Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 16
DWBVIUINN Miövikudagur 22. október 1980. Aöaislmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blabsinsiþessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná í af- greibslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 ASÍ ræðir við Reykja- víkur- borg BorgarráB samþykkti i gær aö fela launamálanefnd borgarinnar aö taka upp samningaviðræöur viö Alþýöusamband Islands en fyrir fundi borgarráðs lá erindi 14 manna samninga- nefndar ASl, þar sem slíkra viöræöna var óskaö. Er búist viö aö þessar viö- ræöur geti hafist næstu daga en launamálanefndin er skipuö fjórum borgarráös- mönnum. Björgvin Guö- mundsson er formaöur henn- ar en auk hans eru i nefnd- inni Sigurjón Pétursson, Birgir Isl. Gunnarsson og Al- bert Guömundsson. —AI Útvarp í kvöld Dr. Gunn- ar Thor- oddsen á beinni línu Þátturinn „Bein lina” veröur á dagskrá útvarpsins i kvöld kl. 22.35 i umsjá þeirra Helga H. Jónssonar fréttamanns og Vilhelms G. Kristinssonar. Og þaö verður forsætisráöherrann, dr. Gunnar Thoroddsen sem mun sitja fyrir svörum og geta útvarpshlustendur náö sambandi viö forsætisráö- herra meðan á þættinum stendur i sima 22260 Ekki er aö efa aö margt fróðlegt mun koma fram hjá forsætisráðherra varðandi rikisstjórnina og þá ekki siöur ástandiö innan Sjálf- stæöisflokksins sem marga fýsir s jálfsagt aö heyra um. — S.dór Háhýsum Byggung hafnað Borgarráö hafnaöi i gær óskum Byggung um breytt skipulag á Eiösgranda sem m.a. fól i sér byggingu 7-9 hæða háhýsa i staö 2-4ra hæöa fjölbýlishúsa. Staöfesti borgarráö umsögn skipu- lagsnefndar um máliö en hins vegar segir I samþykkt þess aö leita beri leiöa til þess aö lækka bygginga- kostnað Byggung innan ramma samþykkts skipu- lags aö svæöinu. Var skipu- lagsnefnd faliö aö annast þaö verkefni. Þessi bókun borgarráös var samþykkt með þremur samhljóöa at- kvæöum. Björgvin Guö- mundsson lét bóka þá skoöun sina aö reyna ætti að koma til móts viö ósk Byggungs. — AI Ný handrið væntan- leg Handriðin á Tjarnar- brúnni eru orðin ónýt enda ryðbrunnin i gegn við sökklana. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra er nú verið að undirbúa smíði á. nýjum handriðum og verða þau sett upp fljót- lega, e.t.v. í næsta mán- uði. Nýju handriðin verða í svipuðum stíl og hin gömlu. —eös (Mynd: Ál) PRENTARAR: Samninganefndin í erfidri stöðu — eftir aö félagið hafnaði verkfalli Hiö isi. prentarafélag hélt félagsfund i fyrrakvöld þar sem það var fellt i atkvæöagreiöslu aö boöa tii vinnustöðvunar vegna kjaradeilunnar sem prentarar og aðrir bókageröarmenn eiga I, en frá þessu var skýrt i Þjóöviij- anum i gær. Þaö er hinsvegar Ijóst, aö samninganefnd prentara i kjaradeilunni er nú í mjög erf- iöri stööu og við inntum Magnús E. Sigurösson stjórnarmann i HtP hvaö nú tæki viö. Ég fæ ekki betur séð en að við verðum bara að biða þess að boð- aður verði samningafundur, annað getum viö ekki gert eftir að fellt var aö boða vinnustöðvun. Ég skal játa að á fundinum varð það ofan á sem ég vildi ekki, sagði Magnús. Hann benti ennfremur á að það hefði verið grundvallarskoðun prentara að sleppa ekki forgangs- rétti þeirra i hinni nýju tækni sem væri að ryðja sér til rúms i prent- iðnaðinum, en gegn þvi hefðu vinnuveitendur reist vegg. Magn- ús sagðist þeirrar skoðunar að prentarar sigruðu ekki i þessu máli nema með hörðum að- gerðum en á það hefði fundurinn i fyrrakvöld ekki viljað fallast. Ef ekkert næst fram af þessum kröfum okkar á næstunni, sé ég ekki fram á annað en að boða verði nýjan félagsfund þar sem menn geri það endanlega upp við sig hvaöa leið eigi að fara, sagði Magnús. Hann sagði það ekki rétt að hann hefði sagt sig úr samn- inganefndinni eins og einhvers- staðarhefði komið fram, en aftur á moti væri ljóst að það væru aðrir en hann sem nú réðu ferð- inni í samningamálum prentara. Magnús sagði að þeir sem hefðu talað gegn vinnustöðvun á fund- inum i fyrrakvöld hefðu talið að samningaleiðin væri ekki full- reynd enn og þvi væri ekki um annað að gera en að setjast að samningaborði, ef eða þegar fundur yrði boðaður. — S.dór. Magnús E. Sigurösson: Þaö varö ofan á, sem ég vildi ekki Bankamenn œtla að hefja nýja samninga ef samninganefndin fœst þá að samningaborðinu Þaö hefur veriö all mikið um fundarhöld hjá bankamönnum siðan samkomulag það sem lagt var undir allsherjar atkvæða- greiðslu I Sambandi banka- manna, var fellt á dögunum, sagði Vilhelm G. Kristinsson framkvæmdastjóri Sambands bankamanna I viötali við Þjóö- viljann f gær. Hann sagði að á formanna- fundi innan sambandsins sem haldinn var i fyrrakvöld hefði verið samþykkt ályktun, þar sem formenn lýsa fullum stuðn- ingi við samninganefnd sam- bandsins og ennfremur að leita samninga áfram og að vinna i nánum tengslum við formenn félaganna. Aðspurður sagði Vilhelm að það sem hefði valdið hvað mestri óánægju hjá banka- mönnum og væri ef til vill höfuð ástæða þess að samningarnir voru felldir, væri sú 3% kaup- hækkun, sem búið var að semja um viö bankamenn 1979,en var afnumin með Olafslögunum. Þessi kauphækkun átti að koma til framkvæmda 1. júni 1979. Benti Vilhelm á að bankamenn hefðu verið eini hópurinn sem búið var að semja við um þessi 3% og hefði ekki fengið þau. Þá nefndi hann að krafa um breyt- ingar á launaflokkakerfinu sem ekki náðist inn i samningana og opnunartima málið hefðu vegið þungt, þegar samningarnir voru felldir. Að iokum sagði Vilhelm að nú yrði reynt að fá samninganefnd bankanna að samningaborðinu á nýjan leik, ef það tækist ekki yrði sambandið að beita þeim vopnum sem það heföi yfir að ráða samkvæmt lögum.—^S.dór Bygging Höfðabakkabrúar: Kærð til félagsmálaráðherra Bygging llöfðabakkabrúar- innar svokölluðu hefur verið kærð. Aöstandendur undirskrifta- söfnunarinnar gegn brúnni hafa sent kæru til félagsmálaráð- herra, sem er æösta yfirvald skipulagsmála á landinu. Kærendur segja að borgaryfir- völd séu af ásetningi að fara i kringum aöalskipulag Reykja- vikursem samþykkt var árið 1967 og enn er i fullu gildi.Beri félags- málaráöherra að hlutast til um, að mannvirki sem tvimælalaust brjóta I bága við gildandi skipu- lag verði fjarlægð á kostnaö sveitasjóðs. Kærendur benda á að ákvörð- unin um byggingu brúarinnar hafi verið tekin þegar borgar- stjórn ákvað breytingar á aðal- skipulaginu árið 1977, en þær breytingar hafa aldrei verið staö- festar af skipulagsyfirvöldum rikisins. t fréttatilkynningu frá kær- endum segir, að Reykjavikurborg hafi ekki sinnt þeirri lagaskyldu sinni að endurskoða á réttum tima og á forsvaranlegan hátt aðalskipulag sitt, enda sé svo að sjá að skipulag eigi að koma i kjölfar framkvæmda, frekar en að byggt sé óétir staöfestu aðal- skipulagi. 1 Þá segir að þeir aðilar sem vinna að skipulagi borgarinnar hafi hvað eftir annað farið fram á frestun brúarframkvæmda, en framkvæmdaaöilar hafi tekið fram fyrir hendurnar á skipu- lagsaðilum. — meira af kappi en, forsjá. Ber þvi brýna nauðsyn til að æðstu skipulagsyfirvöld bregð- ist skjótt við þessari óheillaþróun segir I fréttatilkynningu frá þeim aðilum sem nú hafa kært bygg- ingu Höfðabakkabrúarinnar um- deildu. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.