Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Sigla með aflann til Vestmannaeyja Austfjardahafnirnar geta ekki tekið við meiru Eftir helgarfri héldu rekneta- bátarnir út til sildveiöa seint á sunnudag og lögðu net sin i Loð- mundarfirði. Þar var allt fulit af sild og það svo að margir bátar misstu net sin, sem hreinlega sukku en önnur rifnuðu. Þess voru dæmi að 15 til 20 tunnur fengjust úr einu neti sem er með þvi allra mesta sem hugsast getur. Þá voru hringnótabátarnir að fá mjög góðan afla inná Reyðar- firöi i gær. Að sögn Más Lárussonar verkstjóra hjá Sildarvinnslunni i Neskaupstað segja sjómenn að það sé „vegg- ur” af sild fyrir austan um þessar mundir. Már sagði að flestir sildar- bátarnir sigldu nú með aflann til Vestmannaeyja þar sem allar Austfjarðahafnirnar væru orðnar fullar og engin leið að taka við meiru. Þvi væri ekki um annað að gera en fara með aflann til Eyja. Már sagði að óskaplegt vinnuálag væri nú á fólki á Austfjörðum. Nefndi hann sem dæmi að i Nes- kaupstaö hefði verið saltað til kl. 23.00 á kvöldin siðast liðna viku og hefði fólk verið orðiö örþreytt og afköstin að sjálfsögðu eftir þvi. Sömu sögu er að segja af öörum söltunarstöðum fyrir austan, álagið á fólkið i þessari miklu sildarhrotu er allt of mikið. — S.dór Munið ráðstefnu Alþýðubandalagsins um Þjóðfrelsis- og utanríkismál í Þinghól, Hamraborg 4, Kópavogi dagana 25. og 26. október. Ráðstefnan hefst klukkan 13:30 á laugar- dag og er opin öllum flokksmönnum Alþýðubanda- lagsins. ALÞYOU BANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i uppsveitum Arnessýslu Aðalfundur Alþýðubandalagsins i uppsveitum Arnessýslu veröur hald- inn i Aratungu miðvikudaginn 22. okt.n.k.og hefstkl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa i kjördæmisráð og á landsfund. 3. Félagsmálin. 4. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra flytur ræðu um stjórnmálin og rikisstjórriarþátt- tökuna. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavik OPIÐ HÚS miðvikudagskvöldið 22. okt. kl. 20.30 i risinu að Grettisgötu 3. 1 heimsókn kemur Magnús Kjartansson fv. ráðherra og les kafla fu- þýðingu sinni á bókinni Jens Munk eftir Torkild Hansen. Gunnar Guttormsson syngur nokkrar visur um veðurbliðu, erfiðisvinnu og framþróun landsins við undirleik Sigrúnar Jóhannesdóttur II. deild ABR sér um kaffiðog með þvi. Allir velkomnir. Athugasemd Vegna greinar i Þjóðvilj- anum 18. október sl. vil ég taka fram eftirfarandi: A umræddum fundi með j starfsfólki Skóverksmiðj- unnar Iðunnar sagðist Hjörtur Eiriksson hafa átt tal viö iðnaðarráöherra um erfiðleika skógerðarinnar, en hafði alls engin ummæli eftir ráðherranum, aðeins, að hann hefði ekki hlotið jákvæöar undirtektir. Það voru minorð, að ef það væri rétt, sem fleygt er, að iðn- aðarráðherra hafi sagt, aö það væri næg atvinna i land- inu, td. i fiski, þá erum við iðnverkafólk ekki ánægð með þau sjónarmið. Við vilj- um jafna fyrirgreiðslu við alla atvinnuvegi lands- manna. Með þökk fyrir birtinguna. Margrét Jónsdóttir iðnverkakona, Akureyri. Fékk einn 200 tunnur Síld stendur þétt i nokkrum Austfjaröa, ekki sist Norðfiröi. Enda er þar saitað og fryst af miklu kappi, — i gær fóru iðn- skólanemar og kennarar þeirra á vettvang til að flýta fyrir. Sildin er mjög nálægt landi; i gær fékk Skrúður frá Grindavik meira en veiðarfæri hans gátu torgað aðeins um hundrað metra frá landi. Dæmi eru af manni sem rær einn á bát; hann hefur nú þegar komiö með 200 tunnur á land. Stjórn- keifis- nefnd Borgarstjórn hefur skipað fimm manna nefnd til að endurskoða stjórnkerfi Reykjavikurborgar I sam- ræmi við nýlega samþykkt þar um. 1 nefndinni eiga sæti: Adda Bára Sigfús- dóttir, Eirikur Tómasson Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Al- bert Guðmundsson og Davið Oddsson. Dóróthea Magnúsdóttir Laugavegi 24 II. hæö. 'Torfi Geirmundsson Sími 17144. Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UUMFERÐAR RÁÐ ___ Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Kópavogi 1980 verður haldinn i Þinghóli miðvikudaginn 29. október n.k. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Lagabreytingar. 4. önnur mál. Félagar! Gjörið svo vel að greiða félagsgjaldið. Stjórn ABK. Aðalfundur Alþýðubandalags Rangárþings verður haldinn að Geitasandi 3, Hellu föstudaginn 24. okt. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. önnur mál Stjórnin Fundur í félagsmálanefnd miðstjórnar Félagsmálanefnd miðstjórnar Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar á Grettisgötu 3 laugardaginn 25. október kl. 14. Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur tii undirbúnings landsfundi verður haldinn laugardaginn 25. okt. kl. 2 eh. að Eiðsvallagötu 18. Ath. breyttan fundartima. Fundarefni: Utanrikis og þjóðfrelsismái. Stjórnin. TOMMI OG BOMMI FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.