Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 11
o.s.frv... i.—9. nóvember 1980 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 11 U\aa\>*C \A^va,vaV'"Vw^ Við höfnina i borginni Genúa á Italiu er torg eitt, sem tekur við bilaumferð úr öllum áttum. Bilar streyma niður þetta torg úr hæð- unum uppfrá höfninni, bruna meðfram ströndinni á mörgum tugum akreina, koma jafnvel beint niður Ur loftinu eftir brú einni, sem er endinn á einni aðal- braut Norður-ltaliu. Sveitamanni úr Reykjavik finnst umferðin um þetta gamla, italska torg vera geðbilun og skilur ekki, hvernig mannlifið getur skrölt áfram við svo ærandi aðstæður. I sumar stóð ég þarna og reyndi að finna út kerfið sem umferðin streymdi eftir. Það tókst nokkurn veginn. Málið var eiginlega einfalt. Bilar komu úr sjö áttum, börðust inn- byrðis fyrir rými á torginu og hófu siðan baráttu fyrir útgöngu- leið upp i hliðina, þar sem borgin hangir næstum eins og til þerris, koldökk af útblæstri frá bilum og verksmiðjum. Sem ég stóð þarna, tók ég eftir fullorðnum manni sem hafði fengið þá vondu hug- mynd að reyna að komast fót- gangandi yfir torgið. Hann ætlaði að olnboga sér leið gegnum æðandi bilamergðina. Ætlan hans tókst vonum framar. Hann komst eftir einhverjum krákustigum millibila, sem streymdu kringum hann úr norðri og vestri og beint ofan úr loftinu. Maðurinn var nokkuð finn i tauinu, gat verið borgarráðsmaður á leið á fund, gjaldkeri i banka á leið heim, til- vonandi gestur á barnum á horn- inu, eða kannski aðstoðarforingi i Mafiunni. Mér leist vel á hann. Og sem ég stóð og fyllgdist með ferðalagi hans tók hann sér nokkra hvild á einhvers konar eyju i umferðinni, sem þó var á engan hátt afmörkuð. Hann virt- ist blása mæðinni stundarkorn og siðan réðist hann til atlögu við seinni helming ferðalags sins. En þá fór illa. Niður götu sem enginn hafði áður tekið eftir, æddi skyndilega biltik ein og náði að reka horn i Mafiuforingjann, þar sem hann stóð og sætti lagi. Hann tókst á loft, sveif aftur fyrir sig i stóran boga og lenti kylliflatur á bakið. Hann virtist hafa ruglast við höggið, þvi honum veittist erf- itt að risa á fætur. Hann gerði margar tilraunir, en valt jafnan um koll eins og vönkuð kind i kargaþýfi. Ég gerðist áhyggju- fullur. Ég virtist vera svo til eini maðurinn i fólksmergðinni, sem horfði á hildarleik mannsins. Hann hafði lent aftur inni á eyj- unni, eða gatinu á umferðar- straumnum, og bilarnir gátu sveigt fram hjá honum, þurftu ekki beinlinis að aka yfir hann. Bröltandi tókst honum að mjaka sér af staðog mer til skelfingar sá ég, að hann var kominn iskyggi- lega nærri þar sem bilarnir æddu. Svo skall bilhorn á honum og hann hentist aftur um koll. Ég benti ferðafélaga minum á það sem var að gerast. — Einhver verður að gera eitt- hvað, sagði hann. — Já, sagði ég, og svo horfðum við áfram á viðureign mannsins. Það hefði þýtt margfaldan dauð- daga að stefna úti umferðina. Enginn bilanna gat hætt á að stansa. Maðurinn veltist áfram á götunni og tilburðir hans urðu smámsaman aíar veikburða. Það var öllum ljóst, að ekki var hægt að bjarga manninum nema með þyrlu eða kraftaverki. Auðvitað hefði verið hugsanlegt að grípa til samræmdra aðgerða og stöðva umferðina i öllum áttum, en til þess þurfti fjölmennt löggulið. Og hve margir myndu falla i valinn i þannig aðgerð? Vegfarendur sem tóku eftir viðureign mannsins við náttúruafl nútimans, bilana, settu i brúnir eða ypptu öxlum og héldu siðan áfram leið sinni. Og það gerðum við lika, þvi að við gátum ekkertgert. Kannski er Mafiufor- inginn ennþá að veltast milli bil- anna á torginu. Ég reikna ekki með þvi að fara til Italiu fyrr en eftir mörg ár, en þa ætla ég að lita við á torginu og athuga hvort hann verður þar enn. Mér datt Mafiuforinginn i hug, þegar ég fletti bók sem kom út fyrir nokkru. Hún fjallar um flókið afbrotamál og hið islenska þjóðfélag. Fólkið i þeirri bók virð- ist hafa lent i svipaðri óiukku og Mafiuforinginn. Tii beggja handa streymir umferð lögreglu og póli- tikur, fordóma og refsingar- skyldu réttarfarsins. Og van- máttur þeirra sem fá málið I hendurnar kallar á kæruleysi. Hvað er hægt að gera, spyr maður og röltir i burtu og vonar að manninum hafi skánað, næst þegar maður á leið um. Gunnar Gunnarsson ATH.. — Er leyfilegt að setja kommu (,) á undan orðinu ,,sem” i setningu? Kjartan Guðjónsson sýnir í Reykjavík og á Akureyri samtímis Byggðastefna í framkvæmd Kjartan Guðjónsson list- málari heldur um þessar mundir sýningu á 105 myndum, sem hann hefur unnið á tveimur og hálfu ári, eða frá því hann hélt siðast einkasýningu 1978. Sýningunni nú hefur hann skipt í tvennt, og sýnir 75 myndirað Kjarvalsstöðum i Reykjavík, og 30 í Gallerí Háhól á Akureyri. — Þetta er byggðastefna I framkvæmd hjá mér, — sagði Kjartan, þegar við litum inn til hans að Kjarvalsstöðum fyrir helgina. — Þú kallar sýninguna „Sjórinn og þorpið”. Viitu útskýra það heiti? — Þetta eru tveir meginþræðir I sýningunni. Myndirnar af sjónum eru þannig til orðnar, að ég fór einn túr á togara i fyrrasumar. Þarna sérðu t.d. myndir af áhöfn- inni á togaranum Arsæli Sigurðs- syni frá Hafnarfirði, — segir Kjartan og bendir á röð af mannamyndum. — Um þorpið er það að segja, að þetta er eitt af fáum dæmum þess að málari sé undir áhrifum af ljóðabók. Ég myndlýsti nefni- lega Þorpið eftir Jón úr Vör, og það hafði mjög sterk áhrif á mig. Ég þekki svona þorp, þótt ekki sé ég beinlinis fæddur þar og uppal- inn. En ég dvaldist mikið á Þing- eyri við Dýrafjörð þegar ég var strákur, milli striða. — Er ekki þessi sýning talsvert frábrugðin fyrri sýningum þlnum? — Jú, það er hún. Ég málaði afstrakt i 35 ár, en er nú hættur þvi, einsog þú sérð. Þetta er ný lina hjá mér. — Geturðu nefnt einhverja áslæðu fyrir þessari breytingu? —Ja — ég er nú eiginlega kom- inn á þann aldur þegar menn fara að skrifa endurminningar sinar. Ég hef tekið þann kostinn að mála þær. Sýningin að Kjarvalsstöðum verður opin til 16. nóvember, kl. 2- 10 daglega. —ih alla laugardaga kl. 10-18 6ILASAIA GUDF1NNS Ármúla 7 ■ Sími 81588

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.