Þjóðviljinn - 13.12.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkallýðs- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: 0 gáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan O’c'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoi'. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. S'mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. BHstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Gestur var ég, og þér hýstuð mig ekki • Stundum er sagt að maðurinn sé æðsta skepna jarðar- innar, og víst má það til sanns vegar færa sé umvitsmuni spurt. • En hvers virði eru vitsmunir án mannúðar? Hvers virði eru hæstu gáfnapróf án réttlætis? — Einskis virði. • Hvar er maður án mannúðar? — Fyrirlitlegasta skepna jarðarinnar. • AAættum við frábiðja okkur það vit sem ekki spyr um réttlæti? • AAættum við stilla í hóf því valdi, sem ekki spyr um mannúð? • AAargir kalla sig kristna á landi hér, sumir e.t.v. með réttu, en á harla breytilegum forsendum. Trúarbrögð eru eitt, siðaskoðun annað. Kristnir menn eiga engan einkarétt á mannúðlegri siðaskoðun, en ýmsir úr þeirra hópi telja sterka réttlætiskennd og falslausa mannúð . aðal hvers kristins manns. Þá er vel. • — En nú er hrópað: — Krossfestum manninn. Kross- festum hann. • I f undarsamþykktum ólíklegustu aðila, í lesendadálk- um f lestra dagbíaðanna og í blaðagreinum birtist hroka- fullur lýður, sem þykist ekki geta unnað sér hvíldar yf ir jóladagana, nema íslensk stjórnvöld grípi langhrakinn erlendan f lóttamann, sem ekkert hef ur til saka unnið og fleygi honum fyrir böðla sína. #Við segjum ekkert til saka unnið, — því það að neita herþjónustu er engin sök að íslenskum lögum, og fráleitt með öllu að t.d. rússneskum flóttamanni, sem neitað hefði að gegna herþjónustu væri úthýst hér. • Það er vanvirða við hin alþjóðlegu mannúðarsamtök Amnesty International að úthýsa manni sem þau hafa lýst samviskufanga. Samkvæmt íslenskum lögum er samviskufangi saklaus, svo einfalt er það. #— Það er tímabært að á Alþingi (slendinga verði látið á það reyna, hvort nægilega marga þingmenn rámi ekki eitthvað enn í orð mannssonarins sem nefndur er kon- ungur í 25. kaf la AAattheusarguðspjallsen þar eru honum lögð þessi orð í munn: „Farið frá mér, þér bölvaðir, í eilífa eldinn, sem fyrir- búinn er djöf linum og englum hans. Því að ég var hungr- aður og þér gáf uð mér ekki aðeta: ég var þyrstur, og þér gáf uð mér ekki að drekka, ég var gestur, og þér hýstuð mig ekki; nakinn og þér klædduð mig ekki; sjúkur og í fangelsi, og þér vitjuðuð mín ekki. • Þá munu og þeir (sem talað er til) svara og segja: Herra, hvenær sáum við þig hungraðan eða þyrstar. eða gesteða nakinn eða sjúkan eða í fangelsi og hjúkruðum þér eigi? Þá mun hann svara þeim og segja: Sannlega segi ég yður: Svo framarlega sem þér hafið ekki gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér ekki heldur gjört mér það." • Vel má vera að ýmsir þeir sem kalla sig kristna telji sér ekki koma þessi lexía við. Þeir haf i annað bréf upp á sinn kristindóm. Aðrir eru máske slíkt nútimafólk á markaðstorgi kaupgleðinnar að þeir skilja ekki svo gömul orð. • Hér verða það verkin ein sem tala, og þau munu tala skýru máli um þann hug sem inni býr. Þögnin talar líka stundum hæst. • Víst geta stjórnmálaskoðanir valdið hörðum ágrein- ingi og erfiðum deilum. Lengi er þó kallfæri milli manna. Hitt er verra ef menn greinir hér á um einföld- ustu siðaskoðanir, um það hvort samviskufangar heims- ins séu sekir eða saklausir, um það hvort krefja eigi flóttamann sem Amnesty International hefur lýst sam- viskufanga um passa og skilríki, áður en beini sé látinn í té. • Svo vill til að dómsmálaráðherra Islands er líka kirkjumálaráðherra. Víst eru Grágás, Jónsbók og aðrar lagaskruddur merkilegar bækur, en skyldi ekki vera alveg jafn hollt að fletta upp í þeirri gömlu biblíu úr AAiðjaðarhafsbotnum, þegar siðræn vandamál ber að höndum. • Lögurn er einfalt að breyta. Það getur Alþingi gert strax á morgun, en mannúðleg siðaskoðun verður ekki upprætt með handauppréttingueðaeinu valdsmannslegu pennastriki. • [ máli Patrick Gervasoni, hins franska flóttamanns liggur við slysi. Því slysi er enn hægt að forða ef nógu margir taka höndum saman um að hindra smánina. k. # úr aimanakínu t hvert skipti sem ég þýt út á Seltjarnarnes á kvöldin og um helgar bölva ég reykviskum verslunum I hljóöi og hátt og dauösé eftir bensinlitrunum, sem ég annars hugsa ekki of mikið um. Ef ekki væru þessar tvær verslanir á Seltjarnarnes- inu og reyndar nokkrar aðrar i nágrannasveitarfélögunum yrði maður að neita sér um að taka á móti óvæntum gestum i mat um helgar og glápa inn i galtóman iskápinn á kvöldin, þvi ég er ein af þeim sem gef mér ekki tfma til að fara út I búð á hverjum degi og ég er lika ein af þeim sem ekki á frystikistu. En skyldi ég vera sú eina? Meirihluti reykviska kvénna vinnur úti og stór hluti þeirra allan daginn. Tíminn til þess að kaupa inn er þvi litill og venju- lega er það gert f næstu búð á hlaupum I hádeginu eða milli klukkan fimm og sex þegar allt er brjálað i bænum og margar þurfa á sama ti'ma að sækja krakkana á dagheimilin. Maður kemst ekki nema i eina búð og auðvitaö er ekki allt sem maður ætlaði að kaupa til þar. Afleiðingin, maður gefur sér betri tima og fer út á Nes um helgar. Og þaö er ekki bara einstaka Reykvikingur sem not- færir sér þessa þjónustu, — öll kvöld og alla laugardaga og sunnudaga eru báöar verslan- irnar á Nesinu sneisafullar af fólki sem svo sannarlega kann að meta þessa þjónustu og sýnir það að full þörf er fyrir breyt- ingará verslunarháttum i borg- inni. En þetta á ekki aðeins við um kjörbúðirnar þar sem maður kaupir hiö daglega brauð. Hvernig fara menn að þegar þeir ætla að kaupa eitt- hvað dýrara eins og heimilis- tæki, húsgögn, teppi eða bara fatnað? Það er sama sagan. Annað hvort er að nota matartimann á hlaupum eða hreinlega stelast úr vinnunni. Það er ekkert grin að ætla sér að fjárfesta t.d. i þvottavél eða gólfteppi með þeim hætti. Og vilji hjón eða fjölskyldur fara saman i slika leiðangra verður málið flókn- ara. Þviþá þurfa tveir a.m.k. að stelast úr vinnu á sama tima, ogþvi eroft erfitt að koma heim og saman. Afleiöingin er að menn gera verri kaup, kaupa dýrar en nauðsynlegt er og a-u svo kanski sáróánægðir með kaupin. t þessu hraða og vinnuglaða samfélagi okkar er nefnilega enginntimi til þess aö undirbúa verslun, fara á milli verslana, bera saman verð vörunnar og gæði og ráðgast viö aðra um málin. Maður kaupir ekkert fyrr en á sfðustu stundu og þá það sem til er, verðið lætur maður liggja milli hluta og huggar sig við að það verður áreiöanlega tvöfalt hærra á morgun. Astæðan fyrir þessum hug- leiðingum minum er sú að nú fyrir skömmu skilaði loksins af sér nefnd, sem borgarstjorn skipaði fyrir tveimur árum til þess að endurskoða reglugerð um opnunartima verslana I Reykjavlk. Hafi fleirum verið farið eins og mér, að vopast eftir tillögum um rýmkaðan verslunartima og breytingum til batnaöar, verð ég að hryggja þá sömu með þvi aö svo er ekki. Ég sé ekki annaðen tilíögurnar gangi Ut á þrengingu á nUgild- Skyldi ég vera sú eina? andi reglugerð þó viss smuga sé opnuð fyrir kynningarverslun á laugardögum. Ekki orð um það sem ég heði gjarnan viljað sjá, en það er „langur laugardagur” einu sinni i mánuði, þar sem allar verslanir væru opnar likt og I jólaösinni, en einn eftirmið- dagur i viku lokaður á móti. Reglugerðin sem nú er i gildi er frá 1971. Þar segir aö versl- anirmegi vera opnar frá kl. 8-18 virka dag^á laugardögum til kl. 12 og á þriðjudögum og föstu- dögum til kl. 22. Reglugerðin leyfir sem sé 11 tima utan venjulegs verslunartima, þar af þrjá á laugardögum. NU vita allir aö fæstir kaupmenn hafa notfært sér þennantlma tilfulls, sumir hafa t.d. opiö á laugar- dögum vissan hluta ársins, aðrir aldrei. Einstaka kaup- menn hafa opið til kl. 22 á föstu- dögum, flesUr aðeins til kl. 19 en éghef þaö fyrir satt aö einungis einn kaupmaður I bænum,— sá á horninu hjá mér, — hafi opið á þriðjudagskvöldum. Frá þvi hefur nefnilega verið gengið i samningum verslunarmanna og kaupmanna að ekki yröi opið á þriðjudagskvöldum og ekki á la uga rdagsm orgnum yfir sumarleyfistima verslunar- manna. 1 nefnd borgarinnar voru þrir borgarfulltrúar, fulltrúi, versl- unarmannafélags Reykjavikur, fulltrUi Kaupmannasamtak- anna, fulltrúi HUsmæðrafélags Reykjavikur og fulltrUi Neyt- endasamtakanna. Tillögurnar voru samþykktar að fulltrúa Ney tendasamtakanna fjar- stöddum og með hjásetu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem vill gefa versl- unartimann „frjálsan”. Til- lögur nefndarinnar gera ráö fyrir að almennur verslunar- timi sé eins og nU er frá kl. 8-18 virka daga en þar aö auki sé heimilt að hafa verslanir opnar allt að átta tima i' viku hverri en aðeins má nota þá heimild tvo daga i viku, laugardagurinn annar þeirra, og auglýsa á áberandi staö hvaða timar eru notaðir. Þetta þýðir að kaup- maður sem vill hafa opiö á laugardögum kl. 9-12 á fimm tima eftir af aukakvótanum og getur engan veginn notfært sér þá alla. Hann kemst næst þvi með þvi aö hafa opið til kl. 22 eitthvert kvöld vikunnar, þ.e.a.s. fjóra tima til viöbótar. Kaupmaður sem vill hafa opið tilkl. 12 á laugardögum og til kl 19 á föstudöum getur aðeins notaðfjóra tíma af þessum átta, hann má ekki nota hina, o.s.frv. Kaupmaðurinn á horninu hjá mér verður að loka á þriðju- dagskvöldum ef hann vill hafa opið á laugardögum og föstu- dögum. Hér er þvi um verulega þrengingu að ræða frá nUgild- andi reglugerð en þaö vilja nefndarmenn ekki fallast á. Þeir álita nefnilega að hér sé um rýmkun að ræða og segja að ef kaupmenn noti reglumar skynsamlega og hugsi um eigin hag og neytandans, þá geti svo fariðað einhver verslun verði opin öll kvöld vikunnar, mat vöruverslanir jafnt sem sér- verslanir. Ég á nú eftir að sjá kaupmenn setjast niður og skipta bænum á milli sín til að tryggja slika þjónustu við neyt- endur og ég spái þvi að þessar nýju reglur ef samþykktar veröa muni ganga af ,,kaup- manninum á horninu” dauðum og viðverðum að spana út á Nes eftir sem áður. Og hvaða gagn væri svo sem i þvi ef ein hús- gagnaverslun hefði opið á mánudagskvöldum, ein barna- fataverslun á þriðjudagskvöld- um o.s.frv. Hvernig væri hægt að bera saman verð og vöruval með þeim hætti? Og tillögur nefndarinnar um smugu á laugardögum, þ.e. aö sækja megi um leyfi til sérstakrar nefndar um aðhafa opiðtil kl. 16 á laugardögum, eru sama marki brenndar, — aðeins er gert ráð fyrir að gefa megi 1—2 verslurium i sömu grein leyfi sama laugardaginn! En hverjar eru svo mótbár- urnar gegn rýmri opn- unartima? Þeir sem eru harðastir and-' stæöingar lengri verslunartima eru fulltrúar Verslunarmanna- félags Reykjavikur, og hafa þeir nokkuð til sins máls þegar þeir benda á óhóflega vinnu- þrælkun sem slikt gæti leitt yfir verslunarmenn. Segjast þeir óttast aö samningar verði umvörpum brotnir á verslunar- fólki og fyrstu viðbrögð þeirra i markumræddri nefnd var að neita öllum breytingum og núgildandi reglugerð. Og lengra en ofanskráð varö ekki komist, segja borgarfulltrúar. A fimmtudaginn kemur af- greiðir borgarstjórn þetta mál endanlega. Ekki á ég mikla von á að borgarfulltrúar fari að samþykkja eitthvað þvert ofa n i Verslunarmannafélag Reykja- vikurenda á formaður þess sæti i borgarstjórn og a.m.k. borgar- fulltrUar Alþýðubandalagsins ófUsir til að fara i striö viö eitt stærsta verkalýðsfélag borgar- innar. Hins vegar gæti borgar- stjórn gert eitt, hún gæti haft reglurnar óbreyttar i bili og reynt að komast lengra i samn- ingum um raunverulega rýmkun á verslunartimanum. Þrenging á almennum versl- unartima er engum til gagns og borgarráð hefur nú þegar i hendi sér hvort þaö vill veita einum og einum kaupmanni leyfi til að halda t.d. „hús- gagnasýningu” um helgar. Alfheidur Ingadóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.