Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. október 1980.
Auglýsing eftir
framboðslistum
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 14.
þing Landssambands vörubifreiðastjóra.
Kjósa skal 5 fulltrúa og 5 til vara.
Framboðslistum skal skila á skrifstofu
Vörubilstjórafélagsins Þróttar.
Framboðsfrestur er til ki. 16.00 mánudag-
inn20. okt. n.k. Hverjum lista skulu fylgja
meðmæli minnst 21 félagsmanns.
Kjörstjórnin
Félagsfundur
Verslunarmannafélag Reykjavikur held-
ur félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal,
laugardaginn 18. okt. kl. 2 e.h.
Fundarefni:
Kjaramálin
Verkfallsaðgerðir.
Verslunarmannafélag Reykjavikur.
Styrktarsjóður
/
Isleifs Jakobssonar
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðar-
menn til að fullnuma sig erlendis i iðn
sinni.
Umsóknir ber að leggja inn til Iðnaðar-
mannafélagsins i Reykjavik, Hallveigar-
stig 1 Reykjavik, fyrir 4. nóv. n.k. ásamt
sveinsbréfi i löggiltri iðngrein og upplýs-
ingum um fyrirhugað framhaldsnám.
Sjóðstjórnin.
Eftirtaldar stöður við Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur eru
lausar til umsóknar:
HJO'KRUNARDEILDARSTJÓUA viö barnadeild.
Heilsuverndarnám áskilið.
HJÚKRUNARFRÆÐINGSvið húð- og kynsjúkdómadeild.
Hálft starf.
LJÓSMÓÐUR við mæðradeild. Hálft starf.
Skriflegar umsóknir berist hjúkrunarforstjóra eigi siðar
en 3. nóvember n.k.
Umsóknareyðublöð fást i afgreiðslu Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavikur.
16. október 1980
Heilbrigðisráð Reykjavikur
Blaðberabíó
á morgun kl. 1 i Hafnarbiói. Sýnd verður
gamanmyndin „Fljótt áður en hlánar”,
litmynd með islenskum texta.
Þjóðviljinn ,
Deilt um þyrlukaupin
A Yniðvikudag 15. okt. var
frumvarp til laga um aðgang að
upplýsingum hjá almannastofn-
unum tekið til 1. umræöu i efri
deild Alþingis. Frumvarpið er
samið af nefnd.sem dómsmála-
ráðherra Ólafur Jóhannesson
skipaði I sept. 1976 og I áttu sæti
Baldur Möller ráðuneytisstjóri,
Einar Karl Haraldsson, þáv.
form. Blaðamannafélags tslands,
og Sigurður Lindal prófessor.
Frumvarpið var lagt fyrir þrjú
siðustu löggjafarþing en hlaut
ekki afgreiöslu.
Friðjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra mælti fyrir frumvarp-
inu og sagði æskilegt að afgreiða
þetta frumvarp og frumvarp um
kerfisbundna skráningu á upplýs-
ingum er varða einkamálefni
saman, þar sem þau vörðuðu
skyld efni.
Friðjón sagði einnig: „Svo sem
kunnugt er hefur verið nokkur
ágreiningur um það hvort frum-
varpiðum upplýsingaskyldu leysi
á fullnægjandi hátt úr þörf fyrir
löggjöf á þessu sviði, en ábend-
ingar hefur skort um betri leiðir.
Væri æskilegt að nefndir, sem fá
málið til meðferðar, reyni að
stefna málsmeðferðinni inn á nýj-
ar brautir við athuganir sinar,
þar sem umræða um það hin sið-
ustu ár hefur verið næsta ófrjó
þannig að ekkert hefur miðað
áfram.”
Eiður Guðnason,fyrrv. form.
fjárveitinganefndar, tók til máls
og sagði hann ekki aðeins mis-
brest á að almenningur ætti nægi-
legan aðgang að upplýsingum hjá
almannastofnunum, heldur lika
verulegan misbrest á að þing-
nefndir fengju þær upplýsingar
sem þær vildu frá ráðuneytum og
ýmsum stjórnvöldum.
Eiður nefndi sem dæmi að 22.
júli i sumar hefði undirnefnd f jár-
veitinganefndar óskað eftir i sin-
ar hendur öll gögn og bréfaskipti
varðandi þyrlukaup landhelgis-
gæslunnar. Engin gögn bárust. 1.
okt. sl. óskaði fjárveitinganefnd
eftir þessum gögnum, en ekkert
gerðist. Eiður sagði að setja
mætti fastar reglur um þetta og
jafnvel um upplýsingaskyldu
rikisstjórnar gagnvart Alþingi.
Þá sagði Eiður að honum
sýndist Alþingi blekkt þar sem
lögð var fram lánsfjáráætlun fyr-
ir 1980, þar sem 800 milj. kr.
þyrlukaupum er sleppt. Hann tók
fram að ekki væri verið að deila á
þyrlukaupin, heldur eingöngu
hvernig að kaupunum var staðið.
Dómsmálaráðherra bauðst til
að gefa þingheimi skýrslu um
þyrlukaupin og minnti á að aðal-
atriðið I þessu máli væri endur-
nýjun þyrlu sem fórst 1975 og
fimm ár þættu ekki óeðlilega
langur timi til þess.
Lárus Jónsson, 3.þingm. Norður
lands eystra.tók undir mál Eiðs
og sagði fjárveitingavaldið i
höndum Alþingis en það hefði
ekki fjallað um þyrlukaupin.
Friðjón Þóröarson harmaði að
farist hefði fyrir að láta fjárveit
inganefnd i té upplýsingar og
spurði þá félaga Eið og Lárus
fyrst þeir hefðu stigið i stólinn,eða
i þyrluna eins og hann orðaði það
hnyttilegapivað f járveitinganefnd
hefði á undanförnum árum eytt
miklum tfma i að fjalla um láns-
fjáráætlunina.
Lárus Jónsson svaraði þessu
þannig að ekki væri eðlilegt að
fjárveitinganefnd eyddi löngum
tima i afgreiðslu lánsfjáráætlun-
ar,en f járhagsnefnd og viðskipta-
nefnd beggja deilda hefðu eytt
löngum tima i að taka afstöðu tii
áætlunarinnar. Þeirra væri að
taka ákvörðun um þetta mál,ef
þaðværiboriðfram sem lánsfjár-
áætlunarmál.
Frumvarpið var samþykkt
samhljóða og þvi visað til 2. um-
ræðu og allsherjarnefndar.
—gb.
Greinargerö frá stjórn Félagsstofnunar stúdenta
Leigumálin á stúdenta-
göröunum
Vegna einhliða og oft villandi
málflutnings I fjölmiðlum um
Ieigumál á stúdentagöröum H.í.
óskar stjórn Félagsstofnunar
stúdenta eftir þvi að gera eftir-
farandi athugasemdir:
(1) Fullyröingar þess efnis að
leiguverð eins herbergis á stú-
dentagörðunum sé kr. 45 þús. á
mánuöi eru ákaflega villandi. Frá
þessari upphæð er af ýmsum
ástæðum veittur afsláttur sem
nemur 15 þús kr. á mánuöi á
haustmisseri og 10 þús. kr. ávor-
misseri. Leiga sú sem garðbúar
þurfa aö greiöa er þvi kr. 30 þús. á
mánuði fyrir timabilið 1.
sept,—31. jan. 1981 og kr. 35 þús. á
mánuöi fyrir timabilið 1.
febr,—31. mai 1981. Vert er að
takaþaöskýrt fram, að hér er um
fast verð að ræöa. Þaö mun ekki
hækka við visitölu húsnæðis-
kostnaðar á þessu timabili.
Raunviröiþessarar leigu er þvi
sem næst 15% hærra en leigunnar
1979—1980. Vegna þess hve leigu-
verð á stúdentagöröunum hefur
dregist aftur úr verðlagsþróun
undanfarandi fjögurra ára er
þessi leiguupphæð þó lægri en
raunvirði leigunnar áriö 1976 og
mun nema innan við 60% af áætl-
uðum rekstar- og viöhaldskostn-
aöi stúdentagarðanna á yfir-
standandi kennsluári.
(2) Fullyrt hefur verið, að um-
rædd leiguhækkun sé dlögmæt.
Það lögfræðilega álit sem stjórn
Félagsstofnunar stúdenta hefur
aflað sér og fyrir lá áður en
endanleg ákvörðun var tekin
bendir þó eindreigiö til hins gagn-
stæða. Hins vegar vill stjóm
Félagsstofnunar stúdenta taka
þaö skýrt fram, að hún hefur siö-
ur en svo hug á þvi aö brjóta eða
teygja lagafyrirmæli I þessu efni.
Hún mun þvi hlita þeim lagaúr-
skurði sem um þetta mál kann að
falla og hefur raunar þegar gert
ráöstafanir til að afla hans.
(3) Það er uppspuni, aö óreiða
sé eöa hafi verið á bókhaldi
Félagsstofnunar stúdenta á
undanförnum árum. Endur-
skoðaðir reikningar Félagsstofn-
unar stúdenta til ársloka 1978
liggja fyrir og endurskoðun árs-
reikninga 1979 mun veröa lokiö
innan fárra vikna. Er það i sam-
ræmi við þaö sem tiðkast hjá
sambærilegum stofnunum.
Endurskoðendur Félagsstofnun-
ar stúdenta sem tilnefndir eru af
HáskólaráðiHáskóla lslandshafa
aldrei gert athugasemdirviöbók-
hald Félagsstofnunar stúdenta.
(4) Stjórn Félagsstofnunar stú-
denta visar á bug fullyröingum
þess efnis, að áætlanir um rekst-
arkostnaö stúdentagarðanna
1980—1981 séu marklausar. Þess-
ar áætlanir eru byggöar á vand-
legri skoðun á rekstrarkostnaði
liöinna ára og framreikningi hans
i ljósi breyttra rekstrarhátta og
verðlags. Þessum áætlunum fylg-
ir þó auövitað samskonar dvissa
og annarra slikra sem gerðar eru
um ókomna tfð. Stjdrn Félags-
stofnunar stúdenta hefur á hinn
bóginn lýst því yfir, að þessar
áætlanir veröi endurskoðaðar i
ljósi upplýsinga, þegar þær koma
fram. Það er hins vegar afar
ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt,
að slik endurskoðun leiöi til þess
aö áætlaður rekstrarkostnaður
lækki svo mjög að hann fari að
nálgast núverandi leiguverð á
stúdentagörðunum, hvaö þá
leigukröfu Hagsmunafélags
garðbúa.
(5)Stjórn Félagsstofnunar stú-
denta og Húsfélag Hjónagaröa
eru sammála um það að leigu-
verð lltillar Ibúðar á Hjtínagörð-
unumveröi kr. 65þús. á mánuði á
komandi rekstrarári. Þessi leiga
mun ekki breytast fyrr en I fyrsta
lagi 1. sept. 1981.
Stjórn Félagsstofnunar stú-
denta telur, að við rikjandi að-
stæður í húsnæðismálum á höfuð-
borgarsvæöinu sé vissulega ekki
vanþörf á gagngerri umræðu um
húsnæðisvanda stúdenta sem og
annarra leigutaka. A hinn bóginn
harmar stjdrn Félagsstofnunar
studenta aö til þeirrar umræöu
skulihafa verið stofnað með þeim
ómáiefnalega hætti, sem að hefur
verið vikið.
Frá þvi að Félagsstofnun stú-
denta var komiö á fót, áriö 1968,
hefur það veriö eitt af verkefnum
hennar að annast rekstur stú-
dentagarða við H.I. Stúdenta-
garðar þeir sem hér um ræðir
voru, sem kunnugt er, reistir á
fjóröa tug þessarar aldar og eru
fyrir löngu orönir allt of litlir til
aö sinna hlutverki stnu. I undan-
förnum árum hefur þvi einungis
verið unnt að hýsa innan við 5%
stúdenta við H.l. á stúdentagörö-
unum. Við úthlutun herbergja
hafa stúdentar utan Reykjavikur-
svæðisins svo og erlendir stúdent-
ar haft forgang.
Vegna félagslegra sjtínarmiða
og slæms ástands stúdentagarð-
anna hefur leiguverð verið þaö
lágt undanfarin 12 ár, aö það hef-
ur aldrei nægt til aö greiða
rekstrarkostnað þeirra. Mismun-
urinn hefur, með milligöngu
Félagsstofnunar stúdenta, I raun
veriö greiddur úr vasa allra stú-
denta við H.l. einnig þeim meira
en95% þeirra sem ekki hafa hlot-
ið garövist.
Slðustu 4—5 ár hefur hlutfall
leigutekna af rekstrarkostnaði
stúdentagarðanna minnkaö hröð-
um skrefum. Þannig námu leigu-
tekjur árin 1977 og 1978 minna en
60% rekstrarkostnaðar garðanna
þessiárog var þó viðhald þeirra i
lágmarki eins og fram hefur
komiö. Jafnframthefur þaö orðið
æ ljósara, að aðrir tekjustofnar
Félagsstofnunar stúdenta
hrykkju ekki til þess að brúa biliö
og greiða þann viðhaldskostnað,
sem nauðsynlegur er til að halda
stúdentagörðunum i Ibúöarhæfu
ástandi
Til þess að leysa þann rekstrar
vanda sem Félagsstofnun stú-
denta var komin i skipaði þáver
andi menntamálaráðherra þann
30.1. ’79 nefnd, sem i áttu sæti
fulltrúar stúdentaráös, Félags-
stofnunar stúdenta sem og hins
opinbera. Nefnd þessi komst m.a.
að þeirri sameiginlegu niöur-
stööu, aö eðlilegt væri, að rikis-
valdið fjármagnaði nauðsynlegar
viðgerðir á stúdentagörðunum en
leiguverð þeirra skyldi að þvi
loknu nema rekstarkostnaði, við-
haldskostnaði og afskriftum. Stú-
dentaráð Háskóla Islands sam-
þykkti þetta nefndarálit á fundi
sinum 11.10. ’79. Með fjarlögum
1980 hóf rikisvaldiö framkvæmd
þess hluta nefndarálitsins, sem
að þvl sneri.
A fundi slnum 2. október s.l.
ákvað stjórn Félagsstofnunar
stúdenta eftir langvarandi við-
ræður við Stúdentaráð Háskóla
Islands og Hagsmunafélag garð-
búa, að framkvæma sinn hluta
nefndarálitsins á þann hátt að
hækka raunvirði leigugjalds á
stúdentagörðunum I áföngum á
næstu fimm árum I samræmi við
það sem viðgerðum miðaði. Var i
samræmi viö það ákveðiö, að
leiguverð á stúdentagöröunum
kennsluáriö 1980—1981 yröi 45
þús, kr á mánuöi, en vegna þess
að fjárskortur haföi hamiað við-
geröahraða, yröi gefinn 15 þús
króna afsláttur á haustmisseri og
lOþús. kr. afsláttur á vormisseri.
Leiguverð yröi þvi I raun 30 þús.
kr. 1. september—31. janúar 1981
og35þús. kr. 1. febr.—1. júni 1981.
Enda þótt hér sé um rúmlega 15%
hækkun raunverös húsaleigu á
stúdentagörðunum aö ræöa, er
umrædd leiguupphæð þó víðs
fjarri þvi að nema áætluðum
rekstrarkostnaði stúdentagarö-
anna á umræddum tlmabilum,
jafnvel þótt ekki sé tekiö tillit til
viðhaldskostnaðar.