Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Blaðsíða 32
'JOÐVIUINN Helgin 8.-9. nóvember 1980 Bergur Hall- grímsson Sildarævintýriö eystra er - ofanlega i huga þessa dag- ana og sem samnefndra þeirra Austfiröinga sem lagt hafa nótt viö dag til aö vinna aflann — og náttúrlega þéna vei um ieiö— völdum viö aö heyra hljóöiö í Bergi Hall- grimssyni framkvæmda- stjóra í Pólarsild á Fá- skrúösfiröi, sem enn er hæst söltunarstöövanna á þessari vertiö þótt Fiskimjölsverk- smiöjan á Hornafiröi nálgist sama mark. — Hingaö hefur aldrei bor- ist jafn mikil sild áöur sagöi Bergur, enda meira saltaö ennokkurngat draö fyrir. Aö auki hefur veöriö leikiö viö okkur, eina vandamáliö hefur veriö tregöan meö tunnurnar. Hjá Pólarsild er búiö aö saita milli 24 og 25 þúsund tunnur og frysta upp- undir 3000 tunnur. Verkafólk hér hefur lagt hart aö sér þennan tima og enn er hér uppgripavinna þótt söltun sé aö ljúka. Viö vinnum i frystingunni á samskonar vöktum og i bræöslunni: 8 tlma vinna, 8 tima fri, og launakjör meö vaktaálagi þau sömu. — Hvaö hafa tekjur fólks fariö i mest i þessari törn? — Duglegustu konurnar hafa komist upp i rúmar 700 þúsund krónur á viku i söltuninni. — Er mannskapurinn ekk- ert farinn aö þreytast? — Þótt ótrúlegt sé er ekki svo aö sjá. Þaö vill enginn missa af nokkrum tima sem unniö er. Þetta hefur allt gengiö afskaplega vel og allir eru hressir og kátir og nærri þvi einsog menn hafi losnaö úr álögum. Margir sem stóöu illa aö vigi i sam- bandi viö skattinn anda nú léttar svo ekki sé talaö um þd sem standa i byggingum. Þaö hafa komiö ævintyra- legar tekjur inn I þorpiö til hreppsins, til hafnarinnar og inn á hvert heimili. Enginn átti von á svona miklu. — Svo þiö litiö væntanlega björtum augum til fram- tiöarinnar. — Þaö er óhætt aö segja þaö. Fjöröurinn liggur mjög vel viö og hér býr duglegt fólk sem á skiliö aö fá sina umbun. Siöast en ekki sist eru allirsamhentir viö þetta — vh Ferskur fiskur t gær, föstudaginn 7. nóvember, hófst vikulegt fraktflug á vegum Flugieiöa til Luxemborgar og London. Flogiö er meö ferskan fisk til Luxemborgar, teknar vör- ur þar og i London og komiö heim samdægurs. Fyrirtækiö Andri hf. flytur út fiskinn, en kaupandi I Luxemborg er fyrirtækiö La Provincale. Fyr- irhugaö er aö senda fullfermi af fiski á hverjum föstudegi, 18 lest- ir, aö sögn Gunnars ólafssonar hjá Andra hf. — eös. Abalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot afgreiðslu 81663 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 SÍS fær lóð í nýjum miöbœ Féll frá bygg- ingu við Sund Frumkvæöi Sambandsins Borgarráð samþykkti I gær meö öllum atkvæöum að veröa viö ósk Sambands isl. samvinnu- félaga um ióö undir skrifstofur i öörum áfanga nýs miðbæjar i Kringlumýri. A formleg úthlutun aö fara fram fyrir áramót. Geröist þetta i svipaðan mund og Sambandið tilkynnti opinberlega aö þaö heföi aö eigin frumkvæöi ákveðiö aö falla frá umsókn um byggingu inni viöSund sem mikill styrr hefur staöiö um og boöaö haföi veriö til fundar út af I dag. Sagði Erlendur Einarsson for- stjóri SIS i gær aö fyrir þessu lægju tvær ástæöur, — I fyrsta Formaður Sundasamtakanna: r ' Anægjuleg tíðindi „Þetta eru mjög ánægjuleg tiöindi og ég met þaö mikils aö Samband Isl. samvinnufélaga skuli af fyrra bragöi hafa tekiö þessa ákvöröun,” sagöi Magnús óskarsson formaöur Sundasam- takanna. ,,Þá fagna ég því aö borgaryfirvöld brugöust svo skjótt viö og uröu viö ósk Sam- bandsins um aöra lóö. Þaö kalla ég myndarleg vinnubrögö,” sagöi hann ennfremur. 1 staö boöaös almenns fundar, veröur opiö hús i Þróttheimum viö Holtaveg kl. 2—4 á sunnudag og veröa málin rædd i ljósi nýrra viöhorfa. „Sundasamtökin eru ekki augnabliksbóla, stofnuö utan um eitt hús eöa eina byggingu,” sagöi Magnús Óskarsson. „Þau settu sér aldrei annaö en almennt markmiö og þau munu vinna áfram aö umhverfismálum viö Sundin, enda er af nógu aö taka.” — AI. lagi heföi endurmat á landrýmis- þörf sýnt aö lóöin viö Holtagaröa væri tæpast fullnægjandi og i ööru lagi teldi Sambandiö óheppilegt ef nauösynleg byggingaráform þess þyrftu aö valda opinberum ágreiningi og deilum viö Ibúa næsta nágrennis. Akvaö Sambandiö þvi aö falla frá áformum um skrifstofubygg- ingu þar gegn þvi aö lóöamál þess yröu leyst á fullnægjandi hátt og sótti um 2,5 hektara lands í nýja miöbænum. Erlendur Einarsson sagöist fagna jákvæöum og skjót- um viöbrögöum borgarráös viö þessari málaleitan, en fregnir af samþykkt borgarráös bárust inn á blaöamannafund sem hann hélt f gær. — AI. 4 .. 'V m s \\W Jóhannes R. Snorrason fór I gær sina slöustu flugferð sem flug- stjóri eftir 37 ára farsælan starfsferil. Tveir þeirra fjögurra farþcga, sem fóru meö honum I fyrsta millilandaflugiö 1945, voru einnig meö honum i feröinni I gær, þeir Jón Jóhannesson og Robert Jack. Hér fagnar kona Jóhannesar og barnabarn honum viö komuna i gær. — (Ljósm.: —eik.). Farmanna- og fiskimannasambandiö: Boðar yfirvinnubann Farmanna og fiskimannasam- band tslands hefur boöaö yfir- vinnubann og hefst þaö frá og meö 17. nóv. Ingólfur Ingólfsson form. FFSt sagöi i gær i samtali viö Þjóöviljann aö stööugir fundir heföu veriö frá þvi um morgun- inn, en hægt virtist þokast. Þaö heföi veriö setiö viö aö semja frá sumri og fram á haust, en hvorki gengið né rekiö. Þvi heföi FFSt ákveöiö yfirvinnubann: til aö ýta viö atvinnurekendum og reyna aö koma hreyfingu á samninga- málin. Ingólfur var spurður á hverju strandaöi i samningunum og sagöi hann aö FFSlheföi fengiö á sig allsérstæöan kjaradóm i fy rra eins og mönnum væri eflaust minnistætt. Þaö væri sitthvaö i þeim dómi sem farmenn vildu fá leiöréttíngu á, en þaö gengi þung- lega. , .Linumar veröa eflaust lagaör eftir þeim samningum sem geröir hafa veriö innan ASI, þó aö okkar kröfur hafi verið mun hærri” sagöi Ingólfur. Ingólfur sagöi einnig aö far- menn heföu mikla sérstööu meöal launafólks og þeir teldu sig hafa veriö afskipta hvaö varöar félagslega umbætur, viö pakkaút- hlutanir rikisvaldsins. Þaö heföi nokkuö þokast á undaförnum árum i öryggismálum, en annaö væri mismunanddi langt komiö. „Farmenn eru uggandi um sinn hag” sagði Ingólfur. „Undanfariö hafa staöið yfir viöræöur viö full- trúa rlkisins og þaö veröur væntanlega ekki samiö fyrr en tryggt veröur aö félagslegar um- bætur fylgi meö. Ég vona bara allt hiö besta.” —ká F ramreiðslumenn Stjórn og trúnaöarmannaráö Félags framreiöslumanna afboö- aöi i gær verkfall þaö sem boöað haföi verið á skemmti- og veit- ingahúsum bæjarins I dag. Var þaö gert eftir aö samkomulag náöist á sáttafundi. Samkomu- lagiö veröur væntanlega undirrit- aö i dag. Aöalatriöisamkomulagsins eru aö sögn Sveinbjörns Þorkelssonar hjá Félagi framreiöslumanna, aö kauptryggingmiöastviö 40 stunda vinnuviku og veröur miöaö viö nettólaun og aö tvisköttun veröi afnumin. Allir skemmtistaöir veröa opn- ir I kvöld og Sveinbjörn sagöi þaö greiniiegt aö enn væri verkfall sterkasta vopniö; um leiö og þaö var boöaö komst hreyfing á samningana. — ká. i káfli Ostaogsitijöt^titinar, EfanátákA 2 rður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. McífkiiöUÍbar verður seld m.a. skyrterta auk ýmissa osta. Einnig verða til sölu kynningarpakkar með mismunandi mjólkurvörum. Sýnikennslaer fram alla dagana þar sem leiðbeint verður um tilbúning ýmissa mjójkurrétta. Hlutaveltaerður í gangi allan tímann og verða vinningar ýmsar mjólkurafurðir. r Ok^ypis adgMlgUÍDpið föstudag frá kl. 14 til 20 laugardag frá kl. 10 til 20 sunnudag frá kl. 14 til 20 | 0 @ n r LsJ S . L Mjólkuidagsnefnd 8.14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.