Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. nóvember 1980
DIOÐVIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
ó'rfsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir,
Bára Sigurðardóttir.
S'inavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Kúreki
í hvítu húsi
• Úrslit liggja fyrir í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum. Hollywoodleikarinn fyrrverandi Ron-
ald Reagan sigraði Carter, fráfarandi forseta,með yf ir-
burðum og mun innan skamms setjast í forsetastólinn.
• Fyrir tveim dögum sögðum við hér, að munurinn á
bandarísku stjórnmálaf lokkunum, Demókrötum og
Repúblikönum, væri svo óverulegur að í rauninni gætu
þeir alveg eins verið bara einn flokkur. Við tókum hins
vegar fram, að þrátt fyrir þá stjórnmálalegu úrkynjun
og lömun lýðræðisins, sem í þessu felst, þá héldi munur-
inn á viðhorfum tveggja einstaklinga áfram að skipta
máli, líka í bandarískum stjórnmálum.
• Og það er víst ekki of mikið sagt, þótt nefnt sé að
Bandaríkjamenn hafi farið úr öskunni í eldinn með því
að kjósa hinn vígreifa kúreka á forsetastól i stað hálf-
volgs hnetubónda. Þótt engin marklína sé f innanleg milli
stóru stjórnmálaf lokkanna í Bandaríkjunum, þá takast á
breytileg öfl innan flokkanna hvors um sig, öfl sem
spanna nær allt litróf bandarískra stjórnmála,frá svolft-
ið félagslega sinnuðum borgurum eða hægri krötum og
yfir í svartasta fasisma og kynþáttahatur.
• Það er öfgaf ull hægri stefna, sem kúrekinn Reagan,
verðandi forseti Bandaríkjanna, er f ulltrúi fyrir, og það
þótt mælt sé á bandarískan kvarða.
• Hvergi í Vestur-Evrópu eða Norður-Ameríku er mis-
skipting auðæfa hrikalegri en í Bandaríkjunum, hvergi í
þessum heimshluta eru þeir mörgu sem búa við fátækt
réttminni en í Bandaríkjunum. Hvergi er samhjálp
minni. Sá sigur yfir fátæktinni sem unnist hefur um
Vestur-Evrópu nær alla með almannatryggingum, með
ódýrri eða ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir hvurn
mann, með vaxandi möguleikum á menntun fólks úr öll-
um stéttum o.s.frv., þessi sigur sem víða um lönd hefur
unnist fyrir harða baráttu verkalýðshreyfingarinnar og
sósíalískra stjórnmálaafla, hann hefur ekki náð til
þeirra mörgu miljóna fátæklinga, sem draga fram líf ið í
auðugasta ríki heims, Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Þar birtast enn andstæður auðs og örbirgðar í sinni
hrikalegustu mynd.
• Og kúrekinn, sem nú hefur verið kosinn forseti
Bandaríkjanna,hann boðarenn hömlulausara frelsi fjár-
magnsins. Alræði auðsins er hans trúarjátning. í
Bandaríkjunum eins og annars staðar hef ur verið barist
fyrir jafnrétti, fyrir jöfnum rétti svartra og hvítra,
karla og kvenna, fyrir auknum rétti og meira öryggi
þeirra sem minnst bera út býturrvfyrir hömlum á tak-
markalausa yfirdrottnun auðmagnsins.
• Kúrekinn sem brátt verður forseti iBándaríkjanna
spyr ekki um jafnrétti, — ekki frekar en þeir landræn-
ingjar sem fyrrum fóru blóðugum brandi um Indiána-
lönd Ameríku.
• Sú er þó hættan mest, að víggleði kúrekans verði
veröldinni að falli, ekki síst þegar til þess er litið að ráða-
menn í hinu risaveldinu hafi heldur ekkert á móti þó
nokkru vopnaskaki.
• (kosningabaráttunni kom Ronald Reagan fram
sem ákafur talsmaður aukins vígbúnaðar. Enginn veit
hversu langt hann muni ganga sem forseti Bandaríkj-
anna næstu f jögur árin.
• Hitt vitum við, að Bandaríkin eru mesta kjarnorku
veldi heims, og við vitum líka að þær kjarnorkuvopna-
birgðir, sem risaveldin hafa komið sér upp,duga marg-
faldlega til að gjöreyða öllu mannkyni á svipstundu. í
vopnabúrum risaveldanna eru geymd kjarnavopn, sem
búa yfir meiri eyðingarmætti en miljón sprengjur af
þeirri gerðsem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima í
lok síðustu heimsstyrjaldar. — Það er ekki þörf fyrir
aukinn vopnabúnað hjá risaveldunum.
Næstu f jögur ár verða hættutími fyrir veröldina. Það
er gamanlaust að sjá vígreifan kúreka hringla með
lyklakippuna að vopnabúrum öf lugasta herveldis jarðar.
• Það mun reyna á stjórnmálamenn um allan heim.
Verkefnið er að stöðva vígbúnaðaræði risaveldanna; —
ekki eitt,heldur allt er í húf i. Ekki síst gamla Evrópa fær
það verkefni að stilla og hemja risana í austri og vestri.
Stór eru þau örlög, sem kynslóð okkar er gert að mæta.
— k.
klippt
j Hœfileikaleit
viö forsetakjör
Bandarikjamenn guma oft af
landi sinu sem sérstöku hæli
einkaframtaks og einstaklings- .
frelsis. „Amerika” — þeir nota
heimsálfuheitið á land sitt —
tryggi hverjum manni öll tæki-
færi til að sýna hvað i honum
býr, og þar meö þjöðfélagslegan
hámarksárangur af kappgirni
manna og hæfileikum. Þess
vegna sé Amerika sá besti
heimur allra hugsanlegra
heima, þvi að hin æösta
þjöðféiagslega skipulagning sé
fólgin i þvi að hver einstakling-
ur fái „aö njóta sin”.
Illa kemur þessi imynd heim
og saman við raunmynd
forsetakosninga og raunmynd
fjölmiöla af bandarisku þjóölifi.
Sýna forestakosningar undan-
farinna áratuga að gáfuðustu,
glæsilegustu og skemmtilegustu
mennirnir eigi greiðastan
aögang aö valdamesta embætti
landsins, þeirri stööu sem er
eins konar sjálfsmynd
Ameriku? Er reglan um úrval
hinna hæfustu að verki, þegar
Repúblikanaflokkurinn tilnefnir
Holliwood-leikarann Reagan i
framboö og þegar bandariskir
kjósendur gera hann að forseta?
Var nokkurn tima trúlegt að
Carter verslingurinn, forseti i 4
ár, hafi verið hæfari en einhver
annar eða hver sem er? Hund-
inginn Nixon fékk meira fylgi en
nokkurt annað forsetaefni og
reyndist einhver litilmótlegasta
persóna sem setið hefur á
valdastóli — fyllilega sambæri-
legur við ýmsa pótintáta
einræðisrlkja fyrr og siðar.
Reagan á forsetastóli: kúreki
sem fulltrúi bandariskrar
menningarpólitikur og sem
fulltrúi pólitiskrar menningar
Bandarikjanna — það eru
kannske þau meðmæli með
bandarisku þjóðlifsmynstri sem
heimurinn þurfti mest á að
halda. Þaö vantar ekki að
Amerika láti af sér vita i veröld-
inni. Amerika er fyrirferðar-
mikil fjölmiðlastærð úti um öll
lönd, en kannske ekki sist á
íslandi. Stærstan hlut i þvi á
sjónvarpið, þessi islenska rikis-
stofnun sem að stórum hluta
virðist starfa sem útibú frá
Menningarstofnun Bandarikj-
anna. Og lítum nú á menningar-
mynd Ameriku.
Mynd sjónvarps-
ins af Ameriku
tslenska sjónvarpið hefir frá
J öndverðu haft það að einu aðal-
I verkefni sinu aö kynna Islend-
I ingum lifnaöarhætti og áhuga-
■ mál Bandarikjamanna. Stjórn-
I* endur stöðvarinnar hafa aldrei
komist almennilega út úr heimi
hermannasjónvarpsins i Kefla-
vik, sem var þeirra fyrsta fyrir-
| mynd. I hverri viku sem guð
Reagan sem forsetaefni: Hin sanna mynd af menningarpólitik og
póiitiskri menningu Bandarikjanna.
gefur, aö visu ekki 52 á ári
heldur sem betur fer aöeins 48,
fá landsmenn að baða sig i dýrö
Vesturheims, svo sem hún kem-
ur fram i kvikmynda- og sjón-
varpskúnstum, kúrekamynd-
um, framhaldsflokkum, æsi-
myndum, ástarmyndum. Þykir
enda lélegur dagur að ekki sé
hellt yfir fólk klukkutima af
völusteinsmálfari Ameriku.
Bandariskt efni skipar æðsta
sess alls aðfengins efnis og
skyggir raunar mjög á alla
viöleitni til að gera skil lifnaðar-
háttum og áhugamálum lands-
manna sjálfra, okkar sem
byggjum eyland þetta i Norður-
höfum og forfeðurnir kölluðu
Island en Amerikaninn nefnir
Æsland Neitó Beis.
En hvernig er þessi mynd
islenska sjónvarpsins af banda-
risku þjóðlifi? Er þetta mynd af
raunverulega lifandi fólki sem
viö gætum lært sitthvað af, eða
er þetta fölsk mynd af stað-
reyndum sem hvergi eru til
nema i umbúnaði sjónvarpssal-
arins og kvikmyndatjaldanna?
Kjaftshögg í
hverri mynd
ístuttu máli sagt: bandariska
sjónvarpsmyndin er svo ömur-
leg að furðulegt má heita, að
hagsmunagæsla Bandarikjanna
á íslandi, sendiherra og
starfsmenn hans, skuli ekki
mótmæla henni sem róg-
berandi, svertandi og litillækk-
andi. Þaö segir sitt um andlegt
ásigkomulag þessara fulltrúa
bandarlskrar „menningar” á
íslandi, að þeir með þögninni
fallast á réttmæti þjóðlifs-
myndar sem mærir ofbeldi og
grimmd, lætur aldrei skina i
sæmiiega trúverðugar tilfinn-
ingar og virðist ekki þekkja
venjulega lifsgleði og gaman-
mál.
Og Bandarikjavinir á Islandi
virðast býsna ánægðir: Þvi
fleiri tilgangslaus kjaftshögg og
meiri útlistun á aðferðum til
limlestinga, þeim mun meira
hrós fær sjónvarpiö hjá
forsvarsmönnum ameriska
stilsins á Islandi.
Vissulega fer mikið fyrir of-
beldi i Bandariskri sögu. Land-
nám Bandarikjanna, sem stóð i
300 ár, byggöist á lándaráni,
linnulausri útrýmingarstyrjöld
við frumbyggja, mannránum i
fjarlægri heimsálfu, þrælavinnu
og grimmúðugri stéttaskipt-
ingu. Það verður að segjast eins
og er, að obbinn af hvitum
Bandarikjamönnum er enn
þrælahaldarar i hugsun, og
siöbætandi áhrifa lýðræðissinn-
aðrar verkalýðshreyfingar er
ekki enn farið að gæta i landinu.
Hagsmunasamtök hvers konar,
jafnt auðvalds sem vinnustétta,
hafa Mafiuna sem sina miklu
fyrirmynd.
Lággengi
amerískrar
menningar
Vitaskuld hlýtur bandariskt
fjölmiðlaefni að draga dám af
þessu ástandi, ekkert siður en
pólitikin. Þó er það trú okkar
Þjóðviljamanna, að sjónvarps-
efnið á islenska skjánum sé alls
ekki sanngjarnt i garð þess fólks
sem Bandarikin byggir. Ef ekki
væri meira af heilindum og
mannúð i' samskiptum fólks
innbyrðis, en sjónvarpsmynd-
irnar sýna, þá væru Bandarikin
óbyggilegt land og legðust i
auðn.
Starfræksla hermanna-
sjónvarpsins „i þágu Islend-
inga” og siðar þeirrar undar-
legu stöðvar sem kennir sig við
Utvarp Reykjavik hefur valdið
miklu gengisfalli bandariskrar
„menningar” á íslandi.
Meginþorri Islendinga trúir þvi,
að vestur i Bandaríkjunum sé
ekkert sett saman af andlegu
fóöri annað en „léttmeti”,
„vitleysa”, og „della” eða
hvaða heiti það nú er sem
almenningur sæmir ameriska
sjónvarpsefnið. Og sú mynd
sem Amerika býður af sjálfri
sér i kosningaham, i leit aö
leiðtoga og stefnu, hlýtur að
styrkja íslendinga I þeirri góöu ■
og saklausu trú að Amerikanar |
séu nefapar upp til hópa. _ tir
jj seu iieiapar upp uv/pc*. — ur |
•a skorid
Ný rádgjafarþjónusta
hjá Verslunarbankanum
Verslunarbankinn hefur tekið
upp leiðbeininga- og ráð-
gjafarþjónustu, sem miðar að þvi
að hjálpa fólki að skipuleggja
fjármál sin og átta sig á örum
breytingum I banka- og fjár-
málum.
Hér er m.a. átt við það að
margir eiga erfitt með aö átta sig
á verötryggingu lána og spari-
fjár, nýjum lögum um tekju- og
eignaskatt.
Þjónustan sem veitt er á
ákveönum staö i öllum af-
greiöslum bankans er t.d. fólgin
a) Aö leiöbeina fólki viö gerö
greiösluáætlunar og heimilis-
bókhald.
b) Sýna meö dæmum hvaö raun-
verulega kostar aö taka lán.
c) Upplýsa fólk sem vill ávaxta
sitt pund um valkosti.
d) útskýra skattalega meöferö
sparifjár og vaxta.
e) Veita svör viö hverskyns
spurningum sem upp kunna aö
koma I þessum efnum.
t þvt skyni aö auövelda fólki aö
glöggva sig á fjármálunum, hefur
veriö útbúin mappa, sem þaö get-
ur tekiö meö sér heim, meö ýms-
um gagnlegum upplýsingum og
formi til útfyllingar fyrir
greiösluáætlun og heimilisbók-
hald. Mappan er nefnd — HAG-
DEILD HEIMILISINS, —
Fjármálaráðgjöf fyrir fólk — og
fæst hjá öllum afgreiöslustofnun-
um bankans án endurgjalds. — vh