Þjóðviljinn - 04.12.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Page 4
Fimmtudagur 4. desember ' 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan O’c'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurðardóttir. S'mavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösia og auglvsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, slmi 8 13 33. Prentun : Blaöaprent hf. Hnejinn og augað • Ástandið í Póllandi nú minnir um margt á dagana fyrir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. • Þeim héruðum í Austur-Þýskalandi sem liggja að landamærum Póllands hefur verið lokað og fréttir ber- ast af vígbúnaði í þeim héruðum Sovétríkjanna, sem liggja að pólsku landamærunum. 9 Auðvitað getur þarna verið um hótanir einar að ræða og vona verður í lengstu lög að ekki komi til innrásar. Hitt er augljóst að sjálfsagt er að vera viðbúinn því versta. 9 Valdhafarnir í Kreml sýndu það á óyggjandi hátt með innrásinni í Tékkóslóvakíu, að þeir svifast einskis ef þeir telja mannréttindabaráttu og lýðræðisþróun ógna forræði sínu í Austur-Evrópu. Og ekki hafa viðhorfin breyst til hins betra frá 1968. Það sýnir m.a. innrás Sovéthersins í Afganistan. • Hitt má vera að Kremlverjar hugsi sig tvisvar um áður en þeir senda skriðdrekasveitir inn í Pólland vegna þess að þar vænti þeir mun harðari andstöðu en raun varð á í Tékkóslóvakíu á sínum tíma. • Það er ekkert spaug f yrir Sovétherinn að eiga von á langvarandi skæruhernaði í hjarta Evrópu, þótt þeir þykist hafa mátt til að murka lífið úr f jallabændum í Afganistan án þess að heimurinn veiti því mikla athygli. • Pólverjar skáka nú í því eina skjóli að þeir eru reiðu- búnir að leggja líf sitt að veði. Þeir hafa barist f yrr með vopn í hönd gegn of uref li og sigrað. Sagan lif ir í blóðinu og býður pólskri alþýðu enga mjúkláta kosti, heldur þrotlausa baráttu með lífið sjálft að veði. • Engin þjóð í Evrópu hef ur á síðari öldum mátt þola harðari kosti en Pólverjar úr hendi erlendra land- ræningja. Aftur og aftur var Pólland þurrkað úr af opin- berum landakortum og því skipt upp milli rússneskra og prússneskra landræningja. • En Pólverjar lifðu af, pólska þjóðin geymdi sjálfrar sin, og ænn stóðu Pólverjar í báða fætur með land sitt allt í rústum árið 1945, þóttallir eldar síðustu heimsstyrj- aldar hefðu á þeim brunnið. • Eftir gyðingamorðin í Varsjá eftir, Auswitsch, reis nýtt líf úr rústum í langhrjáðu landi. • Lífið er dýrt. Sagan gerir það dýrara. Eigi nokkur þjóð rétt á að lif a á þessari jörð og kjósa sér sjálf kosti þá eru það Pólverjar. Þeir hafa til þess unnið. • I Póllandi er nú barist fyrir einföldum mannréttind- um, fyrir því að verkalýðsfélög fái að starfa án íhlut- unar stjórnvalda, fyrir því að hægtséað ræða deilumál á opnum vettvangi, líka þótt slík umræða kunni í ýmsum tilvikum að koma stjórnvöldum illa. Flestir vilja þó fara með gát, sem sjálfsagt er>til að egna ekki risann í austri til óhæfuverka. • En það er sagt að sóstalisminn sé í hættu. AAættum við þá segja hér einu sinni enn: Sá sósíalismi sem ekki þrífst nema í skjóli rússneskra skriðdreka er miklu verri en alls enginn sósíalismi. Pólverjar eiga sjálfir og einir að segja til um það, hvort þeir kjósi sér einhvers konar sósíalisma, og þá hvers konar sósíalisma. • Það er sagtað gagnbylting vof i yfir. Séu óháð verka- lýðsfélög gagnbylting, séu frjálsar umræður gagn- bylting, sé það gagnbylting að Pólverjar ráði málum sín- um sjálfir án erlendrar íhlutunar, þá skulum við biðja um þá gagnbyltingu. Ennþá hefur ekki tekist að læsa upphaf og endi sósíalismans inni í rússneskum skriðdrekum, en dæmin eru mörg úr sögunni um það að hugsjónabarátta fyrir frelsi, fyrir jafnrétti, fyrir mannúð,hafi snúist í hræði- legustu andstæðu sína. • I þýska timaritinu Der Spiegel birtist i haust viðtal tekið í Varsfá við Bienkovski, sem varð menntamála- ráðherra Póllands í hlákunni 1956 og gegndi því embætti í þrjú ár. • Hann segir þar réttilega að hið sovéska alræðis- stjórnarform falli síst betur að evrópskum lýðræðis- hefðum heldur en hnefi að auga. • Bienkovski minnir á sögu Póllands, pólskar lýðræðishefðir og pólskan baráttukjark, og hans spá er sú að hvað sem í skerst muni Pólverjar aldrei gugna fyrr en sannast haf i eining sósíalisma og lýðræðis. —J<. klíppt Samlyndu hjónaleysin Hjá þeim samlyndu hjóna- leysum Morgunblaðinu og Al- þýðublaðinu hafa veriö uppi miklar rangtúlkanir á af- greiöslu ASt-þings á stuönings- yfirlýsingu viö baráttu verka manna i Póllandi. Sú kenning hefur þar verið sett fram sam- hljóöa að Eðvarð Sigurðsson hafi misbeitt fundarstjórnar- valdi sinu til þess að koma I veg fyrir samþykkt slikrar yfirlýs- ingar. Alþýðublaðinu hefur enn láðst að skýra frá þvi að ASt— þing hafi yfirleitt samþykkt nokkuð I tengslum við ástandið i Póllandi, og hittir sú þögn ein- mitt aðalflutningsmann þeirrar tillögu sem i lokin var samþykkt með lófataki, en það var kratinn Jón Karlsson á Sauðárkróki, sem fyrir henni mælti. „Almennt orðalag” Morgunblaðið dramatíserar málið i leiðara með þessum hætti: ,,A nýafstöðnu Alþýðusam- handsþingi komu fram tvær til- lögur um stuðning við pólska verkamenn. önnur frá fuiltrúa undirróðursaflanna, sem vildi viðurkenna hið sovéska ofur- vald yfir Pólverjum með visan til hins sósialiska þjóðskipulags þeirra. Sú ályktun var i anda Brezhnev-kenningarinnar um beitingu Rauða hersins til að viöhalda sósialisku þjóöfélagi — kenningarinnar, sem mótuð var til að „réttlæta” innrásina i Tékkóslóvakiu 1968. Hin tiliagan á Alþýöusambandsþinginu var frá þeim Pétri Sigurðssyni og Guðmundi H. Garðarssyni og fól i sér skilyrðislausan stuðning við frelsisbaráttu pólskra verkamanna. Þingforseti, Eð- varð Sigurðsson, fyrrum þing- maður Alþýðubandalagsins, greip til þess furðulega ráðs að stöðva eðlilega meðferð þessara tillagna með fundarstjóravaldi. Le Tillögu um stuðning við baráttu Pólverja þvælt út af dagskrá á ASÍ þingi — skeyti ASÍ frá þvi í sumar stílað á ríkisrekna verkalýðs sambandið Forsetakjöriö i ASI þlnginu i fyrrinótt var aö mörgu leyti sögulegt. Nú voru I fyrata akipti kosnir fyrrverandi BHM-menn til að lelóa verkafólk fram til baráttu gegn alvinnurekendum. en þetta mun I fyrata sklpti I sögu verkalýðshreyflngarlnnar I Vestur-Evrópu icm lUkt ger- iit. Þetta mun hlni vegar nokk- uö algengt I rlklireknu verka- . lýöifélögunum auitantjaldi | enda ikiptlr þaft ekkl móll þar, ' ef marka md fréttlr itjórn- valda, aft hafa verkalýftilélög. i Stéttaiklptlngln er ekkl lengur til. segja þelr! En i þínglok tókst þó mcð lófa- taki og þrátt fyrir atbeina þing- forseta að fá samþykkta viðun- andi stuöningsyfirlýsingu ASt við frjálsa verkamenn I Pól- landi.” Alþýöublaðið sagði sl. laugar- dag að tiliaga Péturs Sigurðs- sonar hefði veriö „almennt’i oröuö stuöningsyfirlýsing. Nákvæm ara væri aö segja að i henni hafi verið orðalag, sem var vel til þess fallið að skjóta rótum undir þá kenningu Sovét- manna að vestrænir kapitalist- ar séu að spila upp „Einingu” verkamanna I Póllandi á móti sósialiska kerfinu, en þessa kenningu hafa Sovétmenn notað sem réttlætingu fyrir afskiptum af innanrikismálum Austur- Evrópurikja meö beitingu her- valds. Einhugur innan ASÍ Tillögur Péturs og Guð- mundar voru bornar upp milli atkvæðagreiðslna á þinginu, en þegar ljóst var að deilur myndu spinnast um orðalag þessara tveggja tiilagna gengu menn i það að semja þriðju ályktunina, sem til þess væri fallin að þing- heimur gæti einróma lýst stuðn- ingi við pólska verkamenn. Flutningsmenn þeirrar tillögu voru Jón Karlsson, formaður Verkalýösfélags Suöárkróks,og Guðmundur J. Guðmundsson formaöur Verkamannasam- bands íslands, og mælti sá fyrr- nefndi fyrir henni. Hún var samþykkt með lófataki og fylgir henni einhugur islensku alþýðu- samtakanna til réttra aðila i Póllandi. „34. þing Alþýöusambands ís- lands lýsir yfir eindregnum stuðningi viö baráttu pólskra verkamanna fyrir frjálsum samingsrétti og verkfallsrétti. Þingið sendir frjálsri verka- lýðshreyfingu I Póllandi stéttar- kveðjur og lýsir samstööu i ör- lagarikri baráttu.” Ekki verður annað séð en að Alþýðublaðið ætti kinnroðalaust að geta birt þessa yfirlýsingu, sem flutt var af einum höfuð- kratanum á ASt-þingi, og tókst að skapa einhug þingfulltrúa um. Þetta var skynsamleg lausn og meira virði að ein- hugur fylgi yfirlýsingunni, en karp um aukaatriði, sem Morgunblaöi og Alþýðublaði virðist vera eftirsjá I að skuli ekki hafa farið fram á Alþýðu- sambandsþingi. •3 sKoríð 126 rithöfundar senda alþingi ályktun: Stjórn Launasjóðs í höndum rithöfunda Stjórn Rithöfundasam- bands íslands hefur sent alþingismönnum ályktun varðandi Launasjóð rit- höfunda. Fyrir alþingi liggur nú þingsályktunar- tillaga þar sem gert er ráð fyrir því að nefnd kosin af alþingi annist úthlutun úr sjóðnum. Stjórn Rit- höf undasambandsins er I því andvíg og 126 rit- höfundar hafa skrifað nafn sitt undir tillögu þess efnis að lögum um sjóðinn verði ekki breytt. „Við teljum að val stjórnar Launasjóðs rithöf unda eigi að vera í höndum samtaka rithöfunda sjálfra eins og verið hefur", segir í skjali þeirra. — en ekki alþingis Eins og lesendur minnast ef- laust urðu mikil blaðaskrif út af sjóönum i fyrra og sendu 43 rit- höfundar frá sér bréf þar sem sagt var aö þeir sem hlytu fé úr sjóðnum væru ýmist „I eða á Alþýðubandalaginu”. Ályktun stjórnar Rithöfunda- sambandsins fer hér á eftir: Stjórn Rithöfundasambands Islands litur svo á að með tiljcomu Launasjóðs rithöfunda hafi Alþingi i raun viðurkennt að rikissjóður hefur miklu meiri tekjur af störfum rithöfunda en nemur styrkjum til bókmennta. I reglugerö launasjóðsins er kveöiö svo á aö stjórn Rithöfundasam- bandsins tilnefni þrjá menn i stjórn sjóösins til þriggja ára i senn, og má ekki tilnefna sömu menn aftur. Með þessu er tryggt aö sami smekkur eða bókmennta- stefna ráöi ekki feröinni nema skamman tíma i senn. Þegar litið er yfir uthlutanir úr sjóðnum þau fimm ár sem liðin eru frá þvi aö reglugeröin var gefin út, þá kemur einmitt i ljós að ekki er unnt að sjá að neins konar ein- sýni, listræn eða pólitisk, hafi verið rikjandi. Þess vegna var yfirlýsing 43 félaga i Rithöfunda- sambandi Islands sl. vor, sem þingsályktunartillagan byggist á, úr lausu lofti gripin. Núverandi stjórn launasjóösins nýtur fyllsta trausts stjórnar Rithöfundasam- bands Islands. Stjórn Rithöfundasambandsins litur á þessa þingsályktunartil- lögu sem beint tilræði viö Launa- sjóð rithöfunda, enda reynsla fyrir þvi aö fylgifiskur þingkjör- inna nefnda sem úthluta launum og styrkjum til listamanna, sé Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.