Þjóðviljinn - 05.12.1980, Side 3

Þjóðviljinn - 05.12.1980, Side 3
Föstudagur 5. desember 198« ÞJÓÐVILJINN — $1ÐA 3 Setu lokið í dómsmálaráðuneytinu Aðgerðin var nauðsynleg Stuðningsmenn Gervasonis sem settust að i göngum dóms- málaráðuneytisins ákváðu snemma i gærmorgun að hætta setunni, enda töldu þeir að að- gerðirnar hefðu náð þeim tilgangi sem til var ætlast. Klukkan 9.30 var boðað til blaðamannaíundar i dómsmála- ráðuneytinu og þar var lesin yfir- lýsing frá hópnum þar sem segir m.a.: Aðgerðin hefur sýnt að hún var nauðsynleg, þvi með henni hefur okkur tekist að knýja fram viðbrögð og skýrari afstöðu i mál- inu. Sem einstaklingar áskiljum við okkur allan rétt til að gripa inn i gang mála hvenær sem er, við munum ekki láta deigan siga. Við alla þá sem lýst hafa yfir stuðningi við kröfuna um pólitiskt hæli Gervasoni til handa, viljum við segja þetta: Sýniö stuðning ykkar i verki. Veitum Patrick Gervasoni hæli sem pólitiskum flóttamanni! — ká Höfundar lýsa stuðningi við leikara Minnst 8 leikrit á ári í sjónvarpi Hlutur islenskra leikara 0.3% af leiknu efni i sjónvarpi Félag íslenskra leikritahöfunda hefur ákveðið að skýra sér- staklega frá deilu leik- ara við Ríkisútvarpið um hlut leiklistar í dag- skrá sjónvarps á ársþingi Leikrita- höfundasambands Norðurlanda og á alþjóðaþingi leikrita- höfunda, en báðar þess- ar samkomur eru nú í desember. 1 frétt frá íélaginu segir að leikritahöfundar lýsi fullri sam- stöðu með Félagi islenskra leikara, og það sé vitaskuld ekki siður áhyggjuefni fyrir höfunda að leikritagerð sjónvarpsins dregst sifellt saman. Hún er nú 0.3% af leiknu efni sjónvarpsdag- skrárinnar, en krafa leikara er nú aðhún verði 1.4%,oger þaðlangt undir þvi lágmarki sem flestar aðrar þjóðir setja sér. Stjórn Félags islenskra leikritahöfunda helur sent menntamálaráðherra bréf og beðið hann að beita sér fyrir skjótri og farsælli lausn á deil- unni. Er þar einnig bent á aö styrkja þurfi ljárhagsgrundvöll sjónvarpsins til að það geti að minnsta kosti staöið viö fyrirheit sin um gerð 8 leikrita á ári. Leikritahöfundar telja það brýna nauðsyn að skýrt sé afmarkað i fjárhagsáætlun sjónvarpsins, hversu miklu fé eigi að verja til leikritagerðar, þannig að leiklist- in verði ekki eiliflega útundan, þegar hart er i ári. Þá er lögð áhersla á það i bréfinu til menntamálaráðherra, að efla þurfi hlut innlendrar dagskrár- gerðar i sjónvarpinu, og þar eigi leikritagerð að vera ofarlega á lista, en ekki einhverskonar horn- reka einsog hingaö til. Að lokum segir að þaö óhæfu- ástand að flutningur innlendrar leiklistar i islenska sjónvarpinu skuli um það bil vera að leggjast niður sé þegar farið að vekja all- mikla athygli hjá erlendu leikhúsfólki. — ekh Stjórnarfrumvarp um fœðingarorlof 3 mánaða orlof allra foreldra Stjórnarfrumvarpi til laga um fæðingarorlof hefur verið útbýtt á Alþingi frá Svavari Gestssyni fclagsmáiáráðherra, sem felur i sér að foreldrar sem eiga lög- hcimili á lslandi eiga rétt á þriggja mánaða fæðimgarorlofi. Frumvarp þetta er flutt I fram- haldi af yfirlýsingu rikisstjórnar- innar við gerð siðustu kjara- samninga ASÍ og VSl og er þvf hluti af félagsmálapakkanum svonefnda. Frumvarpið feiur i sér breyt- ingu á almannatryggingalögun- um i þá veru aö lögfestur verði lágmarksréttur fæðingarorlofs til handa öllum foreldrum á hinum almenna vinnumarkaði, auk þeirra sem eru heimavinnandi. Fæðingarorlofið greiðisl á þann hátt að foreldri sem unnið hefur 1032—2064 dagvinnustundir siðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs á rétt á óskertri mánaðarlegri orlofsgreiðslu i 3 mánuði. Foreldri sem unnið hefur 516—1031 dagvinnustundir á rétt á 2/3hlutum heildargreiðslna i þrjá mánuði og foreldri sem er utan vinnumarkaðar og hefur unnið 515 dagvinnustundir eða minna á rétt á 1/3 hluta af heildar- greiðslunni. Frumvarpið, ef að lögum verður, leiðir til mikilvægra breytinga á réttarstöðu i fæðingarorlofi og eru þessar helstar: 1. Allar konur sem íorfallast vegna barnsburðar eiga sama rétt til 3 mánaða íæðingarorlofs en á mismunandi launum eftir at- vinnuþátttöku. 2. Foreldri sem helur hálfa til fulla atvinnuþátttöku á rétt á mánaðarlegum fæöingaroriofs- greiðslum og lækkar það hlutfall miðað við vinnuþátttökuna. 3. Fæðingarorlofið greiðist úr lifeyrisdeiid Tryggingastolnunar rikisins gegn framvisun vottorös læknis og sönnunar um launa- greiðslur og atvinnuþátttöku. 4. Ef um fleirburafæðingar er að ræða framlengist fæðingaror- lofiö um einn mánuð. Svavar Gestsson. 5. Mæður sem af nauðsynlegum heilsufarsástæðum verða aðhefja orlofið meira en einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingadag eiga rétt á viðbótagreiðslum tima. 6. Ættleiðandi foreldrar, upp- eldis- eða fósturforeldrar eiga rétt á tveggja mánaða greiðslum vegna töku barns til 5 ára aldurs. Fæðingarorlofsgreiðslur miö- ast við kr. 530.221 á mánuði miðað við 1. des sl. og breytist sú tala i' samræmi við kaupbreyt- ingar á hverjum tima. Með þessu frumvarpi er létt af Atvinnuleysistryggingasjóöi og atvinnurekendum greiðslu fæðingarorlofsins. cr safn skemmtilegra sagnaþátta. Fyrra bindi Syrpu, þjóðsögurnar, sem út kom í fyrra, hlaut hinar beztu móttökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda, og var það að vonum. Sagnaþættir Gísla eru ekki síður merkir eða skemmtilegir. FRÁ YSTU NESJUM eftir Gils Guðmundsson er safn vinsælla vestfirzkra þátta og kennir þar margra grasa. Sagt er frá Hans Ellefsen og hvalveiðistöðinni á Sólbakka, þættir eru af afreksmönnum og atkvæðamönnum, sérkennilegu fólki og fornu í lund og víða er slegið á léttari strengi óg gamansöm atvik færð í letur, en í öðrum þáttum greinir frá örlagaríkum og válegum tíðindum. Lengsti þáttur bókarinnar er um Holt í Onundarfirði og Holtspresta. ÆVIÞÆTTIR AUSTFIRÐINGS eftir Eirík Sigurðsson SKUGGSJA er ekki ævisaga í venjulegri merkingu þess orðs, en stiklað er á veigamestu atburðum í ævi hins merka skólamanns og bindindisfrömuðar og sagt frá fjölda manna, sem margir hverjir höfðu sterk áhrif á lífsviðhorf hans og lífsstefnu. Hlýhugur og hrifning á æskustöðvunum og samúð og virðing fyrir samferðamönnum mótar alla frásögn. BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE SYRPA II úr handritum Gísla Konráðssonar HERERBOKIN!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.