Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. okíóber 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 tengslum við félaga sina og þurfa hvatningu og aðstoð til þess aö byrja aftur eftir nokkurra ára hlé. — Ef til vill kæra konur sig ekki ávallt um ábyrgðina sem fylgir stjórnarstörfum. Samt kemur i ljós að þegar kon- ur gefa sig að slikum störfum eru þær mjög duglegar og samvisku- samar, ekki siður en karlmenn. Reynsla nefndarkvenna Nefndarkonur veltu fyrir sér nokkrum spurningum og svörum við þeim á fundum sinum, skráðu nokkur atriði og báru saman bæk- ur sinar og þykir okkur rétt að það fylgi hér með. Spurningarnar voru eitthvað á þessa leið: 1. Hvers vegna völdum við þá iþróttagrein er við stunduðum og stundum jafnvel enn? 2. Hvað gera stúlkur eftir að hápunkti æfinga keppni og sýn- inga lýkur? 3. Velur kvenfólk sömu iþrótta- grein og áður, siðar á lifsleiðinni, eða verða aðrar greinar fyrir val- inu? Okkur er sameiginlegt að hafa byrjað i unga aldri og valið af til- viljun og aðdáun á einhverri fyrirmynd er við áttum og jafn- vel þekktum, svo og miklum áhuga. Þá er ofarlega I hugum okkar ánægjan sem fylgdi æfing- um, keppni og sýningum,og ber góðu minningarnar miklu hærra en mótlætið, sem oft verður bros- legt er frá llður. Þetta gefur Iþróttunum mikiö gildi, þvi félagslega hliðin er mik- ið atriði strax I upphafi og ekki siður gott viðmót og móttökur stjórnenda, þjálfara og samherja i byrjun iþróttaiðkunar, sem hef- ur tvimælalaust mjög góð áhrif á börn og unglinga. Þá kynntumst við allar öðrum hliðum iþróttanna heldur en iðk- un þeirra eingöngu mjög snemma. Tókum að einhverju leyti virkan þátt I nefndar- og stjórnarstörfum; þjálfunar-», leið- beinenda og farastjórnarstarf höfum við lika reynt, misjafnlega mikið en allar eitthvað. Þær sem hættu um tima hafa komið aftur með tvöfaldan áhuga inn I iþróttalifið á ný, aðeins i svolitið breyttri mynd. Nú eru fleiri stjórnar og skipu- lagsstörf i höndum okkar en áður, þótt við höfum hvorki sagt skilið við eigin æfingar eða þjálfunar og kennslustörf. Liklega höfum við fjölgað þeim, ef nokkuð er. Það er jafnvel árstiðabundið hvaða iþróttir við og margar aðrar kon- ur stunda. Ein og sama konan æfir oft fleiri en eina grein sér til gagns og ánægju. Dæmi: Frá hausti til vors: Sund, leikfimi, og skiöa- Iþróttir eða knattleik og sund. Frá vori til hausts: Sund og golf, eða frjálsíþróttir og sund. Trúlega erum við nefndarkonur nokkurskonar samnefndari þess sem nokkrar aðrar konur gera og fleiri þurfa að kynnast innan iþróttahreyfingarinnar. Samstarf/ skilningur og hlýhugur þurfa aö vera fyrir hendi Hvernig má þá auka þátttöku kvenna i öllu þessu tarfi? Svör við þvi komu viða að af landinu, og voru rakin hér fyrr i erindi þessu. Þvi má þó bæta viö frá kvennanefndinni, að mikil- vægt er aö starfið sé aðlaðandi og ánægjulegt, sama hvað er unnið. Iþróttahreyfingin i landinu bygg- ist að mestu leyti á sjálfboöa- starfi og er þvi nauðsynlegt að hver hlekkur i keöjunni sé örugg- ur og þeim til ánægju sem starfa saman, hvort heldur er að skipu- lags- og þjálfunarstörfum eða að vera iðkandi og keppandi. Sam- starf, skilningur og hlýhugur þarf að vera fyrir hendi hjá öllum svo að vel fari. Er þá ekki að efa að allar hafa gagn og ánægju af iþróttaiökun og félagsstarfi á hvaða aldri sem er. Það eru þvi lokaorð hér að hvetja kvenþjóðina til starfa og veröur spennandi að vita hvaða árangur þessi ráðstefna hefur i för með sér I náinni framtið.” (Fyrirsagnir eru blaðsins) ÍSI skipaði nefnd til þess að kanna þátttöku kvenna i iþróttum og félagsstarfi Ráöstefna í Svíþjóð var 1 september árið 1978 var haldin i Sviþjóð ráðstefna um þátttöku kvenna i Iþróttum og félagsstarfi iþróttasamtakanna. Einn fulltrúi frá Islandi sótti þessa ráðstefnu, Astbjörg Gunnarsdóttir, formaður Fim- leikasambands Islands. Ein af niðurstöðunum var að Iþrótta- samböndin á Norðurlöndum skyldu kanna stöðu kvenna i iþróttum og tengdu félagsstarfi og skiptast siðan á upplýsing- um. ISI brá skjótt við og skipaði nefnd til þess að vinna að verk- efninu og eiga eftirtaldar konur þar sæti: Astbjörg Gunnars- dóttir, formaður, Sigriður Lflthersdóttir, Svana Jörgens- dóttir, Ragnheiður Lárusdóttir. Nefndin hóf þegar upplýsinga- öflun og fékk greinargóð svör. Um niðurstööurnar er fjallað á öðrum stað hér á siðunni. Eftir að „kvennanefndin” hafði lokiö þessu fyrsta verkefni sinu, var efnt til ráðstefnu i Reykjavik 7. april 1979. Ollum héraðssamböndum og sérsam- böndum innan ISI var boöin þátttaka og þáðu um 40 manns boðiö. Erindi fluttu þar Astbjörg Gunnarsdóttir, Hansina Einars- dóttir, Jóhannes Sæmundsson, Reynir Karlsson og Þorsteinn Einarsson. Að loknum erindun- um var þátttakendum skipt i starfshópa, sem fjölluöu um iþróttaiðkun, félagsstörf, stöðu kvenna I iþrótta og félagsstarfi og hvaö þarf til að auka hlut- deild kvenna i iþrótta- og félags- starfi. Siðastliðið sumar leit nefndin svo á að hún hefði lokiö hlut- verki slnu, en ISI fór þess á leit við nefndarkonur aö þær héldu áfram störfum. — IngH Frá æfingu I fimleikum hjá iþróttafélaginu Gerplu i Kópa- vogi. Þátttaka kvcnna í félagsmálum íbróttasambandsins og í.þróttaiokunum árið 1977 samkvæmt kennsluskýrslum þess árs.___________________________________________ Héraðssamband. I stjórnum oq nefndum. Iþrótta- iðkendur. Iþróttabandalag Reykjavíkur; 82 5.206 Ums. Kjalarnesþings: 38 815 Iþróttabandalag Akraness: 4 190 Ums. Borgarfjaröar; 68 376 Hs. Snæfells-og Hnappad.s.: 22 660 Ums. Dalamanna: 8 74 Ums. Hrafna Flóki: 3 127 Hn. V-Isfirðinga: 66 876 Iþróttabandalag Isafjarðar: 31 430 Hs. Strandamanna: 22 138 Ums. V-Húnvetninga: 13 206 Ums. A-Húnvetninga: 12 247 Ums. Skagafjarðar: 42 537 Iþróttabandalag Siglufjarðar: 21 392 Ibróttabandalag ölafsfjarðar: 5 161 Ums. Eyjafjarðar: 103 593 Iþróttabandalag Akureyrar: 25 1.311 Hs. S-Þingeyinga: 75 638 Ums. N-Þingeyinga: 27 241 Um.og Iþróttas. Austurlands: 98 1.290 Ums. Olfljótur: 7 65 Ums. V-Skaftafellssýslu: 23 178 Hs. Skarphéðinn: 160 1.257 Iþróttab. Vestmannaeyja: 71 643 íþróttab. Suðurnesja: 13 412 Iþróttab. Koflavlkur: 10 327 Iþróttab. Hafnarfjarðar: 59 1.019 SAMTAES: 1.108 18.409 I stjórnum og nefndum eru alls: 4.194. Þátttaka kvenna: 26.4% Iþrótt Þáttta aiðkendur all ka kvenna: 29 s: 61.827. .8%. Iþróttaiðkun kvenna í hinum einstöku iþróttagreinum 1977. 1 sýslum: I kaupstöðum: 1. Badminton 268 687 2. Blak 412 388 3. Borðtennis 314 49 4. Fimleikar 677 1.629 5. Frjálsar íþróttir ..482 1.356 6. Glíma 2 14 7. Golf 13 163 8. Handknattleikur 569 3.240 9. Júdó 1 69 10. Kastíþr. línur 20 1 1. Knattspyrna 488 496 12. Körfuknattleikur 396 318 13. Lyftingar 2 14. l.óður 51 8 15. Siglingar 27 16. Sknutaíþrótt 316 74 17. Sklðaíþrótt 444 2.051 18. Skotfimi 1 8 19. Sund 1.238 1.095 "Curling"+ boccia 16 Samtals iðkendur 6.719 11.690 Somanlagt: 18.409 frá hinum sérstæða fréttaritara Oddi Sveinssyni, sem hér sést i búð sinni. Átta bœkur frá Hörpuútgáfunni: Borgfirsk blanda Ný Blanda úr Borgarfirði kem- ur út i haust hjá Hörpuútgáfunni ásamt sjö bókum öðrum, meðal þeirra eru Stuðlamál, safn af kvæðum og rimum eftir Einar Beinteinsson skáld frá Draghálsi ,,Á árunum fýrir og eftir 1960 voru tveir fréttaritarar Morgunblaðsins frægastir fyrir fréttaskeyti sin. Það voru Oddur Sveinsson á Akranesi og Regina Thorarensen á Gjögri...” Þannig byrjar einn kaflinn I fjórðu bók- inni af Borgfirskri blöndu sem væntanleg er á markaðinn i haust. I þessum þætti er greint frá lifshlaupi hins sérstæöa fréttaritara Odds Sveinssonar og litrikum æviferli hans. Birtar eru margar af eftirminnilegustu fréttum hans, einnig myndir. Lik- legt er að mörgum komi á óvart að lesa um hið ævintýralega lif hans. I þessari nýju blöndu eru auk þess fleiri þættir af skemmtilegu og sérstæðu fólki, gamansögur, gamanvisur og skopkvæði, einnig þjóðlifsþættir, frásagnir af slys- förum, draumum og sagnaþættir. — Bragi Þórðarson bókaútgef- andi á Akranesi hefur safnað efn- inu i þessa fjórðu bók eins og hin- ar fyrri og sjálfur skráð hluta af þvi eftir frásögnum fólks og sam- tima heimildum. Meðal annarra sem eiga þar efni eru: Andrés Eyjólfsson i Siðumúla, Björn Jakobsson, frá Varmalæk, séra Brynjólfur Gislason i Stafholti, Gisli Sigurösson Akranesi, Guð- mundur Brynjólfsson á Hrafna- björgum, Karl Benediktsson á Akranesi, Kjartan Bergmann Guðjóhsson frá Flóðatanga, Magnús Sveinsson frá Hvitsstöð- um, Sigurður Jónsson I Tryggvaskála, Sigurður Guð- mundsson frá Kolsstöðum, Svein- björn Beinteinsson á Draghálsi, Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum, Þorvaldur Þor- kelsson frá Lundi. Hörpuútgáfan sendir þar að auki frá sér sex þýddar skáldsög- ur úr flokkum bóka um hetjudáðir i heimsstyrjöldinni og i flokki ástarsagna eftir Erling Poulsen og Bodil Forsberg. Nú vilja allir í Örugga borg Allir miðar á siðustu sýningu á leikriti Jökuls Jakobssonar I öruggri borg hurfu á hálftima á fimmtudaginn sl, er selt var á sunnudagssýninguna. Hefur verið húsfyllir á sfðustu þrjár sýn- ingarnar og margir orðið frá að hverfa, þannig að nú er ákveðið að hafa þrjár aukasýningar, nk. sunnudag 26. okt., þriðjudaginn 28. og fimmtudaginn 30. okt. Að öllum likindum geta sýningar ekki orðið fleiri vegna þrengsla við Litla sviðið, en frumsýning á leikriti Valgarðs Egilssonar.Dags hriðar spor, er á næstu grösum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.