Þjóðviljinn - 13.12.1980, Qupperneq 11
GUNNAR
GUNNARSSON
o.s.frv...
Þegar ég lauk upp augunum
morgun einn fyrir skemmstu i
myrkri og kulda, fannst mér ekki
lengur nein ástæða til að stökkva
á fætur og byrja að puða eitthvaö.
Hvers vegna skyldi ég ekki bara
dóla áfram i draumalandinu,
liggjandi undir heitri sæng, eins
lengi og ég vildi? Birnir og ýmsar
dóms og andlegrar undirgefni.
Þeir hljóta að vera úr sömu fjöl-
skyldu þessir kreddukallar,
Marteinn og Vladimir. Mér datt
Marteinn i hug um daginn þegar
ég af tilviljun sá sjónvarp. Þar
var þá biskupinn okkar með al-
vörusvip að vara við einhverjum
kollegum i trúarbransanum.
Þessir kreddukallar Marteinn og
aðrar greindar skepnur skriða i
hiði. Hvers vegna ekki ég?
Mestu leiðindaseggir sögunnar
hafa verið ótrúleg vinnudýr. Tök-
um til dæmis þennan Martein
Lúther. Hann breytti kirkjuhald-
inu, messunni, já inntakinu i
þessu fina Jesúsnakki i leiðinlegt
skrifstofuhald. Kirkjur Lúthersk-
unnar eru eins og nýju bankaúti-
búin, grámóskulegar og gerðar
fyrir grámóskulegt fólk. Lúther
var lika stöðugt suðandi um
skyldurækni og 'únnusemi. Svei-
attan.Og svonalét þessi leiðinda-
púki, Lenin, lika. Var það ekki
hann sem sagði: Sá sem ekki
vinnur á ekki mat að fá! Hafiði á
ævinni heyrt annan eins þræla-
boðskap! Boðberarlaunaþræl-
Vladimir.
Biskupinn sagði að fólk ætti ekki
að vera i þessum litlu trúfélögum.
Nei, sagði biskupinn, fólk á að
ástunda heilbrigða trú. „Heil-
brigð trú”, það er auðvitað hans
trú. Þessi trúarárátta slær oft
þversum i fólkinu og breytist i trú
á alls konar reglur, boð og bönn,
sem fólk notar til að skýla sér á
bak við. Ég þekki t.d. fólk sem
hatast við kapitalismann og aug-
lýsingaflóðið og neyslusuðið og
allt það. Þetta fina fólk vinnur svo
gjarnan i auglýsingabransanurri,
mokar inn fé og kaupir fyrir
nammgott og græjur, en á kvöldin
og á sunnudögum fer það i eitt-
hvert félag og bölsótast út i
kapitalismann. Það var svona
fólk sem Marteinn Lúther bjó til
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Nei, má ég þá heldur biðja um
hann Paul vin minn Lafargue.
Hann gaf út bók fyrir svona
hundrað árum og kallaði hana
„Rétturinn til letinnar”. Bara
titillinn lofar góðu. Lafargue seg-
ir framarlega i þessu fina riti:
„Omurleg geðbilun hefur nú grip-
ið verklýðinn, nefnilega ást á
vinnunni”, og hann heldur
áfram: „I stað þess að reyna að
lækna þessa geörænu truflun, þá
hafa prestar, hagfræðingar og
alls kyns móralistar gert vinn-
una að einhverju heilögu.”
Lafargue var inni á sömu linu og
Marx gamli og gagnrýndi hart
launavinnukerfið og vildi lika
stefna að allt öðrum hlutum. Hver
veit, hvernig farið hefði, ef þessi
leiðindakurfur, Lenin, hefði haft
meira gaman af aö kúra i bólinu
fram eftir dögum.
Eg þekki til náunga eins i Svi-
þjóð, sem boðar gagnmerkar
kenningar i þessu samhengi.
Hann heldur þvi fram að innan
fárra ára verði efnahagskerfi
Vesturlanda, iðnrikjanna, lent i
þvilikri flækju sökum offram-
leiðslu á óþarfa og stórfelldu at-
vinnuleysi, að nauðsynlegt muni
verða að gjörbylta hinum
lútherska móral og skoða það
miklu fremur þjóðhagslega já-
kvætt að vinna ekki. 1 sænskum
anda hefur þessi maður fundið
upp frábært letistyrkjakerfi, sem
miðar að þvi að borga fólki fyrir
að sitja að lestri á bókasöfnum
ellegar bæla rúm sin sem lengst á
daginn. Hann bendir á að kunn-
ingjaspjall við barborð sé oftast
afarfróðlegt og menntandi og
hljóti að mega greiða fólki fyrir
það, einsog að senda alla atvinnu-
leysingja i lágum styrk upp i fjöll
að bryðja grjót.
Eg breiddi sængina upp fyrir
haus, því að ég sá það i hendi
mér, að færi ég að basla á fætur
og út að hitta þjóðfélagið, þá
myndi ég lenda i flasinu á ein-
hverjum af þessum húmorlausu
leiðindaskjóðum, sem berjast
áfram með annað hvort gróða-
fiknina að leiðarl jósi, ellegar
handbók i leninisma ellegar
annarri kreddu.og áðuren maður
sjálfur veit af, er maður farinn að
pjakka einhverja vitleysu og
þiggja fyrir smánarlaun i anda
Marteins og Vladimirs og sálu-
félaga þeirra. Má ég þá heldur
biöjaum „Réttinn til letinnar” og
sælar draumfarir fram eftir degi.
Og svo framvegis.
SVvVvW'
kuldahúfur
íslenskar, kínverskar og finnskar
skinn kuldahúfur á börn
og fullorðna.
Yfir 20 geröir fyrirliggjandi.
Opiö í dag frá kl. 9—6.
BAMMAGEPÐIN
II IPA%rBrlAArIIB
Hafnarstræti 19
KULDS ÆVINTYRI
Af þeim bókum sem nú hafa verið gefnar út eru þrjár nýjar:
'■/n
Stillist úfinn sær
Bók þessi er lokabindi Kúlds
ævintýra. Hún spannar yfir
tímabilið frá byrjun siðari
heimsstyrjaidar frain á siðustu
ár.
Þar er sagt frá kynnum höf-
undar við fjölmarga nafnkennda
menn, innienda og útlenda.
Svo sem á fyrri árum voru störf
Jóhanns æði fjölbreytt.
Umfangsmikil skipaverstun á
vegum Kron — þrjú ár i björg-
unarliði breska sjóhersins við
tsland — birgðavarsla og
birgðastjórn á Reykjavíkur-
flugvelli — matsmaður var
Jóhanni 12ár. Fræðslustörf um
fiskvinnslu og fiskmat á vegum
Fiskimálas jóðs — ótölulegur
fjöldi blaðagreina um fiskimál
og fjölmargt fleira mætti nefna
sem ber á göma i þessari bók.
Hún er sjór af fróðleik um flest
það er snertir meðf erð á f iski og
raunar allt er að sjávardtveg
lýtur.
Fullyrða má að þarna er að finna margvislegan fróðleik um fjöl-
mörg fyrirbæri i þjóðlifinu fyrr og siðar.
Jóhanni er sú list lagin að segja skemmtilega frá og allt efni
verður lifandi i meðferð hans. Þetta safn er eigulegt i hvers
manns bókaskáp.
I stillu og stormi
í þessari bók rifjar
Jóhann J.E. Kúld
upp minningar frá
uppvaxtarárunum,
við ýmis störf til
sjós og lands.
I lífsins ólgusjó
Aðalef ni
Ak ur-
eyrarárin, i öllum
sinum sviptingum,
skini og skúrum,
veikindum og verk-
lýðsbaráttu.
Endurprentað hefur verið í tveim bindum:
Svífðu seglum þöndum
/
Ishafsævintýri
/
A hættusvæðinu
Um sollinn sæ
Samtals 5 bindi 956 bls. sem eru nú öll
íáanleg. Verð á öllu safninu kr. 30.000,
án söluskatts.
án söluskatts. -
ÍÍL Ægisútgáfan Sólvallagötu 74 • Símar 14219 og 28312^