Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. nóvember 1980. UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: 0 gáfufélag Þjóbviljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó’.'fsson. Augiýsingastjóri: Þorgeir ólafsson. Umsjónarmaóur sunnudagsblaós: Guöjón Friörikssoi'. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristín Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótlafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Srmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Lýðrœðið og boðorð Móse • Ósköp fékk nú f rambjóðandi ,,lýðræðisaf lanna" lítið fylgi við forsetakjör á þingi Alþýðusambands Islands, — innan við þriðjung atkvæða. • Þvílíktáfall fyrir lýðræðið í landinu, eða hvað! Það er eins og hávaðinn í málflutningi frambjóðanda ,,lýðræðisaflanna" hafi ekki náð eyrum manna. Máske hefði verið heppilegra að játa lýðræðinu ást sína á svo- lítið lægri nótum. • Við forsetakjörið á Alþýðusambandsþingi fékk Ás- mundur Stefánsson meira en helmingi fleiri atkvæði en Karvel Pálmason og var kjörinn forseti A.S.Í. • Þjóðviljinn fagnar kjöri Ásmundar og býður hann velkominn í sæti forseta A.S.Í. Með störfum sínum hefur hann áunnið sér víðtækt traust innan verkalýðssamtak- anna. Það traust kemur fram i forsetakjörinu nú. • Undanfarna daga haf a Morgunblaðið og leif arnar af Alþýðublaðinu lagt ofurkapp á að telja fulltrúum á Alþýðusambandsþingi trú um að enginn ,,sannur lýðræðissinni" gæti verið þekktur fyrir að styðja svo vafasaman mann sem Ásmund til forsætis í Alþýðusam- bandinu-. • Tökum sýnishorn úr ritstjórnargrein í Morgun- blaðinu þann 15. ndv.: — „Ásmundur Stefánsson er úr hinni nýju stétt í Alþýðubandalaginu, sem sumir kalla yfirstéttarkommúnista, aðrir stofukommúnista og stundum er þessi hópur kallaður „gáf umannahópurinn" innan Alþýðubandalagsins"! • I forystugrein Morgunblaðsins þann 22. nóv. er stað- hæft að það séu Lúðvík Jósepsson og Ólafur Ragnar Grímsson sem leggi Ásmundi Stefánssyni til línuna til að dansa eftir á Alþýðusambandsþingi. Og daginn eftir, þann 23. nóv., daginn áður en Alþýðusambandsþingið hófst, þá kemur Pétur Sigurðsson alþingismaður, einn nánasti vopnabróðir Geirs Hallgrimssonar, fram i Morgunblaði iu og lýsir því hátiðlega yf ir að Ásmundur Stefánsson hlýði forystu Alþýðubandalagsins í einu og öllu! Minna mátti það ekki vera. En fulltrúar á Alþýðu- sambandsþingi hlustuðu ekki á Morgunblaðið, því síður á Alþýðublaðið, og þeir heyrðu víst ekki í Karvel. • Sjaldan hefur alþingismaður farið svo háðulega för á Alþýðusambandsþing sem Karvel Pálmason að þessu sinni,og aldrei fyrr hefur hlutur Alþýðuflokksins verið jafn aumur á þeim vettvangi sem nú. • Karvel Pálmason átti í forsæti Alþýðusambandsins að verða einingartákn nýrrar Viðreisnar á vegum Geirs Hallgrímssonar og lagsbræðranna í Alþýðuflokknum. 9 Karvel Pálmason var frambjóðandi „vanmefakrat- anna", sem Vilmundur Gylfason kallar svo, satt er það. En hann var ekki síður frambjóðandi Geirs Hallgríms- sonar og Péturs Sigurðssonar, Morgunblaðsins og Visis. Hann var einingartákn allra þeirra sem dreymir um nýja Viðreisn Sjálfstæðisf lokksins og Alþýðuf lokksins og lipra „verkalýðsleiðtoga" á hennar snærum. • Samt fór sem fór. Fylgið var innan við þriðjung á Alþýðusambandsþingi. Ekki batnar heimilisbölið hjá Geir Hallgrímssyni eða Vilmundi við þessi ósköp. • Þótt f lestir séu farnir að ryðga í Helgakveri, þá má vera að fulltrúar á Alþýðusambandsþingi hafi minnst Móseboðorða þegar hengja átti lýðræðisorðuna á Karvel Pálmason. ^ Annað boðorðið hljóðar svo: — Þú skalt ekki leggja nafn Drottins guðs þíns við hégóma. #Sennilega verður bið á því að þeir Viðreisnarkumpán- ar rif ji upp lýðræðissönginn á nýjan leik innan verka- lýðssamtakanna, svo falskur og umkomulaus er sá hái tónn frá slíkum kór. • Þjóðviljinn fagnar sterkri faglegri einingu við kjör miðstjórnar A.S. í., en vel hefði reyndar mátt stugga við svo sem einum „vanmetakrata" til að tryggja a.m.k. óbreyttan hlut kvenna í miðstjórninni. • Björn Jónsson var kjörinn forseti Alþýðusambandsins fyrir f jórum árum. Vegna heilsubrests hefur hann ekki getað sinnt störfum að undanförnu. Þjóðviljinn tekur undir þakkir Alþýðusambandsþings til hans fyrir vel unnin störf á liðnum árum. Fáa syni hef ur íslensk verka- lýðshreyf ing átt betri. Og Snorra Jónssyni, sem nú hættir sem starfandi foreti Alþýðusambandins, þakkar Þjóð- viljinn allt hans mikla starf fyrir verkalýðssamtökin í nær hálfa öld. k. * úr aimanak ínu Dagvistunarmálin voru mál málanna I hitteölyrra. Þá voru starfandi dagvistunarsamtök, sem söfnuöu tfuþúsund undir- skriftum og héldu herskáa fundi undir kjöroröinu ,,Næg og göð dagheimili fyrir öii börn”. Þá var Hka farin kröfuganga og sungiö: „Viö viljum betri barnaheimiii... þar sem ailt er fullt af föstrum og fjarska margt að hugsa um...” Þessi barátta lognaöist útaf — málið sennilega „kjaftað i hel” einsog svo mörg önnur göð mál. Ekki væri þó rétt að segja að árangur baráttunnar hafi eng- inn verið. Nokkur ný dagheimili hafa veriðopnuð meö viöhöfn og mörg íleiri eru i sjönmáli. For- eldrafélög hafa verið stofnuð á mörgum dagheimilum Reykja- vikur. Nefnd á vegum Félags- málaráðs hefur kannað innra starf dagheimilanna og verða niðurstöðurnar vonandi kynntar almenningi. Biðlistarnir hafa veriðopnaðir, þannig að nú geta hjón og sambýlisfólk sótt um dagheimilispláss, og er gert ráð fyrir að 10% alira plássa fari til þess fólks, en það skal greiða helmingi hærra gjald fyrir börn sin en einstæðir íöreldrar og námsmenn gera. Borgarstjórn hefur eytt talsverðnm tima i að ræða dagvistunarmálin. Svona mætti lengi telja. Er þá ekki allt i himnalagi? Skriður á málinu og bjartari tiö i vændum? Svo kann að virðast við fyrstu sýn, en mig langar til að rýna svolitið i sumt af þvi sem verið er að gera. 1 l'yrsta lagi þetta með „opnun biðlistanna”. Það er alkunn staðreynd, að i Reykjavik eru hvergi nærri nógu mörg dagvistarrými íyrir öll börn. Þau eru ekki einu sinni nógu mörg íyrir börn „forrétt- indahópanna”, námsmanna og einstæðra foreldra. Vandi þess hefur að nokkru verið leystur með „dagmömmukerfinu” svo- kallaða, sem er að sjálfsögðu einungis bráðabirgðalausn og verður aldrei annað, þrátt fyrir mjög jákvæð vinnubrögð borgaryfirvalda i sambandi við eftirlitogmenntun dagmamma. Nú á að fara að klipa 10% af þessum ónógu dagvistarrýmum og veita börnum hjóna og sambýlisfólks aðgang. Kristin S. Kvaran, formaöur Fóstur- félagsins, benti á það i blaða- grein fyrir skömmu, að þessi opnun kæmi einungis tekju- háum foreldrum að gagni, vegna þess tvöfalda gjalds sem þeim er gert að greiða, sem er nú kr. 100.000.- fyrir hvert barn. Þetta er þó mun ódýrara en vistun hjá dagmömmu. Af þessu ætti að vera ljóst, að kon- ur sem eru giftar eöa i sambúö og eiga börn á forskólaaldri eiga i rauninni ekki um neitt að veija, þær veröa að vera heima, nema þær eða menn þeirra séu i hæstu tekjuflokkum. 10%-opnunin leysir ekki þetta vandamál. En fleiri hliðar eru á málinu. Með þvi aðopna biðlist- ana má ætla að aðveldara verði að gera sér grein fyrir raun- verulegri þörf Reykvikinga á dagvistarrýmum. Hingað til hefur ekki verið tekið við umsóknum frá öörum en einstæðum foreldrum og náms- mönnum, og þvi hefur enginn vitað hver þörfin i raun og veru er. En hér kemur aftur babb i bátinn, vegna tvöfalda gjalds- ins. Hætt er við að einmitt beim sem mesta þörfina hafa hrjósi hugur við að senda inn umsókn þegar gjaldið er svona hátt. Ein helsta röksemdin fyrir opnun biðlista er sú, að æskilegt sé að blanda hópana betur á dagheimilunum. Margir virðast hafa af þvi þungar áhyggjur að dagheimilisbörn kynnist aldrei börnum frá þeim heimilum sem þeir kalla „venjuleg” — þar séu allir frá „óvenjulegum” heimil- um einstæðra foreldra eða námsmanna. Mér finnst þetta bera keim af tilbúnu vandamáli. Það fólk sem mest talar um þetta virðist ekki hafa neinar áhyggjur af aumingja börnun- um i einbýlishúsahverfunurn, sem aldrei kynnast börnum frá fátækari heimilum. Fá þau ekki „skerta mynd af þjóðíélaginu”? Ég veit satt að segja ekki hvort „opnunin” verður til að leysa neinn vanda. Mér sýnist hún aðeins verða til þess að lengja enn biðtimann hjá einstæðum foreldrum og náms- mönnum. Væri ekki nær að leggja meiri áherslu á að fjölga dagheimilum, mennta fleiri fóstrur og bæta kjör starfsfólks og vinnuaðstöðu? Þarf ekki að stefna markvisst að þvi að dag- heimili fyrir forskólabörn verði rekin á sama grundvelli og skól- arnir, að þau verði sjálfsögð og ókeypis fyrir öll böri,? Einsog ég sagði áðan hefur innra starf dagheimilanna verið i athugun aö undanförnu, og er Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar það sannarlega þarft og tima- bært framtak, sem spennandi verður að fregna nánar af. Foreldrafélögin, sem hafa sprottið upp á siðustu tveimur árum, eru bráðnauðsynlegur þáttur i starfi dagheimilanna. Markmið þeirra er að sjálf- sögðu að efla samstarf foreldra og starfsfólks dagvistunarstofn- ana, brúa bilið milli stofnunar ogheimilis. Til þess að það tak- ist þarf frumkvæðið að stofnun foreldrafélaganna að koma frá foreldrunum sjálfum, en stuðn- ingur og velvild starfsfólksins verður að vera fyrir hendi. Báðum þessum skilyrðum er fullnægt i þvi foreldrafélagi sem ég er starfandi i, en en'gu aö sið- ur eru ýmis ljón á veginum. Fundasókn er léleg og þeir foreldrar sem i upphafi voru fullir af áhuga missa óhjákvæmilega móðinn þegar undirtektir eru svo dræmar. Þetta hygg ég að sé reynsla margra, og þarf reyndar ekki foreldrafélög til. Aðalástæðan fyrir dræmri þátttökú foreldra er auðvitað ekki sú, aö þeir séu áhugalausir um uppeldi barna sinna. Það er kannski ekki við þvi að búast að einstæð móðir, sem vinnur fullan vinnudag utan heimilis og þarf þar aö auki að annast barn sitt og heimili, hafi þrek til að mæta á fund eftir kvöldmat — og það er heldur ekki vist að hún eigi kost á pössun fyrir barnið. Foreldrafélögin þurfa að sjálfsögðu aö taka mið af þess- um aðstæöum þegar þau skipu- leggja starf sitt. Það þýðir ekkert að láta sig dreyma um ljölmenna fundi, enda er margt hægt aðgera öðruvisi. Við feng- um td. þá frábæru hugmynd um daginn að leita til bókmennta- fræðings og fá hann til að koma og tala um barnabækur. 15—20 manns mættu, og var sá hópur alveg mátulega stór til þess að umræður urðu hinar íjörleg- ustu. Þegar upp var staðið höfðum við fræðst mikið um ástandið i barnabókmenntunum og jaínframt höföum við kynnst hver annarri betur. Kannski koma fleiri á næsta fund. Það er erfitt aðhrinda þessu af stað, en þeir timar hljóta að koma að foreldrafélögin verði sjálf- sagður þáttur i starfi dag- heimilanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.