Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 7
Helgin 8.-9. nóvember 1980 ÞJÖDVILJINN — SIÐA 7 Jólagjafabasar * Foreldra- og kennarafélag öskjuhlióarskóla heldur basar og hlutaveltu T skólanum i dag, iaugardag, kl. 2 e.h. Félagiö hefur um nokkurra ára skeið styrkt sumardvöl nemenda og veitt kennurum og öðrum vel- unnurum skólans styrki til náms- dvalar og sérgreindra verkefna. Um þessar mundir kostar félagið æskulýðsstarf nemenda i félags- miöstöð Æskulýðsráðs að Bústöð- um. Agóðinn af basarnum rennur til tækjakaupa vegna tómstunda- starfs nemenda. A basarnum verður margt eigulegra og góðra muna, og gefst nú kærkomið tækifæri að gera góö kaup fyrir jólin. A hlutaveltunni er ennfremur margt góöra muna. —ih Basar og köku- sala í Sigtúni Kvennadeiid Styrktarfélags lamaðra og fatiaðra heldur sinn árlega basar i Sigtúni á morgun, sunnudag, kl. 2 e.h. Þar er boðð upp á handavinnu ýmiskonar, heimabakaðar kökur, lukku- pakka og „flóahorn”. Agóðinn rennur til tækjakaupa fyrir Æfingastöðina aö Háaleitis- braut 13 og endurbóta á sumar- dvalarheimili félagsins að Reykjadal i Mosfellssveit. —ih Haustmót í skák A morgun verður tefld fyrsta umferð i haustmóti, sem tafl- félögin i Kópavogi, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi efna til i samein- ingu. Mótið verður haldið að Hamraborg 1 i Kópavogi og hefst kl. 14. Tefldar veröa tvær umferðir i viku, 9alls, á sunnudögum kl. 2 og á miðvikudögum kl. 7.30 e.h. Lokaskráning i mótið er i dag en við þátttökutilkynningum taka þeir Garöar Guömundsson s: 37526, Bjarni Linnet s: 51440 og Arni Jakobsson s: 41085. Þeir veita auk þess allar nánari upplýsingar. ÞETTA ER BILUNN,SEM ALUR KEPPINAUTARNIR TAKA TIL FYRIRMYNDAR VIÐ HÖNNUN NÝRRA ÁRGERÐA En hversvegna eltast allir keppinautarnir við Daihatsu Charade? Jú, Daihatsu Charade var hannaður til að mæta þeim erfiðleikum sem þjóðir heims eiga við að etja í dag í orkumál- um, umferðarmálum í þéttbýli og dreifbýli og nauðsyn þess að eiga lít- inn hagnýtan bíl, sem þjónar að fullu hlutverki stærri bíla. Við erum stoltir af því að vera fyrir- mynd annarra bílaframleiðenda, en bendum fólki vinsamlegast á að gæta þess við val á nýjum bíl, að kaupa ekki eftirlíkingu, þegar frummyndina er hægt að fá til afgreiðslu strax á hag- stæðasta verði markaðarins. Lítið samt við hjá öðrum umboðum, áður en þér komið og kaupið Daihatsu Charade. DAIHATSU CHARADE - HAGNÝTASTI, SPARNEYTNASTI OG MEST SELDI BÍLLINN Á ÍSLANDI DAIHATSUUMBOÐIÐ Verð ó De luxe gerð með ryðvörn 5.693.000,- Armúla 23, simi 85870 09 39179 Þaö þarf ekki ríkisstyrkta útsölu til að selja Sólblóma, samt er Sólblóma uppselt. Sólblóma nýtt og ferskt í búðirnar, í næstu viku. * smjörlíki hf. Allirróma Sólbl&rria

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.