Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 27
Helgin 18.—19. október 1980 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 27 Meira um „popp” Framhald af bls. 20. aö skyldu strax i fyrstu bekkjum grunnskólans og svo einhver hljóöfæraleikur i kjölfariö? Ég held aö þaö væri þroskavænlegra og gagnlegra fyrir uppvaxandi alþyöu en aö kyrja eingöngu al- þýöulög (á la Hallgrímur) I söng- timum. Hallgrimur talar um aö „allur almenningur hvorki spili né syngi popp-lög niltlmans, enda séu þau yfirleitt hvergi til sem prentaöar nótur, aöeins hljóörituö fyrir vél- rænan flutning.” Þetta mun nii ekki allskostar rétt. Útgáfufyrir- tæki hafa I mörg ár gefiö Ut á nótum ,,po.p”lög ýmissa umbjóöenda sinnafog þá oft á veglegum bókum, en innflytj- endur hérlendir hafa aö vísu ekki alltaf brugöiö skjótt viö. Og þaö sem meira er — fólk (a.m.k. kunningjar mlnir sem varla eru svo einstakir þótt góöir séu) sem leikur á t.d. pianó eöa gitar not- færir sér þetta og iökar þessa músik innan heimilis slns og ann- arra. Og svo eitt atriöi enn. Fjöl- margir hljóöfæraleikarar sem iöka „popp” eru tónlistarskóla- gengnir og skrifa og setja út afuröir slnar, auk þess aö vera listahljóöfæraleikarar. Má I þvl sambandi nefna Keith Emerson, Jon Lord (Deep Purple), Janis Ian og Francis Monkman, einn stofnanda Curved Air, en hann leikur nú I hljómsveitinni Sky, meö sjálfum gltarsnillingnum John Williams, sem ekki kinokar sér viö aö fást viö rokk og fleira sem sumir vilja ekki telja til tón- listar. Af íslendingum sem skrifa sina ,,popp”músik mætti nefna Megas, sem hefur skrifaö megniö af sinni músik nótu fyrir nótu. En snúum okkur þá aö út- varpinu. Væri ekki vænlegra aö fá „tónlistarsagnfræöing” til aö út- skýra klassíkina og alla aöra tón- LIST og þann tlöaranda sem hún var samin í (og þá f hvaöa og fyrir hvaöa þjóöfélagshóp) — i staöinn fyrir aö hella henni yfir almenn- ing oröalaust, ef frá eru talin númer og alþjóöatónlistarheiti, óskiljanleg alþýöu manna. Rétt er þá aö geta þess sem vel hefur veriö gert, eins og þátta Atla Heimis og nútlmatónlistar hjá Þorkatli Sigurbjörnssyni. Og sömu „upplýsingarskyldu” ætti aö krefjast af þeim sem eru meö ,,popp”þætti (þar standa Afangamenn sig vel) — og fá fólk sitt meö hvern smekkinn til aö stýra þáttunum. Þá sæjum viö kannski fyrir endann á þessum ósaösama hrærigraut sem borinn er á borö I útvarpinu eftir hádegi (ég undanskil óskalagaþættina — þeir eiga rétt á sér), en sú fram- reiösla minnir mig á söguna um einsetukarlinn sem eldaöi graut til mánaöar I senn og átti jafn- framt brennivlnsflösku ofani kistu. Þegar grauturinn fór aö veröa ókræsilegur,stillti sá gamli upp brennivininu fyrir hverja máltiö og sagöi viö sjálfan sig: „Ef þú klárar af disknum færöu einn”. Aö máltiö lokinni sagöi hann sigri hrósandi viö sjáfan sig: „Þama plataöi ég þig, hel- vltiö þitt” — og stakk flöskunni ósnertri ofani kistu aftur. Svo mörg vom þau orö .... og sorglega I ætt viö vinnubrögö Tónlistardeildar Ríkisútvarpsins. Andrea Jónsdóttir Leiðrétting Sigfinnur Karlsson formaöur Al- þýöusambands Austurlands,haföi samband viö Þjóöviljann I gær vegna misskilnings, sem fram kom I frétt blaösins um fundahöld á Austurlandi á baksiöunni I gær. Sagöi Sigfinnur,aö fundurinn sem vitnaö er til I fréttinni og haldinn var á miövikudag, heföi veriö ákaflega fámennur,enda heföi allt veriö vaöandi i slld, og þvi heföi veriö ákveöiö aö blöa meö aö taka ákvöröun um heimild til verk- fallsboöunar þar til á mánudag- inn kemur.en þá veröur haldinn annar fundur. Fundarmenn á miövikudag heföu hins vegar tekiö aö sér aö kynna stööu mála á vinnustööum sínum á Noröfiröi, svo og tillögu sáttanefndar. Lagöi Sigfinnur áherslu á aö þetta heföi aöeins átt viö Neskaupstaö.ekki aöra kaupstaöi eystra. Þetta leiö- réttist hér meö. Tilkynning Vekjum athygli viðskiptavina okkar á þvi að vörur, sem liggja i vörugeymslum okkar, eru ekki tryggðar af Eimskip gegn bruna, frosti eða öðrum skemmdum og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. Athygli bifreiðainnflytjenda er vakin á þvi að hafa frostlög i kæiivatni bifreiðanna. EIMSKIP * IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Staða bókavarðar Umsóknarfrestur um stöðu bókavarðar við skólann er framlengdur til 1. nóvem- ber. Umsóknir berist Menntamálaráðuneytinu fyrir þann tima. Skólastjóri. Jórunn 24 Skylt er Framhald af bls. finum úöa um vask og vegg. Þá hló Jórunn stundum aö tilrauna- starfseminni og stakk upp á þvi, að við hjálpuðumst aö við að þurrka upp bleytuna. Ekki verður Jórunnar getið svo að ekki sé minnst á fóstur dætur hennar. Gunnvör Stefania og Sigrún Helga hafa báðar veriö sannar dætur hennar, eins og hún hefur veriö þeim móöir. Báðar eru þær löngu búsettar og hafa stofnað heimili i Reykjavik,og á heimili Gunnvarar og manns hennar, Friöjóns Guðbjörns- sonar, hefur Jórunn búið, eftir að hún hætti ab halda sjálf heimili. Astúö og samvinna milli þeirra mæðgnanna er fágæt og hefur veriö þeim báðum til mikillar hamingju. Þegar Jórunn varð áttræö,rit- aöi Jón Rafnsson afmælisgrein um hana,sem birtist i Þjóðvilj- anum 2. nóvember 1965. Þar minnist eldhuginn Jórunnar sem virks félaga i verkalýðshreyfing- unni og öruggs liðsmanns i hópi róttækra. Jórunn var meðlimur i Þvottakvennafélaginu Freyju, sem hélt um árabil uppi baráttu fyrir bættum kjörum verka- kvenna. Þar munliðveisla hennar hafa verið jafn traust og trú, sem allt það sem henni hefur verið til trúab. Kæra Jóa frænka min, þessar fáu linur eru afmæliskveðja frá mér og minum afkomendum, meö þökk fyrir það aö hafa notiö góövildar þinnar og samfylgdar. Megir þú og þitt fólk njóta gleöi og góðrar heilsu. 14.10.1980 Þórunn Magnúsdóttir Framhald af bls. 32. veröa allar vörur að vera tvi- merktar um áramótin, þegar gjaldmiöilsbreytingin fer fram. Eftir 1. febrúar veröur áfram skylt að verömerkja, en þá má nota hvaða lit sem er á merki- miðunum. Allir verðlistar hjá þjónustu að- ilum, svo sem bifreiöaverkstæö- um, hárgreiöslustofum og veit- ingahúsum.eiga aö sýna verö I gömlum og nýjum krónum sam- hliöa á timabilinu 8. desember 1980 til 1. febrúar 1981. Tilgreina skal verö vöru eöa þjónustu.sem auglýst er I blöbum frá 1. nóvem- ber 1980 til 1. febrúar 1981, bæöi i gömlum krónum og nýjum. Verðlagsstofnun mun á næst- unni ganga rikt eftir þvi aö vörur séu verömerktar i búðargluggum og hafa strangt eftirlit meö þvi aö kaupmenn framfylgi þeirri skyldu. Jafnframt mun stofnunin annast nauðsynlegar leiöbeining- ar fyrir kaupmenn og neytendur. RIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar eða eftir samkomulagi við Barnaspitaia Hringsins. Til greina koma fastar næturvaktir eða hluta- vinna. Upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri i sima 29000. FÓSTRA óskast nú þegar til starfa við Barnaspitala Hringsins. Einnig óskast SJÚKRALIÐAR til starfa á sama stað frá 15. janúar n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. AÐSTOÐARMAÐUR við krufningar óskast að Rannsóknastofu Háskólans. Upplýsingar veitir deildarstjóri i sima 29000 (240). KLEPPSSPITALINN IÐJUÞJÁLFI óskast til starfa við sjúkravinnudeild spitalans. Einnig óskast aðstoðarfólk nú þegar á sjúkra- vinnudeild. Æskileg er menntun og/eða starfsreynsla td. við handa- vinnukennslu. Upplýsingar um störf þessi veitir yfiriðjuþjálfi eða hjúkrunarforstjóri spitalans i sima 38160. Reykjavik, 19. október 1980. Skrifstofa ríkisspitalanna, Eiriksgötu 5, simi 29000. Blaðberabíó i dag laugardag kl. l i Hafnarbiói. Sýnd verður gamanmyndin „Fljótt áður en hlánar”, litmynd með islenskum texta. Þjóðviljinn LYFTARAR EIMSKIP * Tilboð óskast i notaða diesel- og rafmagnslyftara, sem verða til sýnis i porti Eimskipafélagsins við Faxaskála, þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. október 1980. Tilboð leggist inn fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 23. október 1980. Áskilinn er réttur til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Kristjáni Þorsteinssyni yfirverkstjóra tækjadeildar i sima 27100. Eimskip. Gleymum I ekkil Kaupið lykil 18. október geðsjúkum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.