Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJÍNN Föstudagur 17. októUer 1980. Leikarar Alþýöuleikhússins i kennslustund I táknmáli, sem notaö er I sýningunni um kóngsdótturina sem kunni ekki aö tala. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson kennir Ragnhildi Arnardóttur(og or&iö sem þau eru aö æfa er ÞJÓÐVILJINN. ljósm: —gel— Leikrit fyrir heyrnardauf börn daufum og þeim sem fulla heyrn hafa: þaö væri mikið látbragð og leikur i verkinu. Það eru m.a. notaðar brúður,og þessa dagana sitja leikararnir og leikstjórinn á hverjum degi við aö læra fingra- mál. Heyrnarlaus drengur og heyrnardauf stúlka hafa unnið með leikhópnum, til að kenna þeim. Það er Guðrún Auðuns- dóttir myndlistarkona sem gerir sviðsmynd og búninga, en leikar- ar eru Sólveig Halldórsdóttir, Ragnhildur Arnardóttir, Anna Einarsdóttir og Helga Thorberg. Aætlað er að frumsýna verkiö i byrjun nóvember i Lindarbæ, en styrkurinn gerir Alþýðuleik- húsinu auöveldara fyrir að sýna verkið. Þess skal að lokum getiö að það er einkum ætlað krökkum, hvort sem þau heyra eöa ekki, en aö sögn Þórunnar er þess vænst að foreldrar sláist i hópinn til að skemmta sér með börnum sinum. —ká. Alþýöuleikhúsiö er um þessar mundir að æfa barnaleikritiö „Kóngsdóttirin sem kunni ekki aö tala” eftir finnsk-sænsku skáld- konuna Christina Andersson. Leikritiö er sérstætt aö þvi leyti aö þaö er m.a. ætlaö heyrnar- skertum börnum, og er beitt bæöi fingramáli og látbragöi i leiknum. Alþýöuleikhúsiö hefur nú fengið styrk frá framkvæmdanefnd al- þjóðaárs fatlaðra upp á tvær og hálfa miljón til aö koma verkinu á fjalirnar. Að sögn Þóröar Ingva Guð- mundssonar, starfsmanns fram- kvæmdanefndarinnar, fannst þeim tilvaliö aö stuðla á þennan hátt að þvi að gera eitthvað fyrir þennan. afskipta hóp, heyrnar- dauf börn, en bæði verkið og þetta framtak nefndarinnar er alveg einstakt. Leikritið um kóngsdótturina hefur verið sýnt á Norðurlönd- Framkvœmdanefhd alþjóðaárs fatladra veitir Alþýðuleikhúsinu styrk unum og hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma. Þaö hefur verið sýnt i sjónvarpi, og m.a. fékk finnska geröin verölaun á alþjóö- legri hátið. Fyrir skömmu sáu nokkrir Islendingar, sem voru á þingi um málefni heyrnardaufra. leikritið og mæltu eindregiö með þvi aö það yrði tekið upp hér. Þórunn Siguröardóttir sem er þýðandi og leikstjóri sagði, aö það væri markmiðið að blanda saman á sýningunum bæði heyrnar- I Nýlistasafmö í nýjum húsakynnum: Nýlistasafniö er flutt I ný húsakynni, rétt viö hliðina á gamla SÚM. Þar voru þau Asta ólafsdóttir, Niels Hafstein og ólafur Lárusson aö koma fyrir sýningu holiensku listamannanna, þegar — gel. bar aö garði. „Vídd á pappír” Nýlistasafnið hefur nú flutt i ný húsakynni aö Vatnsstig 3b. Þar hófst i gær sýning á verkum hol- lenskra listamanna og nefnist hún „Vidd á pappir”. Það var hol lenska menntamálaráöuneytiö sem valdi verkin i þeim tilgangi aö kynna nokkra þekktustu myndlistamenn Hollands sem fást við skúlptúr. Sýningin hefur farið viða um lönd, en meðal þeirra sem þar eiga myndir eru: Theo Kuypers, Krijn Giezen, Johan Claassen, Cornelius Rogge, David van der Kop og Douwe Bakker. Lista- mennirnir túlka hugmyndir sinar á tviviöum fleti, þó að þær séu þriviöar i eðli sinu”,segir i frétta- tilkynningu frá nýlistasafninu Ingvar Gislason menntamála- ráöherra opnaöi sýninguna og Honkher Mr. E. Röell, sendifull- trúi, mælti fyrir hönd hollenska menntamálaráðuneytisins. Sýningin er opin daglega frá kl. 4- 8 og um helgar frá kl. 2-8. Hún stendur til 16. nóvember. —ká VIÐT ALSTÍMAR þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 18. okt. kl. 10—12 verða til við- tals að Grettisgötu 3, Guðrún Helgadóttir og Sigurjón Pétursson. Borgarbúar eru hvattir til að nota sér þessa viðtalstíma. Starfsfóik i versturbæjardeild Alheimabakarls viö opnunina. Álfheimabakarí í vesturbœ líka Álheimabakari heíur fært út kviarnar og opnað nýja verslun að Hagamel 67 i Reykjavik. Eru útsölustðirnirþá orönir tveir, en Alheimabakariið hefur verið rekið að Álheimum 6 i yfir tuttugu ár. Nýja bakarið er opið alla virka daga kl. 8-6, laugardaga kl. 8-4 ogsunnudaga ki.9-4. Þar eru seld brauð og kökur, mjólkurvörur, ostar o.fl. Eigendur Álheimabakarisins eru Kristinn Albertsson, synir hans og fjölskylda. Verslunarstjóri á Hagamel 67 er Halldóra Kristinsdóttir, en innanhússkipulagningu annaðist Jón Kaldal arkitekt. Lionsfélagar hejja perusölu A morgun munu félagar i Lionsklúbbi Garöa- og Bessastaða- hrepps ganga í hús og bjóöa ljósaperur til kaups. Allur ágóöi af sölunni rennur i líknarsjóð klúbbsins. Verkefni undanfarinna ára hafa verið margskonar á sviði mannúðar- og menningarmála. T.d. hafa á þessu ári veriö gefnir 2 heitir pottar við sundlaugina i Garðabæ. Hjálparsveit skáta i Garðabæ hafa verið gefin hjálpar- og björgunartæki. Vistheimili áfengissjúklinga að Vifilsstöðum hafa verið gefnar fræðslu- myndir. Á verkefnaskrá á þessu starfsári er aðstoð viö aldraða. Málfreyjur kynntar norðanlands Alþjóöasamtök Málfreyja kynna nú starfsemi sina viða um land. Stefna félagsins er: ,,að efia frjálsa og fordómalausa um- ræðu og markmiðiö að efla betri tengsl og skilning manna á meðal um viða veröld.” Stofnuð var ný Málfreyjudeild i Vestmannaeyjum 11. október s.l., en laugardaginn 18. október kl. 2 e.h. verður kynningar- fundur i Sjálfsbjargarhúsinu á Siglufirði, og á sunnudag, 19. október, kl. 2e.h. i Hótel Varðborg á Akureyri. Bókmenntakennarar mótmœla orðrómi — Það er algerlega úr lausu lofti gripiö aö kennarar i bók- menntum hafi reynt að hafa áhrif á ráðherra, sagði Vésteinn Ólason lektor, sem hafði samband við blaðið vegna fréttar á bak- siöu i gær um embætti próíessors i islensku. Orörómur hefur gengið um þetta meðal stúdenta, en kennararnir vilja sverja hann af sér og segjast ekki stunda slik vinnubrögð. —eös r ÆSI styður Gervasoni Sambandsstjórn Æskulýðssambands tslands samþykkti á fundi sinum 14. þ.m. neðanskráða ályktun: Sambandsstjórn Æskulýðssambands íslands samþykkir aö beina þeirri eindregnu áskorun til fslenskra stjórnvalda að þau veiti friðarsinnanum Patrick Gervasoni hæli á Islandi. Þjóö sem státar af þvi að hafa ekki her og kunna ekki her- mennsku,getur ekki leyftsér að visa úr landi ungum manni, sem hefur þor til að standa fast á þeirri sannfæringu sinni, að það sé réttur hvers manns aö neita hermennsku, ef hún brýtur i bága við siðferðisvitund hans.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.