Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. október 1980 AF MER SEM MALPIPU !n S0inen ArtfkelíIn^3UCh ™*Xtson aJ ___ »i"s “S”"" *"»» ™-=" aS"'"™-*- “•ngios oder wenii? Kap,ta,istischen ,, 0er auch Prn j* !m Ausschu/3 fLÍr |jj ,W etw- mitSno?ndeineBeSChafti« Snobtsmus darin Sentlich brauche ich nur • eiu uberbezahltes - Æ eim!!Tntar eitthven«-/. ! t/!,,a‘5 sem er s„oöö , í6,iniepa eiíí /)orf. Vftrborgað hobbí. Hobbv. — Ég hélt ég yrði ekki eldri, þegar mér, um daginn/ barst hið virta austur-þýska bók- menntatímarit „ZEITSCHRIFT FtlR ANGE- WANDTE SPRACHKUNDE UND SCHÖN- LITTERATUR"! I þessu virta tímariti er stórmennum andans í nútímanum hampað óspart, þ.e.a.s. ef þeir hafa kórréttar skoðanir á dásemdum þess samfélagsfyrirbrigðis, sem eittsinn var kennt við kommúnisma, eða sósíalisma, og þrífst nú i endurbættri mynd og heldur ófagurri, að mínum dómi, í hinu svonefnda Austur-Þýska- landi og öðrum leppríkjum Rússaveldis. Það hefur löngum verið svona eins og ein- hvers konar árátta hjá miklum valdhöfum (ekki síst harðstjórum) að eigna sér andleg of urmenni. Þannig voru þeir Goethe og Wagn- er menn nasista Þýskalands, Júlíus Caesar og Michelangelo stórmenni fasistanna á ífalíu. Kommúnistar Rússaveldis tóku hinsvegar Tolstoj og Dostojevskí í guðatölu, en Kínverjar Mao, til skamms tíma. Austur-Þjóðverjar hafa lengi tilbeðið Bertolt Brecht, en nú virðist hann vera að rykfalla í þeirri sveit, og hætt við að Ijós hans blikni í Ijóma skærari stjörnu,sem er að rísa við sjón- deildarhringinn norður í Ballarhafi. Og hver haldiði svo að hann sé, þessi óvænti Ijósgjafi og um leið óvægni málsvari alheims- kommúnismans með brugðinn skáldbrand orðsnilldarinnar reiddan til höggs og reiðubú- inn að ganga milli bols og höfuðs á erkif jend- um mannlegs samfélags, hinum ógnvekjandi kapítalistisku heimsvaldasinnum? Jú, rétt tilgetið: Flosi Ölafsson. Er kyn þó maður hlæi? Ég hefði satt að segja f yrr trúað því, að ég væri eingetinn sonur Guðs almáttugs, en að ég væri orðinn átrúnaðargoð austur-þýskra kommúnista. Satt að segja er ég ekkert alltof lukkulegur. En svona til að halda sæmilegri sálarró, þá hef ur það oft gef ist vel að líta á hinar broslegu hliðar þess sem á manni hrín, og þess vegna tók ég mig til og rammaði inn (eins og sjá má) hluta af lofgrein um mig úr framangreindu tímariti,og get raunar ekki stillt mig um að snara þessum æðisgengna brandara, til gagns og gamans fyrir alla sanntrúaða. Greinin ber yfirskriftina: ,,DAS WORT WIE EIN BAJONETT IM KLASSEN- KAMPF", og hljóðar semsagt í lauslegri þýð- ingu einhvern veginn svona: „Hið andkapítaliska stílvopn, sem Flosi Ólafsson beitir gjarnan, er bundið mál. Þenn- an hárbeitta rýting mundar hann óspart í greinum sínum í helgarblaði Þjóðviljans. Hér eru ógnir og andstyggð hins íslenska kapítal- isma afhjúpaðar með óvæginni atlögu að hinu rotnandi og gersamlega úr sér gengna kapítal- iska samfélagi." „Með hörku og nöpru háði skilgreinir hann þátttökuna í Nató og dvöl bandarísks herliðs í Keflavík og tengsl íslenskra kapítalísta við herstöð heimsveldissinna. Einnig reifar Flosi vandamál, sem eru svo að segja í jaðri hins kapítaliska samfélags og þess vegna aug- Ijóslega nauða ómerkileg. Að slíku gerir Flosi snarpa atlögu. Hér greinir hann frá aft- urhaldssegg með kapítaliskt innræti, sem sækir um starf hjá samhjálparjafnaðarstofn- uninni: Æ mig vantar eitthvert starf eitthvað sem er snobb í. Eiginlega eitt ég þarf: Yfirborgað hobbý. (Ich brauche irgendeine BeschSftigung etwas mit Snobismus darin. Eigentlich brauce ich nur eins: ein úberbezahlte Hobby.)" Maður er bara lamaður eftir þessi ósköp. Austur-þýska gleraugnamaf ían búin að gera úr mér, greyinu, kommúnistiskan harðlínu- mann og hugmyndafræðing. Þetta minnir mann á það þegar Elvis Presley var gerður að söngvara. Ég held ég verði bara að upplýsa það hér, að þau nærri tíu ár, sem ég er búinn að skrifa í Þjóðviljann,hefur það aldrei flökrað að mér að mæla þeim stjórnarháttum bót, sem við- hafðir eru í Austur-Þýskalandi og þar um slóð- ir. Ekki frekar en að mæra Ku-Klux-Klan. Mín skoðun er nefnilega sú, að hafi nokkuð staðið góðum sósíalisma í veröldinni fyrir þrifum, þá sé það vondur fasismi í austri. Og þess vegna frábið ég mér þann vafasama heiður að vera málpípa austur-þýsku gler- augnamaf íunnar. Það er nefnilega rétt sem flóttamaðurinn sagði þegar hann var rétt sloppinn yfir múr- inn: Þegnar Austur-Þýskalands, þið sem landið erfið, arkið beint til andskotans með illa lukkað kerfið. Flosi. Mikil togstreita er nú innan Alþýöu- flokksins um val á forystumönn- um flokksins, en þaö á aö fara fram um næstu mánaöamót á flokksþingi. Eins og skýrt er frá annars staðar i blaöinu hefur Kjartan Jóhannsson nú ákveöiö aö bjóöa sig fram til flokksfor- mennsku gegn Benedikt Gröndal. Það mun ekki sist vera Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýöu- blaösins og varamaður Benedikts á þingi, sem rær undir framboöi gegn núverandi flokksformanni. Aö þvi er góöar heimildir I Alþýðuflokknum greina, er það ætlan ritstjórans að hreppa sjálf- ur embætti varaformanns viö hliö Kjartans formanns, enda hefö i flokknum aö forystumenn séu úr Reykjavik og nágrenni. bar meö væri þó ekki nema hálfur sigur unninn, og næsta skrefiö sam- kvæmt hernaöaráætluninni væri aö koma Benedikt af þingi. Jón Baldvin Hannibalsson mun þvi ætla sér bæöi varaformennskuna og þingsæti Benedikts. Benedikt: Hafnar hann I sendiherraembætti? er lagt aö Kjartani Heimildarmaður skráargatsins heldur þvi fram aö hernaðaráætlunin sé undirbúin af þvilikri kostgæfni, að Jón Baldvin hafi gengiö á fund Ólafs Jóhannessonar og fariö þess á leit viö hann aö utanrikisráöherra út- deildi ekki sendiherraembættum fyrr en eftir flokksþing Alþýöu- flokksins. Þaö var semsagt um aö ræöa beiöni til Ólafs um aö halda opinni útgönguleiö fyrir fallinn flokksforingja, en eins og kunnugt er hefur leiö margra stjórnmála- foringja Alþýöuflokksins aö lok- um legið I utanrikisþjónustuna. Enda þótt ýmsir sendiherrar Islands erlendis séu komnir vel á sjötugsaldur, er ekki vitaö um aö embætti losni á næstu mánuöum. En aö sjálfsögöu má kalla ein- hvern til sendiherrastarfa hér heima ef mikiö liggur viö. Spurn- ing er hinsvegar hvort Ólafur Jóhannesson telur sér skylt aö leysa innanflokksvanda krata. Hernaðaráætlun Jóns Baldvins og Kjartans gæti staöist, en framkvæmd hennar veröur ekki mótþróalaus. Sterk öfl innan flokksins róa aö þvi öll- um árum aö Magnús Magnússon veröi varaformaður og fari fram gegn Jóni Baldvin. Þá hafa Sig- hvatur Björgvinsson og Vilmund- ur Gylfason ekki sagt sitt siðasta orö, enda þótt þeir séu i erfiöri stööu vegna hlutverks þeirra i brotthlaupinu úr vinstri stjórn- inni. Kjartan Ragnarsson leikari, skáld og trú- badúr situr svo sannarlega ekki auöum höndum. Hann er nú búinn aö semja enn eitt leikrit,og aö þessu sinni fyrir Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands . Nefnist þaö Peysufatadagurinnog veröur sýnt siöar i vetur. Er þaö á þann veg aö öll hlutverkin i leikritinu eru jafngild. Ekki hefur fengist upp gefiö um hvaö leikritiö fjallar en nafniö leiöir ósjálfrátt hugann aö Verslunarskólanum eöa Kvennaskólanum. Snjólaug Bragadóttir skáldkona sendir nú I haust frá sér nýja skáldsögu. Heiti bóka hennar hafa þótt i meira lagi frumleg svo sem Hold- iö er torvelt aö temja. Nýja bókin gefur hinum fyrri ekki eftir aö þessu leyti. Hún heitir Dægur- lagasöngkonan dregur sig i hlé. Mjög áreiöanlegar heimildir af rit- stjórnarskrifstofum Visis herma aö ekki standi nú steinn yfir steini á Þjóöviljanum og nú vilji allir starfsmenn fara af blaöinu_,enda þumalskrúfa Kjartans á hverjum manni (sjá Visi, ýmis tölublöð). Þannig mun Hjörleifur Gutt- ormsson hafa ákveöiö meö sjálf- um sér aö frelsa Einar Karl Haraldsson og gera hann aö stöövarstjóra orkuvers á Austur- landi (Visir 14. okt.). Arni Berg- mann mun hafa hug á aö sækja um lektorsstööu I bókmenntum viö Háskóla Islands næst þegar hún losnar. Aö svo stöddu hefur hann ekki trúaö neinum öörum fyrir þessari ákvöröun sinni en konu sinni (Visir 15. okt.). Þá mun Vilborg Haröardóttir eigin- lega löngu vera hætt á Þjóöviljan- um,enda þótt hún sé þar ennþá (Visir 14. okt.). Einar örn Stefánsson hefur hálft i hvoru mikinn hug á aö sækja um þing- fréttaritarastööu sjónvarpsins.og veröur hann mikill keppinautur Ingva Hrafns Jónssonar þó aö sá siöarnefndi hafi þegar fengiö stööuna (Visir, heimild Helgar- pósturinn). Sigurdór Sigurdórs- son og Guöjón Friöriksson veröa svo harmi slegnir, þegar Arni Bergmann fer, að þeir munu hafa hugsaö sér aö segja upp I fússi og fara á gott fylleri (loksins) og siö- an beint á sjóinn. Þá mun Magnús H. Gislason hafa leitaö ásjár þingmanns sins, Ragnars Arnalds fjármálaráöherra, og beöiö um hæli i ráöuneytinu sem pólitiskur flóttamaöur. Taliö er aö Ragnar muni koma honum noröur með leynd og láta Pálma skipa hann i stööu skólastjóra á Hólum. Veröa þá einungis þær Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Kristin Ast- geirsdóttir eftir af blaöamönnum á Þjóöviljanum, og veröur þaö vægast sagt ömurlegt lif undir járnhæl Kjartans hins ógurlega (Visir 14. og 15. okt.). Areibanleg- ar heimildir herma aö þær muni nota fyrsta tækifæri til aö sleppa jafnvel úr landi. Mikill maöur Kjartan! Segib svo aö Vísir sé ekki gott fréttablaö!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.