Þjóðviljinn - 06.11.1980, Side 7
Fimmtudagur 6. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
íslenskir sjávarhættir:
Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs hefur gefið út
bókina (slenskir sjávar-
hættir, 1. bindi, eftir
Lúðvík Kristjánsson, rit-
höf und. Er bók þessi upp-
haf að miklu ritverki,
sem Lúðvík hefur unnið
að í nær f jóra áratugi og
má því kallast ævistarf.
Mun sjávarháttarit á
borð við það, sem hér eru
dregin föng að, hvergi til
ennþá annarsstaðar á
Norðurlöndum.
Heimildir skiptast i höfuö-
dráttum i þrjá flokka:
Heimildarmenn, handrit og
prentaöar bækur. Eru
heimildarmen talsvert á þriöja
um, hér og þar um bókina,
innan um meginmáliö. Tilvitn-
anir allar eru neöanmáls, til
mikilla þæginda fyrir lesendur.
Bókin er sett og prentuö i Odda
og bundin i Sveinabókbandinu
en litgreiningu og filmuvinnu
svarthvitra mynda önnuöust
Myndamót og Korpus. Guöni
Kolbeinsson, stud. mag., sá um
umbrot bókarinnar og ytra útlit,
las prófarkir aö mestu og tók
saman atriösoröaskrá. Guö-
mundur P. ölafsson, liffræö-
ingur, hannaöi kápu, saurblöö
og bókband, teiknaöi allar
myndir úr flóru fjörunnar og
nánd en Bjarni Jónsson.listmál-
ari, geröi aörar teikningar. Aö
mælingu og teiknun báta hafa
unniö: Báröur G. Tómasson,
Björn Björgvinsson, Hafliöi J.
Hafliöason og Jóhann L. Gisla-
son. Guömundur Ingvarsson
Lúövlk Kristjánsson rithttfundur skýrir fyrir fréttamttnnum efni
bókarinnar tslenskir sjávarhættir. — Mynd: — gel.
Fágœtur kjörgripur
hundraö úr öllum sýslum lands-
ins og koma 196 þeirra viö sögu i
þessu bindi, en þau eiga aö
veröa þrjú. Þriöjungur
heimildarmanna er fæddur
fyrir 1880. Einn þeirra byrjaöi
aö róa frá Þorlákshöfn 1870 og
annar frá Oddbjarnarskeri 1869.
Er ljóst aö ekki hefur mátt tæp-
ara standa meö aö bjarga frá
glötun og gleymsku ýmsum
þeim fróöleik, sem þarna er aö
finna. Skjalasöfn biskupa og
bréf amtmanna og sfiftamt-
manna eru fyrirferöarmeiri
heimildir i þessari bók en i
nokkru ööru islensku riti.
Þetta fyrsta bindi Islenskra
sjávarhátta skiptist, aö inn-
gangi loknum, i fjóra megin-
kafla: „Fjörunytjar og strand-
jurtir”, „Matreki”, „Reka-
viöur” og „Selur”. Bókin er 472
bls. i stóru broti, prýdd 300
myndum, teikningum og kort-
geröi kortin aö einu undan-
skildu. I bókarlok er efnisút-
dráttur á ensku i þýöingu Jó-
hanns S. Hannessonar kennara
og ýtarleg atriösoröaskrá. Á
fundi meö fréttamönnum færöi
höfundur bókarinnar konu sinni,
Helgu Proppé, sérstakar
þakkir, en hún hefur frá upphafi
veriö hans önnur hönd viö gerö
þessa mikla og merka ritverks.
Islenskir sjávarhættir spanna
yfir timabiliö allt frá landnáms-
öld og til loka árabátaútgeröar á
Islandi. Oöru bindi er ætlaö aö
koma út 1982.
I eftirmála bókarinnar segir
höfundur m.a.:
„Fiskifélag tslands hefur i sjö
áratugi unnið ómetanlegt starf I
þágu islenskra sjómanna. Hluti
af Þjóöminjasafni Islands
vottar um Islenska sjómennsku
og nú er á vegum þess unniö aö
þvi, aö koma á fót myndarlegu
sjóminjasafni. Meö fyrrgreint i
huga og hversu þessar stofnanir
hafa tengst starfi minu vil ég i
nafni þeirra og annarra er léö
hafa þvi liö leyfa mér aö helga
þetta verk minningunni um Is-
lenska sjómenn fýrr og siö.”
Upphaflega kveikju aö þessu-
verki kvaö Lúövik Kristjánsson
hafa veriö þá, aö 17 ára gamall
var hann um hriö á enskum tog-
ara. Þar var samtimis honum
roskinn maður, er taldi brýna
nauösyn bera til þess aö semja
svona ritog hvatti Lúövik til
þess. „Upp frá þvi blundaöi
þetta alltaf með mér”, sagöi
Lúövik.
Siöar lögöust þeir á sömu ár
fiskifræöingarnir Bjarni Sæ-
mundsson og Arni Friöriksson,
sem og Olafur prófessor Lárus-
son. Dr. Kristján Eldjárn kom
þvi til leiöar, meöan hann var
þjóöminjavöröur, aö Lúövik
fengi laun frá Þjóöminjasafni
og Þór Magnússon, núverandi
þjóöminjavöröur, sá um aö
festa hann þar i sessi. Fyrir at-
beina Más Eliassonar, fiski
málastjóra, hafa eftirtaldar
stofnanir og fýrirtæki átt góöan
hlut aö ritinu: Farmánna- og
fiskimannasamband tslands,
Fiskifélag tslands, Fiskimála-
sjóöur, Fiskveiöasjóöur Islands,
Landssamband isl. útvegs-
manna, Sildarútvegsnefnd,
Sjávarafurðadeild SIS, Sjó-
mannasamband Islands,
Skreiðarsamlag, Sölusamband
isl. fiskframleiöenda. Einnig
hafa Visindasjóður og Þjóö-
hátiöasjóöur veitt umtalsveröan
stuöning.
Islenskir sjávarhættir eru fá-
gætur kjörgripur aö efni og öll-
um frágangi.
— mhg
Samvinnuferðir —
Landsýn:
✓
Island —
Irland
Um síðustu helgi gekkst
ferðaskrifstofan Sam-
vinnuferðir-Landsýn fyrir
gagnkvæmu leiguflugi
milli írlands og Islands.
Var farkosturinn hin nýja
Boeing 727-200 flugvél
Flugleiða. Floqið var út
með hóp (slendinga en
komiðtil baka með erlenda
ferðamenn. Dvöldust þeir
,,hér þrjár nætur" og
dagana trúlega líka, ,,og
kynntu sér m.a.
skemmtanalíf Reykja-
víkur", að því er segir í
Sambandsf réttum. Milli
skemmtiatriða var farið
að Gullfossi og Geysi og til
Vestmannaeyja. Lúka
ferðalangar upp einum
munni um ágæta ferð.
Tvær slikar feröir i gagnkvæmu
leiguflugi eru fyrirhugaöar nú i
nóvember til London. Flogiö
veröur út á föstudegi og komiö
heim á mánudegi i báöum
feröum. Þetta fyrirkomulag
hefur gert kleift aö lækka veru-
lega feröakostnaöinn. Fyrir
félagsmenn I aöildarfélögum
Samvinnuferöar ' — Landsýnar
kostar Lundúnaferö t.d. aöeins
199.000. kr. Innifaliö er flug, flutn-
ingur aö og frá flugvelli, gisting
meö morgunveröi, skoöunarferð
og islensk farastjórn.
—mhg
Kvikmyndir
Ingibjörg
Haraldsdóttir
skrifar
Fjalakötturinn aftur
Caza var svnd i Fialak<
í Tjarnarbíó
Þau tíöindi hafa nú oröið, að aö-
standendur Fjalakattarins hafa
gefist upp á aö halda áfram sam-
starfi viö eiganda Regnbogans,
og veröa sýningar klúbbsins þvi
framvegis I Tjarnarbiói. I frétta-
tilkynningu frá Fjalakettinum
segir, aö ástæöur og aðdragandi
þessa máls verði kynnt í frétta-
bréfi til félagsmanna á næstunni.
Búast má við aö ýmsum þyki
þetta miður, þareö aöstæður til
sýninga eru óneitanlega betri I
Regnboganum, en þar á móti
kemur að i Tjarnarbiói eru Fjala-
kettlingar á heimavelli, ef svo má
segja, og væntanlega verður ekki
lengur um neitt hringl að ræöa i
sambandi viö sýningartima, eins-
og veriöhefur i Regnboganum aö
undanförnu. Þá segjast aöstand-
endur klúbbsins einnig hafa i
hyggju aö bæta aöstæður i
Tjarnarbiói eftir megni, og leggja
þá mesta áherslu á aö bæta
hljómburöinn og gera sætin
þolanlegri.
Sýningum f jölgar nú úr þremur
i fjórar á viku, og eru sýningar
semhérsegir: fimmtudaga kl. 19,
laugardaga kl. 13 og sunnudaga
kl. 19 og 22. Fyrirhugaöar auka-
sýningar á myndinni Que Viva
Mexicoi kvöld og á sunnudaginn
falla niöur af óviöráöanlegum or-
sökum. Skirteini eru seld i
Tjarnarbiói fyrir sýningar.
Myndin sem sýnd veröur i þess-
ari viku er eftir spænska meistar-
ann Carlos Saura og heitir Los
Golfos (Ræflarnir). Saura er is-
lenskum kvikmyndaunnendum
aö góöu kunnur, einkum eftir siö-
ustu kvikmyndahátiö Lista-
hátiðar, þar sem sýndar voru
tvær nýlegar myndir eftir hann:
Hrafninn og Með bundiö fyrir
augun. Einnig sýndi Háskólabió
mynd hans Peppermint Frappé
fyrir allmörgum árum og La
Caza var sýnd i Fjalakettinum
fyrir 2 árum.
Los Golfos er ein af fyrstu
myndum Saura, frumsýnd 1962. 1
henni segir frá nokkrum ungum
mönnum i fátækrahverfi i
Madrid. Þeir stefna að þvi að
koma einum úr hópnum i nautaat,
enda er það eini tekjumöguleik-
inn sem þeir eygja. En fyrst þurfa
þeir ab útvega peninga til aö
borga fyrir þátttöku i þessum
blóöuga leik.
Myndin þykir minna nokkuö á
gamla mynd e^tir Bunuel, Los
Olvidados (Hinir gleymdu), enda
hefur Saura oft veriö nefndur
Æfing I nautaati. Cr mynd Saura, Los Golfos, sem Fjalakötturinn sýnir
i þessari viku.
lærisveinn Bunuels, þótt ekki hafi
hann kynnst meistaranum fyrren
eftir frumsýninguna á Los Gotfos.
Los Golfos er engin stæling á
Bunuel, þótt ýmislegt sé sam-
eiginlegt þessum tveimur helstu
kvikmyndastjórnum Spánverja
fyrr og siðar. A þaö hefur veriö
bent að i myndinni gæti einnig
áhrifa frá itölsku nýraunsæis-
mönnunum, en fyrst og fremst er
þetta Saura-mynd.
MANNSÆMANDI LIF
Sænska myndin Mannsæm-
andi lif (Ett anstándigt liv) eftir
Stefan Jarl, sem Regnboginn
sýnir um þessar mundir og
Fjalakötturinn mun sýna siðar I
þessum mánuöi, er I fáum orö-
um sagt sniildarleg lýsing á
skuggahliðum velferöarþjóöfé-
lagsins.
Hér i blaðinu hefur áður verið
Ifjallað um þessa mynd, en mér
þótti ástæöa til aö vekja aftur á
henni athygli, ef veröa mætti til
, að fleiri áttuöu sig á þvi hvaö
Ihér er á ferðinni. Þetta er mynd
sem allir ættu aö sjá. Þaö er aö
visu rétt sem skráö er i auglýs-
, ingu frá Regnboganum og haft
eftir Ekstrabladet: „Þaö er
j^ett
einsog aö fá sýru skvett i and-
litið”. En þeirri sýru er ekki
skvett af illgirni, heldur i mjög
ákveðnum tilgangi.
Myndin fjallar um eiturlyfja-
vandamálið, sem tröllriöur vel-
feröarþjóðfélögunum og viö hér
á tslandi förum ekki varhluta
af, þótt heróln-neysla sé sem
betur fer ekki orðin eins algeng
hér og I Sviþjóö. Stefan Jarl
lýsir i þessari mynd og annarri
sem hann geröi fyrir tiu árum
lífi nokkurra ungmenna i Stokk-
hólmi. Þetta er lágstéttarfólk af
þeirri kynslóö sem nú er um þri-
tugt. Möguleikar þessa fólks til
aö lifa mannsæmandi lifi eru
engir, en hinsvegar býður vel-
ferðarþjóöfélagið þvi upp á
ömurlegan dauðdaga i skúma-
skotum stórborgarinnar.
Dánarorsök: of stór skammtur
af heróini.
Mannsæmandi lif er óhugnan-
leg kvikmynd. En það sem gerir
hana aö snilldarverki er ekki
óhugnaðurinn sem slikur,
heldur sú magnaða ádeila, sem I
henni er og snertir okkur öll.
Hér er ekki verið að búa til
vandamál til aö velta sér uppúr
— hér er þaö veruleikinn sjálfur
sem öskrar á áhorfandann.
Samúö leikstjórans meö fórnar-
lömbum velferöarinnar er svo
sterk að hún hlýtur að smita
okkur öll og vekja okkur til um-
hugsunar og baráttu.
Eftir önnur tiu ár ætlar Stefán
Jarl að gera þriöju myndina i
þessum myndaflokki, sem hann
er þegar farinn að kalla þrileik,
trilógiu. Hún á að fjalla um börn
þeirra Kenta og Stoffe, sem eru
aöalpersónurnar i Dom kallar
oss mods' og Ett anstándigt iiv.I
lok siöarnefndu myndarinnar
sjáum við Janne litla, son
Stoffe. Faðir hans er dáinn og
móbir hans er á geðveikrahæli.
Hvaö verður um hann? Og hvaö
verður um öli hin börnin sem
fæöast inn i þetta öfugsnúna vel-
feröarriki? Þaö hlýtur m.a. aö
vera undir okkur komið, okkur
sem lifum mannsæmandi lifi i
velferðarþjóðfélagi.