Þjóðviljinn - 21.10.1980, Side 3
Þriðjudagur 21. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hópur jaröfræöinga lagöi land undir fót og hélt til gosstöövanna, aö
fylgjast meö framvindu mála. Axel Björnsson og Oddur Sigurösson
voru aö halda i bæinn eftir aö hafa stundaö rannsóknir frá þvi á laugar-
dagskvöld. Ljósm.:gel
Þrfr starfsmenn Kröfluvirkjunar stóöu i kvöldkyrröinni á sunnudags-
kvöldið og dáðust aö sjónarspilinu sem við blasti? gosbjarmi á himni,
norðurljós yfir og tunglið i fyllingu.
Jaröborinn Jötunn gnæföi uppi á
einni hæöinni viö Kröflu. Orku-
framleiðslan jókst skyndilega um
3 megavött nokkrum dögum fyrir
gosiö- Ljósm.: gel
Páll Einarsson jaröeölisfræöing-
ur bendir á kort yfir gossvæöiö
viö Leirhnjúk og Gæsafjöll.
Ljósm.: gel
Gufubólstrar stigu upp og eldar lýstu upp himininn. Horft frá Kröflu.
Linurit skjálftavaktarinnar I Mývatnssveit. Til hægri er strimill halla-
mælisins og þar má greina hvernig strikið snarbeygöi, rétt áöur en gos-
iö hófst.
Höskuldur
prófessor
Menntamáiaráðherra hef-
ur skipað dr. Höskuld
Þráinsson prófessor I Is-
lensku viö heimspekideild
Háskóla tslands.
Er hér um að ræða
prófessorsembætti i nútima-
málfræði, sem dr. Halldór
Halldórsson gegndi áður.
Staðan hefur verið óskipuð
siðan vorið 1979.
Þrir umsækjendur voru
um þetta prófessorsembætti,
auk dr. Höskuldar. þeir Bald-
ur Jónsson dósent og dr.
Kristján Árnason. Heim-
spekideild hafði mælt með
dr. Höskuldi i stöðuna. Hlaut
hann á deildarfundi 17 at-
kvæöi, en Baldur 10. —eös
Skipverji
á Náttfara
drukknaöi
Skipverji á Náttfara RE 75
féll fyrir borö á föstudags-
kvöld og drukknaöi. Hann
hét Gunnar Hallgrimsson til
heimilis aö Skólavöröustig 18
I Reykjavik. Hann var 33 ára
gamall, fæddur 1947.
Slysið varð kl. 21.40, en
skipið var þá að veiðum á
loðnumiðunum norðaustur af
Halamiðum. Verið var að
kasta og búið að setja út svo-
kallað skott og bauju. Strax
var hafist handa að reyna að
bjarga manninum og kallað
var á skip i nágrenninu, sem
komu fljótt á vettvang.
Svæðið var allt lýst upp.
Menn töldu sig hafa séð
Gunnar um tima, en þrátt
fyrir mikla leit fannst hann
ekki. Leitað var til kl. 1.30
um nóttina. Náttfari hélt til
Akureyrar og kom þangað
siðdegis á laugardag. Sjó-
próf fóru þar fram i fyrra-
dag.
Veiðisvæðið er mjög
norðarlega og sjórinn jökul-
kaldur eða um frostmark.
Talið er að menn geti haldið
lifi i mesta lagi i 10 til 15
minútur i svo köldum sjó.
Veður var gott á þessum
slóðum þegar slysið varð,
logn og sléttur sjór, en dálitið
mistur. —eös
Tryggingabætur
beint inn á bankareikninga
Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið að frá næstu áramótum verði allar mánaðarlegar
bótagreiðslur afgreiddar inn á reikning hinna tryggðu í lánastofnunum.
Á öllum afgreiðslustöðum bankanna liggja frammi eyðublöð í þessu skyni, og þar er veitt aðstoð við
útfyllingu og frágang þeirra. Bankarnir taka ennfremur að sér að koma tilkynningum um
reikningsstofnun til skila.
Tilkynningu þessari er beint til þeirra bótaþega sem ekki hafa fengið sér bankareikning, eða tilkynnt
það Tryggingastofnun ríkisins.