Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. október 1980. Miðvikudagur 22. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Óttinn við dómsdag er drjúg atvinnu- grein Margar greinar bandarisks atvinnulifs eru heldur iila staddar, en ein biómgar sem aldrei fyrr: framleiösla á sérstökum varn- ingi, vopnum, byrgjum, niðursoðnum og þurrkuöum matvælum og öðru þvf sem þeir sanka að sér sem óttast að dómsdagur sé I nánd. Hér er ekki um þá aö ræða sem hafa reikn- aö það út, rétt einu sinni enn, aö einhverjir spádómar Bibliunnar séu um þaö bil aö ræt- ast. Og tilhneigingar hinna óttaslegnu eru nokkuð aörar og margbreytilegri en þeirra, sem reyndu aö koma sér upp einkaatóms- triösbyrgjum á sjötta og sjöunda áratugnum. Helstu forsendur óttans sýnast vera efna- hagslegs eðlis. Þeir sem ætla sér aö lifa af hvað sem þaö kostar og hvaö sem um aöra veröur, byrjuðu aö hamstra nauösynjum þegar áriö 1973, þegar oliusölubann stóö um nokkra hriö. Eftir fall keisarans i lran og upphaf striösins i Afganistan tóku margir aö kaupa sér vopn og koma sér fyrir i húsum sem þeir: hafa keypt uppi I sveit. Til eru dæmi um ’rnenn sem byggja sér heil virki, meö sprengjubyrgjum gröfnum inn i fjöll. Misjafnir sauöir Bölsýni þessara manna er misjafnlega sterk. Sumir óttast veröbólgu og kreppu. Aörir óttast allsherjarupplausn bandarlsks þjóöfélags og meiriháttar heimsslys. Þeim er þaö sameiginlegt, að þeir óttast stórborg- irnar, eru vissir um aö eina leiöin til aö lifa af sé að forða sér til sveita helst til fjalla.Flest- ir telja nauösyn aö vopna sig, og segjast ætla aö nota vopnin til aö verja fjölskyldur sinar gegn ræningjum. Obbinn af þessu fólki hefur mjög óljósar pólitiskar skoöanir, en til er meðal þeirra allstór hópur kynþáttahatara sem telja vist, aö þegar Harmageddon hefst, þá muni þeir beina skotum sinum aö blökku- mönnum og Gyöingum. Enginn veit, hve margir þeir eru sem hafa komið sér upp sveitaafdrepum sem ekki skemmast. En þaö er t.d. vitaö aö 125 þúsund áskrifenda borga 80 þúsund krónur á ári hver fyrir „fréttabréfiö” Ruff Times, sem kennir mönnum listina aö lifa af. Mikil aösókn er aö námskeiöum i þeirri sömu list, kostar fjögurra daga námskeiö sem dæmi er tekiö af um 100 þúsund krónur aö minnsta kosti — og komast færri aö en vilja. (Byggt á Newweek). Svona búning með riffli býður Survival Inc. I Kaliforniu þeim sem vilja lifa af stórslys sögunnar. Vantrauststillaga Palme verður felld Borgaraflokkarnir sænsku standa nú samt mjög tæpt Olof Palme og flokksbróðir hans, Kjell-Olof Feldt, með listann yfir þá þingmenn sem undir vantrauststillöguna skrifa. Það er i dag að sænska þingið greiöir atkvæöi um vantrausttil- lögu sósialdemókrata á sam- stjörn borgaraflokkanna þriggja. Það eru engar likur til að stjórnin falli við atkvæðagreiösluna: stjórnarandstaöan, sósialdemó- kratar og VPK, Vinstri flokkurinn kommúnistar, hafa samtals 174 þingmenn og þar meö vantar eitt atkvæði á þingi til aö stjórnin fadli. Það er og vegna þessa sem borgaraflokkarnir hafa verið ósparir á að skamma Olof Palme og flokksmenn hans fyrir það að vantrausttillagan sé sýndar- mennska ein. Um þetta hefur Olof Palme, foringi sósialdemókrata, sagt á nýlegum blaöamannafundi: Viö gerum ráö fyrir þvi aö viö töpum atkvæöagreiöslunni á þingi svo aö vantrauststillagan er einna helst staöfesting á óánægju okkar meö stefnu stjórnar borg- araflokkanna. Palme vegnar vel Sósíaldemókratar hafa hvað eftir annaö krafist þess aö stjórn- in segi af sér — á þeirri forsendu aö hún hafi svikiö loforö sin og hafi ekki umboð til aö fylgja eftir þeirri sparnaöar- og niöurskurö- aráætlunsem húnhefur nú boðaö. Astæöan fyrir þvi, aö nú er látiö til skarar skrlöa er fyrst og fremst sú, aö nýleg skoðanakönn- un sýnir, aö Sósialdemókratar eru komnir með hvorki meira né minna en 49% atkvæöa og þvi á góöum vegi meö aö eiga fylgi i hreinan meirihluta á þingi. Altént geta þeir gert ráö fyrir þvi aö hafa drjúgan meirihluta meö VPK, sem nú er með 30 þingsæti. Borgaraflokkarnir hafa hinsveg- arekki átt jafn litlu fylgi aöfagna og nú siöan áriö 1969. Hvers konar sparnaður? Eins og rakiö var hér i blaðinu i fyrri viku er vantrauststillagan borin fram vegna sparnaöaráætl- unar stjómar Falldins. Útgjöld rikisins á aö skera niöur um 6.4 miljaröi sænskra króna. Þar af munu 2.4 miljaröar koma beint viö vasa sænskra launamanna, — m.a. vegna minni niöurgneiöslna í matvælum, breytts útreiknings á verölagsuppbótum á laun og nýrra reglna um húsaleigustyrk. Um leið eru greiöslur hækkaðar fyrir læknisheimsókn og lyf og fargjöld meö almenningsfarar- tækjum hækka sem og ýmisleg önnur opinber þjónusta. Kjör aldraðra Sósialdemókratar hafa i gagn- rýni sinni á spamaðaráætlunina haft á oddi þaö tilræöi viö kjör aldraöra sem hún felur i sér. Olof Palme hefur m.a. komist svo aö oröi, aö sinn flokkur geti viöur- kennt, aö þaö þurfi aö hressa upp á fjárhag rikisins og aö ekki sé svigrdm fyrir raunhæfar kaup- hækkanir á næsta ári. En, segir Palme, ástandiö er ekki svo slæmt, aö eftirlaunafólk skuli neytt til aö vera i fremstu röö þeirra sem neyddir eru til aö veröa af fengnum réttindum. Hann lagöi áherslu á aö stjórnin ætlaöi sér aö spara einna mest meö þvi' aö draga úr dýrtlöarupp- bót á eftirlaun — og geröist þetta einmittá þvi ári, þegar borgara- stjórnin hefur lækkaö skatta á hæstu tekjum um 11.000 krónur (um 1,4 milj. íslenskra króna.). Að lokast inni Fleiri eru óánægöir meö niöur- skuröaráætlanir stjórnarinnar en vinstriflokkarnir. Stórblaöiö Dagens Nyheter hefur gagnrýnt áform stjórnarinnar i nokkmm leiöurum aö undanförnu. Blaöiö visar m.a. á bug þeim staöhæf- ingum Bohmans efnahagsráð- herra og leiötoga Ihaldsmanna („Hófsamra”) aö ofvöxtur I opin- berri þjónustu hafi dregiö úr mannafla til sænsks iönaöar. Sænskur iönaöur hafi t.d. ekki bætt viö sig fólki svo neinu nemur undanfarin tvö ár vegna þess aö á árum áöur haföi stjóm sósial- demókrata hjálpaö fyrirtækjun- um til aö þurfa ekkiaö segja upp starfsfólki þótt illa gengi. Þegar svo nokkur fjörkippur kom, var hægt aö auka framleiösluna meö þvi starfsfólki sem fyrir var. 1 annan staö þykir blaöinu sem stjórnin trúi blint á markaöslög- mál og vilji foröast aö veita fyrir- tækjum þá markvissu aöstoö sem þörf er á í þrengingatiö. Dagens Nyheter tekur meö ýmsum hætti undir ótta sósialdemókrata viö aö Sviar fari aö sætta sig viö aö all- stór her atvinnuleysingja sé fastafyrirbæri i þjóðlifinu. Þaö er háskalegt, segir blaöiö, aö „læsa sig inni” I atvinnuleysi, sem aö sinu leyti bæöi eykur viö atvinu- leysi og gerir fjölda manns aö vondaufum ómögum, brýtur niö- ur þeirra sjálfstraust og mögu- leika. ábtóksaman. Bandarískur „kommi” fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði Hefur mótað aðferðir til að spá í framvindu efnahagsmála Bandariskur hagfræðingur, Lawrence R. Klein, fékk hag- fræðiverðlaun Nóbels i ár. Hann er þekktur fyrir gerö svonefndra „ekonometrlskra módela” sem notuð eru til að spá um þróun | efnahagslifs viða um heim. Klein vann sem ráögjafi fyrir Jimmy Carter, þegar hnetubónd- inn sá var aö berjast fyrir for- setaembættinu 1976, en hann hef- ur tvivegis hafnaö því aö taka sæti I stjórn Carters sem ráögjafi I efnahagsmálum. Astæðan er sú aö Klein bjóst ekki viö þvl aö fá samþykki þeirra bandarisku þingnefnda, sem veröa aö leggja blessun slna yfir val á ráögjöfum forsetans. Klein varö á sinum tima aö fara i' einskonar Utlegö til Bretlands, meöan McCarthy og skósveinar hans sáu útsendara heimskommúnismans I hverjum frjálslyndum manni, en Klein haföi veriö I róttækum samtökum ungur. Dagens Nyheter lýsir framlagi Lawrence Klein til efnahagsmála á þessa leiö: Tölva er mötuö á upplýsingum um einnar prósentu vaxtahækkun. Viö ýtum á viðeig- andi takka og meðan tölvan reiknar fyrir okkur mörg hundruö jöfnur hlaupum viö aö hinum enda hennar. Þar getum viö svo lesiö hvaöa áhrif vaxtahækkunin hefur á hin ýmsu svib efnahags- maia: á sparifjármyndun og fjár- festingar, á neyslu, atvinnutæki- færi, innflutning og útflutning og þar fram eftir götum. Lawrence R. Klein: A dögum McCarthys fór hann i útlegö til Bretlands. Inni i þessari tölvu er „módel” gert eftir fyrirsögn Lawrence R. Kleins. Þessi módel eru ekki köll- uö „hagfræöileg” heldur „ekonometrisk” sem viö skulum til bráðabirgða kalla og kenna viö „hagmælingar”. Hagmælingar Kleins eru stæröfræöileg aöferö til aö prófa og þróa hagfræöi- kenningar. Ofmetinn? Starf Kleins hefur hlotiö mikla viöurkenningu og eru módel hans viöa notuö. Þau þykja einkar nyt- samleg til aö skýra hagsveiflur og gera úttekt á þeim. Hins vegar er þvi haldiö fram af æ fleirum aö menn hafi ofmetiö módel þessi mjög til spásagna I efnahagsmál- um. Þau bregöast alltof oft vegna þess aö veruleikinn breytist örar enmódelinfá viö ráöiö. Enn aðrir hafa gagnrýnt þau vegna þess hve flókin þau eru oröin. Svo flók- inaö menn geta ekki lengur skiliö hvaö er hvaö I útreikningum tölv- unnar. (ByggtáDN). kominn I hljómsveit Chico Hamilton, þar sem hann var síö- an I u.þ.b. hálft annab ár. Jafn- framt þessu, vann hann meö og hljóöritaði plötur meö mörgum öðrum. Ariö 1973 gekk hann svo I hljóm- sveit Billy Cobham þar sem hann starfaöi um skeiö og hljóöritaöi þrjár plötur, „Crosswinds”, „Total Eclipse” og „Shabazz”. A þessu timabili starfaöi Aber- crombie jafnframt annaö slagiö meö öörum trommara, Jack DeJohnette aö nafni. Þeim samdi svo vel aö Abercrombie ákvaö fljótlega aö segja skiliö viö Cob- ham og starfa eingöngu meö DeJohnette. í gegnum DeJohnette kynntist Aber- crombie siöan Manfred Eicher, eiganda EMC-hljómplötuútgáf- unnar, sem vildi endilega fá aö gefa út plötu meö honum. Eftir allnokkra umhugsun sló Aber- crombie til og árið 1975 leit árangurinn dagsins ljós, platan „Timeless” þar sem Aber- crombie nýtur aðstoöar tveggja gamalla starfsfélaga, þeirra John DeJohnette og Jan Hammer. Vistin hjá ÉCM hefur greini- lega átt vel viö Abercrombie, þvi siöan hefur hann gefiö út um tug hljómplatna fyrir útgáfuna þ.á m. „Gateway” (meö DeJohnette og Dave Holland). „Cloud dance” (meö DeJohnette, Holland og Colin Walcott), „Pil- grim and The stars” (með Enrico Rana og fl.), „Untitled” (meö DeJohnette, Mike Richmond o.fl.), „Pictures” (meö DeJohnette), „Sargasso sea” (með Ralph Towner), „Characters” (sólóplata), „Arcade” og Abercrombie „Quartet” en á þessum tveimur siöast nefndu er liöskipanin ein- mitt sú sama og leikur á tónleik- unum i kvöld, þ.e. Richard Beirach, George Mraz og Peter Donald. Pianóleikarinn Richard Beirach er skær og risandi stjarna innan jassheimsins og hefur leikið meö ótal mörgum nafnkunnum jassleikurum sem of langt mál yröi aö telja upp hér. Auk þess hefur Beirach gefiö út þó nokkrar sólóplötur og hafa a.m.k. tvær þeirra („Eon” og „Hubris”) veriö fáanlegar hingaö og þangab I bænum. Tékkneski bassaleikarinn Jiri (George) Mraz er þó kannski sá sem gengur foringjanum Aber- crombie næstur. Hans ferill hefur einnig verið langur, fjölbreyttur og glæstur en þaö lýsir kannski best hæfileikum hans aö Mraz var annar tveggja bassaleikara, sem bassa. og tónlistasnillingurinn sálugi Charles Mingus, valdi til aö taka viö stööu sinni á siðustu plötunni, sem hann gaf út, „My, Myself an eye”, en Mingus var of lasburöa til aö sjá um bassaleik- inn sjálfur. Aö lestri þessum loknum ætti þvi lesandanum vonandi aö vera ljóst að merkisatburöur mun eiga sér staö I kvöld. Þetta er einstak- ur atburöur sem enginn sannur tónlistarunnandi má láta fram hjá sér fara. Missiö ekki af þessu f Þorvarður Arnason. lazz í Hamrahlíð í kvöld John Aberc kvartettinn Tónlist „Dreams” var nokkurs konar þróaö rokk meö jass-Ivafi einskonar „frum”- jassrokk og var „Dreams” ein fyrsta hljóm- sveitin sem lék slíka tónlist (sbr. þaö aö sú plata sem talin er marka timamót I þessum efnum, þ.e.a.s. plata Miels Davis „In asilent way” kom ekki út fyrr en 1969). „Dreams” leystist fljótt upp og áriö 1970 var Abercrombie Það hefur ekki farið fram hjá jassunnendum að i kvöld kl. 20.30 heldur kvartett gitarleikarans John Abercrombie tónleika i menntaskólanum við Hamrahlfð og eru tónleikarnir á vegum jass- vakningar og tónlistarfélags M.H. Auk Abercrombie eru i kvartettnum þeir Richard Beirach (pianó), Georg Mraz (bassi) og Peter Donald (tromm- ur). Komu þeirra félaga hingað má telja meö helstu tónlistarviöburö- um ársins, jafnvel slðustu ára — þvi hér er fólki gefinn kostur á aö sjá þrjár af skærustu stjörnum jassins I dag, þá Abercrombie, Mraz og Beirach. Jafnframt gefst mönnum tækifæri til aö kynnast nýrri jassstefnu, stefnu sem oft er kennd viö þýska hljómplötufyrir- tækiö EMC, og sem er um margt óllk heföbundnari jass- stefnum. Þannig ber þessi „nýja” jasstónlist sterkan keim evrópskrar tónlistarheföar — „hvltrar” tónlistarheföar and- stætt hinni „svörtu”, afrlkönsku tónlistarhefð sem jassinn er upp- runalega sprottinn úr. Þennan mun er erfitt aö út- skýra meö orðum en hann er þeim mun auöheyröari á tónleik- um. Þessi stefna, sem Aber- crombie kvartettinn er fulltrúi fyrir, hefur stööugt oröiö sterkari og meira áberandi hin siöari ár og nægir I þessu sambandi aö llta á þann aragrúa frábærra jassleik- ara sem starfa hjá EMC, s.s. Keith Jarrett, Gary Burton, Eberhard Weber, Jan Garbarek, Terje Rypidal, Jack DeJohnette, John Surman, Bill Connors, Dave Holland, Gary Peacock, Kenny Wheeler, John Taylor, Ralpn Towner, Dave Liebman, og fl.öfl. Aö Abercrombie, Beirach og Mraz ógleymdum. John Abercrombie er fæddur I Portchester I New York fylki I Bandarikjunum þann 13. desem- ber 1944. Hann byrjaöi aö spila á gltar 13 ára gamall og fyrstu áhrifavaldar á tónlist hans voru helstu rokkhetjur þess tima, s.s. Chuck Berry, Elvis Presley og John Abercrombie hefur með sér aörar jass-stjörnur.... gitargrúppan The Ventures. Vegna nokkurra áhrifa Dave Brubeck og Baraley Kessel hljóm- platna — og þar sem hann haföi mjög óljósar hugmyndir um hvaö hann ætti aö hafa fyrir stafni I llf- inu — lét hann innrita sig I Berklee tónlistarskólann. Hann stundaöi þar nám um fimm ára skeiö, frá 1962—67 — aöallega vlst til aö losna viö herskylduna. A þessum árum öölaðist hann mikla kunnáttu og reynslu og nú fór tón- list manna eins og Bill Evans, Jim Hall, Miles Davies og John Co>ltrane einkum aö höföa til hans. Ariö 1968 gekk hann svo I hljómsveitina „Dreams”, en I hljómsveitinni voru m.a. blásararnir Randy og Michael Brecker og trommarinn Billy Cobham. á dagskrá Þad skyldi þó ekki vera aö Árni sé sammála nafna sínum úr Eyjum er sagdi „ad þetta gúanórokk og barátta farandverkafólks væri að eyöileggja hina þjódlegu rómantík verbúöanna, svo nú yrði ekkert gaman lengur” Þorlákur Kristinsson Þegar Hallærisplanið mótmælir her í landi I Þjóöviljanum 10. oktdber sl. skrifar Arni Björnsson dag- skrárgrein um texta og laga- gerö gúanórokksins og þá helst um afuröir Bubba og Utan- garösmanna á þvi sviöi, og er þar ekki annaö aö sjá en aö gúanórokkiö standi þversum I Arna. Maöur sér Arna Bjömsson fyrir sér þar sem hann hefur komið sér þægilega fyrir meö Timarit Máls og menningar I hönd og ætlar sér i' rólegheitum aö njóta þeirrar menningar sem þar er aö finna. En hvaö? Arni finnur mikla skltalykt og fýlu leggja upp af slöum ritsins og hvaö veldur? Jú, I ritinu er þá aö finna söngtexta eftir verkafdlk Ur sjávanltvegi sem er aö fjalla um veruleika sinnar stéttar á þann hátt er þaö sjálft vill. En meö hryllingi hefur Arni samt barist I gegnum þessa texta, og finnst þeir „fUlir og slepju- legir”, eins og hann oröar þaö. En Arni og aörir viökvæmir fagurkerar á vinstrikantinum geta bara slappað af, þvi aö enginn ætlar að taka „vináttu- klúbb alþýöunnar” frá þeim. Þaö fólk sem er á bakviö það sem kallað hefur veriö gúanó- rokk er sjálft annaöhvort nú- verandi eöa fyrrverandi verka- fólk úr gúanóbrækju verstööv- anna og þaö sem er textagerö þess sameiginlegt er aö þar skoöar þaö sjálft sig og um- hverfi sitt i ljósi stéttaand- stæöna. Þvl er ekki kappsmál aö bródera einhverja klasslska umgjörö um þaö sem þaö vill segja, heldur skiftir öllu máli hvaö þaö segir. Bubbi Morthens dregur i textum sínum fram myndir af þeim veruleika sem hann hefur búiöviö sem farand- verkamaöur, hann reynir á sem sterkastan og einfaldastan hátt aö greina frá vosbúö, vinnu- þrælkun og firringu mann- lifsins. Hann skiftir ekki máli hvernig hann segir hlutina heldur hvað hann er aö segja. Arni gengur allan timann út frá forminu á textunum en ekki innihaldi. Hann stillir söng- textanum upp sem ljóöi sem ekki er hægt aö gera af neinni sanngirni, þvl söngtextinn getur ekki staöiö einn og óstuddur og veröur þvl ekki skilinn frá laginu. Þaö er rétt aö Bubbi og fleiri hafa gagnrýnt kveöskap viö dægurlög er fjalla um sjó mennsku og fiskvinnu, ekki vegna þess hvernig sá kveö- skapur er settur fram heldur hvaö hann segir. Þaö efast eng- inn um aö þetta eru oft vel ortar visur, en þaö er ekki þaö sem skiftir máli. Gúanórokkiö er ein fyrsta beina viöleitnin I þá átt aö brjóta niöur þá goösögn, sem hlaöin hefur veriö upp með dægurlagatextum, um störf verkafólks I sjávarútvegi, til þess eins aö halda stéttarvitund þess niöri, meövitaö eöa ómeö- vitaö. En þaö skyldi þó ekki vera aö Arni sé sammála nafna sínum úr Eyjum er sagöi ,,aö betta gúanórokk og barátta farand- verkafólks væri aö eyöileggja hina þjóölegu rómantlk verbúö- anna, svo nú yröi ekkert gaman lengur”? Þaö er ekki hægt aö afskrifa þau áhrif sem rokkið hefur haft á heimsmynd heillar kynslóöar, eöa hvaö skyldu RollingStones, Dylan, Hendrix, Sex Pistols og Utangarösmenn hafa skilaö Al- þýöubandalaginu og vinstri- kantinum I heild miklu fylgi, þó svo aö þaö séu fjölþjóölegir hringir sem dreifa verkum þeirra? t grein sinni stillir Arni Halldóri Laxness, Hallgrlmi sálmaskáldi og Bubba saman á bekk og segir aö allir hafi þeir fjallaö um ömurleik mann- lifsins, og segir Hallgrim gera þaö fagurlega, Halldór gera listaverk en aö Bubbi sé kúkó. Man Arni Björnsson ekki eftir, þvi hvernig borgarastéttin tók Halldóri Laxness á sinum tima: kváöu hann ekki færan aö rita á islenska tungu, bækur hans bannaðar eöa jafnvel brenndar. Þaö er ekki annaö aö sjá en aö Arni sé aö endurtaka þá sögu á sinn hátt. Þaö er vissulega skiljanlegt aö aödáendur hins ritaöa máls séu hugsi yfir þeim miklu áhrifum sem músikin hefur á fjöldann miöaö viö „bókina”, en þaö er fráleitt aö daga uppi eins og nátttröll inni á Þjóöminja- safni og neita aö viöurkenna rokkmúsik sem alþýöulist. Rokkiö er alþýöulist og I meö- ferö Utangarösmanna veröur þetta baráttuvopn er gagnar okkur betur en velvalin gullkorn yfir súkkulaöibolla á Mokka. En það er ekki bara Árni sem hefur hafiö þetta andóf gegn rokkinu. Nú ekki alls fyrir löngu héldu Herstöövaand- stæöingar hljómleika, Rokk gegn Her. Ekki vantaði þá skltkast og útúrsnúninga I flestum blööum um þá aögerö Herstöövaand- stæöinga, og komu skeytin jafnt frá hægri sem vinstri, talaö var um aö þar væru á feröinni „meöalmenn er héldu sig vera brjálaöa snillinga”, lág- menningarskril. Ekki varö einn einasti maöur af þvl ritglaöa fólki sem fyllir vinstrikantinn til þess aö verja þessa baráttu Herstöövaand- stæðinga. Maöur hefur þaö hreinlega á tilfinningunni aö sá há- menningaraöall er leiöir skamm degistöltiö á vinstri kantinum skammist sln fyrir aö „rokkiö” skuli vera aö andæfa á heimavelli þeirra. Þaö má jú hafa af þessu liöi peninga, en þegar rokkarar fara aö taka málefnalega afstööu I textum sinum, þegar Hallærisplaniö fer og mótmælir her I landi, þá er nóg komið. Gúanó er Urgangur og Ur þeim úrgang er unnin áburður, og upp úr þeim áburöi spretta frjó- angar nýrra tlma. Arni Bjömsson og þeir sem halda ekki áttum vegna skita- lyktar,þegar vindar samtlmans blása aö þeim, veröa aö skilja aö gúanórokkið er og veröur vopn okkar sem andæfum gegn útgeröarauðvaldi, gegn tortim- ingarhæ11unni, gegn kapltalismanum. Nú nokkrum dögum siöar hefur hann liklega oröiö fyrir þvi aö finna þessa skítalykt aftur og þá á slöum „málgagns alþýöunnar”,Þjóöviljanum. Var þar á ferðinni viötal viö Bubba Morthens ásamt tilvitnunum i einn af fjölda söngtexta hans. En nú er Arna Biömssvni þjóöháttafræöingi nóg boöiö, eitthvaö veröur að gera til þess aö stööva þessa skitalykt sem viröist vaða uppi á helgi- spjöldum vinstri kantsins. Arni stingur niöur penna og af- raksturinn er þessi makalausa dagskrárgrein er áöur er getiö. Hann byrjar grein sina á þvl aö skýra frá þvl hvernig yfir- stéttin talar um list og annan skáldskap alþýöunnar, meö þvl aö kalla hana „ómerkilega, ruddalega”. En svo merkilega vill til aö þetta verður einmitt niöurstaöa Árna Björnssonar um gúanó- rokkiö, nema aö Árni bætir viö oröaforöa yfirstéttarinnar og segir gúnanórokk ekki bara ómerkilegt og ruddalegt, heldur lika fúlt, slepjulegt, lélega sam- suöu og af þvl sé skitalykt”. Ekki voru menn hissa á sinum tima þegar einn helsti fulltrúi útgeröarauðvaldsins hér á landi, framkvæmdastjóri eins stærsta frystihússins, hélt þvi fram opinberlega aö þegar Utan- garösmenn á dansleik i , heimabyggö hans höföu snúiö textanum við „lsbjarnarblús- inn” upp á viökomandi frysti- hús, þá hefði farandverkafólk i verbúö frystihússins tekiö ver- búöina og haldiö þeim i hálfan sólahring til þess aö mótmæla slæmum aöbúnaöi og kjörum. Þessi stórlax útgeröarauö- valdsins bölvaöi gúanórokkinu I sand og ösku og kvað þaö vera hættulegt sér og sinum, þó hann tæki ekki eins stórt til oröa og ArniBjörnsson, enda haföi hann kannske ekki nógu mikla menntun til þess. En þaö kemur skemmtilega á óvart þegar menningarpost- ulinn á vinstri kantinum sér sig knúöa til ritverks til þess aö stööva áhrif gúanórokksins, og segir „aö á síöustu misserum hafi risib upp hér á landi nýir vinir alþýðunnar sem kveöjast ætla aö hefja hana uppúr niður- lægingu með þvl aö leika fyrir hana og syngja lélega uppsúöu af þessari alþjóðlegu verslunar- músik, viö enn verri texta”. Skyldi taugatitringur Arna stafa af þvi að allt of lengi hefur viss hópur menningarpostula, er Arni tilheyrir, taliö sig eiga einkarétt á þvi ab vera vinir al- þýöunnar, og þeim finnist nú aö sér þrengt og einhverjir fúlir gúanórokkarar séu að stinga alþýöunni undan þeim?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.