Þjóðviljinn - 26.11.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. nóvember 1980. Ólafur Ragnar Grímsson Sjálfstæði þjððar er margslunginn eiginleiki sem aldrei verður tryggður í eitt skipti fyrir öll. Um aldur og ævi verður að standa vörð um þær stoðir sem sjálfstæðið hvílir á og hlaða stíflur gegn þeim þungu öldum sem rísa úr djúpum alþjóðlegrar auðs- drottnunar og erlendra hernaðarumsvifa og ætlað er að grafa undan viðnámsþrótti smáþjóða, koma á þær hlekkjum sem við fyrstu sýn eru ekki eins áþreifanlegir og fjötrar verkalýðsins fyrr á öld- inni, en við nánari skoðun geta rist í sundur þær rætur sjálfstæðisins sem slóðar. Islenskir sósialistar hafa boriö gæfu til aö njóta liösinnis fremstu skálda og listamanna þjóöarinnar, sem ásamt fræöi- mönnum í sögu okkar og tungu hafa auögaö svo sjóö hinnar menningarlegu sjálfstæöis- baráttu aö hann er nú þegar óþrjótandi og bætist þó viö á ári hverju. Hér veröa engin nöfn nefnd. En viö þekkjum öll sögur og frásagnir, leikrit og ljóö, verk I myndum og tónum sem á list- rænan hátt hafa skapaö i hreyf- ingu sósialista djúpstæöan skiln- ing á vanda þess og vegsemd aö vera tslendingur. Án menningar- arfsins væri ekkert sjálfstæöi. Án framlags okkar bestu baráttu- félaga á liönum áratugum væri hreyfing islenskra sósialista vart nema svipur hjá sjón. Skapandi list og lifandi saga veröa ætiö aö vera öllu dægurþrasi æöri á verk- efnaskrá okkar hreyfingar. Menningarhugsjónin er sá Ólafur Ragnar Grlmsson, Jón Hannesson og Asmundur Ásmundsson I umræöum um utanrikis- og sjálf- stæöismál á landsfundi Alþýöubandalagsins. Ljósm. gel. Sjálfstædi þjóðarinnar felast í sjálfsforræði og grundvallarrétfindum á sviðum stjórnarf ars, menningar og efnahags. Sjálfstæði þjóðar er spunnið úr öllum þessum meginþráðum: Stjórnar- f arslegu sjálf stæði, menningarlegu sjálfstæði og efnahagslegu sjálf- stæði. Slitni einn, trosna hinir smátt og smátt í sundur. Sérstakar stjórn- stofnanir án efnahagslegs forræðis verða > á skömmum tíma innantómt form, dulargervi um nýja áþján. Fjórar stoðir Hin þriþætta samtvinnun sjálf- stæöisins er i senn sú arfleifö fyrri alda, sem islenskir sósialistar hafa tekið aö sér að varðveita og jafnframt þaö verkefni sem myndað hefur kjarna glæstustu sóknarskeiða. t kjölfar þáttaskil- anna i kosningunum 1942 tóku sósialistar forystu i undirbúningi lýöveldisstofnunar og gengu siöan i rikisstjórn til að hrinda i framkvæmd nýsköpun atvinnu- lifsins og ryðja brautina fyrir nýtt menntakerfi og öfluga menn- ingarsókn. Þannig tengdust saman stjórnarfar, efnahagur og menning — þrjár höfuöstoöir raunverulegs sjálfstæöis. Viö lok nýsköpunarstjórnarinnar birti svo Keflavikursamningurinn mikilvægi hinnar fjórðu stoöar i sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Þá var hlutleysinu fórnaö á altari stórveldahagsmuna. Borgara- stéttin gekk til liðs viö fulltrúa herveldisins og lyfti öxi aö liftré sjálfstæöisins. Heimsstyrjald- irnar tvær höföu sýnt aö i klóm herveldis yrði stjórnarfarslegt forræöi ætiö skert, án friöar nyti sjálfstæöiö aldrei skjóls. Tilvist herstöðva skapaöi efnahagslega fjötra og freistingar, menningar- legar hættur sem og mengun hugarfarsins. Á grundvelli alþjóðlegrar friöarhugsjónar varö baráttan gegn erlendum her og gegn þátttöku f bandalagi striðsafla fjórða stoöin i sjálf- stæöishreyfingu islenskra sósial- ista. Verkefni liöandi stundar og saga siöustu áratuga sýna aö varð- veisla stjórnarfarslegs og efna- hagslegs sjálfstæöis hafa veriö og veröa áfram i brennidepli stjórn- málaátakanna. Viö þau skilyröi veröur aö veita þessum tveimur þráðum sjálfstæöisbaráttunnar styrk frá hinum þriöja, menn- ingarþættinum i sjálfstæöishug- sjón Islendinga, bæöi arfi fyrri tiöar og nýsköpun hverrar kyn- kraftur sem oftast hefur dugaö best til hinna stærstu verka, bæði i meðbyr og mótstreymi. Menningin er gullinnþráöur, sem gefið hefur hinum stjórnarfars- legu og efnahagslegu átökum æöra gildi, glætt baráttuna gegn erlendum her eilifum hugsjóna- eldi, i reynd lifgjafi hins ofur- mannlega ætlunarverks sem baráttan fyrir brottför hersins felur I sér. Bandarikin eru máttugasta herveldi gervallrar mannkyns- sögunnar, rikulegast allra landa búiö auöi og tæknikrafti og um leiö framar öörum aö áróöurs- styrk. tslenskir sósialistar hafa ásamt öðrum herstöðvaand- stæöingum kosiö sér þann vett- vang aö ganga á hólm viö þetta tröll, vopnfærasta, auðugasta og áróöurssnjallasta riki veraldar — og ætlum okkur þó aö fara meö sigur þótt fáir séum, fátækir og smáir. Viö ætlum okkur sigur þótt i hlut eigi smáþjób gegn risaveldi — ætlum og veröum aö ná þeim sigri þvi að þaö er bjargföst trú okkar ab án herlauss tslands verði um ókominn aldur aldrei neitt tsland utan þaö tsland sem geymt er i bókum. Fjóröi lifþráður islensks sjálf- stæðis felst þvi i þeirri friöarsýn sem hafnar þátttöku i hernaöar- bandalagi og krest brottfarar hersins af landinu. Slitni sá lif- þráöur munu hinir þrir innan tiöar sundur skerast. Þrjátíu ára barátta t 30 ár hafa sósialistar haft forystu i baráttunni fyrir brottför hersins. 30 ár — þaö er langur timi. Þó aðeins um þriöjungur þeirrar aldarsem leiö frá útkomu hugvekju til tslendinga i Nýjum félagsritum og uns lýðveldi var stofnað á Þingvöllum. A 30 árum hefur ýmislegt unnist en annaö tapast. Við höfum gengið frá Hvalfiröi og Keflavik, Straums- vik og innan Reykjavikur, stofnaö samfylkingarsamtök á þessum áratug og hinum á undan, efnt til baráttuhátiöa og umræöufunda — allt þetta og margt annab hefur haldiö málstaðnum vakandi og þaö sem dýrmætast er, virkjaö þá kynslóö sem enn var ófædd þegar hernámiö hófst 1951, virkjað hana til öflugs liösinnis i baráttunni gegn hernum jafnvel svo öflugs aö þegar 3000 ungmenni rokka gegn her i stærsta samkomuhúsi þjóöarinnar og krjúpa svo i þögn viö sýningu myndarinnar af at- buröunum 30. mars, þá hika jafn- vel sumir okkar bestu eldri félaga viö aö hylla þá nýju . kynslóö sem á síðustu árum hefur i senn hafið merkiö hátt á loft og með eigin ijóðum og lögum bætt nýjum foröa i vopnabúr hernáms- andstööunnar. Þegar æskan sem eigi getur byggt afstööu sina á persónulegum minningum um at- burðina 1949 og 1951 gengur engu aö siöur skapandi og starfsfús inn i pólitiska og menningariega baráttu fyrir brottför hersins, þá sýnir sú staöreynd að göngur og fundir, leikrit og ljóö liöinna ára hafa glætt málstaðinn öflugri þrótti en margur hélt viö hann fyrstu sýn. Þótt tjáningin sé með óllkum hætti, þá lifir hann enn með hverri nýrri kynslóð. En þaö er viöar sem hernáms- andstaöan hefur skilaö áföngum i okkar hendur. Hermannasjón- varpinu var lokaö og þar meö hrundið tilraun Bandarfkjanna að gera öflugasta áróöurstæki nútfmans að heimilisvini á helsta þéttbýlissvæöi þjóöarinnar. Sam- felld gagnrýni á samskipti þjóöar og hers hefur verið svo vakandi, aö Benedikt Gröndal varð á siöasta ári aö hörfa innan viku meö áform sfn um nýjar sam- skiptareglur. Sú mótmælaalda sýndi aö herinn er enn meö þorra þjóðarinnar talinn óvelkominn gestur. Vinarkenning vestrænu friöarklúbbanna á erfitt upp- dráttar þótt Gröndal vildi gera hana aö forsendu stefnumótunar. Með hjálp þróunar á alþjóðavett- vangi höfum viö skerpt skilning þjóöarinnar á þeirri staöreynd aö striöshagsmunir Bandarikjanna eru meginforsenda herstöövar- innar hér. Söngurinn um varnir vegna Islendinga er oröinn hjáróma og Rússagrýlan æ sjald- séöari gestur í alvarlegri um- ræöu. Þannig má áfram nefna ýmis atriöi teknamegin i uppgjöri þessarar 30 ára baráttu, en hitt stendur eftir aö ætlunarverkið stóra er enn óunniö. Afstaða i rikisstjórnunum 1956, 1978 og 1980 hefur eölilega veriö tilefni mikillar umræöu i okkar flokki, sérstakiega tvær hinar siðustu sem einkum eru I fersku minni. Sumir vilja aö stjórnar- myndun sé brennidepill og úr- slitastund herstöövabaráttunnar. Vissulega gæti sú skákhótun aö Alþýðubandalagiö fari ekki i rikisstjórn nema samiö sé um brottför hersins mátaö NATO- Kaflar úr framsögu- ræöu á landsfundi Alþýöu bandalagsins öflin — ef heppnin er með. Slikri stöðu má lýsa i skákskýringum stjórnmálanna, en þá ber einnig aö hafa i huga aö jafnframt yröi sú hætta tekin aö meðan Alþýðu- bandalagiö væri utan stjórnar væri hernámsöflunum gefinn laus taumurinn og vigbúnaöur Banda- rikjanna i landinu margfaldaður á skömmum tima, þjóðin gerð æ háöari hernum, hugarfariö mengaö og baráttufélögum okkar i framtiöinni gert sifellt erfiöara fyrir að ná mátstööu i næstu umferö. Viöreisnarárin sýndu okkur forsmekkinn aö slikri her- leiöingu. Rikisstjórnarskákir eru oftast tefldar við skilyrði hraöskáka fremur en meö rólegri og lang- varandi yfirlegu og þær geta farið á alia vegu. Slikar leikfléttur geta aö minum dómi aldrei ráðið neinum úrslitum um örlög' herstöövamálsins þótt vissulega geti þær haft afdrifarik áhrif. Það sem sköpum mun skipta er hvort okkur tekst að mynda traustan og óbifandi meirihluta þings og þjóöar sem knýr fram uppsögn samningsins viö Bandarikin og hikar ekki þótt yfir dynji áróöurs- lotur, undirskriftasafnanir og hótanir um efnahagslegt hrun. Þaö er ekki rlkisstjórnaraöildin sjálf sem er úrslitaatriðið, heldur hvernig við höldum á okkar mál- staö, innan stjórnar sem utan hvort tekst aö smiða nægilega öfl- uga samfylkingu meö herstöðva- andstæöingum i öðrum flokkum til aö tryggja lokasigur I barátt- unni. Stjórnarlistin þarf ávallt aö mótast af aöstæðum hverju sinni. 1 þessu máli sem og öðrum getur stöövunarvald verið á stundum jafnmikilvægt og aðstaða til sóknar, samfelldur málflutningur vænlegri til lengdar en vonin um stóra vinninginn i stjórnar- samningum, rétt samfylking skoöanabræðra íorsenda varan- legs árangurs. Við skulum stutta stund skoöa þessa þrjá þætti: stöövunarvald, samfelldan mál- flutning og samfylkingu. Stödvunarvald Meöa’r. þjóðarmeirihluta og þingstyrk skortir til að knýja fram brottför hersins getur Alþýöubandalagiö gegnt mikil- vægu hlutverki I aö leitast viö að stööva enn frekari rótfestingu hernámsins og hindra afdrifarika uppbyggingu hernaðarmann- virkja, skapa umræöur og stuöla aö varöstööu i stjórnarsölum. Sé reynsla þessa árs af umræöum um kjarnorkuvopn og eöli her- stöðvarinnar, flugstöövar- byggingu og nýjar birgöastöövar borin saman við ládeyöu her- stöövamálsins ár eftir ár á hinum langa stjórnarandstööutima viöreisnaráranna, þá sést aö kraftur baráttunnar er ekki endi- lega eöa i sjálfu sér háöur þvi hvort flokkurinn er innan stjórnar eöa utan. Þaö eru vilji og geta okkar sjálfra sem ráöa dagskrár- þunga málsins. Arangur af varð- stööu innan stjórnar og mögu- leikar til beitingar stöövunar- valds fara ekki eftir þeim texta sem skráöur er i stjórnarsátt- mála, jafnvel þótt þar sé bókuð brottför hersins. Ótal margt annað kemur þar til eins og sagan þvi miöur sýnir. Þó er nauðsyn- legt, aö viö festum okkur öll i minni aö stjórnarþátttakan kann vegna sætleika valdsins og mikil- vægis aögeröa á öðrum sviöum aö skapa meiri hættur á að baráttuþrekiö slævist og mál- flutningskrafturinn i herstööva- baráttunni þverri. Þaö er undir okkur sjálfum komið, ekki form- gerð málsins, hvort viö höfum innra þrek og baráttuúthald til aö halda umræöunni um herlaust land hátt á loft. 1 þessum efnum veröur þátt- takan i núverandi stjórn mikil- væg prófraun. Atburöarásin hér- lendis og erlendis mun á næstu misserum likt og siöasta sumar færa okkur mikinn efniviö i umræöulotur og knýja til afstöðu gagnvart kröfum Bandarikjanna um frekari vigbúnaöar- uppbyggingu i landinu. Væri Alþýöubandalagiö hins vegar utan stjórnar hefðu NATO-öflin þegar tryggt þær framkvæmdir, en nú eru málin öll i spennu. Stjórnarandstaðan reynir aö hvetja utanrikisráðherrann til NATO-dáöa. Leikslokin getum við ekki rætt nú. Þaö bíöur næstu ára þegar framtiöin hefur fært okkur niðurstööurnar. Þá gefst timi til aö draga lærdóma og skýra betur og skilja eöli og möguleika stöövunarvalds I rikis- stjórnum. Samfelld umræða Á meöan er nauösynlegt aö efna áfram til samfelldrar umræöu um eöli herstöövarinnar. Flytja fram fleiri röksemdir til stuön- ings okkar málstaö. Á umliönum áratug- um hefur baráttan um of ein- kennst af spretthöröum aö- geröum, göngum, fundum og mótmælum og svo hefur máliö legiö niöri þess á milli, oft mánuöum, jafnvel misserum saman. Sé litiö yfir miöbik og seinni hluta viöreisnartimans þegar Alþýöubandalagiö var i stjórnarandstöðu, liöu heil og hálf ár án þess aö herstöövamáliö væri sett á dagskrá. Á vinstri stjórnar-árunum 1971—1974 biöum viö i þrjú ár i eftir- væntingarfullri þögn eftir þvi aö brottförin hæfist og á Geirs- timanum voru farnar hefö- bundnar leiöir, nokkrar lotur en siöan löng umræöuhlé. Þessum vinnubrögöum veröur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.