Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 13
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 írak Framhald af bls. 5 trakir treystu meðal annars á samstarf við Kúrda i íran. Nú hafa fregnir skýrt frá þvi, að enn á ný hafi Kúrdar i trak sjálfu tekið upp vopn gegn ráðamönnum i Bagdad. Og transstjórn hefur tilkynnt að búið sé að koma á fót bækistöðvum fyrir samtök sem kölluðeru „Hin islamska bylting i trak”, sem hefur það markmið að grafa undan stjórninni i Bagdad. Báðir styrjaldaraðilar ætla sér bersýnilega að reyna að notfæra sér minnihlutavandamál hins, en eins vist að allt verði það i skötu- liki hjá báðum. Hver græðir En hvað um önnur riki? Hafa þau grætt eða tapað á ófriðnum? Sovétrikin og Bandarikin hafa reynt að forðast það að dragast inn i ófriðinn og tekist eftir at- vikum. Sovétmenn hafa lent i klemmu: þeir hafa búið íraksher vopnum, en reyna að halda nokkru vinfengi við byltingar- stjórnina i tran. Bandarikin hafa að mati vikuritsins Newsweek getað notað tækifærið til að efla tengsl sin við ihaldssamari Arabariki, sem óttast að ófrið- urinn breiðist út i áttina til þeirra. Kannski eru það tsraelar einir sem hagnast verulega á striðinu: það er þeim mjög i hag að tveir vel búnir herir múhameðskra rikja eru að tæta hvor annan i sundur. Einnig munu þeir græða, eins og blað eitt i Beirút hefur reiknað út, sem fá miklar pant- anir við að endurreisa oliu- vinnslustöðvar og önnur mann- virki fyrir botni Persaflóa — þegar „friður skellur á”,eins og sagt er á fréttamáli. —áb Herstöðvaandstæðingar Landsráðstefna Landráðstefna herstöðvaandstæðinga verður haldin á Akureyri 18. og 19. októ- ber. Ráðstefnan mun hefjast kl. 13.00 laugard. 18. og áætlað er að henni ljúki kl. 16.00 sunnud. 19. okt. Mikilvægt er að þeir sem áhuga hafa á að mæta tilkynni þátttöku sina sem fyrst. í Reykjavik til skrifstofu SHA i sima 17966 eða i sima 71060 e. kl. 7.00. I Akureyri i sima 96-25745. Guðmundur Sæmundsson. Athugið, hópferð verður frá Reykjavik. Lagt verður af stað kl. 18.00 i dag föstudag frá Tryggvagötu 10. Samtök herstöðvaandstæðinga. S.I.B.S. Vinningur i merkjahappdrætti Berklavarnadags 1980 kom á nr. 20472 Eigandi merkis með þessu númeri framvisi þvi i skrifstofu S.Í.B.S. i Suðurgötu 10. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélagar i Vesturlandskjördæmi. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjör- dæmi verður haldinn laugardaginn 25. okt. kl. 13.00 i Rein. Akranesi. Nánar auglýst siðar. Stjórn kjördæmisráösins. Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu. Almennur félagsfundur verður miðvikudaginn 22. okt. kl. 20.00 I Aningu, Mosfellssveit. Dagskrá: 1. Hjörleifur Guttormsson ráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfiö og svar- ar fyrirspurnum. 2. Æskulýðsfélag sósialista. Kristófer Svavarsáon ræðir um starfsemi félagsins. Alþýðubandalagið i Þorlákshöfn og nágrenni heldur aðalfund sinn að Reykjabraut 5, Þorlákshöfn, sunnudaginn 19. okt. kl. 16.00. Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Stóriðja Framhald af bls. 16 fyrr en eftir 5-10 ár sem þar gæti orðið á veruleg breyting. Ég bendi einnig á hrópandi ósam- ræmi i orðum Alþýðuflokks- manna nú og athöfnum þeim i stjórn fyrir 1-2 árum siðan, en þá stóðu þeir fast gegn fjárveit- | ingum til orkumála og rigbundu | sig við prósentureddur varðandi j fjárfestingarmörk og það þrátt ! fyrir stökkbreytingu á oliuverði. ' Alþýöuflokkurinn dregur upp rósrauða mynd af þeim samn- ingum um stóriöju sem tengjast álverinu og járnblendiverksmiðj- unni og leggur þessi fyrirtæki nánast að jöfnu. 1 greinargerð með tillögunni er hvergi minnst á orkuverð, þrátt fyrir smánar- samninginn sem er i gildi við ÍSAL. Alþýðufl. heldur öllu gal- opnu fyrir erlendri stóriðju,þótt hann gangi ekki eins langt og sumir sjálfstæðismenn,sem telja að viö eigum hvergi nærri að koma varðandi eignarhald á ' orkufrekum iðnfyrirtækjum. j Um tillöguna að öðru leyti og j viðhorf Alþýöubandalagsins til orkufreks iönaöar visa ég til j stefnumörkunarflokksinsum þau mál og þess sem kom fram i máli minu á Alþingi. Ljóst er að við eigum margra kosta völ i orku- , frekum iðnaði,ef rétt er á haldið, j en umræða þar að lútandi má ! ekki skyggja á brýn og sumpart j nærtækari verkefni i islenskri at- | vinnuþróun”. I —gb. ; Borgarstjórn j Framhald af bls. 1 j sem leiðir af hugsanlegri hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar j var siðan samþykkt með öllum atkvæðum. Landsvirkjun hefur óskað eftir j 19% hækkun,sem þýðir 7,6% | hækkun hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur. 5% hækkun til viðbótar hefði þýtt 130—150 miljónir i tekjur tii áramóta,en fram kom að Rafmagnsveitan telur nauðsynlegt að sækja enn um hækkun 1. janúar. Bygging skrifstofuhúsnæðisins gengur skv. áætlun og var það mál þeirra sem mótfallnir voru hækkunar- beiðninni að fyrirtækið myndi ekki komast á vonarvöl ef henni yrði synjað. Aðrir létu i ljós ótta um að það myndi kalla á dýrar lántökur. —AI Landflóttinn Framhald af bls. 1 sonar fór frá heíur verulega dreg- ið úr brottflutningi umfram að- flutning. Astæður brottflutnings hafa ekki verið kannaðar, né heldur samsetning þess hóps sem flyst úr landi. Gæta ber sérstaklega að þvi að nýtt skráningarkerfi gekk i gildi á Norðuriöndum 1969, og koma þvi námsmenn og þeir sem vinna erlendis um styttri tima inn i dæmið. 1 stórum dráttum er þó ljóst að stjórnarfarið hefur veruleg áhrif á brottflutning úr landi, og ætti það að vera athugunarefni fyrir þá sem prédika kauplækkun, samdrátt framkvæmda og svip- aða stöðvunarstefnu og nú er framfylgt i Bretlandi, Danmörku og Sviþjóð. Tölurnar um land- flóttann sýna ótvirætt að slik stefna ýtir undir brottflutning úr landi. —ekh TOMMI OG BOMMI FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 19—3. Hljómsveitin Glæsir og DISKÓ ’74. LAUGARDAGUR: Opið kl. 19—03. Hljómsveitin Glæsir og DISKó ’74. SUNNUDAGUR: Opiö kl. 19—01. Hljómsveitin Glæsir og DISKÓ ’74. ^Jiibburinn Borgartúni 32 Símj 35355. FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveit- in Hafrót leikur og diskótek. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22.30—03. Hljóm- sveitin Hafrót og diskótek. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 BLÓMASALUR: Opiö alla daga vikunnar kl. 12—14.30 og 19—23.30. VINLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar, 19—23.30, nema um helgar, en þá er opið til kl. 01. Opið I hádeginu kl. 12—14.30 á laugardögum og sunnudögum. VEITINGABÚÐIN: Opiö alla daga vikunnar kl. 05.00—21.00. Skálafell sími 82200 FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 19—01 Organleikur. LAUGARDAGUR: Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. — Organ- leikur. SUNNUÐAGUR: Opiö kl. 12—14.30 og kl. 19—01. — Organ- leikur. Tiskusýningar alla fimmtudaga. ESJUBERG: Opiö alla daga kl. 8—22. VtmMOAHÚ* IMOMWÖmAff nXYKJMrt* aáMT ««0*O UNGLING ADANSLEIKUR föstudagskvöld kl. 10—02. Hljóm- sveitin Friðryk leikur. Plötu- happdrætti. Strætóferðir eftir ballið. LAUGARDAGUR: Hijómsveitin Friðryk leikur kl. 10-03. Halli og Laddi skemmta. Aldurstakmark 20 ár. Sigtún FÖSTUDAGUR: Opið kl. 22—03. Diskótek og „Video-show”. Grillbarinn opinn. LAUGARDAGUR: Opiö kl. 22—03. Hljómsveitin TIVOLI og diskótek. Grillbarinn opinn. „Video—show”. FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Opiö frá kl. 21—03. Dunandi diskótek bæði kvöldin. SUNNUDAGUR: Gömlu dansarnir kl. 21-01. Kvöldverður frá kl. 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.