Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. nóvember 1980 Lifandi Naust Naustiö við Vesturgötu 6—8 hefur vcriö rekið sem veitinga- staöur síðan 6. nóv. 1954 eða i 26 ár og mun þvi vera sá næstelsti i Reykjavik, sem er enn I sinni upprunalegu mynd. Naustið hefur ætfð haft gott orð á sér I sambandi við matargerð og þorramaturinn þar I trogunum rómaður. Með matnum hafa gestir oft fengið lifandi músik og verður svo nú í vetur. Magnús Kjartansson (nú i Bimkló, áður Brunaliði, Júdas og Trúbroti) og Haraldur Þorsteinsson (bassaieikari I Brimkió) munu leika i Naustinu á fimmtudags- og sunnudagskvöldum. önnur kvöld veröur pianóleikur kl. 20—22. A fimmtudögum og sunnu- dögum mun semsagt Magnús leika á flygilinn og raula stund- um með frá kl. 20.00 og um kl. 22.00 kemur Haraldur til liös við hann. Prógrammið sagði Magnús samanstanda af þekkt- um lögum úr kvikmyndum, islenskum lögum og vinsælum lögum, gömlum sem nýjum. Þeir félagar fá siðan einhvern gest i heimsókn til að troða upp með sér. S.l. viku var gesturinn DÍLLINN OG HER Sigurður A. Magn- ússon skrifar um útvarp og sjónvarp Margt hnýsilegt Þegar höfð er i huga sjónvarpsdagskráin fyrripart vikunnar liggur við sjálft að taka megi undir þau orð Indriða G. Svarthöfða, að islenska sjónvarpið sé hreint prýðilegt. Hængurinn er bara sá að meðal þess sem gerði dagskrána góða var danski vandamálamynda- flokkurinn hans Kláusar Rif- bjergs (Arin okkar) sem Galdrabrennu-Indriöi telur vitaskuld óferjandi yfir Atlants- ála. Hvað um það, mér fannst hann hnýsilegri og skemmti- legri en breski njósnamynda- flokkurinn (Blindskák) sem er helsti hæggengur og svo marg- brotinn að maður á enn sem komið er bágt með aö átta sig á hvert stefnir. Ekki vill maður samt sleppa úr þætti! Kvik- mynd Kens Russells um William Wordsworth og systur hans var ágætt dæmi um hvað gera má Ur einföldu söguefni þegar hugkvæmni og kunnátta eru fyrir hendi, verulega góð mynd. Kappræður þeirra Carters og Reagans i Cleveland 28. nóvember voru fróölegar fyrir það eitt aö þær sýndu tvo gersamlega litlausa og hug- myndasnauða valdabröltara bitast um áhrifamesta embætti veraldar, og vitanlega hreppti sá hnossið sem ekkert hafði framyfir hinn nema háan aldur. Þau örlög auðugustu og voldugustu þjóðarheims aö eiga ekki um skárri leiðtoga að velja erudapurlegri entárum taki.en enginn má sköpum renna, og kannski er sá timi upprúnninn aö Bandarikjamenn verði að súpa seyðiö af pólitlsku ofstæki siöustu áratuga með þeim af- leiðingum að allir þeirra bestu menn (og þeir eru vissulega margir góðir) forðist pólitík einsog heitan eld. Þátturinn um „Lifið á jörðinni” (4) var að þessu sinni helgaöur skordýrum, einhverju fróðlegasta og mest hroll- vekjandi fyrirbæri gervallrar náttúrunnar, enda fór Atten- borough á kostum i alþýðlegum útskýringum sinum, að ekki sé minnst á frábæra myndatöku. Umræöan um „Fjölskyldu- pólitik” var dálltiö stirð og einhæf (það ætlar að ganga treglega aö kenna mörlandan- um óþvingaöa framkomu i fjöl- miðlum), og merkilegt þótti mér að ekki skyldi vikið einu orði að þvi fjölskylduformi sem eitt sinn tiökaðist hérlendis og hefur vlða rutt sér til rúms erlendis, þ.e. stórfjölskyldunni. Annars er góðra gjak'a vert að þessi mál skuli tekin ti. umræðu opinberlega, þó óneitankíga beri áhugi stjómmálaflokkanna á þessum málum sterkan keim af dægurglammi, enda var framlag hægri aflanna til umræðunnar ákaflega rýrt I roöinu. Vaka var að þessu sinni helg- uðtónlistarmálum ogviöa kom- ið við, en á köflum fariö heldur hratt yfir sögu i stilþáttarins ,,A döfinni”. Atli Heimir sakaði Sinfóni’uhljómsveitina um litla rækt við islenska tónsmiöi, og voru það hressileg orö I tima töluð. Loks er að geta um þáttinn „Borgaðu með bros á vör” þar sem rækilega var fariö i saumana á þeim verömynd- unarhring sem Alþjóða- flugmálasambandið (IATA) I rauninni er, neytendum til hins mesta óhagræðis. í heimi hins „frjálsa framtaks” erheilbrigö samkeppni útilokuð af IATA, fargjöld og þjónusta stöðluð, léleg frammistaða vandlega dulin, með þeim afleiðingum að flugfargjöid eru tvisvar til þrisvar sinnum dýr- ari i Vestur-Evrópu en i Banda- rikjunum. Þátturinn varpaði vissulega fróölegu ljósi á ýmis- legan vanda Flugleiöa, sem eiga aöild að IATA. Morgunpóstur Páls Heiöars og „A vettvangi” Sigmars B. Haukssonar eru þeir föstu hljóð- varpsþættir sem ég reyni eftir föngum að hlusta á. Þeir eru aö visu misjafnir frá degi til dags, en hafa alltaf eitthvað bitastætt framaðfæra.Ef gera ætti upp á milli þeirra sýnist mér Sigmar hafa vinninginn þaö sem af er vetri. „Bein lina” með Sigur- bimi Einarssyni biskupi var kannski hnýsilegust fyrir þá skoplegu mynd sem hún brá upp af ruglingi Islendinga i trúmál- um. Var meö ólikindum hvaöa spurningar voru upp bornar af hálfum fjórða tugi manna, en biskup lét sjaldan eiga inni hjá sér. Þátturinn um dómsmál á fimmtudagskvöld var einkar fróölegur, og leikrit Svövu Jakobsdóttur, „1 takti við timana”, sem flutt var sama kvöld var hnitmiðuö svipmynd úr látlausri baráttu kynjanna (i þessu tilfelli hjóna) fyrir frelsi sem byggist á gagnkvæmu trausti, virðingu og ást. Svava sá greinilega vonarneista. Þúþú________________________________________________ Du/ du Du, du liegst mir im Herzen Du, du liegst mir im Sinn Du, du machst mir viel Schmerzen Weiss nicht wie gut ich dir bin. Þú, þú s Þú, þú þú ert mín eina þér, þér unni ég mest, Þú, þú, þú ert sem kleina þér ætti að breyta í hest. Já já já já það held ég færi þér best. írsk spakmæli íri er aldrei til friös nema Meðan ég skrifa þetta held ég þegar hann lendir I slagsmálum & sverði i annari hendi en byssu : ; I hinni. Ekki helmingúririri af lygunum Sir Boyle Roche sem óvinirnir segja um okkurer sannur. "'J- —' viánan er Böl hinna drekkandi Sir BoyleRfwihe stétta. Oscar Wllde Góöar eru jarðarfarir Islendingar kunna ýmsar sög- ur af prýðilegum jarðarförum, meöal annars orðaskipti um eina slika, sem verðskuldaði vel að hún væri endurtekin. Þjóðverjar hafa lagt okkur til eina jarðarfararsögu, sem skaust inn i viðtal i blaðinu Wilhelmshavener Zeitung. Hún er svona: „Jarð;arfarir eru eftirlætistóm- stundastarf hins 56 ára gamla prests, þvi hann telur aðeinmitt þá sé best að koma orði Drottins aö mönnum.” Úr skúffunni hennar ömmu Þetta póstkort úr skúffunni hennar ömmu fékk hún frá Árna á Brekku á afmælisdaginn 13. mars 1915. Þá var hún barnung og afi ekki kominn i spilið nema þá bara strákurinn á næstá bæ. Annars veit maður aldrei. Kannski hefur llka Arni á Brekku veriö skotinn i henni. Eöa hvers vegna var hann að senda henni svona kort? Það sýnir leikarana Jens Waage og Guðrúnu Einarsson hjá Iðnó og eru þau þarna sem Carl Hein- rick og Kitthe i Gamla Heidel- berg. Reagan sneri á dómstólana Haraldur Þorsteinsson og Magnús Kjartnnsson við hljóðfærin s.I. cuimmtudagskvöld (Ljósm.: eik) Ragnhildur Gisladóttir, sem söng með þeim nokkur lög og mun Ragnhildur aftur koma fram annaö kvöld (sunnudag). Væntanlegir gestir eru t.d. Björgvin Haildórsson og Þór- hallur Sigurðsson og má búast viö að þeir syngi lög I „country og western” stfl (sveitalög aö westan). Magnús Kjartansson kvaðst ekki hafa spilað „undir borö- um” áður, en þetta væri skemmtileg tilbreyting frá dansiballa músik. Sérstaklega væru þeir Haraldur ánægðir meðhljómburöinn i Naustinu og hvaö umhverfiö og andrúms- loftið væri afslappandi og nauð- synlegt mótvægi við diskótekin, sem margur þyrfti hvild frá. Þeir j Naustinu munu einnig hafa & prjónunum nýjungar I sambandi við matseöilinn þvi að hlerast hefur að þeir ætli að bjóöa upp á mat frá ýmsum þjóölöndum, en Naustið varð fyrst veitingahúsa hér til að bjóða upp á slikt fyrir um 15 árum. t hádeginu á sunnudögum bjóða þeir I Naustinu upp á góð kjör fyrir fólk með börn, en þá er sérstakur barnamatseðill, sem börnin geta pantað eftir og er allt fritt fyrir þau — meira að segja lika gos eins og þau geta i sig látið. — AJ Hvað haldiö þið aö Jane Fonda hafi sagt um nýja forsetann i Bandarikjunum?: „He was að Iousy actor and will be a lousy president” (Hann var aumur leikari og verður aumur forseti). Llklega veröur henni ekki boðiOi ( Hvita húsið & næst- unni. ------- Mörg eru kosningabrögðin og margvisleg. Eins og menn vita var Ronald Reagan, nú kosinn forseti Bandarikjanna, áöur fyrr kvikmyndastjarna i Holly- wood, og var þá ungur og friöur og hress I kúrekaflokki. j Nú datt Reagan i hug, aö þaö væri ekki úr vegi að nota parta úr þessum gömlu kvikmyndum sem auglýsingaefni i kosnipga- baráttunni. En þetta var horium ekki leyft, dómstóll felldi jjfann úrskurð, að þetta mætti akki. Menn Reagans létu þð ^rók koma á móti bragðí. Þeif sáutu á Carter hnetubónda,., íem aldrei hefur i kúrekaföt farið svo vitað sé, yfir landamærin. Þeir sömdu við kanadiska sjón- varpsstöð I einkaeign, sem er staösett skammt frá Detroit, og letu hana senda út i auglýsinga- skyni hetjumyndir af Reagan i vinsæhi skytterii. Carfers óhamingju varð aUt að voóni... t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.