Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 1
UOWIUINN Föstudagur 5. desember 1980 276. tbl. 45. árg. i Námsmenn lánlausir i Greiöslur úr Lánasjóði is- j lenskra námsmanna stöðvast ef ! af verkfalli bankamanna verður j nú á mánudag. 1 samtali við framkvæmda- stjóra lánasjóðsins Sigurjon Valdimarsson kom fram að nú er verið að afgreiöa lán til þeirra námsmanna sem skiluðu inn um- i sókn fyrir 15. sept. Það eru um 750 I manns. Þegar er búið að afgreiða j um helming og unnið er af krafti við að ljúka þvi sem eftir er fyrir helgi, en búast má við að ein- hverjir verði illa úti. Þá hefjast mánaðarlegar greiðslur til námsmanna nú 15. des., en að sögn Sigurjóns tekst ekki að afgreiða þær fyrir helgi. Ef verkfallið dregst má þvi búast við aö stór hluti námsmanna verði að sitja auralaus og alls- laus, jafnt i útlöndum sem hér heima. —ká Langsamlega ódýrasti virkjunarkostur landsmanna Lokun álversins sagði iðnaðarráðherra á Alþingi er hann setti upp dæmi um þjóðhagslega hagkvæmni aðalflaggs íhaldsins í stóriðjumálum lljörleifur Guttormsson: Störfin i álverinu eru dýru verði keypt og unnt hefði verið að skapa verkefni við þjóðhagslega arðbærari störf. „Aöalflagg Sjálfstæðis- flokksins í stóriðjumálum er álverið", sagði Hjörleif- ur Guttormsson i um- ræðum um iðnaðarmál á Alþingi i gær, og það kom einmitt fram hjá Geir Hallgrímssyni er hann mælti af hálfu Sjálfstæðis- flokksins fyrir þingsálykt- unartillögu um erlenda stóriðju, að reynslan af álverinu i Straumsvik ætti að vera leíðarljós og fyrir- mynd í framtíðinni. Loðnubræðslur eru rúmlega helmingi orkufrekari iðnaður hlutfallslega en aliðjan. Orkukostnaðurinn hjá ÍSAL er aðeins 7% af framleiðslu- kostnaði, en er almennt ekki undir 15% hjá áliðnaði i heiminum. Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra sagði hinsvegar að i raun mætti leiða að þvi rök, þótt hann gerði ekki tillögu þar um ,,að hagkvæmt væri að skrúfa Rikisstjórnin biöur bankamenn um aö fresta verkfalli SÍB hafnaði beiðninni í gærkveldi Stuttur og árangurslaus sáttafundur var haldinn i gœr A fundi rikisstjórnarinnar i gærmorgun var ákveðið að fara þess á leit við Samband Isl. bankamanna að það frestaði boðuðu verkfalli 8. dcsember fram yfir áramót vcgna mynt- breytingarinnar sem á aö eiga sér stað um áramótin. A fundi Framk vœmdastjóri Norrœna banka. mannasambandsins: Aðstoðar stjórnar SÍB og félagsformanna innan þess i gærkveldi var þess- um tilmælum rikisstjórnarinnar hafnað. Samningafundur aðila i banka- mannadeilunni hófst hjá rikis- sáttanefnd kl. 15.00 i gær og stóð hann stutt og var algerlega árangurslaus að sögn Vilhelms G. Kristinssonar framkvæmda- stjóra StB. Samninganefnd bankanna kom ekki með neitt nýtt á þennan fund og þvi var ekki um neitt að ræða. Taldi Vilhelm ekki óliklegt að beiöni rikis- stjórnarinnar um frestun verk- fallsins væri ástæðan fyrir þvi að ekkert nýtt kom frá bankanefnd- inni. Ekki hefur annar sáttafundur verið boðaður. —S.dór „Uminæli Krisljáns Kagnarssonar eru gróf og ósanngjörn i garð ís- lenskra skipasmiöastöðva, og oft reynast erlendu tilboðin mun dýrari þegar upp er staðið", scgir ,lón Sveinsson. Skip smíöuð á íslandi 40-50% dýrari segir Kristján Ragnarsson fyrir þetta stóriðjuver, álverið, i áföngum og spara með þvi sem svarar heilli stórvirkjun. Slikt væri raunar iangsamlega ódvrasti virkjunarkostur lands- manna nú, þar sem þarna er ráð- stafað um 1200 GWh af raforku, eða tæpum helmingi þess sem framleitt er i landinu, á sama tima og orka frá nýjum virkjun- um kostar um 6 krónum meira en álverið greiðir fyrir hverja kiló- wattstund. Nettóhagnaður af þvi að hætta raforkusölu til ISAL gæti þvi orðið allt að þvi 7 miljarðar þegar orkan væri fullnýtt fyrir, innlendan markað. Þessa upphæð yrði auðvitað að bera saman og vega á móti öðrum þjóðhagsleg- um tekjúm af álverinu, m.a. framleiðslugjaldið, sem nam á árinu 1979 hálfum miljarði króna." Hjörleifur Guttormsson færði margvisleg talnaleg rök að máli sinu og eru kaflar úr þingræðu hans birtir á 6. siðu blaðsins i dag. 1 þeim umræðum tóku einnig þátt þeir Benedikt Gröndal (sem lýsti stuðningi við stóriðjutillögu ihaldsins) og Páll Pétursson formaður þingflokks Eram sóknarflokksins (sem andmælti henni) Umræðu var siðan frestað, en iðnaðarráðherra mælti að þvi búnu fyrir þingsályktunartillögu rikisstjórnarinnar um iðnaðar- stefnu, sem hann lét hefja vinnu við ep hann tók viö embætti iðn- aðarráðherra haustið 1978. Friðrik Sophusson tók til máls fyrirhönd Sjálfstæðisflokksins og fór jákvæðum orðum um ýmsar hliðar stefnumótunar, en flutti veigamiklar breytingartillögur meðal annars um forgang einka- framtaksins. — ekh Órökstutt þvaður S.I.B. Greinilegt er að bankamenn búast við þvi að til verkfalls komi nk. mánudag. þvi að þeir hafa kallað á framkvæmdastjóra Norræna bankamannasambands- ins Jan-Erik Lidström til Islands og á hann að vera bankamönnum lil halds og trausts ef til verkfalls kemur. tslenskir bankamenn hafa aldrei farið i verkfall fyrr og eru þvi ef til vill ekki sem best undir það búnir að standa i verkfalls- baráttu. Þeir eiga nú um 30 miljónir króna i verkfallssjóði, en segjast fá aðstoð að utan ef þörf krefur, þ.e. að verkfall þeirra dragist á langinn. Það eru rúmlega 2300 banka- starfsmenn sem fara i verkfall nk. mánudag ef samningar takast ekki fyrir þann tima — S.dór. Tap á Listahátíð Umræður urðu um reikninga Listahátiðar 1980 i borgarstjórn. Samkvæmt októberyfirliti hefur oröið tæplega 50 milljón króna tap á hátiðinni. Niðurstaðan af Lista- hátið sjálfri er 53,7 milljónir, en hagnaður af kvikmyndahátið er 4 milljónir. Tap varð á öllum liöum Lista- hátiðar nema tónleikum Pavar- ottis (+ 2.1 milljón), hljómleikum Clash (+ 0,08) og dansleik i Laugardalshöll (+ 5.1). Gifurleg þátttaka varð i útihátiðahöldum Listahátiðar en dræm aösókn að flestum atriðum enda veður með eindæmum gott i júni sl. — A.I. l ræöu sinni á aðalfundi LÍÚ sagði Kristján Ragnarsson formaður sambandsins m.a. að þegar að því kæmi að end- urnýja þurfi bátaflotann megi ekki banna að smiða skip erlendis, þar sem það sé 40—50% dýrara að láta smiða skip hér innanlands en erlendis. — Þetta er órökstutt þvaður og ekki samboðið Kristjáni Ragnarssyni aö láta svona nokk- uð frá sér fara á opinberum vett- vangi, sagði Jón Sveinsson, for- stjóri Stálvikur h.f. og formaður Sambands skipasmiðastöðva, er Þjóðviljinn bar þessi ummæli Kristjáns undir hann i gær. Jón Sveinsson sagði aö þetta væri ekki i fyrsta sinn sem Kristján Ragnarsson héldi þess- ari bábilju fram. Eitt sinn skildi segir Jón Sveinsson forstjóri skipasmiða stöðvarinnar Stálvikur hf. Kristján ekkert i mönnum að kaupa togara annarsstaðar frá en Spáni. Nefndi Jón i þvi sam- bandi þegar Sigluvikin var byggð á Spáni fyrir sama fyrirtæki og Stálvik h.f. smiðaði Stálvikina fyrir. Sigluvikin kom rétt fokheld til landsins, þar sem Spánverjar sögðust vera búnir að smiða fyrir peningana sem samið var um og varð aö ljúka smiði skipsins hér heima. Það var auk þess búið mun verri tækjum en Stálvikin. Þegar alit kom til alls varð Siglu- vikin mun dýrara skip. Samt sagði Kristján þá að Stálvikin yrði 40 til 50 milj. kr. dýrari en Sigluvikin, áður en dæmin voru gerð upp. Þá nefndi Jón að Stálvik h.f. og Slippstöðin h.f. hefðu gert sameiginlega tilboð i smiði á togara fyrir Nýfundnaland og buðu margar erlendar skipa- smiðastöðvar i þetta sama skip. tslenska tilboðið var i miðjunni. Kanadisku tilboði sem var 10% hærra en þaö islenska var tekið. Það sem geröi islenskum skipa- smiðastöövum erfiðast fyrir væru vextirnir sem greiða yrði af lán- um. Hér væru þeir 14 til 16%, en viðast erlendis um 8%. Loks benti Jón á að i ár hefði verið beðiö um tilboð i að lengja islenskt skip. Bátalón h.f. bauð 6 miljónir króna i verkið, en hollensku tilboði var tekið og kostaöi verkið þá 20 miljónir króna. Sagðist hann geta nefnt mörg dæmi og sagði að lokum að ummæli Kristjáns væru gróf og ósanngjörn i garð islenskra skipasmiðastöðva. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.