Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 5
llelgin 18.—19. október 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5
Uppá-
koma á
Lækjar-
torgi
Diabolus in Musica
aftur á kreik
Eflaust muna margir
eftir Diabolus in Musica
sem sendi frá sér hljóm-
plötu fyrir nokkrum árum.
Þau komu fram í sjón-
varpinu og víðar, en hurfu
síðan af sjónarsviðinu,
eins og oft vill bregða við í
listum.
Krakkarnir i Diabolus héldu
flest til náms og sl. vetur voru
nokkur þeirra saman komin i
Kaupmannahöfn. Þau náöu sér i
liösauka og tóku aö æfa á nýjan
leik.
Árangurinn er hljómplata sem
væntanleg er á markaö i næstu
viku og ber heitiö „Lifiö i litum
(þjóösaga)”. Efniö er saga sem
sögö er á plötunni, en þeir sem
áhuga hafa þurfa ekki aö biöa
lengi eftir aö kynnast tónlistinni,
þvi Diabolus ásamt vinum og
vandamönnum ætla aö efna til
uppákomu á Lækjartorgi á mánu-
dag kl. 4. Þaö veröa hvorki meira
né minna en um 30 manns sem
láta til sin taka og þar veröur
Þjóösagan túlkuö i leik og tónum.
Diabolus in Musica saman-
stendur af Aagot óskarsdóttur,
Jónu Dóru Oskarsdóttur, Jóhönnu
Þórhallsdóttur, Guömundi
Thoroddsen, Sveinbirni Baldvins-
syni og Tómasi Einarssyni. Þeim
til aöstoöar á plötunni eru Stein-
grimur Guömundsson og Kristján
Pétur Sigurösson. —ká
Bröndsted i Norræna
húsinu:
Sögu-
skoðun V.
Sörensens
Prófessor Mogens
Bröndsted frá Kaup-
mannahöfn heldur erindi í
Norræna húsinu mánudag-
inn 20. okt. kl. 20:30 og tal-
ar um Willy Sörensen.
Nefnir hann erindi sitt
„Wiliy Sörensen og hans
historiesyn".
Willy Sörensen er einn merk-
asti rithöfundur á sviöi nútima-
bókmennta danskra og raunar
norrænna, skrifar bæöi fagurbók-
menntir og bækur um heimspeki
og bókmenntir og meö aöild sinni
aö bókinni „Oprör fra midten” —
isl. þýöing 1979 — varö hann þátt-
takandi i hinni opinberu umræöu
um hiöalvarlega ástand, sem rik-
ir i velferöarþjóöfélaginu.
Mogens Bröndsted er prófessor
i norrænum bókmenntum viö
háskóiann i óöinsvéum og var
rektor hans 1966—71. Hann hefur
gefiö út fjölda bóka um norrænar
bókmenntir, auk þess sem hann
er meöhöfundur aö ýmsum stærri
verkum um bókmenntasögu, m.a.
NORDENS LITTERATUR
(1972). Hann á m.a. sæti i dönsku
lektoratsnefndinni og dómnefnd-
inni fyrir bókmenntaverðlaun
Noröurlandsráös. Fyrirlesturinn
er öllum opinn.
Loðnuverðið
33.50 kr. kg.
A fundi Verölagsráös sjávarút-
vegsins i gær varð samkomulag
um, aö lágmarksverð á loönu til
bræöslu frá 1. október til 31. des-
ember 1980 skuli vera kr. 33.50
hvert kg. Verðiö er miöaö við 16%
fituinnihald og 15% fitufritt þurr-
efni i loönunni. Verö þaö, sem
gilti til 30. september var kr.
31.45.
Samband íslenskra
hitaveitna stofnað
1 gær var haldinn í Reykjavik
stofnfundur Sambands islenskra
hitaveitna en til hans var boöaö
aö frumkvæöi Sambands isl.
sveitarfélaga. A fundinum voru
mættir fulltrúar frá þvinær öllum
hitaveitum landsins. Flutt voru
nokkur framsöguerindi auk
ávarpa þeirra Hjörieifs Gutt-
ormssonar, iönaöarráöherra og
Jakobs Björnssonar, orkumála-
stjóra.
Tilgangur Sambandsins, eins
og hann er skilgreindur I nýsam-
þykktum lögum þess,er „aö efla
samstarf hitaveitna og vinna aö
ööru leyti aö hverskonar sameig-
inlegum hagsmunum þeirra, svo
sem meö samræmingu á reglu-
geröum og gjaldskrám og meö
miölun reynslu og upplýsinga”.
Hver sá aöili, sem rekur hita-
veitu samkvæmt staöfastri reglu-
gerö, getur gerst aöili aö Sam-
bandinu. Aukaaöild er heimil öll-
um þeim.sem hafa slikan rekstur
1 undirbtiningi svo og Orkustofn-
un.
Aöalstjórn hins nýstofnaöa
Sambands skipa: Jóhannes
Zo'éga frá Hitaveitu Reykjavikur,
Vilhelm Steindórsson frá Hita-
veitu Akureyrar, og Sigurður
Pálsson, frá Hitaveitu Hvera-
geröis. Varastjórn: Ingólfur Aö-
alsteinsson frá Hitaveitu Suöur-
nesja, Guömundur Vésteinsson
frá Hitaveitu Akraness og
Borgarness og Baldur Einarsson
frá Hitaveitu Egilsstaöa og
Fella.
—mhg
Olíunotkun til húsa-
hitunar hraðminnkar
For-
gjafar-
skák-
mótin
óvænt úrslit urðu i 2. forgjafar-
skákmótinu i Félagsstofnun stúd-
enta sl. mánudagskvöld, en þeir
uröu efstir og jafnir Björn Ó.
Hauksson, Þorlákur Magnússon
og Friöjón Þórhallsson meö 5
vinninga af 6 mögulegum. Þátt-
takendur voru 24.
Björn og Þorlákur hafa aðeins
um 1550 stig en Friöjón tæp 1900.
Stigahæstu keppendurnir uröu aö
lúta i lægra haldi aö þessu sinni,
svo sem Asgeir Þór Arnason
(2315), Jóhann Þórir Jónsson
(2120) og þjóðsagnapersónan
Benóný Benediktsson (2190),
einnig varö Róbert Harðarson af
verölaunasætinu i þetta sinn.
Næsta forgjafarskákmót verö-
ur á mánudagskvöldiö kl. 20 á
sama staö og eru menn minntir á
aö mæta meö töfl og klukkur.
Þátttökugjald er þaö sama og
hefur verið 1500 kr. og 2000 kr.
fyrir þá sem ekki koma meö tafl
og klukku.
Könnun á
þörfum
fatlaðra fyrir
sérhannað
húsnæði
Olíunotkun til húsahitun-
ar hetur minnkað um
helming síðastliðin 5 ár,
vegna hitaveituf ram-
kvæmda á því tímabili. Á
árinu 1973 var 150 þús.
tonnum af oliuvariðtil
húsahitunar. Árið 1979 var
sú tala komin niður í 85
þús. tonn og á yfirstand-
andi ári er ráð fyrir því
gert, að 55—60 þús. tonn
nægi.
Þetta kom fram i ávarpi Hjör-
leifs Guttormssonar iðnaðarráö-
herra á stofnfundi Sambands
islenskra hitaveitna i gær.
Þessi er þá árangurinn af hita-
veituframkvæmdum á umræddu
árabili en i ár koma einnig viö
sögu orkusparandi aögeröir og
óvenju milt tiöarfar.
A árunum 1971—1980 hefur um
130 miljöröum kr. á núverandi
verölagi veriö variö til hitaveitu-
framkvæmda. Mest hefur veriö
framkvæmt á siöustu fjórum ár-
um eöa fyrir 18—19 miljarða á
ári. I ár veröur variö til þessara
framkvæmda um 25 miljöröum
eöa um 2% af vergri þjóöarfram-
leiöslu. Samkvæmt fyrirliggjandi
óskum frá sveitarfélögum þyrfti
þessi upphæö aö nema 30 milj. kr.
á næsta ári, en eftir er aö fjalla
um þaö mál i rikisstjórn I tengsl-
um viö fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlun.
A árunum 1982—1984 eru hins
vegar horfur á aö verulega dragi
úr f járfestingarþörf til hitaveitna
frá þvi, semnúer. Benti ráöherra
á, aö eftir aö lyki yfirstandandi
átaki viö aö koma i gagniö inn-
lendum orkugjöfum til húsahitun-
ar, aö svona 3—5 árum liðnum,
ætti aö skapast aukiö svigrúm til
fjárfestingar i öörum þáttum,
m.a. i iðnaöi er aö hluta til byggöi
á okkar eigin orkulindum.
—mhg
Óhentugt húsnæöi getur skipt
sköpum fyrir fatlaöa og valdiö þvi
aö þeir geta ekki lengur búiö á
eigin vegum. Þarfir fatlaöra eru
mismunandi aö þessu leyti en
framboö á sérhönnuöu húsnæöi
ekkert á almennum markaöi og
verða menn þvi annað hvort aö fá
inni á þjónustustofnun eöa byggja
yfir sig. Nýlega samþykkti borg-
arráö tillögu frá Albert Guð-
mundssyni og Birgi tsl. Gunnars-
syni um könnún á þörfum hreyfi-
hamlaðra fyrir sérhæft húsnæöi
til leigu eöa eignar og var nefnd
þeirri sem fjallaö hefur um mál-
efni fatlaðra á vegum borg-
arinnar faliö verkefniö.
Könnun í Kópavogi á málfari barna:
Málþroskinn kemur
bædi
Mörg börn á dagvistar-
heimilum og leikskólum í
Kópavogi eiga við tal-
vandamál að stríða.
Þetta kemur tram í könn-
urwsem Inga Andreassen
talkennari gerði fyrir
Kópavogsbæ. Vandamál
barnanna eru einkum
ferns konar: framburð-
argallar, seinn mál-
þroski, stam og lítill orða-
forði.
öll börn á dagvistarstofnun-
um og leikskólum bæjarins voru
athuguö, alls 308 börn. Af þeim
seint
tala foreldr-
ar of lítið við
börn sín?
var 56 visaö til frekari athug-
unar, og af þeim þurfa 25 á tal-
kennslu að halda. Niöurstööurn-
ar sýna,að um 15% barnanna
eiga viö einhverja talerfiöleika
aö etja.
Inga Andreassen sagöi,aö þaö
heföi ekki veriö neinn greinan-
legur munur miili barna ein-
stæöra foreldra og annarra
barna, en ástæöan sennilega
einkum sú,að foreldrarnir gefa
sér ekki tima til aö tala viö
börnin sin, þau fá ekki nægilega
örvun. Dagvistarstofnanirnar,
þótt góöar séu, geta ekki fyllt
þaö skarö sem foreldrarnir ættu
aö fylla, til þess eru þær of ein-
hæfar,og þær geta aldrei komiö i
staö alls þess sem gerist i sam-
skiptum foreldra og barna.
Inga sagði, aö þarna væri
greinilega alvarlegt vandamál
á ferðinni og þaö væri augljóst
aö þaö yröi aö koma á tal-
kennslu á dagheimilunum.
Eins og nú er, vinna talkenn-
arar á vegum fræðsluyfirvalda i
Reykjanesumdæmi og viöar, en
spurningin er sú,hvort fræöslu-
yfirvöld veröa ekki aö taka upp
fyrirbyggjandi starf og senda
talkennara inn á dagheimilin.
Þaö gefur auga leiö, að þegar
börnin koma i skólann, véröa
þau langt á eftir hinum,og eigi
þau alla tiö erfitt meö aö tjá sig
kemur þaö niöur á þeim á full-
oröinsárum, þau fá sinn lifs-
tiöardóm, veröi ekki eitthvaö aö
gert.
Enn sem komiö er hafa slikar
kannanir aöeins veriö geröar i
Kópavogi og Reykjavik,og niö-
urstööurnar eru á eina lund;
fjöldi barna á viö talerfiöleika
aö etja.
—ká