Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS ^■BLADID DWOVIUINN 32 SÍÐUR Helgin 18.—19. október1980 — 235—6. tbl. 45. árg. Nýtt og stærra Selst betur og betur Lausasöluverð kr. 500 P. Weber Nýtt hús á nokkrum dögum Gunnar Gunnarsson rithöfundur skrifar um uppfinningu sína verðbólgu- mælinn 17 íslenskir ferðalangar segja frá M-A meríku Gamlar íslenskar Ijósmyndir 20 Hallvarðssona- ætt * 24 Skattar skuldakónganna Ef hallinn á rflíisrekstrinum næmi nú sama hluta af þjóöarframleiðslu okkar og hann nam að jafnaði hvert ár á árunum 1975-1978, þá væri hallinn á rikis- búskapnum i ár 16.5 miljarðar og á næsta ári 23,4 miljarðar. Til þess að vega upp slikan halla þyrfti að hækka tekjuskatt allra einstaklinga um yfir 40% bæði árin. Hallinn verður hins vegar enginn i raun, eða nær enginn, og I fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir 7 miljörðum I tekjuafgang hjó rikissjóði á næsta ári. Ef skuiáir rikissjóðs hjá Seðlabankan- um hefðu vaxið á árunum 1979 og 1990 með sama hraða og á árunum 1975-1978, þegar Matthias Á. Mathiesen var fjármáiaráðherra og Geir HaH- grimsson forsætisráðherra, þá væru þessar skuldir nú tæpir 70 miljarðar króna. Sú upphæð samsvarar nær tvö- földum tekjum rikissjóðs af öllum tekju- skatti einstaklinga á þessu ári, eða meira en hálfri annarri miljón á hverja 5 manna fjölskyldu i landinu. Horfur eru á að skuld rikissjóðs verði hins vegar um næstu áramót lægri i krónutölu heldur en hún var fyrir tveimur árum, og þar með meira en helmingi lægri að raungildi. — Þessar upplýsingar og margar fleiri koma fram i grein Kjartans Ólafssonar, sem Þjóðviljinn birtir i dag. Þar kemur einnig fram að rikisút- gjökiin eru ekkert stærri hluti af þjóðar- framleiðslunni nú en þau voru á árunum 1975-1978. Þá voru þau að jafnaði milli 28 og 29%, og reiknað er með að svo verði einnig i ár, og samkvæmt fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að rikisút- gjöidin nemi 28, 2% af þjóðarframleiðslu á næsta ári. Hæst fóru þau 1975 yfir 30%. Nú er hins vegar verið að borga skuldir frá óstjórnarárunum, sem áður var svikist um að greiða, en á árunum 1975-1978 sjöfaldaðist skuld rikissjóðs við Seðlabankann. A þeim árum var að mjög verulegu leyti stofnað til þeirra skatta, sem menn verða að borga nú. Þá var eytt án þess að afla, og sjöföldum skulda- bagga velt yfir á framtiðina. Nú hefur þessi óheillaþróun verið stöðvuð og henni snúið við, en það eru skattar skuldakónganna, Geirs og Matthiasar, sem menn eru nú að borga. SIÁ SÍÐU 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.