Þjóðviljinn - 13.12.1980, Síða 9
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Þessi yfirspennta umræða og
fullyrðingavaðall um að
sjávarútvegurinn sé kominn á
leiðarenda og að ekki megi reikna
með fleiri mönnum við þau störf,
né meiri verðmætum úr þeirri
grein, á sér þann bakgrunn, aö
fiskifræðingar hafa varað við of-
veiði og gert tillögur um að
byggja upp nokkra fiskistofna
þannig að þeir yrðu sterkari en
verið hefir um skeið.
Aðvaranir fiskifræðinga voru
eðlilegar og um þær er i sjálfu sér
ekki margt að segja. En full-
yrðingar og spádómar þar sem
byggt er á skammtimaat-
hugunum og veikum forsendum,
eru ekki til gagns, heldur þvert á
móti.
Sú fullyrðing var sett fram 1975
að hrygningarstofn þorsksins
myndi verða 72—90 þúsund tonn
árið 1980 með þeirri sókn sem þá
var. Siðan hefur sóknin aukist
mikið og samt töldu sömu fiski-
fræðingar hrygningarstofninn
1980 vera rúm 300 þúsund tonn.
Það er lika litil visindamennska i
þvi að byggja spádóma um stærð
hrygningarstofns, nokkur ár
fram i timann, á stærð árgangs
sem siðan reynist fimm sinnum
stærri en áætiað hafði verið.
1 tillögum fiskifræðinga hafa
þeir bundið sig fast við það, að
hrygningarstofn þorsks yrði
kominn i 500 þús. tonn árið 1983.
Engin rök hafa verið færð fyrir
þvi að nauðsynlegt sé að hafa
stofninn 500 þús. tonn fremur en
t.d. 3 eða 400 þúsund tonn.
Deilur eru uppi meðal fræði-
manna um hvort mjög stór
hrygningarstofn sé vænlegri en
meðalstór, eða jafnvel litill, til
þess að ná upp góðum árgangi. A
siðustu vetrarvertið var
hrygningarstofn þorsksins talinn
um 300 þús. tonn. Sá stofn gaf
miklu meiri veiði en hagkvæmt er
að taka á móti á stuttri vertfð.
Aflinn nýtist illa og fer I lclega
gæðaflokka.
Reynsla okkar er, að stórir ár-
gangar hafa oft komið frá meðal-
stórum og litlum hrygningar-
stofni.
Greinargerð fiskifræðinga, sem
nýlega hefir komið fram, gerir
ráð fyrir þessari þróun
hrygningarstofns þorsks, ef
heildarveiðin verður um 400 þús.
tonn á ári.
1981 .............. 211þús.tonn
1982 .............. 283þúS.tonn
1983 ............. 463þús.tonn
1984 .......475 þús. tonn
1985 ............. 501 þús.tor.n
1986 ............. 536 þús. tonn.
Þessar tölur og aðrar, sem
komið hafa frá fiskifræðingum
sýna, að þorskstofninn er á hraðri
uppleið.
Það er þvi þvaður, að þorsk-
stofninn sé að hrynja, enda sýnir
reynsla á öllum fiskmiðum við
landið að þorskstof ninn er
óvenjulega sterkur, og sennilega
allmikið sterkari en fiskifræð-
ingar reikna með. Upplýsingar
fiskifræðinga benda einnig til, að
ýsustofninn sé sterkur og að
islenski sildarstofninn sé að
nálgast sitt besta. Humar- og
rækjustofnar standa sig vel. Grá-
lúðan hefir ekki verið ofveidd,
blálangan gaf betri raun á þessu
ári en nokkru sinni áður. Um
loðnustofninn rikir óvissa og af
þeim ástæðum er loðnuflotinn nú i
erfiðleikum. Þá er þess að geta að
nú er að koma inn i þorskveiðina
sterkasti þorsk-árgangur, sem
mældur hefur verið, árgangurinn
frá 1976.
Það er þvi augljóst að fiski-
stofnarnir, sem heild, standa vel
og búast má við vaxandi afla á
komandi árum.
Miklu máli skiptir þá, að sá afli
verði skynsamlega nýttur. Afli
berist með nokkuð jöfnum hætti
til vinnslustöðvanna og allur afli
verði fyrsta flokks.Við veiðarnar
þarf lika góð skip, skip sem gera
mögulegt að fara vel méð aflann,
skip sem búa vel að sjómönnum,
skip sem eru hagkvæm i rekstri
og geta dreift aflanum og jafnað
hann yfir allt árið. Til þess þarf
ný skip, en ekki gömul. Nýju
skipin i islenska flotanum eru
ekki nógu mörg, en gömlu úreltu
skipin eru alltof mörg.
Þessi staðreynd kallar á cndur-
nýjun en ekki stöðvun.
Að stöðva skipasmiðar og
skipakaup er að grafa undan
efnahag þjóöarinnar...
Frá sendi-
ráðsfulltrú-
anum franska
Franski sendiráðsstarfsmaður-
inn sem visað var til i grein
(..klippt og skorið”) i Þjóðviljan-
um i gær, hefur óskað eftir að
gera eftirfarandi athugasemd:
,,Ég harma mjög þá ógæfusam-
legu röð atvika sem leiddu til
slyss þess sem um ræðir. Ég hefi
þegarlátiði ljós nokkrum sinnum
áhyggjur minar af heilsu konunn-
ar sem slasaðist og vil nota tæki-
færið til að óska henni skjóts bata.
Að þvi er varðar lýsingu á þvi
hvernig ég á að hafa hagað mér
þegar slysið varð langar mig til
að taka þetta fram: Greinin lætur
að þvi liggja að ég hafi látið mér
nægja að „veifa diplómatapassa”
og farið siðan. Þessu verð ég að
mótmæla eindregið. Ég svaraði,
þvert á móti, eins ýtarlega og
mér var unnt og i meira en hálfa
klukkustund öllum spurningum
sem lögreglumaðurinn lagði fyrir
mig. Bifreið min var siðan ljós-
mynduð og skoðuð gaumgæfilega
af bifvélavirkja sem lögreglan
kvaddi á vettvang. Ég fór siðan af
staðnum eftir um það bil klukku-
stund, eftir að lögreglan hafði
leyft mér að fara.
Óverulegur
greiðsluhalli
A forsiðu i gær stóð i frétt um
járnblendiverksmiðjuna, að
greiðsluhalli væri mjög óvenju-
legur. Þetta er prentvilla og átti
að vera óverulegur greiðsluhalli.
Leiðréttist hér með og fylgja
kaldar kveðjur til prentvillu-
púkans. —eös
Leikmynd
Paradísar-
heimtar
Múrinn er
150 km
Við verðum að biðja Sigurð A.
Magnússon rithöfund afsökunar á
„leiðréttingu” þar sem sagt var
að Berlinarmúrinn væri ekki 150
km heldur 15 km. Múrinn er
nefnilega 150 km langur og nær
allt i kringum Vestur-Berlin.
Fullyrðing Sigurðar i greininni i
jólablaði Þjóðviljans stendur þvi
óhögguð en hitt er meinloka
blaðamanna og dæmist dauð og
ómerk
Söluskálinn við Reykjanesbraut i Fossvogi
Sími: 44080 — 40300 — 44081.
Aðal útsölustaður og birgðastöð:
Söluskálinn við Reykjanesbraut
Aðrir útsölustaðir:
í Reykjavík:
Slysavarnad. Ingólfur
Gróubúð Grandagarði
og Síðumúla 11
Laugavegur 63
Vesturgata 6
Blómabúðin Runni
Hrísateigi 1 ■
Valsgarður
v/Suðurlandsbraut
Kiwaniskl. Elliði
Félagsheimili Fáks
v/Elliðaár.
íþróttafélagið Fylkir
Hraunbæ 22
Grímsbær v/Bústaðaveg.
ÍKópavogi:
Blómaskálinn
v/Kársnesbraut
Slysavarnad. Stefnir
Hamraborg 8
Engihjalla 4 v/Kaupgarð
í Garðabæ:
Hjálparsv. skáta
Goðatúni 2 v/Blómab. Fjólu
í Haf narfirði:
Hjálparsveit skáta
Hjálparsveitarhúsið
í Keflavík:
Kiwaniskl. Keilir.
í Mosfellssveit:
Kiwaniskl. Geysir.
Á ári trésins styrkjum við
Landgræðslusjóð.
Kaupið því jðlatré
og greinar af
framantökflum
aðilum.
Stuðlið að upp-
græðslu landsins.
Aðeins fyrsta
f lokks vara.
LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR
Um þessar mundir sýnir Björn
G. Björnsson teikningar, íjós-
myndir og sitthvað fleira frá leik-
myndagerð Paradisarheimtar.
Sem kunnugt er verður sjón-
varpsmyndin, sem gerð var á sið-
asta ári á vegum NDR i Hamborg
og sjónvarpsstöðva á Norður-
löndum, sýnd i islenska sjónvarp-
inu nú um hátiðirnar og er ekki að
efa að mörgum leikur forvitni á
að sjá hvernig unnið var að leik-
myndagerðinni. Vinnan fór fram
á þremur tungumálum i fjórum
löndum og komu um 100 manns
við sögu.
Járnvöruverslun I Utah. <Jr leikmynd Paradisarheimtar.
A Bílbeltin
hafa bjargað
Þær eru loksins komnar
Nú geta allir eignast
' ycia anii cjiyi iao i »
veggsamstæður
fyrir
jól
Verðið er hreint ótrú/egt.
Aðeins gkr. 838.000.-
nýkr. 8.380.-
Góðir greiðsluskilmálar.
Staðgreiðsluafsláttur.
22229.
Húsgagnaverslun
GUÐMUNDAR
Smiðjuvegi 2 — Sími 45100
Trésmiðjan
LaugavegiH
22222 —