. Re8
19. Rf3-Rd6
20. Bal-Hb8
21. Rd2-Rb4
22. Rf3-Hdd8
23. Re5-Bf8
24. Rg4-De7
25. Hd2-Hb7
26. Hfdl-f6
27. h4-Hbd7
28. h5-h6
29. Rh2-Df7
30. g4-De8
31. Rf3-Hf7
32. Rh4-Dc6
33. Rg6-b5
(Loks þegar hvitur er búinn að
bæta stöðu sina lætur svartur til
skarar skriða. Þess má geta að nú
fór umhugsunartiminn að styttast
verulega.)
34. axb5-axb5 35. g5-Kh7?
(Furðurlegur afleikur. Svartur
gat haldið i horfinu með 35. —
bxc4 36. dxc4 He8 o.s.frv.)
Hvftt: Jóhann Hjartarson
Svart: Margeir Pétursson
Reti—byrjun
1. Rf3-c5
2. b3-Rf6
3. Bb2-e6
4. c4-Rc6
5. g3-Be7
6. Bg2-0-0
7. 0-0-d5
8. d3-b6
9. C3-Bb7
10. De2-Dc7
11. Rc3-dxc4
12. bxc4-Had8
13. Had l-lld7
14. Re 1-Rb4
15. Bxb7-Dxb7
16. f4-a6
17. a3-Rc7
18. a4
(Það væri auðvitað hin mesta
firra að leyfa svörtum óhindrað
að leika b6 — b5. Staðan sem upp
er komin er sennilega eitthvað
hvitum i hag, en framvindan ein-
kennist af miklum skotgrafar-
hernaði þar sem svartur lætur
undir höfuð legg jast að leika b6 —•
b5hvaðeftir annað. Þessmá geta
að Margeir varð að vinna þessa
skák til að eiga möguleika á verð-
36. Re5!
(Vinnur skiptamun.)
36. .. fxe5
37. g6+-Kh8
38. gxf7-exf4
39. exf4-Rf5
40. Re4-Hd7
41. cxb5-Dxb5
42. Dg4-Hxf7
43. Dg6-Dd7
44. Be5-Rd5?
(Tapleikurinn. Eftir 44. — Rc6 er
alls ekki séð íyrir um úrslitin
m.a. vegna veikleikanna i peða-
stöðu hvits. Nú kemur Jóhann
óvæntu lagi á stöðu Margeirs.)
45. Ha 1 !-Rh4 46. Dg4-Be7?
(Timaskorturinn var farinn að
segja til sin. 46. — Rf5 gaf enn
smávon.)
47. Ha8+-Kh7 48. Hg2!
(Hótar máti á tvo mismunandi
vegu, 49. Dg6+! og 49. Dxg7 +
°.»s:'rvBd,
— svartur gafst upp. Svarið við
49. — Dxd8 er auðvitað 50.
Dxg7+!
| Flugfreyjur —
i Flugþjónar
Félagsíundur verður haldinn að Borgar- |
túni 22 sunnudaginn 19. okt. kl. 20.00.
I Fundarefni: Kosning fulltrúa á 34. þing
Alþýðusambands íslands.
Stjórnin.
É p r*’ • ' /■ .. ' , -j-: ;.7í * 4 "
i ilttfehMl l
Tilboð óskast i lagningu holræsis i Vatns-
mýri i Reykjavik, fyrir Gatnamálastjór-
ann i Reykjavik.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
að Frikirkjuvegi 3 gegn 100 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
dagfnn 30. okt. n.k. kl. 11.00 f.h.-___
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Frikífkjuvegi 3 — Sími 25800
Frá Bolungarvlk
Höfnin hefur jafnan
forgang
Rætt við Guðmund Kristjánsson,
bæjarstjóra i Bolungarvik
— Þrátt fyrir erfiðleika at-
vinnuveganna þá hefur atvinnu-
lifiö veriö meö blóma hér á
þessu ári og framkvæmdir á
vegum einstaklinga og hins
opinbera hafa verið mikiar l
sumar, eins og reyndar mörg
undanfarin ár. Svo mælti Guð-
mundur Kristjánsson, bæjar-
stjóri i Bolungarvik við Land-
póst si. miðvikudag.
Freyr
Sautjánda tbl. Freys er komiö
út. Inniheldur þaö m.a. eftir-
taliö efni:
Forystugrein er nefnist
Heimsmarkaðsverð. Þá er
Tónninn, nýr þáttur i blaöinu,
þar sem mönnum gefst ,,kostur
á að segja frá skoðunum sinum
og koma á framfæri hug-
myndum sinum. Nafn þáttarins
er hugsað þannig, aö hér sé
vettvangur til þess að gefa tón-
inn i trausti þess, að fleiri taki
siðan undir, Ef svo skyldi hins-
vegar fara, að einhver telji sig
þurfa að senda tóninn frekar en
aðgefa hann mælist blaðið til að
það verði gert á málefnalegan
og prúðan hátt”. Og sá, sem
fyrstur gefur tóninn er Ját-
varður Jökull og talar um ,,að
fækka á fóörum”. Sr. Gisli
Brynjólfsson skrifar ,,um rikis-
jarðir”.
Birtar eru hringborðsum-
ræður um „orkunotkun i
islenskum landbúnaði”, sem
þeir tðku þátt i Bjarni
Guðmundsson, Rikharð
Brynjólfsson og Gisli Sverris-
son, kennarar á Hvanneyri og
Björn Halldórsson, Jóhann
Guðmundsson og Ketill
Tryggvason, nemendur á
Hvanneyri. Umræðum
stjórnuðu Stefán Tryggvason og
Einar Svavarsson. Umræður
þessar birtust upphaflega i
Kvási, skólablaði Hvanneyr-
inga. Hollendingurinn Henk P.
Beukema skrifar um „stöðu
kartöflunnar á íslandi”. Arni
Isaksson hjá Veiðimálastofnun
ritar um „framþróun i laxeldis-
málum”, og Sveinn Hallgrims-
son, ráöunautur, um „feldfjár-
rækt”. Guðmundur Jónsson
ræðir um „mat á árangri i
kjúklingarækt”. Ingimundur á
Svanshóli ritar minningargrein
um Benedikt G. Grimsson á
Kirkjubóli. Gunnar Sigurðs-
sonhjá Rala og Þorsteinn
Þorsteinsson hjá Tilraunastöð-
inniá Keldum vara bændur viö
steinefnaskorti i mjólkurkúm.
Sagt er frá breytingu á lögum
um Lifeyrissjóð bænda. Þá eru
þættirnir Molar og Bréf frá
bændum.
| —mhg
Hafnarframkvæmdir
— Að þvi er varðar fram-
kvæmdir á vegum bæjarins þá
má fyrst nefna framkvæmdir
við hafnargerðina, sagði Guð-
mundur Kristjánsson. — Þær
eru jafnan forgangsverkefni hjá
okkur, enda er bætt hafnarað-
staða forsenda fyrir áframhald-
andi vexti og viðgangi byggðar-
innar. í sumar hefur verið unnið
við löndunar- og viðlegukant,
sem verið hefur i byggingu
undanfarin ár. Má heita að hann
sé nú kominn i nothæft ástand
en þó er eftir að steypa á hann
þekju, sem væntanlega verður
gert á næsta ári.
Þessi kantur, sem er um 50 m.
langur, er ætlaður fyrir loðnu-
löndun, en hann skapar einnig
viðlegumöguleika fyrir togar-
ana, þegar þeir geta ekki at-
hafnað sig við brimbrjótinn
vegna veðurs.
En þrátt fyrir tilkomu þessa
kants er ástandiö þannig hvað
varðar viðlegurými, að það er
aðeins um 20% af heildarlengd
heimaflotans.
Sjúkraskýlið
A árinu hefur verið unnið að
breytingum og endurbótum á
efri hæð sjúkraskýlisins, sem á
siðastliðnu ári fékk það húsnæði
fyrir starfsemi sina, en þar var
áður læknamóttaka, lyfjaaf-
greiðsla, tannlæknastofa o.fl.
Þvi verki er nú lokið og var hið
nýja húsnæði tekið i notkun hinn
1. sept. sl. Til þessa verks hefur
nú verið varið alls liðlega 40
milj. kr.
Með tilkomu þess hefur að-
staða öll batnað mjög, en
þrengsli voru mikil i hinu eldra
húsnæði og það er á margan
hátt ófullkomið. Endurbætur á
þvi eru áætlaðar á næsta ári en
þegar þvi verður lokið og hús-
næðið á báðum hæðum komið i
fulla notkun, verður legurými
fyrir allt að 18 sjúklinga, auk
fæðingarstofu. Þörfin fyrir
aukið rými er mjög brýn, eink-
um fyrir þann þátt i þjónust-
unni, sem kalla má hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða.
En vegna framkvæmda við
sjúkraskýlið hefur orðið að
hægja i bili á framkvæmdum
við byggingu 6 ibúða fyrir
aldraða, sem eru i smiðum, en
eru nær tilbúnar undir tréverk.
Er þess að vænta aö hægt verði
að ljúka byggingu þeirra og
taka þær i notkun siðla næsta
árs.
íþróttahús
Af öðrum byggingum á veg-
um bæjarins má nefna byggingu
iþróttahúss, sem hafin var á sl.
ári. Áætlað er að verja til þess
verks liðlega 60 milj. kr. á þessu
ári. Iþróttahúsið verður byggt i
tveim áföngum. Fyrri áfanginn,
Umsjón: Mapnús H. Gialason
sem nú er i smiðum, er að
grunnfleti tæplega 800 ferm. og
rétt um 7000 rúmm. Aætlað er
að ljúka byggingu þessa áfanga
á fjórum árum og er heildar-
byggingarkostnaður við hann
áætlaður milli 350 og 400 milj.
kr. miðað við verðlag nú.
íþróttahúsið er sambyggt
sundlaug, sem tekin var i
notkun I ársbyrjun 1977. Byggt
er samkvæmt teikningu Jes
Einars Þorsteinssonar, arki-
tekts.en byggingameistari húss-
ins er Sigurður E. Hannesson,
Bolungarvik.
Sölu- og leiguíbúöir
Nú fyrir skömmu var á veg-
um framkvæmdanefndar um
byggingu sölu- og leiguibúða
undirritaður samningur við Jón
Friðgeir Einarsson, bygginga-
verktaka á staðnum, um bygg-
ingu á 5 ibúða raðhúsi. Eru þær
hinar siðustu af 21 ibúö, sem
heimilað var að byggja hér
samkvæmt lögum um sölu- og
leiguibúðir. Verksamningurinn
hljóðar upp á nær 249 milj. kr.
en hver ibúð er 100 ferm. auk
bifreiðageymslu. Byggt er sam-
kvæmt teikningu frá Tæknideild
Húsnæðismálastofnunar rikis-
ins.
Áhaldahús
Þá er sami verktaki að byggja
áhaldahús fyrir bæinn, en það
er liðlega 2 þús. rúmm. aö
stærð. A að skila þvi fokheldu nú
i þessum mánuði.
A vegum einstaklinga eru nú i
smiðum, á ýmsum byggingar-
stigum, 25 einbýlishús, auk 10
ibúða i fjölbýlishúsi.
Gatnagerð
Nokkuð var unnið að gatna-
gerð i sumar á nýju byggingar-
svæði, auk þess sem ný gata,
Þjóðólfsvegur, var malbikuö, en
alls var lagt malbik á 4500 ferm.
Hefur nú, meö þessari fram-
kvæmd, verið lagt bundiö slit-
lag, malbik og oliumöl, á liðlega
7km. af gatnakerfi bæjarins, en
það er nú alls liölega 8,3 km.
Þáttur Vegagerðarinnar
Þá var Vegagerð rikisins, nú i
sumar, með framkvæmdir næst
byggðinni. Var lagt malbik á
nálega 1,5 km. Þessa fram-
kvæmd metum við ibúar bæjar-
ins mikils og erum þakklátir
fyrir, jafnframt þvi sem við
væntum þess, að framhald verði
þar á og bundið slitlag verði lagt
á áliljia langan vegarkafla hér á
næsta sumri.
gk/mhe