Þjóðviljinn - 30.10.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Page 15
Fimmtudagur 30. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, lesendum Fyrirspurn frá Markúsi B. Þorgeirssyni til nýkjörinnar stjórnar Sjómannasambands islands: 1. Á hvaöa forsendum fékk ég ekki svar viö skeyti þvi er ég sendi Sjomannasambandi Is- lands þar sem ég fór fram á aö kynna fyrir þingfulltrúum björgunarnetiö mitt? 2. Kom björgunarnetiö mitt ekki til umræöu á sjómanna- þinginu? Pétur Sigurösson alþingismaöur og ritari Sjómannafélags Reykjavikur haföi lofaö aö færa þaö i umræöu á þinginu, og einnig Guðmundur Hallvarösson vara- formaöur Sjómannasambands íslands og Öskar Vigfilsson — þeir höföu allir fengiö bréf I hendur þar sem lá fyrir yfir- lýsing skipstjórans á Herjólfi, Jóns Eyjólfssonar, og vélstjór- ans á Herjölfi, sem fyrstum manna var bjargaö úr nlmsjó Prófun á björgunarneti Markúsar. Fyrirspura frá Markúsi meö netinu (þrátt fyrir aö fyllsta öryggis var gætt i störf- urn skipstjórnarmanna er varö- ar lögboöin bjargtæki er fyrir voru i skipinu). Ég er þessa stundina aö vinna aö hönnun á björgunarneti fyrir Hafnarfjaröarhöfn, Isafjaröar- höfn, Reykjavikurhöfn, og siöast fóru þrjú net i' skuttog- arannApril, aflaskipiö ÁsþórUr Reykjavik og Gjafar frá Vest- mannaeyjum. Eftirtaldir aöilar veröa meö netin mln i umboös- sölu i framtiöinni: fyrirtækiö Marco i Reykjavik, fyrirtækiö Asiaco, Reykjavík og verslunin Ellingsen, Reykjavik. Eg er ekki einn á báti i öryggismála- baráttu minni þótt ég hafi sjó- mannasamtökin á móti mér, svo og æösta mann siglinga- málastofnunar, Hjálmar R. Báröarson, sem neitar aö lög- bjóöa netiö mitt. Starfsmenn þeirrar stofnunar hafa unniö meö mér af heilum hug. Hvaö veldur þessari stefnubreytingu hjá jafnábyrgum mönnum? Markús B.Þorgeirsson Skipið sem Tígur hafði lent á var nú komið góðan spöl frá landi. „Á hvaða leið er skipið?" spurði Tígur stýrimanninn. „Við erum á leið til Ameríku", svaraði stýrimaðurinn glaðlega. „Velkominn um borð!" Hvað átti Tígur að gera? Ekki gat hann stokkið af skipinu, hann varð að vera kyrr. Það gæti líka verið gaman að koma til Ameriku. En heima beið mamma Tíg- urs eftir sinnepi í sinnepstertuna sína. Við því var ekkert að gera. Eftir þriggja daga sigl- ingu var skipið komið út á reginhaf, og þá réðust sjóræningjar allt i einu á það. Tígur sá þá koma og var fljótur að smyrja þykku lagi af sinnepi á þilfarið. Þegar sjó- ræningjarnir stukku um borð runnu þeir á sinnep- Framhaldssagan Þegar Tígurinn fór að kaupa sinnep inu og beint út i sjó. Þann- ig bjargaði Tígur skipinu og öllum skipverjum frá árás sjóræningjanna. Skipstjórinn var svo þakklátur, að hann gaf Tígur gullúrið sitt, tvær kexkökur og nýja sinnepskrukku. Tígur þakkaði kurteislega fyrir sig og pakkaði öllu niður í kassann sinn. Þegar Tígur kom til Ameríku seldi hann kex- kökurnar og keypti sér happdrættismiða fyrir peningana. Hann vann stærsta vinninginn í happdrættinu og það nægði fyrir flugfarseðli heim. Þegar Tígur kom heim hafði hann verið að heiman í tvær vikur. Mamma Tígurs leit á klukkuna þegar hann kom heim. „Hér er sinn- epið" — sagði Tígur og setti sinnepskrukkuna á borðið. „Jahá", — sagði mamma hans. „Þú varst lengi í burtu. Var biðröð í búðinni?" „Nei, — sagði Tígur, — „það var engin biðröð". „Einmitt það. Gerðist eitthvað sérstakt á leiðinni?" — spurði mamma Tígurs. „Nei", — sagði Tigur og leit á gullúrið sem skipstjórinn hafði gefið honum. — „Nei, það gerðist ekkert sérstakt". Endir. Barnahornid Æþí Útvarp kl. 20.40 Vefur örlaganna tJtvarpsleikrit vikunnar er aö þessu sinni „Vefur örlag- anna” eftir Somerset Maugham. Mabel Constand- urosogHoward Aggbjuggu til útvarpsflutnings. Þýöandi og leikstjóri er Ævar R. Kvaran, en meö stærstu hlut- verkin fara Kristin Bjarnadóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Árni Blandon og Helgi Skúlason. Flutningur leiksins tekur tæpar 90 minút- ur. Tæknimaður er Siguröur Hallgrimsson. Kitty Fane er gift snjöllum sýklafræöingi, en kann ekki aö meta hann sem skyldi og held- ur framhjá honum meö alþekktum kvennabósa. Svo veröur sil breyting á högum hennar, aö hún flyst I aöra heimsálfu meö manni sinum og viöerfiöleikana, sem mæta þeim þar, sér hún hann i réttu 1 jósi. William Somerset Maugham fæddist i Paris áriö 1874, en faöir hans var lögfræöilegur ráöunautur breska sendiráösins þar i borg. Maugham stundaöi nám i heimspeki og bókmenntum viö háskólann i' Heidelberg, og læknisfræöinám um skeiö I Somerset Maugham. LundUnum. Hann var m.a. læknir á vigstöðvunum i Frakklandi i fyrri heimsstyrjöldinni. Maugham skrifaöi bæöi leikrit, skáldsög- urog smásögur. Hefur sumum þeirra veriö breytt i leikrit og þær kvikmyndaðar. Kunnust skáldsagna Maughams er lík- lega ,,í fjötrum”, en hún er öörum þræöi sjálfsævisaga. A striösarunum dvaldist Maugham I Bandarikjunum, en bjó siöan lengst af I Frakk- landi, og þar lést hann árið 1965. Útvarpiö hefur flutt yfir 20 leikrit Maughams, og nokkur þeirra hafa veriö sýnd hér i leikhúsum. Músik um miðjan dag Þaö er dynjandi músik i út- varpinu mestallan eftirmiö- daginn aö venju. Þrátt fyrir mörg lesendabréf I mörgum blööum hefur aödáendum miödegissögunnar enn ekki tekist aö hafa áhrif á forráöa- menn útvarpsins, a.m.k. ekki sjáanleg. Sá hópur sem hlustaöi mest á miðdegissöguna er áreiðan- lega talsvert stór — þaö kom m.a. i ljós i hlustendakönnun sem útvarpiö gekkst fyrir. Þetta er hins vegar ekki valdamikill eöa hávaöasamur hópur. Vera kann aö ákvöröunin um að fella niöur miödegissög una hafi veriö tekin I þeirri góöu trú, aö meö þvi væri ver- iö aö ganga til móts viö þá hlustendur sem vilja ,,létta” dagskrá. Þeir hafa vissulega látið I sér heyra. En þeir hafa yfirleitt veriö aö mótmæla þvi sem þeir kalla „sinfóniur” — ekki miödegissögunni. Væri ekki ráö fyrir þá útvarpsmenn aö aöskilja þetta tvennt, tón- listardagskrána annarsvegar og talaöa máliö, sögurnar, hinsvegar? Ekki þenja músikina yfir alla dagskrána heldur bæta tónlistardag- skrána innan þeirra tima- ramma sem hún hafði. Og leyfa miðdegissögunni aö vera i firði Þetta er þó ekki nema hálftimi á dag. — ih Kvöldstund með Sveini • Útvarp kl. 23.00 Sveinn Einarsson Þjóöleik- hússtjóri er aftur kominn á dagskrá meö kvöldstundirnar sinar á fimmtudagskvöldum. Þessir þættir Sveins nutu vinsælda I fyrra, og veröur svo væntanlega áfram i vetur. Sveinn sameinar f þáttunum góöa og fjölbreytta tónlist og þægilegt rabb inn á milli. 1 fyrra lagöi hann mesta rækt viö þjóölög og visnasöng af ýmsu tagi, þótt óperusöngur og margskonar önnur tónlist væri einnig i hávegum höfö. Þvi miöur náöist ekki I Svein aö þessu sinni til aö spyrja hvaö hann væri meö i poka- hominu I vetur, en ætli okkur séekki alvegóhætt að bóka aö þaö veröi eitthvaö fallegt og skemmtilegt? — ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.